Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Wer ist der Brinkmann?

sendiherra_esb_1.jpg
20. mars sl. skrifaði ég um leit mína að upplýsingum um sendiherra ESB á Íslandi, Matthias Brinkmann. Forsætisráðherra Íslands hafði í fjölmiðlum gefið í skyn að sendiherrann hefði greint rangt frá fundi þeirra í milli, og þá fékk ég náttúrulega áhuga á að vita meira um diplómatinn sem að sögn forsætisráðherra var ótrúverðugur. Það er ekki á hverjum degi að maður heyrir af ótrúverðugum diplómata.

Eins og þið getið lesið í fyrri færslu minni kom ýmislegt í ljós, sem sýndi að mikið ósamræmi var á milli þess sem stendur í ferilskrá sendiherrans og því sem ég gróf upp. Ég hnaut fyrst og fremst um þá upplýsingu sendiherrans að hann hefði starfað í ráðuneyti í Danmörku árið 1987-90, ráðuneyti sem var reyndar enn ekki til þegar hann sagðist hafa unnið þar.

Nú er ég einnig búinn að fá þær upplýsingar frá dómsmálayfirvöldum í Hamborg, að Brinkmann hafi verið dómari þar í borg árið 1994. Það þykir mér skondið, en samkvæmt ferilskrá Brinkmanns á vef ESB var hann þá háttsettur yfirmaður ESB-skrifstofunnar í Stokkhólmi og hafði unnið þar síðan 1992. Kannski ók Dr. Brinkmann á milli ESB skrifstofunnar í Stokkhólmi og réttarsalsins í Hamborg á hraðskreiðum Audi til að dæma mann og annan? Það verður auðvitað ekki skafið af Þjóðverjum, þeir eru afkastamiklir á mörgum sviðum. Á leið sinni im Gericht hefur hann kannski komið við í gamla ráðuneytinu sínu í Kaupmannahöfn, sem var nýorðið til árið 1993.

Wo ist der Brinkmann?

Nú kunna vitaskuld að vera náttúrulegar skýringar á öllum því ósamræmi sem ég hef fundið milli ferilskrár Brinkmanns og þeirra upplýsinga sem ég hef aflað.

Þess vegna hafði ég samband við skrifstofu sendiráðs ESB í Reykjavík til að fá betri upplýsingar straight from the horse's mouth. Fyrst talaði ég við rúmenska konu, sem lofaði að rannsaka málið, en heyrði svo ekkert frá henni. 24 mars sl. ritaði ég Klemens Þrastarsyni, (fyrrv. blaðamanni), sem vinnur hjá ESB-sendiráðinu.

Klemens svaraði mér loks þann 7. apríl, en hann hafði verið erlendis og ekki haft aðgang að tölvu. Hann bað mig að senda erindi mitt á ensku eða þýsku til að flýta fyrir svörum. Það gerði ég strax þann 8. apríl - á báðum tungumálunum, kannski ekki á fullkominni Oxfordensku eða Heidelbergþýsku, en það sem ég skrifaði ætti að skiljast. Kom svo ESB-starfsmaðurinn Klemens Þrastarson erindi mínu til sendiherrans, sem hlýtur að vera mjög önnum kafinn, því enn hef ég ekki fengið svör. Er þetta alltaf svona seinvirkt í ESB?

Það hlýtur að vera hægt að fá þær upplýsingar sem ég hef beðið um. Sjáið til dæmis á síðu þýska sendiráðsins í Reykjavík. Þar liggja allar nauðsynlegar upplýsingar um sendiherrann Thomas Herrmann Meister frammi, efst til hægri á síðunni í pdf skjali. Brinkmann gæti bara sent mér slíkt skjal með upplýsingum um sig. Menn verða að eiga slíkt þegar þeir sækja nýjar vinnur. 

Það verður að minnsta kosti að skýra ósamræmið á milli veruleikans og þess sem stendur í ferilskrá sendiherra ESB á Íslandi. Hvernig í andsk.. starfa menn í dönsku ráðuneyti sem ekki var til á þeim tíma sem þeir segjast hafa unnið þar, og hvernig er hægt að vera yfirmaður á upplýsingastofnun um ESB í Svíþjóð um leið og maður starfar sem dómari í Hamborg? Ég spurði sendiherrann einnig um annað.

Sjá fyrri færslu um Brinkmann.


