Leita í fréttum mbl.is

Íslensk útrás á 11. öld

Audun_og_isbjorninn_verdur_frumsyndur_a_midvikudaginn_Mynd_Komediuleikhusid

Nú er veriđ sýna leikritiđ Auđun og Ísbjörninn. Ţetta er nýtt leikrit eftir Soffíu Vagnsdóttur og ţađ eru Komedíuleikhúsiđ sem frumflutti ţađ fyrir nokkrum dögum. Sjá hér. Myndin hér ađ ofan er af leikurunum. Ég get ţví miđur ekki fariđ og séđ ţetta leikrit, sem virđist hiđ áhugaverđasta. Góđa skemmtun.

Áđur en útrásasvínin eyđilögđu allt voru Íslendingar alltaf vitlausir í viđskiptum og forfađir minn Auđun hinn vestfirski var enginn undantekning. Hann er sagđur hafa heimsótt leirhausinn hér fyrir neđan og tekiđ međ sér hvítabjörn til ađ gefa honum.  Leirhausinn er tilgáta um hvernig Sveinn Ástríđarson Úlfsson (1018-1074/76Ö), sem varđ konungur Dana áriđ 1047, leit út. Er brjóstmyndin byggđ á hauskúpu ţeirri í Hróarskeldudómkirkju sem eignuđ hefur veriđ einum mesta građhesti á konungstóli í Danmörku.  

svend_estridsen

Auđun fór til Grćnlands og keypti sér ţar hvítabjörn fyrir allt sitt fé. Héldu menn fyrir vestan auđvitađ ađ hann vćri vitlaus. Hélt hann ţá međ bjössa til útlanda, fyrst til Noregs, ţar sem hann hitti Harald konung Harđráđa, sem ólmur vildi kaupa björninn fyrir sama verđ og Auđun hafđi gefiđ fyrir dýriđ á Grćnlandi. Auđun hafđi ekkert viđskiptavit og áttađi sig ekki á ađ segja Norsaranum ađ hann hafiđ gefiđ tvöfalt meira fyrir björninn en hann gaf í raun. Auđun sagđist ćtla međ björninn til Danmerkur og gefa Sveini Konungi, sem var einn helsti óvinur Haralds.

Ţegar í flatneskjuna og öliđ var komiđ, varđ Auđun forfađir minn fljótt auralaus og gerir díl viđ slímugan gaur sem Áki hét og var hirđmađur Sveins Danakonungs. Áki segist myndu gera honum bjarnargreiđa, sem menn ţekktu enn ekki á Íslandi og ţakkađ Auđun honum ţađ. Auđun selur Áka hlut í hvítabirninum fyrir vistir og gistingu. Fara ţeir svo á fund Sveins međ ţetta hlutafélag sitt til ađ reyna joint venture viđ konung. Átti Auđun nú 50% í dýrinu og tel ég víst ađ ţađ hafi veriđ óćđri endinn.  

Kóngsi sagđi réttast vćri ađ drepa Auđun, ţar sem hann hafđi heimsótt fjandmann sinn, Harald. En Sveinn var svo sannarlegur danskur og bauđ betri díl en dauđann. Hann bauđst til ađ taka 50% hvítabjörn fyrir ekkert og gefa Auđuni griđ fyrir bjarnarrass.

Af ţessu má vera ljóst, ađ snemma uppgötvuđu erlendir menn ađ Íslendingar voru hundónýtir í viđskiptum, og er enn hlegiđ ađ ţví ţegar Íslendingurinn seldi Áka hálfbjörn fyrir ekkert og Sveinn hafđi af Auđuni óćđri enda Hvítabjörns Bjarnarsonar.

Ţegar Auđun var nćstum búinn ađ eyđa öllu hlutafé sínu og var kominn í kast viđ einhverja munka sem vildu hafa af honum síđustu aurana í Rómarferđ, segir Auđun viđ Svein.

"Braut fýsir mig nú herra."

Konungur svarar heldur seint: "Hvađ viltu ţá," segir hann, "ef ţú vilt eigi međ oss vera?"

Hann svarar: "Suđur vil eg ganga."

Konungur segir ţá hin frćgu orđ: "Fis du bare af! "

Auđun gengur nú suđur í Róm og er hann hefir ţar dvalist um stund tekur hann sótt mikla. Gerir hann ţá ákaflega magran. Dr. Hrafn Sveinbjarnason áleit síđar ađ ţetta hafi veriđ Salmonella Romana sem hrjáđi Auđun.

Gengur ţá upp allt féđ sem eftir var og ţarf Auđun ađ ganga ESB, ţ.e.a.s ađ ganga um og betla fyrir mat sínum gegnum gjörvalla Evrópu. Hann er ţá orđinn kollóttur (sköllóttur og er hér komin heimild fyrir DNA í skallanum á mér) og heldur ósćllegur. Loks kemst hann til Danmerkur á páskum og lćtur lítiđ fyrir sér fara og er hrćddur viđ ađ láta konung sjá sig svo sneypulegan. Sveinn konungur sér hann og Auđun leggst flatur fyrir fćtur honum, og ţykir Sveini greinilega ţćgilegt ađ sjá svona íslenskan höfđingjasleikjuhátt og býđur Auđuni strax međ sér í jakúsi og gömul föt af sér. Síđar spyr Sveinn Auđun hvort hann vilji vera viđ hirđ sína, en ţađ afţakkar Auđun sem vill fara heim til Íslands, og ţađ ţykir Sveini skrítiđ samkvćmt sögunni, enda var altalađ og líka ţá, ađ ţetta Ísland vćri bölvađ krummaskuđ og eymdarbćli, ţar sem allir dćju úr hor.

Kenndi Sveinn svo mikiđ í brjóst um aumingja Auđun, ađ hann gaf honum skip til Íslandsfararinnar. En Sveinn hafđi ţá ađ vísu stórgrćtt á heimsókn Auđunar, sem sagđi konungi allar ţćr merku kjaftasögur sem hann kunni af höfđingjum og heldra fólki á Norđurlöndum. Seldi Sveinn Adam af Brimum einkaréttinn og gaf Adam sögur ţessar síđan út í metsölubók og í fjölda greina í Hjemmet, Familiens Journal og Ugens Rapport. Auđun fékk ekki krónu fyrir en sló tún og ţúfur á Íslandi fram í háa elli.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurđsson

Sagan er svo ótrúleg ađ hún er farin ađ minna á Baron Münchhausen. Stundum er sannleikurinn lyginni líkastur - ţví miđur.

Kjartan Pétur Sigurđsson, 6.4.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţetta er mest allt dagsatt og má lesa um ţađ á frummálinu hér:

http://www.snerpa.is/net/isl/audun.htm

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer ađ líđa ađ ţví ađ framhaldssagan um Grínarann góđa og Geira harđa byrji, Geiri sjálfur ćtlar ađ hilma yfir alla félagana í Sjálfstćđis mafíunni, ţađ er eiginlega kominn tími til ađ steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viđlođandi ţessa mafíu síđustu árin eđa frá 17 Júní 1944 og ţangađ til nú hafa, ţađ eru fleiri međ í skírlífis veislunni, oj hvađ ţetta getur orđiđ ljótt allt saman, Geiri karlinn harđi vill ađ viđ trúum ţví ađ allar ţessar milljónir hafi veriđ án vitundar og ábyrgđar annara í flokknum, ţvílíkur jaxl Geiri harđi er, (enda frćndi minn) :) svo les mađur svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augađ :)  ţađ eru svo mörg glćpaferli í gangi á Ísalandi ţađ kemur ađ ţví karlinn :)

Ćl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 00:00

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Menn kunnu nú ađ skálda í gamla daga ekki síđur en nú. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.4.2009 kl. 00:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband