Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2017
30.7.2017 | 06:48
Ungur maður frá Sakartvelo kom til Íslands og dó...
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði um daginn í Fréttablaðinu með mikilli virðingu um dauða ungs manns. Maðurinn hét Nika Begadze, en íslensk yfirvöld sendu sífellt út rangt nafn hans; Begade og dagblöðin voru tilbúin með sína mynd, t.d. DV, sem afskræmdi nafnið sem varð að Begades eða Begedes. Nika kom til Íslands frá ríkinu Sakartvelo við austanvert Svartahaf. Ríkið er í okkar takmarkaða heimi er enn kallað Georgía eða Grúsía. Georgíunafnið kemur líklegast af því að Persar kölluðu íbúana á því svæði sem Sakartvelo er í dag Gurgan og arabar síðar Gjurchan. Landið/Ríkið heitir í dag Sakartvelo eftir flókna sögu og oft á tíðum blóðuga.
Fyrir utan rangt nafn á manninum sem féll í Gullfoss, fá Íslendingar næsta ekkert að vita um manninn, þó hann hafi verið gestur í landi okkar.
"Við þekkjum ekki sögu hans"... skrifar Guðmundur Andri - Við vitum aðeins hvernig henni lauk, svona nokkurn veginn. En hafa Íslendingar yfirleitt áhuga á sögu útlendinga, þó þeir séu bestu vinir útlendinga og ofsóttra? Ég er ekki í vafa um að Guðmundur Andri leiti sannleikans, en hvað um blaðamennina, sem ekki tókst að hafa upp á réttu nafni mannsins.
Þegar ég skrifa þessar línu veit ég ekki hvort lík mannsins hefur fundist. Íslensk yfirvöld eru heldur greinilega ekki á þeim buxunum að segja óvitum Íslands, af hverju blessaður maðurinn var á flótta og undan hverju. Svo rífst fólk í athugasemdakerfum Fréttablaðsins og Eyjunnar vegna tilfinninga einna eða sjúklegs útlendingaótta og jafnvel sökum fordóma í garð þeirra sem ekki eru hreinhuga vinir útlendinganna.
Ég setti athugasemdir við grein Guðmundar Andra á vísir.is og einnig á Eyjunni. En þar sem Eyjan, með fyrirskipunum réttlátasta manns landsins, Egils Helgasonar, kemur í veg fyrir að ég geri athugasemdir, sést ekki það sem ég skrifa í athugasemdakerfi Eyjunnar. Á Eyjunni vilja menn aðeins hafa sannleikann að eigin ósk - jafnvel þótt hann sé dómadags lygi. Því er ég ekki viss um að margir aðrir en Guðmundur Andri hafi fengið upplýsingarnar um Nika Begadze, sem ég sendi Guðmundi einnig gegnum FB. Þess vegna þetta blogg.
Það er afar furðulegt að íslensk yfirvöld birti rangt nafn unga Grúsíumannsins. Það sýnir áhugaleysi virðingarleysi og algjörlega menningarlega fáfræði þeirra sem um mál útlendinga sjá. Maðurinn frá Sakartvelo ann hét Nika Begadze en ekki Begade eða Begedes - sjá hér.
Að öllum líkindum var Nika meðlimur í AIESEC, ef dæma má út frá YouTube-kynningu hans. AIESEC eru alþjóðasamtökum viðskiptafræðinema. Hann hafði útþrá og áhuga á hraðskreiðum bílum líkt og hann upplýsir, elskaði föður sinn og móður og börn systkina sinna.
Gæti hvarf hans ekki hafa verið slys? Skrikaði ungum draumóramanni fótur á Íslandi? Er mögulegt að hann hafi séð meiri möguleika á Íslandi en í landinu sínu Sakartvelo, sem hann elskaði mjög ef dæma skal út frá myndbandinu hans? Hann hefur ef til vill séð sér leik á borði í landi allsnægtanna og Costcos gnægtahornsins og látið skrá sig sem flóttamann? Við fáum ef til vill aldrei að vita það. En Georgíumenn þurfa í dag ekki að flýja neitt að því er best er vitað.
