Leita í fréttum mbl.is

Feilnótur Jóns Leifs

Ekki er ţađ nú alveg rétt, ađ saga Jóns Leifs hafi ekki veriđ skrifuđ áđur. Mjög stór hluti sögu hans er sögđ af Ásgeir Guđmundssyni í bókinni Berlínarblús (1996), en ţar er mörgu ábótavant (sjá eftirfarandi pistil minn). Ţađ er ţví ánćgjulegt ađ Árni Heimir Ingólfsson sé búin ađ skrifa bók um Leifs, en hann skrifađi m.a. grein sem birtist í Lesbók Morgunblađsins áriđ 1997.

Leifs

Landsölutaktar Leifs eru vel ţekktir. Ég greindi frá ţví fyrr hér á blogginu mínu, ađ Jón Leifs hafi reynt ađ selja Ísland nasistum. Ef Jón hefđi lifađ í dag, vćri ég viss um ađ hann hefđi veriđ harđur ESB-sinni eins og landsölumenn eru í dag.

Ástćđan til ţess ađ Örn Helgason nefnir ekki Jón Leifs á nafn í bók sinni, Kóng viđ viljum hafa!, hefur örugglega veriđ hrćđsla viđ hörđ viđbrögđ í ţjóđfélaginu. Međal ýmissa menningavita á Íslandi hefur Jón Leifs lengi veriđ í dýrlinga tölu og klisjukennd músík hans hefur veriđ talin til stćrstu meistaraverka sögunnar. Ég deili ekki ţeirri skođun. Mér leiđist tónlist Jóns Leifs. Mér finnst samt gaman af Heklu. Árni Heimir ritar: "Jón var ekki glöggskyggn mađur ţegar kom ađ pólitík sem sést best á ţví ađ hann gaf embćttismönnum nasista undir fótinn međ ýmsu móti, ţrátt fyrir ađ hann vćri sjálfur kvćntur konu af gyđingaćttum."

Ţetta held ég ađ sé alrétt hjá Árna Heimi. Ef Jón hefđi veriđ ţađ, hefđi hann veriđ búinn ađ koma fjölskyldu sinni burt frá Ţýskalandi nasismans fyrr en hann gerđi. Hann hugsađi fyrst og fremst um eigin fćgđ og frama.

sign_aefingar_litid
Lítilmenn jafnt sem stórmenni ćfa oft list ađ rita nafn sitt til ađ sýnast meiri en ţeir eru í raun og veru.

Ég var fyrir löngu búinn ađ skrifa eftirfarandi pistil um Jón Leifs, vegna ýmissa rangfćrslna sem ég hafđi séđ í bók Ásgeirs Guđmundssonar, en hafđi aldrei komiđ honum frá mér. Hér koma fleiri feilnótur úr lífi Jóns Leifs:

Á síđasta áratug 20 aldar blómgađist áhuginn á Jóni Leifs. Ţá voru liđin tćp 30 ár frá dauđa tónskáldsins. Ţá fá menn oft endurreisn, sem ţeir nutu ekki í lifanda lífi.  Gerđ var leikin kvikmynd, sem ţó getur ekki flokkast til heimildamynda. Ýmsir frćđimenn skrifuđu um Leifs og vildu hreinsa nasistastimpilinn af honum. Ekki langar mig ađ stimpla Leifs sem nasista, heldur ađeins greina frá örfáum atriđum, sem gleymdust hjá sagnfrćđingum í međferđ ţeirra á Jóni Leifs rúmum 30 árum eftir dauđa hans áriđ 1968.

Í bók sinni Berlínarblús (1996), leggur Ásgeir Guđmundsson sagnfrćđingur sig mjög fram viđ ađ hreinsa ţennan blett af Jóni Leifs, um leiđ og hann setur ţá á ađra menn. Ásgeir kennir dr. Ţór Whitehead ranglega um ađ hafa sett stimpilinn á Leifs, vegna túlkunar hans á bréfum um járnvinnslu (stóriđju á Íslandi), sem Jón sendi til ţýska utanríkisráđuneytisins áriđ 1939.

Ađrir menn en Jón vildu ólmir gefa nasistum upplýsingar og hráefni. Íslendingur, búsettur í Kaupmannahöfn, sem taldi sig lögmćtan eiganda óđala á Vestfjörđum, reyndi ákaft ađ upplýsa um íslenska boxítnámur og ađrar ímyndađar auđlindir, sem gćtu gagnast ef ađ ţýskri yfirtöku landsins yrđi. Annar mađur í Kaupmannahöfn, Ţjóđverji, var handtekinn fyrir njósnir fyrir Ţjóđverja áriđ 1939. Í gögnum um hann hef ég fundiđ fjölmörg bréf Íslendingsins međ gyllibođum til Ţriđja Ríkisins um auđlindir, virkjanir og álframleiđslu á Íslandi. Skrif hans ţóttu svo ruglingsleg, ađ ekki ţótti ástćđa til ađ tengja óđul mannsins á Íslandi viđ ákćrur á hendur ţýska njósnaranum, sem síđar var dćmdur fyrir ađrar syndir.

Hafa ber í huga ađ ţegar Jón Leifs og landi hans i Kaupmannhöfn voru ađ falbjóđa auđlindir lands síns í Ţýskalandi nasismans, höfđu flest lönd Evrópu skapađ ákveđna stefnu í auđlindamálum gagnvart Ţýskalandi vegna styrjaldarhćttu. Athćfi Jóns Leifs, og vestfirska álbóndans, var ţví á skjön viđ utanríkisstefnu Dana og Íslands. Ţetta voru landráđ. 

Ţrátt fyrir vinaleg tilbođ frá Íslendingum voru Ţjóđverjar áriđ 1939 orđnir stćrri álframleiđendur en Bandaríkjamenn.

2

Í ákefđ sinni viđ ađ hreinsa mannorđ Jóns, var kaflinn um Jón í bók Ásgeirs Guđmundssonar, Berlínarblús, líkur kvikmynd sem kom út um tónskáldiđ á svipuđum tíma. Mađur veit ekki hvađ er satt og fleiri spurningar vakna en svarađ er. Kvikmyndin var vissulega ekki heimildamynd, en ef bók Ásgeirs er hugsuđ sem frćđileg heimildaúttekt á íslenskum međreiđarsveinum nasista, vaknar spurning sem Ásgeir hefđi átt ađ svara í bók sinni.

Hvernig gat mađur, sem var útlendingur, leyft sér ađ neita ađ borga í söfnun til stríđsreksturs Ţjóđverja áriđ 1941, eins og Ásgeir greinir frá? Jón Leifs var samkvćmt hugmyndafrćđi nasista kvćntur kynţáttaníđingi (Rassenschänder). Hann var kvćntur konu sem var gyđingur. Hvađ geriđ Jóni kleift ađ halda uppi slíkum ósóma í ríki sem hafđi sett lög um brottflutning gyđinga og manna eins og hans, sem hafđi kvćnst niđur í óćđri kynstofn og getiđ af sér börn međ gyđingi?  Voru ţađ góđ sambönd eđa snilldarleg tónslitargáfa, eđa ađeins vegna ţess ađ hann var Íslendingur, "ein bischen exotisch"?

Eins og kunnugt er hnepptu nasistar ekki "lćgri kynţćtti" sem Kínverja, Indónesa og t.d. Palestínuaraba sem bjuggu í Evrópu í útrýmingarbúđir. Ţeir, og menning ţeirra voru talin spennandi rannsóknarefni. Sama hefur hugsanlega gilt um Íslendinga? Vart hefur Jón veriđ friđađur vegna tónlistarinnar. Verk hans voru bönnuđ í Ţýskalandi nasismans áriđ 1937 og voru ađeins flutt stöku sinnum međ sérstakri Ríkisundanţágu.

En hvađ međ Íslending, sem međ gyđinglegu kvonfangi var orđinn hálfgyđingur samkvćmt hugmyndafćrđi nasista? Var hann spennandi í augum nasista? Áđurnefnd spurning leitar sterkt á ţá sem hafa áhuga á sögusviđi ţessa tíma. Hvađ gerđi Jón til ađ bjarga sér og konu sinni, sem flestum öđrum tókst ekki? Kannski voru ţađ einvörđungu fálkaorđurnar sem Jón hafđi milligöngu um ađ nćldar voru á fjölda Ţjóđverja í lok 4. áratugarins?  Kannski voru ţađ landsöluáform Leifs? Kannski var Jón nógu helvíti frekur til ađ standa í hárinu á Gestapo?  

3

Jón Leifs var, eins og Ásgeir Guđmundsson bendir réttilega á í bók sinni Berlínarblús, ţjóđernissinni af gamla skólanum líkt og margir samtímamenn hans. Jón var ađdáandi háţýskrar menningar eins og margir samtímamanna hans, en ţađ gerir hann auđvitađ ekki ađ nasista. Hann var einnig duglegur ađ ota sínum tota, kvörtunargjarn og ţótti oft óheflađur, sem oft er sú lýsing sem vćskilslegir skriffinnar ráđuneyta gefa viljasterkum einstaklingum međ réttlátar og stórar hugsanir.

Eitt af ţeim skjölum sem Ásgeir Guđmundsson hefur misst af í gloppóttri yfirreiđ sinni yfir skjöl í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn sýnir ţetta í hnotskurn. Jón kvartađi sáran í bréfi til danska sendiráđsins í Berlín áriđ 1923 yfir starfsađferđum lögreglunnar í Halle gagnvart sér, sem og yfir óeđlilegu verđlagi, sem hann hélt fram ađ vćri krafist af útlendingum á hótelum og viđ ađra ţjónustu í Ţýskalandi. Jón hélt ţví fram ađ mismunun ćtti sér stađ gagnvart útlendingum í Ţýskalandi.

Miklu síđar (1934) ţótti danska utanríkisráđuneytinu Jón Leifs hofmóđugur í meira lagi, er hann sem tónlistaráđunautur Útvarps Reykjavíkur ritađi frá heimili sínu í Rehrbrücke viđ Wannsee og bađ sendiráđ Dana í Berlín ađ koma sér í samband viđ leiđandi menn í tónlistalífi Ţýskalands. Hann ritađi á ţýsku, sem Dönum ţótti harla óviđeigandi. Eftir ađ hafa tekiđ á móti Leifs í sendiráđinu í Berlín ritar starfsmađur sendiráđsins til utanríkiráđuneytisins í Kaupmannahöfn:

"Hr. Jón Leifs leit hins vegar sjálfur út fyrir ađ vera alveg vissum um hvađ hann eiginlega vill, sem sjálfsagt tengist ţví ađ hann hefur ekkert opinbert umbođ og er ţess vegna í sannleika sagt ekki fćr um ađ stinga upp á neinu jákvćđu - fyrir utan, náttúrulega ađ bjóđa sín eigin verk til flutnings".

Jón Krabbe, sem sá um íslensk málefni í danska utanríkisráđuneytinu svarađi:

"Ég er alveg sammála skođun yđar á málinu; Leifs hefur fengiđ ráđningu í eitt ár sem stjórnandi tónlistardeildar íslenska Útvarpsins; eins og einn kunningja hans sagđi mér, verđur ţađ varla meira en ţetta eina ár. Ţar sem hann er ţekktur fyrir ađ vera erfiđur í samstarfi........ ég (er) sammála yđur um ađ ţađ verđur ađ ađstođa hann viđ störf, sem hiđ opinbera hefur trúađ honum fyrir. En hvađ varđar metnađ hans í ţá átt ađ vera eins konar sendiherra Íslands á öllum sviđum menningar, ţá held ég ekki ađ hćfileikar hans hafi tćrnar ţar sem metnađur hans hefur hćlana".

Krabbe rifjađi í ţessu sambandi upp hvernig Jón Leifs hafđi á ókurteisan hátt sett fram kröfur viđ yfirmann sćnskra tónlistamála um ţátttöku Íslands í norrćnni tónlistahátíđ, sem íslensk yfirvöld ákváđu ađ taka ekki ţátt í. Krabbe ráđlagđi sendiráđinu varúđ ef Jón bćđi um ađstođ til mála sem lágu utan starfssviđs hans.

Ţessar heimildir um Jón Leifs hafa ekki áđur verđiđ birtar. Jón Krabbe reyndist sannspár. Leifs missti stöđu sína viđ Útvarpiđ áriđ 1937.

4

Af skjölum utanríkisráđuneytisins danska, sem engar kvađir liggja á, og sem höfundur bókarinnar Berlínarblús nýtti sér ekki, má sjá ađ Jón heldur ţví fram viđ sendiherra Dana í Stokkhólmi, ađ bandarísk heryfirvöld í Reykjavík hafi boriđ ábyrgđ á handtöku sinni áriđ 1945. Hann segir ađ hann hafi fengiđ ţađ stađfest í breska sendiráđinu í Reykjavík, ađ upplýsingar sem handtakan byggi á kćmu frá dönskum yfirvöldum. Ţetta bréf skrifađi Leifs 10. október 1945, mánuđi eftir ađ hann sendi svipađ bréf til sendiráđs Íslands í Kaupmannahöfn. Eins og Ásgeir Guđmundsson bendir á, virđast engin svör hafa borist viđ ađild Dana í handtöku Jóns. Mál ţetta varđ ađ mikilli áráttu hjá Jóni.

En gćti ţađ veriđ, ađ dönsk yfirvöld hafi í raun enga ađild átt ađ handtöku hans?  Sú spurning vaknar, hvort hugsanlegt sé ađ einhver landa Jóns hafi međ orđrómi valdiđ handtöku Jóns á Esjunni, líkt og ţegar orđrómur landa hans varđ tilefni fyrrnefnds dóms danska utanríkisráđuneytisins yfir honum áriđ 1934. Jón var ekki vinsćll mađur og margir öfunduđust út í hann.  

Ađ bréfi Jóns má lesa ađ hann telur Dani vera á bak viđ handtöku sína og nasistastimpilinn. Hann skrifađi:

"Ég sem virkur í alţjóđlegu, opinberu lífi, get alls ekki sćtt mig viđ ţess konar međferđ eđa viđ minnsta vott um grun ađ Dana hálfu. Áđur en ég leita til dómstóla í málinu, reyni ég ađ leysa ţađ á vinsamlegan hátt til gagns fyrir dansk-íslenska samvinnu í framtíđinni (og norrćna samvinnu), sem ég mun vinna ađ. Ef Ţér vilduđ nálgast upplýsingar í Danmörku, ţangađ sem yfirheyrslugögnin voru send frá Íslandi, myndi ég gjarna gefa nánari smáatriđi varđandi máliđ".

Sendiráđ Dana í Stokkhólmi ráđlagđi Jóni ađ skrifa sendiráđi Íslands í Kaupmannahöfn, sem Jón hafđi reyndar ţegar gert. Utanríkisráđuneyti Dana hafđi ekki neinar mikilvćgar upplýsingar um Jón eftir 1936 og grunađi hann ekki um neitt sem leitt gat til handtöku, eins og hann hélt.

Ţessar upplýsingar vantađi ţví miđur í bók Ásgeirs Guđmundssonar.  

Jón barst út í hringiđu heimsins og gata hans varđ ţví aldrei eins slétt og heimalningsins. Hann var afar hreinskilinn mađur og sagđi óspart meiningu sína. Jón var einnig einstaklingshyggjumađur, ţjóđernissinni og hafđi mikiđ skap. Hann var óvinsćll og öfund lítilsigldra landsmanna hans lék hann grátt. En hann var ekki međreiđarsveinn. Hann treysti ţó ótrúlega lengi á nasismann og á ađ nasistar myndu virđa íslenskt vegabréf hans og fjölskyldunnar. Hann reyndi ţví ekki ađ forđa fjölskyldu sinni, konu, dćtrum og tengdaforeldrum, sem voru gyđingar, frá Ţýskalandi. Erfitt er ţó ađ sjá, hvort hann gćti hafa komiđ ţeim til Íslands í lok 4. áratugarins eins og málum var háttađ á Íslandi gangvart gyđingum. Hvort honum hefur dottiđ slík björgun í hug, er ţó á huldu.

Ég held ađ hann hafi í lengstu lög reynt ađ verđa stór stjarna á tónslistarhimni nasista. Í Danmörku og á Íslandi höfđu túnin reynst honum ćriđ ţýfđ, en hann hafđi hlotiđ sćmilegar undirtektir í Ţýskalandi í byrjun 4. áratugarins. Hann notađi ýmis góđ sambönd í Ţýskalandi, sem hann bjó ađ frá ţví ađ allt lék í lyndi og áđur en ađ byrjađ var ađ henda gaman af verkum hans. Slík sambönd urđu til ţess ađ hann komst međ fjölskylduna til Svíţjóđar áriđ 1944. Til ţess ţurfti mjög góđ sambönd. Ţangađ kominn óskađi hann eftir skilnađi frá konu sinni Annie Riethof, sem var henni og dćtrum ţeirra mikiđ áfall.

En ef einhver leitar nćststćrsta örlagavalds Jóns Leifs, fyrir utan hann sjálfan, langar mig ađ setja fram skođun mína:

Ţađ var hans eigin ţjóđ sem var honum verst og gerđi hann ađ eins konar flóttamanni. Hann varđ ađ útlendingi, ţótt hann vildi helst vera Íslendingur. Ţannig eru oft örlög frumkvöđla í mýfluguţjóđfélögum eins og ţví íslenska.


mbl.is Bauđ konungdóm yfir Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarpi

Ţađ er leiđinlegt brengl í textanum varđandi höfund ţessa Berlínarblúss. Hann er ýmist Ásgeir eđa Ágúst. Sjálfsagt lagaru ţađ og eyđir ţessari athugasemd.

Skarpi, 8.8.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Skarpur Skarpi, ég skerpi  ţetta!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2009 kl. 13:54

3 identicon

Ţađ vćri nú kannski ekki jafn illa fyrir ţjóđinni komiđ, ef viđ hefđum veriđ undir Ţjóđverjum. Íslendingar hafa ţví miđur ekki kunnađ ađ fara međ sjálfstćđiđ. Nú eru ţeir endanlega búnir ađ skíta upp á bak og hver á ađ ţrífa ţađ? Réttast vćri ađ gefa Norđmönnum landiđ og taka upp norska krónu. Ísland er eitt mesta spillingarbćli veraldar, enda kölluđ Nígería norđursins.

Stebbi (IP-tala skráđ) 8.8.2009 kl. 18:36

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ógurlegur hroki er ţetta í Jóni og ţessum tveimur öđrum íslendingum ađ ţykjast geta bođiđ konungdom yfir landinu. Höfđu ţeir nokkuđ umbođ til ţess?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 10.8.2009 kl. 00:54

5 identicon

Thad kom út bók í Svíthjód fyrir um thad bil átta árum um Jón Leifs.

Bókin heitir: Jón Leifs - kompositör i motvind. Hún er skrifud af Carl Gunnar Ĺhlén , tónlistargagnrýnanda í Svenska Dagbladet. Bókin er mikill dodrantur, naerri 500 bladsídur og fylgir henni diskur med sýnishorni af tónlist Jóns. Ég las bókina en get ekki lengur gert grein fyrir efninu, en ég man ad mér fannst hún mjög ítarleg.

Kannski hefur bókin verid thýdd á íslenzku. Mér er thó ókunnugt um thad.

S.H. (IP-tala skráđ) 11.8.2009 kl. 07:57

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

S.H. ţakka ţér fyrir ţessar upplýsingar. Ekki hef ég lesiđ ţessa sćnsku, bók en býst viđ ţví ađ Árni Heimir hafi örugglega gert ţađ, en hann segist líka ađeins vera fyrsti Íslendingurinnsem gefur út bók um Leifs. Ćtli Ĺhlen hafi heldur ekki ţćr upplýsingar sem ég bendi á? Smáatriđi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.8.2009 kl. 17:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband