Leita í fréttum mbl.is

Muniđ ţiđ hana Imbu?

benny_and_tzippa.jpg

Í dag eru kosningar í Ísrael. Sama hvort menn sjá horn á höfđinu á Netanyahu eđa ekki, ţá er alveg sama hvort hann eđa t.d. Tzipi Livni verđi í nćstu stjórn landsins. Menn verđa ađ gera sér grein fyrir ţví, ađ afstađa Ísraelsmanna flestra viđ ţeirri ógn sem steđjar ađ landinu veldur einingu og ţar skiptir stjórnmálaflokkur ekki ađalmáli. Íslendingar ţekktu einu sinni listina ađ lifa af en eru nú búnir ađ gleyma henni og treysta ţví sumir ađ ESB frelsi ţá frá öllu illu. Lífsbjargarlistina kunna Ísraelsmenn/Gyđingar enn, og af brýnni nauđsyn.

Í landinu okkar litla, ţar sem ásakanir um landráđ fljúga nú í ţingsal, er kannski hollt ađ minnast bréfs ţess sem fyrrverandi utanríkisráđherra Íslendinga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendi Tzipi Livni áriđ 2008. Hún settist niđur á gamlársdag međ tveimur samstarfskonum sínum. Líklega hefur veriđ boriđ fram gott caffe latte í bollunum og kaka međ, og jafnvel gott sjerrý. Svo skrifuđu ţćr ţetta frábćra bréf til utanríkisráđherrans í Ísrael, sem er hćgt ađ lesa hér ţótt ekki sé hćgt ađ nálgast ţađ í Utanríkisráđuneytinu í Reykjavík. Ég reyndi ađ fá bréfiđ áriđ 2009 og fékk ekki á Íslandi. Ţá var ađ reyna á lýđrćđiđ í Ísrael,sem reyndist opnara en ţađ íslenska og ég fékk bréfiđ frá Jerúsalem međ hrađpósti og birti.

Í bréfinu kemur greinilega fram ađ utanríkisráđherra Íslands áriđ 2008, var áđur en hún fór ađ skjóta áramótaflugeldum sínum í Vesturbćnum í Reykjavík, tekinn upp á ţeirri perversjón ađ tukta utanríkisráđherra Ísraels til međ friđartillögum ESB.

"I appeal urgently to you and the Israeli Government to accept the EU proposal on an immediate ceasefire."

Íslenskur utanríkisráđherra var farinn ađ vísa í tillögur ESB og gat ekki vitnađ í stefnu ríkisstjórnar sinnar. Halda mćtti ađ Ísland vćri orđiđ ESB-ríki án utanríkisstefnu áriđ 2008.

Svo eru menn ađ tala um landráđ nú.Sáu menn í utanríkisnefnd Alţingis og skođuđu bréf Imbu áđur en hún sendi ţađ til Tzippu? Vissu ţeir ađ hún mćlti međ tillögum ESB, sem Ísland var ekki hluti af? Var enginn sem benti Imbu vinsamlegast á, ađ hún yrđi líka ađ senda hćstráđanda Hamas á Gaza álíka bréf? En ţađ gerđi Imba vitaskuld aldrei. Kannski er hún ekki eins sleip í arabískunni eins og hún er í hebresku?

Íslenskir stjórnmálamenn eru ađ mínu mati fáir starfi sínu vaxnir.

assadasaassadcanbe.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Íslenskir stjórnmálamenn eru ađ mínu mati fáir starfi sínu vaxnir"

Algjörlega sammala og kanski maetti setja islenzka fjölmidlamenn undir sama hatt.

Kassandra (IP-tala skráđ) 18.3.2015 kl. 20:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband