10.7.2008 | 10:49
Æ þessi Ramses......
Um daginn ritaði ég um hann Ramses eins og hundruð annarra Íslendinga sem vilja vel. Ég mælti með því að hann yrði færður til Íslands og að mál hans yrði rannsakað niður í kjölinn. Er eitthvað að því? Ég mælti með því að menn sýndu samkennd í öllum viðskiptum við fólk, ef minnsti grunur væri um að það væru í hættu.
Ég hef svo fylgst með umræðunni og nú eru svo sannarlega farnar að renna á mig tvær grímur. Getur verið að Ramses sé búinn að hafa hálfa íslensku þjóðina að fíflum? Heitir þessi maður í raun Paul Oduor Pata og er ekki í nokkurri hættu. Er hann loddari, sem svíkur fé af fólki? Er hann umboðsmaður íslenskra samtaka sem hugsanlega svíkja líka fé af fólki? Hann er að minnsta kosti búinn að viðurkenna að hann var stjórnmálamaður í heimalandi sínu. En er allt hitt lygar og svik? Er Paul Odour Pata (Ramses) bara eins og einn af þessum Afríkumönnum sem sendir þér tölvubréf með lygalega góðri sögu og reynir að hafa af þér fé? Erum við, sem viljum vel, einfeldningar sem hann hefur malað mélinu smærra í svikamyllu sinni?
Þessu halda ýmsir fram og umræðan hér, og hér hefur gefið mér ástæðu til að staldra við. Paul Odour er kannski "a very Bad Odour", eða eins og einn Íslendingur með mikla samkennd segir oft: "Það er skítafýla af þessu máli".
En þrátt fyrir nýjar upplýsingar um Paul Odour Pata (Ramses), tel ég að samkennd eigi við í máli hans, meðan málið verður rannsakað niður í kjölinn. Og ef í ljós kemur að piltur þessi er ekki allur þar sem hann er séður, ættum við að sjá til þess að hann og fjölskylda hans lendi ekki í frekari vandræðum. Konan hefur leyfi til að vera í Svíþjóð. Svo að fjölskyldan sundrist ekki, væri vitaskuld nærtækast að athuga hvort Paul Odour Pata (Ramses) sé ekki velkominn þar líka.
Menn verða að viðurkenna eitt. Það er dálítill stjórnmálamannabragur yfir Ramses á myndinni hér að ofan.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Einn besti bloggvinur minn, hann Sæmundur Bjarnason, skrifar um þetta mál og líkir því við Lúkasarmálið í fyrra. Ég held barasta að Sæmundur hafi aldrei þessu vant rétt fyrir sér. Það eru greinilega Lúkasarheilkenni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.7.2008 kl. 10:57
Hefur aðkoma Ramses að póltík verið eitthvert leyndarmál? Á sama tíma og einhverjir eru að gera hann tortryggilegan með efasemdum um að hann hafi verið viðriðinn kosningabaráttu, eru aðrir sem telja glæp hans fólginn í stjórnmálaafskiptum.
Það er eitthvað undarlegt við þá kenningu að um sé að ræða ótíndan glæpamann, sem þrátt fyrir ástandið í Kenía hafi ekkert að óttast. Skylda okkar hlýtur fyrst að vera sú að tryggja öryggi þeirra sem leita til okkar og svo að skoða hvað er hæft í frásögn þeirra.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:08
Þetta mál þarf greinilega að skoða betur. BB gerir það eflaust.
Palli (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:57
Þetta eru afar áhugaverð skrif sé hér koma fram.
Hef ekki verið að fylgjast mikið með þessu og veit því ekki í hverju athugun Útlendingaeftirlitsins á málum mannsins fóst.
Það hefur þó slegið mig að allar yfilýsingar um ógn sem að honum steðja eru hafðar eftir honum sjálfum eða konunni. Það er líka sérkennilegt að hann skuli ekki hafa óskað eftir hæli í Svíþjóð þar sem konan hans hefur landvistarleyfi. Á vegum hvers eða hverra hefur hún dvalið hér?
Það ætti að vera tiltölulega auðvelt að kanna bakgrunn mannsins eftir opinberum leiðum. Eins má og á að skoða ábendinguna um brottvísun hans frá Bretlandi 2004.
Við eigum ekki að gefa út geðþóttalandvistarleyfi með því rjúfum við friðinn. Enda eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum.
ragnhildurkolka (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:41
Segjum þá tveir Vilhjálmur Örn! Reyndar var ég búinn að benda á það á mínu bloggi að okkur skorti áreiðanlegar upplýsingar. Hins vegar er ég furðu lostinn yfir því sem þessi landi hans hefur bloggað og vísað er til víða á bloggsíðum. Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið því maður nokkur hringdi um daginn í mig og sagði svo margt svipað, jafnvel með sama orðalagi. Kannski er þetta tilviljun. En höfum við nokkra tryggingu fyrir því að sá sem þarna bloggar á ensku sé Keníubúi sem þekkir til Ramses og segir satt. Nýjustu efasemdir um Ramses hvíla flestar á þessari einu bloggfærslu. Er hún bara umhugsunarlaus sannleikur?
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.7.2008 kl. 17:29
Sigurður, þegar þú ert að tala um landa "Ramses", ertu þá að meina Nimo sem skrifar á Icenews? Hefur einhver annar Kenýamaður bloggað um málið?
Á hinn bóginn, ef þessi "Nimo" er einhver íslenskur gárungur sem er að leika sér að tilfinningum manna, ætti að senda hann með hraði til Kenýa. Með svo frjótt ímyndunarafl (ef þetta er fals), ætti hann örugglega framtíð fyrir sér í öfgastjórnmálum.
En þarna í færslunum á Icenews er verið að tala um Fíladelfíu og áður hefur milljónafyrirtækið ABC barnahjálp verið nefnd til sögunnar. Er einhver sekterískur bardagi á bak við Paul Odour Pata Ramses eðahvaðhannúheitir?
Jú, ég viðurkenni fúslega að ég hef enga tryggingu fyrir neinu, enda hef ég lagt áherslu á að mál Ramsesar beri að rannsaka betur. Það er kjarninn í mínu máli. Samkennd með fólki í hættu, og ef einhver vafi er, að rannsaka hann vel áður en er farið að stofna lífi fólks í hættu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.7.2008 kl. 19:44
Nýfæddur sonur hans er a.m.k. ekki sekur um neitt. Hann hefur nú verið sviptur föður sínum og verður líklega ásamt móður sinni sendur fljótlega úr landi.
Vitanlega á að rannsaka forsögu manna sem hér leita hælis. En meðan það hefur ekki verið gert - og ekkert komið í ljós sem rennir stoðum undir þennan söguburð um vafasama fortíð Paul Ramses - þá á hann að njóta vafans. Hann og hans litla fjölskykylda.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.7.2008 kl. 22:54
Samkvæmt mínum heimildum frá Kenya, var maður að nafni Paul Oduor í liði Raila Amolo Odinga, það er að segja flokki hans Orange Democratic Movement (ODM). Þessi Oduor er sagður hafa verið "party leader", sem væntanlega merkir að hann var valdamikill innan flokksins.
Hvort þetta er sami maður og var á Íslandi undir nafninu Paul Ramses Oduor hef ég ekki fengið úrskurð um.
Paul Oduor er mjög algengt nafn í Kenya og til dæmis hef ég fundið 7 á netinu, en með mismunandi ættarnöfn (Omondi, Okola, Omogah, Okoth, Juma, Obara, Ogola). Líklega eru þeir allir af Luo-þjóðinni, eins og Odinga og Barack Obama.
Ég veit ekki til að neinar upplýsingar hafi komið fram þess efnis, að Paul Ramses Oduor sé í meiri lífshættu en flestir aðrir í Kenya. Það eru líka hættur í umferðinni á Íslandi. Við skulum vona að hann njóti sömu réttinda og aðrir, en ekkert framar þeim. Höfum í huga, að hann kom til landsins með farþegaflugi og að slíkur lúxus er ekki öllum flóttamönnum aðgengilegur.
Fullyrt hefur verið, að Paul Ramses Oduor hafi sætt pyntingum, en hvar eru heimildir um slíkt ? Það að Íslendskir kommúnistar fara hamförum vegna herra Oduor, er honum ekki til framdráttar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.7.2008 kl. 00:28
Eins og vant er hjá þér Vilhjálmur, góður pistill. Right attitude. Okkur vantar upplýsingar. Sanngirni í framhaldinu og umfram allt - sömu reglur fyrir alla í hliðstæðum sporum. Líst vel á tillögur þínar.
Guðmundur Pálsson, 11.7.2008 kl. 01:15
Hér koma fram mismunandi skoðanir og ég þakka fyrir þær um leið og ég undirstrika það sem grundvallar álit mitt í málinu. Það ber að rannsaka alla þætti og reyna að hjálpa Ramses, jafnvel þótt rétt reynist að hann sé ekki sá sem hann segir að hann sé.
Jón Frímann, ég hef ekki neitt data frekar en þú. Við erum öll frekar datada í þessu máli. Íslensk yfirvöld vita líklega mest um Paul Ramses og vonandi ekki upp á sig sökina. Ég er viss um að mál þetta er aðeins hægt að leysa með því að við fáum sannleikann á borðið og sýnum sanngirni. Yfirvöld, Paul Ramses og ef til vill ABC barnahjálp verða að leggja spilin á borðið.
Ég er sammála Lofti um eitt. Hamagangurinn í sumu fólki sem barist hefur fyrir Paul Ramses, eins og lausn þessa máls væri spurning um "knald eller fald" hjá ríkisstjórninni, gerir honum bjarnargreiða. Allir þeir sem hafa fylgt hjartagæsku sinni nota ekki þetta mál til annars en að greiða götu flóttamanns. Þetta er ekki stjórnmál, heldur mannúðarmál. Lausn þess getur svo að lokum orðið yfirvöldum lexía í hvernig á að gera hlutina rétt í stað þess að framreiða stærstu agúrkufrétt sumarsins.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2008 kl. 06:50
Þar sem ýmislegt virðist enn á huldu með Paul Ramses, hef ég ekki viljað skrifa mig á undirskriftalistann. Annað nafn kemur nefnilega alltaf upp í hugann: man einhver eftir Kio Briggs?
Hitt er svo annað mál, að mér finnst frekar ógeðfelldur verknaður að stía í sundur fjölskyldu með þessum hætti.
Mundi (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:12
Það sem vakti fyrir mér þegar ég ákvað að leggja þessu máli lið, var að um mál hans yrði fjallað hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Mér blöskraði framganga lögreglu og yfirvalds í því hvernig að þessu var staðið og finnst ekkert réttlæta að fjölskyldu hans sé sundrað.
Ég hef lesið þessa færslu á icenews frá nafnleysingjanum og get ekki tekið mark á henni nema að maðurinn komi fram undir nafni og sýni andlit sitt. Ég vona að öll spil verði lögð á borðið af heiðarleika hjá þeim sem koma að því nú þegar.
Birgitta Jónsdóttir, 11.7.2008 kl. 09:18
Þvílíkar bloggfærslur sem þú vísar í! Býrð þú ekki í Danmörku, Vilhjálmur? Og þessi Loftur Altice Þorsteinsson - einhver "útlendingskeimur" er að því nafni? En þið eruð sennilega með réttar stjórnmálaskoðanir og af réttum "kynþætti" sem sagt ekki svartir!
María Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 09:51
María, Loftur er örugglega útlendingur og hefur greinilega sambönd þar líka. Ég er t.d. kominn af ýmis konar tegundum útlendinga og get rakið ættir til Portúgal sem og Póllands og lengra á góðum degi. Já og ég bý í Danmörku. Það er gott að vera hér fyrir alla útlendinga. Fáeinir eru auðvitað ekki ánægðir, en það eru venjulega þeir sömu sem hafa yfirtöku heimsins í nafni einhvers aflóga spámanns á dagsskránni. Maður verður aldrei ánægður ef maður vill stjórna öllum heiminum.
Öll erum við svo komin frá Afríku hér um árið, sum okkar bara dálítið fyrr en hin. Hér er dálítið sem skýrir uppruna minn og hér, annars er ég líka kominn af bláfátæku fólki úr myrkustu Kjós og af heiðum Skagafjarðar. Það og bláu augun nægðu þó venjulega ekki hér um árið þegar ég var oftast beðinn um að sýna vegabréfið mitt við komu til Keflavíkur,þó svo að ég segði með skýrum rómi að ég væri "Íslendingur". Síðar var ég stundum farinn að segja "Icelandic" og þá var mér bara vísað inn í landið án nokkrar flettinga og útmælinga.
María skilurðu, þetta fjallar ekki um kynþætti. Stjórnmál koma þessu heldur ekki við. Þetta fjallar að mínu mati fyrst og fremst um hvort Paul Ramses sé allur sem hann er séður og hvort hann er í hættu. Íslendingar eru upp til hópa gott fólk sem vill hjálpa Ramses og fjölskyldu hans, og vonandi hefur hann ekki misboðið trausti okkar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2008 kl. 11:42
Hvernig ætli fólk fari almennt að því að sanna að það hafi sætt pyndingum? Skilar það inn áverkavottorði frá fangelsislækninum? Eða fær það myndatökumann til að mynda athöfnina?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:21
Ýmsa kynlega kvisti rekur á fjörur Vilhjálms, eins og til dæmis Maríu Kristjánsdóttur. Bragðskyn hennar er með slíkum ágætum, að bragð-greininar hennar á litarfari manna eru óbrigðular. Þannig finnur hún sterkan "útlendingskeim" af mér og auðvitað hefur kerlan rétt fyrir sér, eins og fyrri daginn.
Satt að segja er þetta í fyrsta skipti sem mér er send "kveðja" af þessu tagi og ég verð að játa, að mér varð dálítið hverft við. Hins vegar þekki ég vel til hugarheims kommúnista, sem meðal annars tengist því, að eins og Vilhjálmur lagði ég stund á Keflavíkurgöngur á mínum yngri árum. Ég veit því að kommúnistum er ekkert heilagt nema fýkn þeirra í völd. Þeir eru sannkölluð kamel-ljón í stjórnmálum og flökrar til dæmis ekki við að nefna sig "græna" þegar "svart og sviðið" er í raun þeirra köllun.
