Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
30.5.2011 | 20:15
Fyrirgefning syndanna
Nýverið móðgaðist ég illilega fyrir hönd Bobs frænda, þegar Óttar Felix Hauksson setti fram nýja kenningu um nafn fæðingarbæjar meistara Bobs. Bærinn sá heitir heitir Duluth og fyrirfinnst einhvers staðar í Minnesota. Ég gerði líklegast heldur of mikið mál úr þeirri skyndiskýringu Óttars, að Duluth þýddi það sama og dulúð á íslensku. Ég býst fastlega við að Bob hefði ekkert haft neitt á móti skemmtilegri hugslettu Óttars, því hann skapaði jafnan mikla dulúð um æsku sína og var lítið gefinn fyrir að segjast vera frá þessu krummaskuði eða og þaðan af síður holunni Hibbings, þar sem hann ólst líka upp, langt á undan sinni samtíð.
Óttar Felix, sem er drengur góður og mikill Bobisti, eins og margir á okkar skeiði, hefur sent mér afsökunarbeiðni út af þessu í dag þegar hann rak augun skrif mín. Aldrei skal óvarlega farið með staðreyndir um Bob. Ég birti vitaskuld afsökunarbeiðnina, en ég er ekki rétti maðurinn til að gefa fyrirgefningu syndanna. Ég sendi því strax þýðingu á afökunarbeiðni Óttars Felix til meistara Dylans. Dr. Bob svaraði stutt og þurrt: Will, I forgive Felix the cat". Meira var það ekki. Maðurinn er afar fámæltur og sérlega hnitmiðaður eins og alkunna er, enda gæti hann ekki annars svarað öllum tölvupósti sem hann fær frá Peter, Poul and mér.
Ég vona að Dylan-konsertinn hafi gengið vel í Hörpu. Hér er svo pardonnement Óttars, sem var nú alger óþarfi. En menn taka vissulega meistarann alvarlega!:
Afsökunarbeiðni
Í útvarpsviðtali 6. apríl hélt ég því fram að fæðingarbær Bob Dylan, Duluth, bæri sama heiti og alíslenska nafnorðið ´dulúð´. Þó að mér hafi þótt þetta skemmtileg tilgáta út frá samanburðarmálfræði og raunar trúað vitleysunni sjálfur þá er þetta tómt rugl og staðleysa og hrein ,,fabúlering" og mér til minnkunar að trúa slíku á ófullnægjandi forsendum. Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur bendir á þetta í bloggi sínu frá 7. apríl sem ég var að rekast á. Þar leiðir hann jafnframt sannleikann í ljós, (ég hefði betur flett upp Duluth á Wikipediu). Frakkinn Daniel Greysolon, Sieur du Lhut (ca. 1639 - 25 febrúar 1710) var fyrstur Evrópubúa til að kanna svæðið og ber bærinn nafn hans. Mér til varnar, sem er þó langt í frá réttlætanleg, þá hefur þessu franska nafni ´du Lhut´ verið snúið í hið germanska ´Duluth´ og út frá því hafa illa grundaðar hugmyndir mínar hafið sig á flug. En ég á mér enga raunverulega afsökun. Ég verð að biðjast hennar. Ég biðst afsökunar. Lögmál gagnrýnnar hugsunar er, að það sé rangt að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum. Ég var ekki búinn að leggja á mig neina rannsóknarvinnu, ekki nokkurn skapaðan hlut, bara bullaði. Ég er þakklátur Villa fyrir að benda mér og öðrum sem vilja hafa það sem sannara reynist á hið rétta í málinu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2011 | 07:12
Berlínar búgí wúgí
Nýlega var ég á ferðinni í Berlín, nánar tiltekið á tónlistarferð með minni heittelskuðu spúsu. Fórum við m.a. til að hlusta á Leif Ove Andsnes í fílharmóníunni. Andsnes er án efa einn fremsti píanisti heimsins. Fyrir utan að hlusta á hann, er gaman að sjá hann spila, risavaxinn, Íslendingslegan andnesjamann, og svo er hann frá eyjunni Körmt. Ágætis mótvægi við gyðingasnillinga, smávaxin kóreönsk segulbandstæki og þýskar múttur með túttur, sem maður getur orðið afar þreyttur á.
Við hjóluðum í ár um Berlín og komum við í Norræna sendiráðinu. Þar var sýning um íslenska snillinga. Rithöfundana okkar. Þessi sýning bar heitið Sagenhaftes Islandog er auðvitað appertæsir fyrir Bókamessuna í Frankfurðuborg, þar sem Ísland verður heiðursgestur í ár.