Komum og skoðum í kistuna hans Fischers

Dauðinn mátar alla

Hinn filippseyski lögfræðingur, sem segist gæta hagsmuna Jinky Young, hefur fullan rétt á því að draga atburði  tengda sýnatöku úr gröf Bobby Fischers í vafa.

Gengið hefur verið svo klaufalega frá málinu, að það virðist auðvelt að gera lögmætar athugasemdir við framkvæmd sýnatökunnar úr gröf Fischers.

Exhumation, er þekkt aðferð yfirvalda um allan heim til að ná sýnum eða sönnunargögnum. Eins og orðið ber með sér, er um að ræða aðgerð þar sem líkið og kistan eru grafin upp úr gröfinni og færð til rannsóknar í viðeigandi umhverfi. Á Íslandi fara menn hins vegar að nóttu til, lyfta loki kistunnar og taka sýni úr líkinu in situ. Annars staðar er aðferðin þessi. En eins og allir vita, þá er Ísland alltaf með undanþágu. Íslendingar gera allt öðruvísi enn allir aðrir.

Þegar Þórður Bogason, lögmaður Jinky Young, tala um exhumation á líki Fischers, held ég að enskukunnáttan bregðist honum. Það sem fór fram í kirkjugarðinum að Laugardælum snemma morguns þann 5. júlí 2010 var ekki exhumation, heldur bölvað krukk.

Það er sárbroslegt til þess að hugsa, að miklu almannafé er eytt í þetta mál og það að óþörfu, fyrir afglöp manns, sem ekki greiddi skatta á Íslandi, meðan hann var hér ríkisborgari.

Eftir stendur að Fischer giftist aldrei japanskri konu! Þó að því sé haldið fram að menn hafi orðið vitni að brúðkaupi hans og Watai árið 2004, töluðu sömu aðilar og sögðust verða vitni að brúðkaupi hans um Watai sem unnustu hans árið 2005.

Ég var þegar í janúar árið 2008 búinn að greina frá því hvernig meint brúkaup Fishcers og Watai árið 2004 stangaðist á við það að nánustu vinir Fischers og hann sjálfur töluðu um Watai sem unnustu hans árið 2005.

Það verður gaman að fylgjast með því hvernig Árni lögmaður Vilhjálmsson ætlar sér að sanna hvernig Watai giftist Robert J. Fischer árið 2004, þegar hún var enn unnusta Fischers árið 2005. Vonandi þarf Árni ekki að stunda líkkrukk til að sýna fram á það.

Eftir stendur, að ef lífsýnin úr gröf Fischers innihalda DNA, sem sannar að Targ-bræður séu blóðskyldir honum, Þá eru Targ-bræður einir réttmætir erfingjar hans. En aðeins ef DNA samanburðurinn við Jinky er áreiðanlegur. Það kemur í ljós ef óháðir aðilar rannsaka DNA Fischers og bera það saman við Targ bræður og lífsýni úr Jinky Young. Óháðir aðilar voru greinilega ekki til staðar við líkkrukkið 5. júlí 2005. 

Verðum við sömuleiðis að vona, að sérfræðingarnir á Íslandi hafi ekki verið að greina DNA úr regnormi úr Ölfussi.

Sjáið athugasemdir mínar á vef New York Times hér og hér.

En hernig væri nú að gera vel við Jinky eins og hér er stungið upp á?


Lífsýni úr Fischer

spitmark

Ég er löngu búinn að missa áhugann á Fischer, eftir að hann fór til hel...s um Ölfuss. Svo frétti ég í dag, að hann hafi verið grafinn upp eins og einhverjar fornleifar, svo hægt væri að sanna að hann væri ekki pabbi hennar Jinky litlu Ong.

Allir sem geta séð og vilja sjá, sjá að barnið er ekki líkt karlinum. Það hefur aldrei tekið æði, er ekki með skegg og er ekki enn búið að afneita því að það sé Flippi, afsakið Filipseyingur 

Ég átti reyndar lífsýni úr Fischer. Viktor Kortsnoi gaf mér eitt sinn lífsýni úr Fischer. Það var hráka sem Fischer setti á frímerki, sem sett var á póstkort sem Fischer sendi Kortsnoi með skilaboðunum "I am the best, you fucking Jew". Sjá mynd. Frímerkið var rannsakað hér í Danmörku og í ljós kom að það var sleikt af  50% gyðingi og 50% skyri. Nú fáum við brátt vissu fyrir því, hvort Fischer hafi verið Jew, sem ég tel nokkuð víst, en líka hvort hann hafi yfirleitt verið "fucking".