Nú er það skammaryrði kommúnista, að vera hvítur á hörund og María bregst vel við herkvaðningu forustunnar og sendir hvítingum tóninn. Sem betur fer, fyrir hana, lítur hún sjaldan í spegil og hinn óþægilegi sannleikur mun því seint renna upp fyrir henni.
Stór hluti þess að vera kommúnisti, snertir það sem nefnist "rétthugsun" og að "tilgangurinn helgar meðalið". Einhver leiðtogi hefur greinilega ákveðið að Paul Ramses Oduor (eða hvað hann nú annars heitir) skuli fá landvist á Íslandi. Þetta markmið skal þvingað í gegn með öllum brögðum. Þetta markmið er orðið "rétthugsun" og þeim sem dirfast að tala um lög og jafnrétti skal útskúfað. Herra Oduor hefði ekki getað valið sér verri stuðningsmenn, þótt hann hefði einhverju um ráðið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.7.2008 kl. 13:05
Eva spyr:
Hún er hér líklega, að svara minni spurningu til hennar, sem var:
Mín spurning stafaði af þeirri fullyrðingu hennar, að Paul Ramses Oduor hefði sætt pyntingum. Vonandi vefst ekki fyrir neinum, að skilja þessa atburðarás.
Sem svar við eigin spurningu, gefur Eva okkur tvo kosti að velja um. Báðir kostir eru jafn fráleitir, svo að líklega er Eva bara að grínast. Eru pyntingar eitthvað til að grínast með ? Mér finnst það ekki, en auðvitað hefur fólk sína hentisemi með það, eins og annað.
Án þess að ég hafi kynnt mér pyntingar sérstaklega, tel ég einsýnt að hægt er að leiða í ljós hvort fólk hefur mátt þola pyntingar. Líkamlegar pyntingar skilja venjulega eftir ummerki sem sérfræðingar geta ráðið í. Andlegar pyntingar er væntanlega erfiðara að greina.
Annars spurði ég Evu ekki um sannanir heldur hvaðan hún hefði heimildir fyrir að Paul Ramses Oduor hefði verið pyntaður. Hvorki Eva né aðrir, sem fullyrt hafa um þetta atriði, virðast geta tilgreint sínar heimildir. Hvað á maður að halda um alvarlegar fullyrðingar sem enginn vill eða getur staðfest á neinn hátt ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.7.2008 kl. 16:36
Einar, eins og þú skrifar á þínu eigin bloggi er kannski aldrei meiri ástæða en nú til að hjálpa manninum, þegar vinirnir láta sig hverfa og áhuginn dvínar. Að flæma mann burt úr landinu frá konu og kornabarni er illmennska.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2008 kl. 19:34
Einar ef þú hefur skrifað undir sama plagg og ég, þá veistu væntanlega að þar kemur hvergi fram krafa um að Paul verði veitt pólitískt hæli hér. Þar er ekki einu sinni krafa um dvalarleyfi, heldur er skorað á dómsmálaráðherra og forstöðumann útlendingastofnunar að kalla hann heim og taka málið fyrir.
Það sem vakti fyrir hópnum sem stóð að þessum mótmælum var og er að koma í veg fyrir að flóttafólki sé stefnt í voða og fjölskyldum sundrað. Ef þú ert sammála því markmiði þá geturðu verið stoltur af því að hafa stutt góðan málstað og sennilega er nú skárra að finna fyrir kjánahrolli yfir að hafa tekið mann sem segist vera í lífshættu trúanlegan, en að upplifa sekt þess sem var í aðstöðu til að bjarga mannslífi en tók ekki mark á beiðni um það.
Sjálf get ég reyndar ekki trúað því að nokkur heilvita maður telji sig öruggan í landi þar borgarastyrjöld geysaði til skamms tíma og lögreglan tók hundruð manna af lífi með leynd fyrir nokkrum mánuðum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:55
Sæll aftur Vilhjálmur, framkoma okkar Íslendinga gagnvart td. gyðingum ætti að hafa kennt okkur eitthvað. Margir notuðu sem rök gegn gyðingum að þeir væru nú ekki allir þar þeim væru séðir. Blogg eftir Eirík Bergmann á Eyjunni sem heitir Múrinn og birtist í dag- tel ég fjalla um aðalatriði þessa máls.
Og hvað frændsemi líður, þá er nú ekki alltaf á hana að treysta og margir og misjafnir frændur manns og ekki alveg víst að ættfærslur séu réttar.
Annars vona ég að rigningunni sé að slota hjá ykkur!
María Kristjánsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.