10.12.2007 | 16:37
ICELAND - Þegar Íslendingar urðu til þess að bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn var ritskoðaður
Fyrr á árinu skrifaði ég um hve illir Íslendingar gátu oft orðið, og verða enn, þegar að mannorði þeirra og menningu er vegið á erlendri grundu. Þá sagði ég frá "albínóum" í Þýskalandi á fjórða tug síðustu aldar, sem þóttust vera Íslendingar, og fóru slíkir loddarar fyrir brjóstið á íslenskum lækni sem þá var búsettur í Þýskalandi. Íslendingar eru ekki albínóar, bara dálítið fölir.
Árið 1942 kom á markaðinn bandaríska kvikmyndin Iceland, sem fjallar um ástir íslenskrar stúlku og bandarísks hermanns. Myndin er listskautamynd með norskættuðu skautadrottningunni Sonju Henie og hjartaknúsaranum John Payne í aðalhlutverkunum. Þetta var víst ósköp ómerkileg Hollywood klisja
Morgunblaðið greindi fljótlega frá þessari kvikmynd vegna þess að hinn voldugi kvikmyndagagnrýnandi við New York Times, Bosley Crowther (1905-89), fór ekki mjög lofsamlegum orðum um innihald myndarinnar og þótti hún til þess fallin að skapa Bandaríkjunum óvildarmenn og skemma vináttu á milli þjóða. Gangrýnandi The Washington Post tók í sama streng.
Yfirvöld á Íslandi höfðu strax samband við sendifulltrúa sinn í Washington, sem hefur líklega brugðið sér strax í bíó og orðið fyrir smá áfalli þegar hann sá Iceland. Myndinni var mótmælt harðlega af sendiherranum, Thor Thors. Morgunblaðið greinir frá því 18. desember 1942 og segir að fyrir óskir sendiherrans hafi nafni myndarinnar verið breytt og það sem í henni var, og sem tengdist Íslandi, hefði verið fjarlægt.
Í ársbyrjun 1943 er greint frá því, að vegna þessarar kvikmyndar og annarrar, "A Yank at Eton", hafi bandarísk yfirvöld krafist þess að lesa yfir handrit allra kvikmynda bandaríska kvikmyndaiðnaðarins áður en þær fóru í framleiðslu - Mótmæli smáþjóðar sem ekki einu sinni hafði séð kvikmyndina Iceland, olli því að ritskoðun hófst í kvikmyndaiðnaðinum í Bandaríkjunum á stríðsárunum. Það þykir mér nokkuð merkilegur áfangi í íslenskri sögu. Mér er í því sambandi hugsað til nokkurra Múhameðsteikninga sem teiknaðar voru í Danmörku nýlega.
Kvikmyndin Iceland fékk eftir sýningar í Bandaríkjunum nýtt nafn, Katina, en það nafn virðist ekki hafa fest sig í sessi, því myndin var t.d. sýnd á Stöð 2 fyrir 20 árum síðan undir nafninu "Iceland". Myndin var einnig sýnd með því nafni í Reykjavík árið 1944 og virðast mótmælin ekki hafa ekki verið eins sterk þá og 1942.
Þórður Albertsson (1900-72), fiskútflutningserindreki, sem árið 1942 var umboðsmaður Lýssissambands Íslenskra Botnvörpunga í New York, skrifaði Morgunblaðinu og lýsti kvikmyndinni. Læt ég lýsingu hans nægja:
Hjer hefur myndin fengið frekar slæma blaðadóm. Finst flestum sem efni myndarinnar sje ákaflega lítilfjörlegt og illa samið, en að það sjeu náttúrulega skautasýningar Sonju Henie, sem eigi og muni draga fólk að myndinni. Er það einkum stórblaðið "New York Times" (15. Október), sem tekur málstað Íslendinga. Skal jeg nú skýra frá, hvernig myndin kemur mjer, sem Íslending, fyrir sjónir. Það er þá fyrst, að þessi íslenska fjölskylda, foreldrar Katinu (Sonju), sem reka kaffistofu í Reykjavík og sjást mikið gengum alla myndina, eiga ekkert sameiginlegt með íslenskri fjölskyldu, heldur koma fyrir og leika sem væru leikararnir að sýna fjölskyldulíf t.d. í Palestínu, en það tekst ágætlega og er alveg "ekta" (jeg hef sjálfur verið í landinu helga). Undirlægjuháttur, peningaágirnd, níska, og alls konar fleðulæti með viðeigandi (óíslensku) handapati er það, sem einkennir þessa íslensku fjölskyldu. [Leturbreikkun blogghöfundar] Annað sjest ekki af Íslendingum í myndinni, nema sjálfur unnusti Katinu, og ísl. síldargrósseri og sonur hans. Er síldarkaupmaðurinn mjög ólíkur Íslendingi, og sonurinn svona góðlátlegur idíjót. En það er unnusti Katinu, sem er látinn heita Sven Sverdrup (og ætti því vitanlega að vera Svíi), sem kórónar allt í að gera okkur Íslendinga auvirðilega. Og, eins og ameríski blaðamaðurinn segir, myndi ekki ná í neina stelpu, hvað þá heldur skautadrottninguna Sonju Henie. Er hann látinn sitja eins og hálfbjáni og naga á sjer neglurnar, meðan að mótstöðumaðurinn tekur af honum stelpuna.
Í myndinni er þessi prestur, sem er látinn heita "Herrn Tegler"[Herr Sigvis Tegnar] og ætti því að vera þýskur, látinn ganga um á veitingahúsunum. Ef hann sjer Ameríkana með ísl. stúlku, gefur hann þeim nafnspjald sitt í auglýsingarskyni fyrir "giftingastofnun" sína. Hann er hinn fleðulegasti og sýnir áreiðanlega einhverja manntegund, sem búa sunnar á hnettinum en Íslendingar. Þegar hann er búinn að gifta þau Katinu og Ameríkanann, segir hann: "Tillykke og mange Börn" og bætir við á ensku: Það þýðir "Good luck and many children"
Aðrir Íslendingar sjást ekki í myndinni, nema skautafólk, sem fer í norska þjóðbúninga og dansar hálf-færeyska dansa á "Ólafsvökunni", en "innfæddir" hljófæraleikarar eru klæddir eins og svissneskir fjallgöngumenn. Tvisvar er talað um Eskimóa í myndinni. Í seinna skiptið segir ameríski hermaðurinn: "Fáðu Eskimóunum aftur skautana sína".
Ekkert sjest af bænum Reykjavík, engar götur aðeins skautahöllin, og þetta hótel Jorg, þar sem mjög fjölmenn og skrautleg hljómsveit leikur, og salirnir og dansgólfið er rúmgott og hið fegursta.
Það sem mjer finnst einna leiðinlegast við myndina er, að öll ísl. fjölskyldan og t.d. presturinn tala með greinilegum þýskum blæ, og er þetta augsjáanlega viljandi gert, því oft heyrir maður slíkt í myndum, þegar leika þarf þýska nasista. .....
Þó er skylt að geta þess, að kaffistofa sú, sem foreldrar Katinu reka í Reykjavík, er miklu snyrtilegri að öllu leyti en slíkar stofur heima. Það er satt að segja til háborinnar skammar, hvað slíkar stofur heima eru sóðalegar, að jeg tali ekki um þessar "holur", sem risið hafa upp með ástandinu. Það væri sannarlega meiri þörf á eftirliti, og að loka einhverjum af þeim, annars gæti verið að næsta Íslandsmynd sýndi eina slíka, eins og þær eru í raun og veru, og þá fyrst væri ástæða til umkvörtunar.
Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur, sem skrifaði um Iceland í Sagnir 13 árið 1992 kemst að eftirfarandi niðurstöðu: "Hins vegar virðast Íslendingar hafa tekið ótrúlega alvarlega áhrifin sem ein kvikmynd gat hugsanlega haft á viðhorf heimsbyggðarinnar til þeirra. Kannski helgaðist það af því hversu mótandi áhrif kvikmyndir höfðu á hugarheim þeirra sjálfra".
Þessi niðurstaða Eggerts stenst varla, þar sem Íslendingar höfðu ekki einu sinni séð kvikmyndina, þegar þeir fóru hamförum út af henni síðla árs 1942. Ef tekið er mið af lýsingu Íslendings í New York, sem sá myndina og sagði frá henni, fór mest fyrir brjóstið á honum að Íslendingar voru ýktir eins og einhverjir íbúar "Palestínu" sem töluðu með þýskum hreim. Það særði greinilega mest að Íslendingar yrðu að einhverjum fígúrum sem Bandaríkin börðust við, (þjóðverjum), og Þjóðverjar hötuðu, (gyðingum), og jafnvel að Eskimóum. Því sumir íslendingar höfðu lítið álit á nasistum meðan aðrir voru ekki minni gyðingahatarar en gekk og gerðist í Evrópu og BNA á þessum tíma.
En kannski var bjöguð landlýsing Iceland ekki svo fjarri lagi eftir alt. Í merkisgrein eftir Eggert Þór má lesa að ástandið varð nokkuð slæmt, að minnsta kosti ekki dans á skautum fyrir alla.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:25 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352110
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.