Icelandic Plane, Danish Crash Pilot

 

Spældur

Nyhedsavisen kom ekki í morgun. Íslenska tunnan brast og úr henni valt Morten Lund (sjá mynd).

Samúðaróskir mínar sendi ég starfsmönnum blaðsins sem missa vinnu sína og fjölmenna á kaffihúsum Kaupmannahafnar næstu dagana. 

Mestar áhyggjur hef ég af Pólverjunum, Litháunum og sígaununum sem báru út blaðið, eða hentu því út í runna þegar vel lá á þeim. Nú hafa þeir ekkert að gera. Betl mun aukast á götum Kaupmannahafnar. Smáinnbrotum væntanlega líka. Hvað á fólk annað að gera. Nyhedsavisen, sem stofnað var af Íslendingum, hefur ekki borgað fólkinu laun fyrir águstmánuð.

En stærsta innbrotið var nú líklegast útbrot íslenskra ævintýramanna, sem ætluðu að græða á blaðaútgáfu í samkeppni við stór dönsk dagblöð sem telja allt útlenskt vera hótun við sig. Íslendingarnir fengu ekki að kaupa Berlingske Tidende og svo fór sem fór.

Ævintýrafjárfestirinn og virtual hetjan Morten Lund er greininga vitlausari en ég hélt, nema að hann sé að leika sér með peninga annarra. Þegar hann tók við meirihlutanum á Nyhedsavisen, tapaði blaðið um 1 milljón DKK á dag.  Hann á nú "meirihlutann", ef hann er einhvers staðar að finna. Hann er þó enn vel tengdur Fróni, giftur íslenskri konu, Hlín Mogensdóttur. Lund hefur áður sett fyrirtæki á hausinn, t.d. Mediekompagniet. Var tengdur Crash Pilots og annarri ævintýramennsku, en græddi á því að setja peninga sína (og annarra) í Skype-bréf.

Nú hefur greinilega saxast á auðinn og Nyhedsavisen, sem átti að vera byrjunin á heimsveldi í fjölmiðlun, hefur verið lokað - er bankerot eins og Danir kalla þessa íþrótt, sem heitir að fara á hausinn á Íslandi.

Ekki nema von að Neo-klassíski "serial entrepreneurinn" Lund, sem líka er prófessor í Reykjavik samkvæmt Wikipedíu, sé spældur á myndinni, en börnin hans sem líka gretta sig á myndinni eru hálfíslensk og ekki er það ónýtt. Eins og Lund, sem ekki er sleipur í ensku, skrifar á vefsíðu sinni:"Kids makes Life good".Það á líka við börn sem ekki eiga foreldra, sem eru eins virtual og Morten Lund og Nyhedsavisen. Til að sjá hvernig málin stóðu hjá Nyhedsavisen fyrir rétt rúmum mánuði, lesið þetta. Hvað ætli Lund kenni í Reykjavík? Töfra og loftkastala?

Stoðir (sem hét reynda áður FL group), átti líka í Nyhedsavisen og verða nú að afskrifa heilmikið eins og pólsku blaðburðamennirnir sem Morten Lund hefur snuðað um laun. Stoðir eru víst orðnar af aumum rekavið, en eiga veð í öllum eignum Morten Lunds.  Morten hlýtur að þurfa að flytja í raðhús eða 2ja herbergja íbúð en Stoðarfólk á örugglega enn fyrir utanlandsferð.


mbl.is Útgáfu Nyhedsavisen hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt upp í himininn, fljúga skal ... belgurinn

Le Tomate Reykjavík 1957

 

Í fyrra voru liðin 50 ár síðan flugbelg var fyrst flogið yfir Íslandi. Fyrsta lofbelgsflugið á Íslandi fór fram 23. júní 1957.

Loftbelgir hafa ekki orðið stór dilla meðal Íslendinga.  Sennilega er mjög erfitt að fljúga loftbelg á Íslandi vegna óstöðugleika í veðri. Það er líklega ástæðan fyrir því að Ómar Ragnarsson valdi að fljúga flugvél og flýta þannig fyrir heimshitnuninni margumtöluðu.

Ég her aldrei flogið í loftbelg og mun aldrei gera það til neyddur, vegna þess að ég er lofthræddur og lafhræddur ef mér er lyft hærra en tvo metra frá jörðu. 

Þó svo að ég hafi ekki einu sinni verið fæddur árið 1957, hef ég nú samt sagt frá fyrsta ballónfluginu á Íslandi í máli og myndum. Það geri ég í febrúarheftinu af hinu ágæta tímariti Sagan Öll sem er nýútkomið að því er Illugi ritstjóri sagði mér í dag.

Allir flugáhugamenn, sem og frímerkjasafnarar og fagrar konur verða að kaupa Söguna Alla, ef þau vilja vita allt um belgflugið árið 1957. Þar er víst að finna ýmis konar annan fróðleik sem ætti að höfða til allra hinna.

Sagan Öll, í bomsurnar og út í næstu búð og kaupa, kaupa, kaupa....


Líkrán og ljúgvitni

 

BoardMeeting

 

Í gær hafði varaforseti Skáksambands Íslands, Óttar Felix Hauksson, samband við stuðningshópinn fyrir Jinky Ong Fischer, sem ég og Greta Björg Úlfsdóttir reynum að byggja upp á bloggum okkar á milli annarra hugleiðinga og starfa. Í ljósi þeirra upplýsinga sem varaformaður kemur með og þeirra upplýsinga sem ég miðlaði í gær um reglur sem gilda fyrir bandaríska borgara sem giftast japönskum ríkisborgurum í Japan, má ætla að fleiri en einn glæpur hafi verið framinn í tengslum við lát Róbert J. Fischers. Það virðist svo að það sé enn meiri ástæða nú en áður, að leita uppi Jinky Ong, sem sögð er vera dóttir Fischers.

Þetta skrifaði Óttar til Gretu og mín:

Ég er varaforseti Skáksambands Íslands. Ég var að koma heim frá Frakklandi nú í vikulokin. Ástæða þess að þú hefur ekki náð sambandi er líklega sú að ég notaði þarlent símakort meðan ég var staddur í Frakklandi. Ég er hræddur um að sjálfur Arnaldur Indriðason hafi varla það hugmyndaflug sem þarf til að láta sér detta í hug þá atburðarás sem orðið hefur. Það líkist ótrúlegri bíræfni af hálfu Garðars Sverrissonar að hlutast til um að lík skákheimsmeistarans var flutt austur fyrir fjall í myrkrinu að morgni mánudagsins 21. janúar, huslað þar niður í kirkjugarði á býli tengdaföður Garðars Sverrissonar og ekki einu sinni sóknarprestinum gert kunnugt um gjörningin, líklega í fyrsta skipti í íslenskri kirkjusögu!.  Þetta virðist kalla á lögreglurannsókn. Mér sýnist réttast að borgaryfirvöld biðji lögreglustjórann í Reykjavík að taka skýrslu af Garðari, lækni þeim er gaf út dánarvottorðið, ábyrgðarmanni þeirrar útfararstofu sem sá um kistulagninguna tæpum sólarhring eftir dauða Fischers og Jakobi Rolland kaþólska prestinum sem jarðsöng Fischer. Það lítur út fyrir að Garðar hafi gert sig myndugan í þessu máli gagnvart öllum aðilum, lækni þeim sem gaf út dánarvottorðið og sennilega afhent Garðari það og svo starfsmanni/mönnum útfararstofnunar þeirrar sem flýttu líksnyrtingu og kistulagningu sem fram fór föstudaginn 18. janúardaginn eftir dauða Fischers, svo og Jakobi Rolland kaþólska prestinum. Það virðist sem Garðar hafi látið í veðri vaka að hann hefði umboð eiginkonu hins látna. Líklegt verður að teljast  að Garðar Sverrisson hafi því haft áætlun um framangreinda atburðarás strax við dauða Fishers. Mér var tjáð að Garðar hafi á fundi sínum við aðila tengda RJF hópnum ekki minnst einu orði á  jarðsetninguna sem í vændum var. Mér skilst að á kvöldi sunnudagsins hafi hann farið hann suður á Keflavíkurflugvöll að sækja Miyoko Vatani og fer með henni og fjölskyldu sinni austur að Laugdælum þar sem tengdafaðir hans og mágur búa. Þar gista þau og snemma morguns koma líkbíllinn og presturinn og jarðsetning fer fram skammt frá gangstéttarkanti kirkjustéttarinnar. Enginn kross, ekkert. Maður sá bara moldarhrúgu í sjónvarpinu í kvöldfréttunum og glaðbeittan mág Garðars á gröfu sinn, hann virtist hinn ánægðasti. Merking orðsins "líkrán" hlaut nýja og eiginlegri merkingu í mínum huga við frétt þessa. Hverjir eru aðstandendur? Ef Garðar Sverrisson segir " að þetta sé að ósk hins fallna meistara" þá læt ég mér fátt um finnast. Arfleifð Bobby Fischers og íslenskrar skáksögu er stærri en svo að hann geti huslað heimsmeistaranum  niður nánast í kálgarðinum hjá tengdapabba sínum. Reykjavíkurborg, sem Fisher kom á heimskortið og Skákakademía Reykjavíkur eiga að fara þess á leit við lögregluyfirvöld að þau, í samvinnu við sýslumanninn á Selfossi flytja líkið í kirkjugarð í Reykjavík og þeir aðalmenn sem upphaflega hvöttu forsætisráðherra Davíð Oddson að beita sér fyrir lausn Fishers úr fangelsinu í Japan ( giftingarpappírar Miyoko Vatani reyndust gagnslausir). Menn eins og Friðrik Ólafsson stórmeistari,  Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambands Íslands í heimsmeistaraeinvíginu og síðast en ekki síst Helgi Ólafsson sem ötulastur allra hért á landi hefur verið að halda merki Fishers á lofti. Þetta eru mennirnir sem bera eiga kistu Fishers til grafar með sæmd í Reykjavík. Þar verði reist leiði sem skákáhugamenn hvaðanæva úr heiminum hafi aðgengi og geta vottað þessum merkasta heimsmeistara skáksögunnar virðingu sína. Garðar Sverrisson var alltaf í mínum huga aftaníossi þeirra manna er kölluðust RJF hópurinn. Þetta er svipað eins og Björgvin Halldórson vinur minn myndi orða það: "Söngvarinn er dáinn og nú er rótarinn búinn að reka alla í hljómsveitinni, tekur öll sólóin sjálfur og segir það vilja hins fallna meistara".


Dies caniculares

snataspark 

Sannkallaðir hundadagar.

Hér færi ég sönnur fyrir því, að hundaspark er gömul og góð norsk íþrótt, sem snemma þróaðist í fótbolta og múgæsingu. Sparkaðir hundar leituðu einatt til fjalla og gerðust vitanlega styggir.

Talið er víst að íþróttin hafi borist frá Afríku með hvíta manninum þegar hann fór til Evrópu. En sumir vísindamenn harðneita þessu og telja víst að fólk í Afríku hafi aðeins stundað hundakast.

Hundakast

Hundakast í Afríku

Franskur ferðamaður sendi mér þessa mynd af hundi í kirkju á Akureyri. Hann uppgötvaði fyrst hundinn þegar hann setti myndirnar inn á tölvu sína heima í Avignon.

Lúkas

 


mbl.is Hundurinn Lúkas á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarfasisti, Hallelúja!

Í gær komst ég í tölu trúarfasista. Ævar Rafns Kjartansson dæmir mig og aðra og skrifaði:

"Það er aumt þegar þið trúarfasistarnir verjið gerðir gyðinga sem hafa verið úthrópaðar af öllum hinum siðmenntaða heimi en verndarvængur Bandaríkjanna  heldur enn á floti. Enda stærsti kaupandi vopna frá þeim auk þess sem bandarískum fjölmiðlum og afþreyingariðnaði er að mestu stýrt  af gyðingum sem vilja ekki flytja til Ísrael en kaupa sitt aflátsbréf með stuðningi."

Þessi orð Ævar Rafns sýnir að sjálfsögðu hvað hann er sjálfur. Hann dæmir sig best sjálfur, eins og aðrir stuðningsmenn hryðjuverka og öfgastefnu.

Þessi Stóri Dómur Ævars féll vegna þess að ég hef dregið heilbrigðið í tillögu Vinstri Grænna um að vilja stjórnmálasamband við Hamas í efa. Þá ritaði Ævar um barnamorð Ísraelsmanna. Það er mjög algeng athugasemd hjá þeim sem skilja Hamas, sem þó oftast gleyma því að blessuð börnin tína lífi sínu vegna þess að þeim er beitt sem vopnum í eldlínunni. Vinir Hamas vilja helst ekki heyra um börnin sem vinir þeirra myrða. Tilfinningataugin í Ævari er ekki eins fín þegar honum eru sýnd börn saklausra Ísraelsmanna, gyðinga, sem verða fyrir "frelsisbaráttu" Palestínumanna, múslima, sem Ævar og hans líkir segjast skilja. Börn Palestínumanna sem myrða og deyja í stríðinu eru frelsishetjur, en börn gyðinga eru augljóslega fórnarlömb frelsisbaráttu sem er skilin og studd af Ævari og hans félögum á Íslandi.