Sýnum fólki virðingu, áður en farið er að rífast um það nýlátið.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2017 | 08:18
Æran sem allt ætlar að æra
Er maður sem setið hefur um tíma á skólabekk njósnara- og hryðjuverkaskóla í Austur-Berlín svo fínn af æru og upplagi að honum skuli veitt sendiherrastaða? Er æra slíks manns meiri og betri en þeirra sem ekki vildu selja þjóðina í eilífðar skuldafen út af Icesave?
Er stjórnmálakonan sem nú hefur verið valin til að gegna háu embætti hjá OSCE (ÖSE) rík af æru? Sama manneskjan hefur heimsótt Assad á Sýrlandi til að koma Íslandi í Öryggisráðið, eingöngu til þess að Ísland gæti orðið málpípa Palestínuaraba sem útrýma vilja lýðræðisríki og þjóðinni sem í ríkinu býr. Er æra slíkrar konu ósköðuð, þó hún hafi haldið því fram á fundum erlendis fyrir hrun að Íslenskt efnahagslíf og bankar væru gulltryggðir? Afsakið, en eiga ekki spurningin fullan rétt á sér?
Er þingmaður sem segist vilja drepa menn sem hugsanlega myndu hegða sér afbrigðilega við dóttur hans (sem nú er vart meira en 5 ára) með mikla æru og hreina samvisku. Sami maður laug því að hann hefði orðið fyrir árás skriðdreka Ísraelsríkis og var helsti stuðningsmaður frekar ærulauss manns sem stundaði eiturlyfjasölu og skar loks mann á háls í Reykjavík ærunnar.
Allir eru gallaðir, en misjafnlega lagnir við að viðurkenna galla sína og bæta sig. Feður stúlkna sem lentu í gölluðum manni sem misnotaði stöðu sína til að hafa kynmök við börn eru líklega mjög syndlausir menn. Þeir segjast ekki enn hafa tæmt úr réttlætisbrunni reiði sinnar. Slíkir menn verða að hafa það í huga að slíkur brunnur er ekki til og hefur aldrei verið það. En dómstólar eru til og þeir hafa dæmt manninn sem lagðist á börn þeirra. Vilja þessir síþyrstu menn hafa manninn sem lá með börnum þeirra í gapastokki á Lækjartorgi, þó svo að hann hafi setið af sér dóm fyrir glæp sinn? Hvað vilja þeir eiginleg drekka? Blóð?
Er vandamálið ekki miklu frekar að siðgæðið á Íslandi er frekar brenglað. Á Íslandi virðast lög ekki vera skjalfest til að fara eftir þeim heldur einvörðungu til að sveima vandlega umhverfis þau.
Hvaða æru hefur þingflokkur sem styður hryðjuverkasamtök og líkir lýðræðisríkjum við nasista (VG, Samfylkingin og Píratar)? Hvað krati (Sema) er í lagi, þegar hann heldur því fram að Tyrkland sé lýðræðisríki, meðan að sami kratinn hvetur samfélagið að kaupa ekki vöru frá lýðræðisríki? Ísland er fullt af skríl sem dýrkar slík gyldi og veit ekki hvað ærleg æra er. Sama fólkið hrópar hæst um mannréttindi og æru.
Nei, án þess að ég sé að taka sérstaklega upp hanskann fyrir Robert Downey, sem misnotaði traust, og hafi samúð með smápíkunum í Reykjavík sem létu lokkast af þúsundköllunum hans og kynæsandi rakspíranum, sýnist mér að margir séu nú frekar rúnir ærunni af eigin gerðum og ættu ekki að tala um breytingu á reglum um uppreist æru manna sem setið hafa út dóm sem þeir hafa fengið. T.d. ekki ráðherra sem ætlar að senda saklausa, kúrdíska flóttamenn úr landi. Hún skipar sér þar með í sveit með fyrrverandi ráðherra sem leitaði stuðnings hjá einræðisherranum Assad sem ofsótt hefur Kúrda í áratugaraðir. Fólk sem leitar stuðnings hjá morðingja til að koma sér í stöðu hjá Sameinuðu Þjóðunum, er að mínu mati fullkomlega rúið allri æru. En ég sé þó enga ástæðu til að setja slíka rugludalla í gapastokk og hreyta í börnin þeirra ónotum. Blessuð börnin geta ekki gert að brenglun foreldranna.
Formaður Pírata, sem er sæmilega löglærð í erlendum háskólum í málefnum stríðsglæpamanna, telur nú að hlutverk hennar sé að taka á móti dómum götunnar svo hún geti notað þá sem greinar og kafla á fundum með löggjafavaldinu, er hins vegar alvarlega afvegaleitt apparat. Hefur enginn næga æru til að tilkynna vesalings konunni að hún er með slíku athæfi og hvatningu að brjóta íslensk lög. Hún er ekki að dæma mann fyrir þjóðarmorð. Hún hefur engan rétt til að reka mál fyrir dómi, en telur greinilega að íslenskur barnariðill eigi að fá harðari dóma en bölvaður stríðglæpadómstóllinn í den Haag gaf morðingjum. Æra píratans lögfróða er afar lítil að mínu viti. En þetta situr samt á æruverðugu Alþingi Íslendinga. Þó hún tjái sig, þarf ekki að ansa því frekar en samflokksmanni hennar sem vill drepa mann og annan.
Æra og heiður er siðferðileg virðing fyrir öðrum, sérstaklega þeim sem eru öðruvísi, minni máttar eða þeim sem hafa misstigið sig og greitt samfélaginu það sem þeir skulduðu því. En nú vilja fleiri og fleiri Íslendingar ólmir fá sömu gildin og nasistar hylltu, nefnilega: Blóð og Æru. Blóðið á að fljóta ofan í brunn svo menn geti svalað sér á því í hefndarþorstanum og hópæsingunni.
Við lifum á hættulegum tímum, þar sem svo kallaðir vinstri menn eru aftur farnir að dýrka sömu gildin og nasistar. Það er hætta á ferðinni.
Á þuklandi læknir að fá réttindi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2017 | 16:07
Kæri Dómsmálaráðherra, gerðu ekki þessi mistök.
Ég hef sent þetta erindi til Sigríðar Á Andersen og afrit til ráðuneytis hennar og útlendingastofnunar. Ég hvet lesendur þessa bloggs að skrifa eða hringja og biðja ráðherrann að snúa við ákvörðun um að reka úr landi kúrdíska fjölskyldu. Þið getið ritað til þessara aðila,
Útlendingastofnun 4440900 - email utl@utl.is .
Dómsmálaráðuneyti 5459000 postur@dmr.is.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, saa@althingi.is or
Sjá frekar hér:
Sigríður Á. Andersen
Erindi varðandi fyrirhugaða brottvísun Sabre fjölskyldunnar 17. júlí 2017
Virðulegi dómsmálaráðherra
Ég frétti af því að nú hefðu íslensk yfirvöld ákveðið að vísa úr landi fjórum Kúrdum, Fjölskyldunni Sabre, hjónum komnum yfir miðjan aldur og tveimur dætrum þeirra sem eru 17 og 20 ára.
Um leið og ég minni á að Kúrdar eru ofsótt þjóð, m.a. af Tyrklandi, fasistaríki undir harðri stjórn Receps Erdogans, sem Ísland er í mjög góðri samvinnu við í t.d. NATO, langar mig að láta í ljós þá skoðun mína í ljós að þessi brottvísun Sabre hjónanna og dætra þeirra er fyrir mig að sjá óeðlilega grimm og ómannúðleg aðgerð og minnir á brottvísanir gyðinga frá Íslandi í lok 4. áratugar 20. aldar. Um þær aðgerðir forvera þinna í Dómsmálaráðuneytinu hef ég m.a. skrifað um í bók minni Medaljens Bagside sem olli því árið 2005 að þáverandi forsætisráðherra Dana og síðar framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, baðst afsökunar á aðgerðum fyrri ríkistjórna í Danmörku gagnvart gyðingum og öðrum sem vísað var frá Danmörku af dönskum yfirvöldum á tímabilinu 1936-1943.
Ég vona að þú hafir það náðugt í kvöld með fjölskyldu þinni og verðir ekki ein af þessum ráðherrum sem einhver þarf að biðjast afsökunar fyrir eftir nokkra áratugi, þegar upp rennur fyrir arftökum þínum í embætti að þú og ráðuneyti þitt komuð ekki í veg fyrir reginskyssu í meðferð kúrdískra flóttamanna sem leituðu ásjár hjá Íslendingum. Kúrdar eru ofsóttir af mörgum öfgafullum ríkjum og hópum í Miðausturlöndum, sem ekki virða lágmarksmannréttindi. Það er því afar sorglegt að sjá að þú og ríkisstjórn þín verðið völd að brottvísun kúrdískra flóttamanna um leið og Ísland er í stjórnmálasambandi við suma af verstu ofsækjendum Kúrda. Það er ámælisvert og verður að koma til kasta alþjóðlegra stofnanna, ef íslensk yfirvöld sjá ekki neina galla í slíkum tvískinnungi.
Bestu kveðjur,
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Mannréttindi | Breytt 17.7.2017 kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2017 | 09:58
Syndaregistur Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún er algjörlega óhæf manneskja í stöðuna hjá OSCE (ÖSE). Hvaða brestur er það eiginlega í íslensku þjóðinni sem fær hana (réttara sagt yfirvöld hennar) til að verðlauna óhæft fólk og skussa?
Ingibjörg Sólrún er konan sem leitaði til Assads eftir stuðningi þegar hún vildi koma Íslandi í Öryggisráðið. Ætlunin var að gera Ísland að verkfæri Palestínuöfgamanna. Þegar stuðningur einræðisherra og fanta var ekki viss bakaði hún pönnsur í New York. Hún var með lélega uppskrift eða fúlegg. Sjá hér og hér.
Ræðum Osama bin Laden var frestað á Al Jazeera þegar Sólrún heimsótti Egyptaland árið 2008.
Haldið var upp það með hjólbörum af kampavíni er Ingibjörg Sólrún varð 50 ára. En hver keypti kampavínið? Það voru víst aðeins hjólbörurnar sem greiddar voru af íslenskum skattgreiðenda. Eitt sinn var danskur ráðherra rekinn, því honum (ritara hans) varð það á að láta ráðuneyti greiða fyrir einn vindlakassa.
Ingibjörg Sólrún er konan sem sagði að efnahagurinn á Íslandi væri í fínu lagi rétt fyrir hrun.
Ingibjörg Sólrún er konan sem studdi stríðsglæpamanninn Eðvald Hinriksson og ásakaði Ísraelsríki fyrir að standa á bak við tilraunir Simon Wiesenthal Stofnunarinnar í Jerúsalem til að fá íslensk yfirvöld til að rannsaka mál Eðvalds Hinrikssonar (Miksons), sem Eistlendingar hafa nú lýst yfir að hafi verið stríðglæpamaður. Alltaf jafn vís hún Sólrún. Meira hér.
Ingibjörg Sólrún er líka ein af þeim þóttafullu íslensku stjórnmálamönnum sem ekki vildi hitta Shimon Peres þegar hann kom til Íslands. Sjón er sögu ríkari. Sólrún er nasistasleikja og verndari stríðsglæpamanna. Síðar var hún hrjáð að alvarlegu minnistapi - eða er hún bara tækifærissinni?
Ingibjörg Sólrún hefur sent milljónir króna til Hamas. Geri aðrir betur.
Ingibjörg Sólrún ritaði hálfsturlað bréf til Tzipi Livni og ásakaði Ísraelsríki fyrir það sem Palestínumenn aðhafast. Annað pólitískt viðrini hefur leikið sama leikinn (sjá hér). Líklegast er of snemmt að koma honum í embætti erlendis. Menn muna hann enn.
Munið þið þegar Sólrún vildi verða mannsalsfulltrúi ÖSE? Hér er smáupplýsing handa þjóð með Alzheimer.
Munið að Sólrún er ein þeirra kvenna á Íslandi sem hefur liðist það að stunda einræðisherratakta. Er það eitthvað sem við viljum?
Í hlutverki friðardúfunnar sem opinskátt styður PLO og Hamas er Sólrún eins og reitt illfygli. Greinilegt er að ÖSE hefur ekki unnið heimavinnuna sína, enda gólfið þar fullt af sams konar lukkuriddurum, sem kenna í brjósti um hryðjuverkamenn og líkja þolendum nasisma við nasista.
Friðardans Sólrúnar er krampakenndur og mun það verða ljóst er hún hefur störf hjá OECD.
Sagnfræði | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007