En mikið var nú ómerkilegt rugl á þessum pósterum í sendiráðinu. Íslenskir rithöfundar eru greinilega með Konungsbók Eddukvæða á heilanum. Ekki minnst Arnaldur Indriðason, sem mér finnst þó aðallega hægt að tengja við Rigor Mortis, þó svo að menn haldi að hann sé höfundur Konungsbókar.
Daginn sem við vorum í sendiráðinu, var andrúmsloftið í anddyrinu ekki sem best. Þar sat kona af þeirri gerð, sem Þjóðverjar kalla Stadtstreicherin. Útigangskona þessi var búin að finna sér samastað í sendiráðinu. Hún var kappklædd í hitanum og hafði greinilega ekki farið í bað nýlega. Þar sem Þjóðverjar hafa alltaf verið svo korrekt gagnvart utangarðs- og minnihlutahópum, situr hún þar örugglega enn blessuð kerlingin og mengar hið hreina norræna andrúmsloft. Hún bætir smá raunsærri skítafýlu við klínískan hátíðleika íslensku rithöfundaspjaldanna.
Þegar út úr sendiráðinu var komið, gátum við andað léttar eftir sjálfshátíðleikann á rithöfundaspjöldunum og þungt Kölnarvatn pokakonunnar, en ekki lengi. Gengt íslenska sendiráðinu er sendiráð Sýrlands. Mér var rétt snöggvast hugsað til sýrlenskra rithöfunda. Codex Assadicus er þeirra lóð í lífinu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2011 | 23:19
Mikið blaðra þessir þingmenn
Það er krúttlegt hjá rauðum íslenskum þingmönnunum að minnast barna með rauðum blöðrum, þegar þeir hafa greinilega ekkert annað að gera. En ég minnist óneitanlega Stevens McCormacks á Nýja-Sjálandi, sem belgdist nýlega út eins blaðra þegar hann lenti á stútnum, eins og visir.is greindi frá:
"Steven McCormack, vörubílstjóri frá Nýja-Sjálandi, lenti í heldur betur furðulegu atviki á dögunum. Þegar hann var að klifra upp í vörubílinn sinn rann hann í stiganum og lenti á tanki sem innihélt súrefni undir miklum þrýstingi. Og ekki nóg með það að hann hafi lent á tankinum heldur lenti hann á stútnum sitjandi þannig að súrefnið fór af miklu krafti upp í rassinn á honum.
Steven húðin á Steven [sic hjá visir.is] tók að teygjast og hann blés allur út. Ég blés út eins og fótbolti. Ég átti engra kosta völ en að sitja þarna og blása út eins og blaðra," segir hann.
Hann öskraði af sársauka og komu vinnufélagar hans honum til bjargar og slökktu á loftpressunni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem loftinu var tappað" af honum og segja læknar að hann muni ná sér að fullu. Þeir segja að loft hafi komist í lungu hans og að loftið hafi aðskilið fituna frá vöðvunum á líkama hans."
Þess má geta að blöðrustand íslenskra þingmanna olli truflunum á flugi alla leið til Kína, og börn í Frakklandi (mynd) horfðu skelfingu lostin á íslensku blöðrurnar lenda, og ollu þær þeim meiri sálaróróa en hvítir blettir Strauss-Kahn á svartri þernunni í New York. Jónína Ben er hins vegar byrjuð að selja súrefnisanda beint í rass eftir nýsjálenska módelinu. Meira var greinilega ekki í fréttum.
Þingmenn slepptu blöðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2011 | 07:44
Össur slekkur elda heimsins
Þann 5. ágúst 2010 gerði ég grín af mannúðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Grýta átti konu í Íran til dauða. Ekkert heyrðist í íslenskum ráðamönnum andstætt kollegum þeirra í Noregi, sem einir höfðu þor til að gagnrýna aftökuáætlun Íransstjórnar og hlutu hótanir fyrir. Ég gerði grín að Össuri Skarphéðinssyni, sem oft hefur stutt Íransstjórn og laug því í færslu minni að Össur hefði boðið dauðadæmdu konunni landvist á Íslandi.
Nýlega hélt Össur ræðu þar sem hann heiðrar sjálfan sig fyrir að hafa haft áhrif á að Sakineh Ashtiani hafi ekki verið grýtt til dauða í Íran. Hann sagðist hafa tekið upp mál Ashtiani sl. haust fyrir þrýsting frá almenningi hér á landi og þakkaði almenningi fyrir að hafa haldið sér á tánum". Össur ræddi einu sinni við sendiherra Írans síðastiðið haust og heldur greinilega að það hafi haft áhrif í mál Ashtiani.
Hann er kjánalega stoltur af sjálfum sér, utanríkisráðherrann. Þetta er sami maðurinn sem skipaði íslenskum sendimönnum að sitja undir hatursræðu Amadinejads í Genf árið 2009 meðan aðrar siðmenntaðar þjóðir skipuðu sendimönnum sínum að ganga úr sal. Þetta er sami ráðherrann sem sat og hlustaði sofandi á Amadintinn og Mugabe í sal allsherjarþings SÞ í New York í fyrra. Sjá hér og hér, og sami maðurinn sem flutti svo að segja sömu ræðuna um Ísrael og Amadinejad á sama allsherjarþingi SÞ. Heldur hann að rabb hans við sendiherra Írans í Osló breyti nokkru í þessum heimi? Össur heldur kannski að Amadinejad hafi tekið eftir því að íslenska diplómatíið sat sem fastast í salnum í New York undir ræðu hans og hafi þess vegna hætt við að steina Sakineh? Aumingja Össur.
En þrátt fyrir grín mitt, sem Össur tók greinilega til sín (Össur les sem sagt bloggið mitt!), situr Sakineh Ashtiani enn í fangelsi í Íran og ekkert hefur breyst þar í landi, þrátt frábær störf blöðrunnar sem er utanríkisráðherra Íslands. Hvað er að manninum? Heldur hann að íslenska þjóðin séu bjánar? Hver veit, kannski var það bara Óli forseti sem bjargaði öllu þegar hann ræddi við Írana. En hættara er nú við að allar þessar viðræður við morðingjaríki séu Íslandi frekar til vansa en fórnarlömbum til góðs.
Hvað hjálpa sambönd Imbu fórnarlömbunum á Sýrlandi? Það á líklega eftir að koma í ljós.
P.s.
Æi, Össur gleymdi að hjálpa þessari hollensku konu. Maður getur auðvitað ekki náð öllu, þegar maður er í fullri vinnu að hjálpa hollenskum fórnarlömbum Icesave og koma ESB inn á Íslendinga með aumingjalógík.
Sjá fréttaflutning Eyjunnar um afrek Össurar:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2011 kl. 05:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2011 | 05:52
Íslendingar eru örugglega líka á bak við fall Strauss-Kahn
Hér skrifar einn sem er afar langþreyttur á endalausum samsæriskenningum vinstri manna. Þeir virðast nærast á að skýra það marga sem miður fer í þeirra höndum sem alþjóðleg samsæri.
Michele Sabban, ESB-embættismaður frá Frakklandi og félagi Dominique Strauss-Kahns i franska sósíalistaflokknum (PSF), sem er auðvitað systurflokkur Samflykkingarinnar, heldur því nú fram að Strauss-Kahn sé fórnarlamb samsæris. Samkvæmt félaga Sabban átti Strauss-Kahn að halda ræðu í lok mánaðarins í Túnis, þar sem hann ætlaði að að segja Túnismönnum að vera einarðir við byltinguna sína. Gefur hún einnig í skyn að Grikkir standi á bak við samsærið á hótelinu í New York.
En í stað þess að halda að AGS (IMF) sé á bak við byltingu í Túnis og að einhverjir séu að gera Strauss-Kahn grikk, hefur Sabban hugsað út í Ísland? Ég meina það. Hefur hún ekki heyrt um gengi eins og Íhaldið, Bláu höndina, SÍS-Mafíuna, Kolkrabbann, Hagkaup og alla Bloggarana. Við höfum líka þurft að heyra það óþvegið frá Strauss-Kahns, sem Sabban segir vera næstvoldugasta manninn í heiminum á eftir Obama.
Íslendingar gætu bara vel hæglega staðið á bak við gildruna í New York. NYPD er á teik hjá Dabba og, og, og, eins og þið munuð erum við hryðjuverkaþjóð. Þernan á Sofitel, sem er "African", er alveg greinilega sú sama og var á bátnum með bankadrengjunum forðum í Florida. Það hlýtur bara að vera.
Conspiracy therory in the making......
Viðskipti og fjármál | Breytt 1.7.2011 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2011 | 06:57
Stelið ekki í Hagkaup !
Í gær las ég um konuræfil í Reykjavík sem stal snyrtivörum fyrir 6098 kr. í Hagkaup. Konan hefur í héraðsdómi verið dæmd í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi, sem gera einn sólahring fyrir hverjar 100 krónur sem hún stal. Þetta er náttúrulega hin versta kona, örugglega með ítrekaðan brotavilja til að ná sér í maskara og bodylotion á kostnað Hagkaups. Hún verðskuldar sérhvern dag í steininum, þar sem henni getur lærst að útlitið er ekki allt.
En eru íslensk dómsyfirvöld svo samkvæm sjálfum sér í dómum. Ég sé fram á nokkra 3-20.000 ára dóma yfir fjárglæframönnum á Íslandi, sem með ítrekaðan brotavilja stálu jafnt frá íslenskum almenningi sem erlendum. Sigurður Einarsson og hinum ræflunum mun á þeim tíma gefast nægur tími til að læra að peningar eru ekki allt, en oft mikils virði fyrir þá sem þeim hefur verið stolið frá.
Hverjir ætli eigi Hagkaup og eru allir meðhöndlaðir réttilega í verslunum þeirra?
Eru ekki allir sammála um að eitthvað sé mikið að á Íslandi? Kvittið hér fyrir neðan ef þið mótmælið dómskerfinu á Íslandi. Hvort þið þorið í Hagkaup er ykkar mál.
Hér er svo til gamans blað úr spjaldsrká yfir búðarþjóf í New Orleans frá 1915 (blaðið er hægt að kaupa á netinu). Hann fékk 60 daga fyrir búðarhnupl. Héraðsdómur gæti hugsanlega hafa tekið mið af þessum dómi:
ORIGIN: Department of Police, New Orleans
DATE: 1915
CRIMINAL NAME: Paul Portillo
ALIAS: None listed
AGE: 23
NATIVITY: Mexico
COLOR: Listed as White
OCCUPATION: Laborer
CRIME: Petty Larceny - shop lifting
SENTENCE: 60 days in Parish Prison
TATTOOS LISTED: None listed
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.5.2011 | 11:28
Fífugras í flóa
Forsætisráðherra, frú Jóhanna Sigurðardóttir, leggur til að fífugras verði þjóðarblóm Íslendinga. Þá hugmynd lýst mörgum á þingi bara alls ekkert á.
Forsætisráðherra skilur ekkert í þeirri miklu gagnrýni sem hefur komið á þessa hugmynd hennar og skorar á þingmenn, sem eru meira veikir fyrir fíflum, að sanna að fífugras geti ekki gegnt hlutverki aðalblómsins Íslands.
Myndin að ofan er af forsætisráðherra. Ekki fann ég neinar myndir af fífum. Myndin að neðan er af Rauðri toppönd sem var reitt hér um árið fyrir Vestan, en forsætisráðherra vill gera öndina að þjóðarfygli Íslendinga.
Menning og listir | Breytt 6.5.2011 kl. 04:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2011 | 08:48
Gólfgálkn líffræðinga
Skinn af hvítabjörnum eru mjög vinsæl meðal íslenskra vistfræðinga um þessar mundir. Bjarni Húnbogi Knútsson líffræðingur, (sjá mynd), sem einnig er sérfræðingur í eignarrétti norðurheimskautsins, eignaðist um daginn forláta skinn af birnu sem vegin var fyrir 2 árum norður í landi.
Bjarni segir birnuna engum harmdauði, en bætir við, að ekki sé ástæða til að gleðjast yfir dauða bjarnynjunnar, enda hafi það aldrei verið til siðs á Íslandi að gleðjast yfir dauðu skinni. En að liggja á þjóð sinni eins og mara er náttúrulega rammíslenskur siður, bætti Bjarni við.
Saga hvítabjarnarins á Íslandi er áhugaverð og má lesa smákorn um hana hér og hér.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 4.5.2011 kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2011 | 06:08
Farðu til andskotans, Ósómi
það er að segja, þegar búið er að hraðfrysta þig skrattakollur, ljósmynda aumar leifar þínar, saga þig í sundur og taka úr þér sýni hátt og lágt og skafa úr þér heilaskömmina, sem þú þarft ekki að nota í helvíti frekar en í hellinum í Hellmand eða öðrum holum sem þú hefur falið þig í. Farðu í friði.
Osama bin Laden allur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 231
- Frá upphafi: 1353051
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 175
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007