Hvers konar fasisti er svo Ævar Rafn, ef við hin erum trúarfasistar? Kannski auðtrúa fasisti? Veltið því fyrir ykkur, og svo getur Ævar horfst í augu við börnin sem uppáhaldsfrelsisbaráttan hans hefur myrt. Ætli hann skilji það sem gerst hefur og geti skammast sín?:

Kornabörn

1til2ára

3til4ára

5til8ára

9til11ára

12til13ára

14ára

15ára

16ára

17 ára


Rúmenskir spilimenn – Saga sígauna á Íslandi

Vísað burt

Sígaunar sem líka var vísað burt. Myndin er tekin í útrýmingabúðum nasista í Belzec

Mikið varð nú stutt saga rúmensku sígaunanna á Íslandi, sem vísað var úr landi fyrir að spila á nikku við Bónus og frjósa í almenningsgörðum. Hvað kom til? Borgaði tónlistarfólkið kannski ekki STEF-gjöldin? Eða voru þetta bara hin venjulegu, íslensku viðbrögð við fátækum útlendingum, sem allir eru að reyna að klína á Frjálslynda flokkinn.

Ég efast um að Roma fólkið frá Rúmeníu hafið komið hingað til lands til að leita uppi ættmenni sín, dansk- og norskættaða sígauna, sem ekki hafa haft hátt um uppruna sinn. Hver veit, lögreglan gæti einnig farið að skutla þeim út á Keflavíkurflugvöll á bye-bye miða. Best er að gefa ekkert upp um ættir íslenskra sígauna.

Hér í Albertslundi, þar sem ég bý, eru sígaunar (Roma) frá Rúmeníu að spila í öllum veðrum. Leita sumir þeirra skjóls í undirgöngum undir lestarstöðinni okkar. Þessa dagana er maður um fimmtugt að spila og spilar hann reyndar listavel. Ég læt alltaf gljáðan skilding falla í nikkukassan, þegar ég kem þar hjá. Han spilar fyrir mig jazz, kletzmer, sígaunavalsa og tarantellur og er farinn að gefa mér extra númer. Albert, sá sem bæjarfélagið heitir í höfuðið á, var franskur maður af ætt Roma, sem varð læknir Danakonunga á 19. öld. Átti hann hér sumarhús, eða frekar stóran húsvagn.

Í vetur sá ég hins vegar ljóta sjón. Ég kom hjólandi á leið í búðir og ætlaði að fara niður í göngin fyrrnefndu. Þá stóð þar Benz bíll á sænskum plötum og sígaunar tveir, vel klæddir, að kljást við þann þriðja og hentu honum svo að segja út úr bílnum með nikkuna. Ég stöðvaði til að sjá ósköpin, en maðurinn með nikkuna forðaði sér í burtu og hinir velklæddur óku á brott. Síðar sá ég manninn, sem var verið að tuska til, þenja nikkuna nokkuð eymdarlega. Ég er viss um að þetta fólk á ekki sjö dagana sæla, en það er oft þeirra eigið ættfólk sem eru þrælahaldararnir.

Mér finnst gaman af ákveðinni nikkumúsik og sérstaklega af leikni sígauna með nikkuna. Fyrir svona 7-10 árum síðan voru hér í Kaupmannahöfn rússar, hálærðir músíkantar, sem spiluðu á nikkur og balalækur í öllum stærðum. Þeir kunnu líka að betla. Þeirra tónlist var ekki nærri því eins skemmtileg og músík rúmensku sígaunanna. Rússarnir eru nú farnir. Vonandi þénuðu þeir vel.

Ég skil ekkert í fólki á Íslandi, eða löggunni, að vilja ekki njóta góðrar tónlistar aðeins lengur. Menn gætu hafa beðið með að senda sígaunana úr landi eftir gott nikkusumar. Tekið þetta sem viðbót við Listahátíð og hýst fólkið í vinnuskúrum.  En svona eru nú Íslendingar, kaldir og ómúsíkalskir.

 

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband