Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Post Mortem hjónaband Bobby Fischers

wedding_chess
Skákbrúðkaup eru mjög i tísku í Japan.

 

Árið 2008 sagði maður nokkur, að hann hafði verið vitni við brúðkaup Robert J. Fischers og Miyoko Watai í fangelsi í Japan árið 2004. Árið 2005 talaði sami maður, sem lengi kallaði sig umboðsmann Fischers, um Watai sem unnustu (fiancé) Fischers í viðtali við útvarpsstöð í Ástralíu.  Ég hef skrifað um þessa og aðrar mótsagnir í erfðamáli  Fischers og bendi mönnum á að lesa það aftur.

Litla trú hef ég á því að Fischer hafi kvænst Watai og tel að íslenskt dómskerfi hafi látið leika illilega á sig. Ef svo er ekki, tel ég að héraðsdómur Reykjavíkur hljóti að vera lygilega hlutdrægur í máli þessu.  

Hvað sem það er, sem japönsk yfirvöld hafa skrifað upp á, þá er það ekki sönnun þess að Fischer hafi kvænst Watai. En ætli háttvirti héraðsdómur Reykjavíkur hafi haft samband við vitnið sem var viðstatt brúðkaup Fischers og Watai í Japan árið 2004? - þótt hann hafi enn talað um Miyako Watai sem unnustu Fischers árið 2005. Það verða dómsyfirvöld á Íslandi að gera.

Heyrt hef ég í áreiðanlegum fréttum úr heita pottinum uppi á Íslandi, að frú Watai-Fischer hafi reynt að fá Sæma Rokk (Sæmund Pálsson fv. lögreglumann) til að vitna um fyrir rétti að þau hefðu gifst, og að Sæmi hafi hafnað því, þar sem hann vissi ekki til þess að Fischer hefði kvænst kerlu og var heldur ekkert viðstaddur neina athöfn.

RJF%20%20PASSPORT%20017

Watai langar hér rosalega að rokka með Sæma, en eitthvað virðist Sæmi tregur

Ein grundvallarspurning: Hvaða heilvita fólk týnir giftingavottorðum sínum, nema að hjónabandinu hafi verið slitið? Jú, Bobby var ekki eins og fólk er flest, og mig grunar að frú Watai sé dálítið sér á báti. Í Japan eru slík vottorð gefin út, enda Japanar þekktir fyrir skriffinnsku í tíriti. Hvað hefur orðið um upphaflegu vottorðin? Blessuð "hjónin" hafa kannski notað bakhliðina til að hripa niður nokkra góða leiki úr hjónabandinu?


mbl.is Ný skjöl réðu úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílstjóri Assange aðalblaðamaðurinn á Íslandi

Bílstjóri Assange

Kristinn Hrafnsson, sem fékk 1. verðlaun Blaðamannafélags Íslands, er að mínu mati ekki neinn blaðamaður. Matreiðsla hans á myndbandinu frá Bagdad á nefnilega ekkert skylt við blaðamennsku. Kristinn Hrafnsson tók eineygða afstöðu til þess sem maður sá á myndbandinu.

Fyrir utan blákaldar staðreyndir stríðs mátti á myndbandinu sjá vopnaða menn á jörðu niðri. Menn þessir, sem gengu með svo kölluðum blaðaljósmyndara, báru vopn sem grandað geta þyrlu. Assange viðurkenndi þetta og sagði: "Based upon visual evidence I suspect there probably were AKs and an RPG, but I'm not sure that means anything". Þannig var það afgreitt, ekki ósvipað og þegar Assange viðurkennir að hann notaði ekki smokka við samfarir í Svíþjóð þótt hann hafi verið beðinn um það. En hann skilur ekki af hverju hann, þessi guðlega vera, þurfi að gera það sem einhver kona biður hann um í landi, sem hann heldur nú fram að sé lögfræðilega vanþróað. Fróðlegt væri að vita, hvort hin íslenski skósveinn Assange hafi sömu skoðun á konum og sprengjuvörpum og Assange.

Í hugarheimi Kristins Hrafnssonar mega allir skjóta á bandarískan her, en bandarískur her má ekki skjóta á menn sem tilheyra hópum sem vilja ala á glundroða og eymd í Írak. Kristinn er að mínu mati ekki  blaðamaður. Hann er miklu frekar hermaður í liði þeirra afla sem sakna Saddam Hussein. Hann er uppvartari Assange - og leiðinlega öfgafullur ameríkanahatari.

Að gera mann, sem vinnur sem kúskur og hjálparkokkur gúru-fyrirbæris eins og Assange, eftirlýsts nauðgara og þjófs, að blaðamanni ársins á Íslandi, sýnir í sjálfu sér að það er eitthvað mikið að á Íslandi. Sú ákvörðun að veita Kristni verðlaun er og verður hneisulegur dómur blaðamannstéttarinnar á Íslandi yfir sjálfri sér.

Tvö hjól undir bílnum

Meintur nauðgari, eftirlýstur af Interpol, með fyrirtæki í Mosfellsbæ

 
P1010788e

situr nú í Amman, einræðisríki í Miðausturlöndum eftir að hafa legið inni í einhverjum helli í Södermalm í Stokkhólmi um skeið og fróað sér við að horfa á Róm brenna, enda er hann andlegur ættingi Nerós. Nú stærir hann sig t.d. af því að danska varnarmálaráðuneytið hafi fengið hjá sér gögn, sem það fékk ekki hjá Bandaríkjamönnum. Hann telur það fréttir að Amajinejdas í Íran sé talinn andlegur ættingi Hitlers. Takið eftir því hvar hann er nú Í arabísku einræðisríki. Þar fílar maður greinilega slíkan mann - og auðvitað á Íslandi, þar sem vinir þessa meinta nauðgara skrá strarfsemi hans til heimilis og Landsbankinn blessaður tekur á móti framlögum til fyrirtækis hans á íslenskum bankareikningi.

Julian Assange, sem greinilega skaðaðist illa á sál á unga aldri, þegar foreldar hans, farandleikarar, drógu hann á eftir á milli bæja neðarlega á jörðinni. Hann er er eftirlýstur nauðgari í Svíþjóð með fyrirtækið Sunshine Press Production og bankareikning á Íslandi. Ísland hefur skuldbundið sig á alþjóðlegum og Norðulandavettvangi að framselja hættulega kynferðisafbrotamenn. Nauðgari þessi, sem til skamms tíma virðist hafa höfðað mjög til ýmissa týpa á Íslandi, er líklega ekki eins hættulegur heimsfriðinum eins og hann er konum. En skjöl þau sem hann hefur stolið og birt, sýna bara sannleikan, t.d. að Sádí Arabar vilja Amajinejad feigan, að Angela kanslari í Þýskalandi er þurr og leiðinleg, að Berlusconi er með lítið typpi og Zarkozy er dvergvaxinn gleiðgosi.

EITTHVAÐ nýtt? Jú, Assange hefur enn ekki verið leiddur fyrir dómara í Svíþjóð, þar sem hann hefur svívirt konur. Hvað gerir Ögmundur dómsmálaráðherra á Íslandi vegna fyrirtækis Assanges í Mosfellsbæ? Geta nauðgarar, eftirlýstir af Interpol, opnað reikninga á Íslandi?

En eitt er ljóst, að Assange telur sig væntanlega á meðal guða. Eftirfarandi klausu fann ég á DN þar sem lesendur blaðsins gátu "chattað" við manninn, þá dagana sem hann var að misbjóða konum í Svíþjóð:

Halgurd: Do you have any religious view? Do you believe in God?
Julian Assange: Investigative journalists see the evil of the world, as such it is hard to believe in a compassionate God. We make a compassionate world through our actions. It is up to us.

Myndin efst er tekin á búllu í Reykjavík, þá er Herbert, Ómar, Birgitta, Gunnar Hrafn og Smári voru enn fullviss um ágæti Julians Assange. Ætli Assange hafi lagst á kvenfólk á Íslandi með valdi?


Kristinn Hrafnsson er kona

Kristinn er kona 

Og þess vegna tel ég að ásakanir í garð Wikivakans Julian Assange séu alveg út í hött. Politiken greinir nefnilega frá því að Kristinn Hrafnsson sé talskona Assange, sem telji að nauðgunarákæra á hendur Assanga sé bara plott hjá vondum körlunum í Pentagon.

Það næsta í þessu máli verður örugglega, að Assange reynist kynlegur kvistur, því einhverjir munu ásaka hann um hommahátt. Rollur á Nýja-Sjálandi undirbúa væntanlega einnig ákæru. Hann hélt líka fyrirlestur þar.

Nú vonum við að Assange sýni fram á sakleysi sitt, áður en Kristinn missir meydóm sinn og verður aftur að karli.

Það væri nú afar aumt, að missa vinnu sína á RÚV, þar sem eru eintómir amlóðar samkvæmt Kristni, til að missa hana svo aftur vegna þess að nýi atvinnuveitandinn hennar (hans) er nauðgari. Hverju lenda konur ekki í að völdum karla?

Þetta er ugglaust setup hjá Wikileak-mönnum til að gera Assange "meira" interessant.


Krummi krunkar úti...

blaðamaður

Gunnar Hrafn Jónsson, einnig þekktur sem Krummi, er fréttamaður á Sjónvarpinu. Hann sýndi snemma burði til þess að verða fréttamaður. Mjög ungur að árum var hann í útgáfu og miðlun, sem báru vott um að þessi drengur þroskaðist meira til andans en til fótanna.  

Nú er þessi stjúpsonur forsætisráðherrans, Jónínu Sigurðardóttur, starfandi hjá RÚV og kannski hefur það líklega "forspillt" honum, því gæði ákveðinna frétta hjá honum orka tvímælis.

Ég kvartaði við Útvarpsráð yfir fréttaflutning hans í lok síðasta árs. Það tók útvarpsráð langan tíma að senda kæru mína til Fréttastofunnar, sem ekki hefur séð sóma sinn í að svara erindinu.

Gunnar Hrafn Jónsson er mikill stuðningsmaður Palestínumanna, og blogg hans á blogg.is sem hann er búinn að loka var lengið skreytt með mynd af skæruliða Fatah í stað andlits Gunnars Hrafns.

Svo mikill er stuðningur Gunnars við Palestínumenn, að þegar einn þeirra, sem reyndar er ríkisborgari í Ísrael, er grunaður um fjöldamorð í BNA þar sem hann bjó, þá gerir Gunnar sér sérstak far um að lýsa honum sem Ísraelskum ríkisborgara og Ísraelsmanni, en ekki  er verið að hafa fyrir því að nefna að hann sé kristinn Palestínuarabi. Hlutið og horfið á frétt unga fréttamannsins.  

Gunnar var nýlega söguhetja í grein sem bar heitið Iceland's desire to create save haven for journalists, þar sem viðmælendur greinarhöfundar létu sig dreyma um "journalist fortress" á Íslandi. Svo virðist sem Gunnar Hrafn Jónsson sé nokkuð öruggur með að birta það sem honum sýnist, skorið og skrumskælt, meðan hann er á fréttastofunni RÚV.  En seint verður hægt að kalla RÚV kastala sannleika eða sanngirni.

Mér þykir reyndar hin mesta furða að einhver í Bandaríkjunum hafi ekki enn skipað Jóhönnu gömlu að biðja stjúpson sin Gunnar Hrafn að biðja þráhyggjumanninn Julian Assange að stoppa í sér lekandann.

Iceland verður aldrei neitt journalistic heaven... Eins og er, gæti ekki einu sinni sjálfur Dante Alighieri lýst þeirri heljarför sem íslensk blaðamennska er á.  Blaðamenn eru engar guðdómlegar verur, þó sumir þeirra haldi jafnvel að þeir séu frelsarar mannkyns. Mest er þetta hálfdrykkfellt lið eða karlfauskar sem drepa alla úr leiðindum eins og jonas.is. Undantekningar eru til, til að sanna regluna.

P1010785e
Gunnar - Idealist first, journalist second
Myndin efst er af Guðmundi Magnússyni, þegar hann vann á Mbl, og fékk gömul fréttaritaraföt Styrmis að láni. Áður hafði Björn Bjarnason gegnið í þessu smarta setti. Davíð komst ekki í það.

Af ofsóknarbrjálæði á heimsmælikvarða

dscf2091
 

Það hlaut að koma að þessu. Sími Heilagrar Birgittu er hleraður og gefur frá sér undarleg og sjaldheyrð hljóð.

Maður veltir því þó fyrir sér, hvaða perri nennir að hlusta meira á Birgittu en það sem hún lætur út úr sér í þingsölum. Birgitta telur hlerunina vera vegna tengsla sinna við Júlla Assangur hjá Wikileka, en hann telur sig hafa verið hleraðan og ofsóttan alla leið til Noregs.  

Því er nú haldið fram, að Wikivaki einn á Íslandi hafi verið grillaður í heilar 21 klukkustundir af íslensku löggunni, og að Wikilekamenn haldi því fram að íslensk yfirvöld og bandarísk hleri þá og ofsæki. Á twitter hefur WikiLeaks verið með þessar yfirlýsingar:

WikiLeaks is currently under an aggressive US and Icelandic surveillance operation. Following/photographing/filming/detaining.

If anything happens to us, you know why: it is our Apr 5 film. And you know who is responsible.

Er þetta ekki bara Mossad eða Kínverjar, sem færa sig æ meira upp á skaftið á Íslandi?

Ég skrifaði um daginn um leka og Wikileka, og velti því fyrir mér, hver hefði rænt og lekið skýrslu sendifulltrúans Watsons í bandaríska sendiráðinu á Wikileaks. Nú verður að teljast víst, að Wikilekafólk á Íslandi hafi rænt skýrslunni og að Wikileaks starfi með Borgarahreyfingunni í því að fella íslensku ríkisstjórnina og þá bandarísku. Ekki er því allt jafn slæmt.

Myndin er af heilagri Birgittu og gömlum bandarískum Jesúhippa, Ron Whitehead, sem er með heimasíðu sem heitir -  þið getið aldrei getið ykkur til um það: http://www.tappingmyownphone.com/ . Hann hefur greinilega verið í meðferð.


Gosi í Reykjavík

182732__pinocchio_l

Gosi er í norðanverðri Reykjavík, og færist allur í aukana. Nefið gæti lengst og tekið allt aðra stefnu. Hann er ekki líklegur til að loka rifunnu í bráð. Sumir telja hann þó hið mesta gufumenni. Það leggur af honum megnan brennivínsfnyk og Skódinn hans sótar. Gosi á það til að grilla á nóttunni, svo eldtungurnar ná ómældri hæð. En það er fylgst með honum úr Skógarhlíðinni, því karlinn er kynlegur kvistur.


RÚV misnotar börn og falsar heimildir

palestina_born
 

.. enn eina ferðina. Það er ljótt að hneppa börn í fangelsi. Við getum öll verið sammála um það. Það er líka ljótt að misnota börn eins og RÚV gerir í dag, þegar ríkisfjölmiðillinn greinir frá því að 343 palestínsk börn á aldrinum 12-15 ára séu fangelsuð í Ísrael. Við þessa frétt setur RÚV þessa ljósmynd af börnum undir 10 ára aldri á Gaza, þar sem öfgamenn Hamas hafa hneppt þjóð sína í fangelsi haturs og öfga.

Palestínsk börn, sem sitja í fangelsum í Ísrael, hafa m.a. verið tekin með sprengjubelti á leið til að fremja ódæði. Börnum og óhörnuðum unglingum er att út í eldlínuna af Palestínumönnum. Við höfum öll séð ófáar myndir af palestínskum börnum á öllum aldri, gráum fyrir vopnum. Vopn og hryðjuverk eru dýrkuð af Palestínumönnum. Því verður ekki komist hjá því, að börn sem fremja morð, eða eru notuð til þess arna, eða að börn sem fara um eyðileggjandi, brjótandi og bramlandi, lendi í steininum í Ísrael eina og eina nótt.

En fyrir utan að misnota börnin, þá fer RÚV með rangt mál í frétt sinni. RÚV greinir frá því að 343 börn á aldrinum 12-15 ára séu í fangelsum Ísraelsmanna. Samkvæmt skýrslu Palestínudeildar Defence for Children International, voru 41 börn á aldrinum 12-15 ára, en ekki 343, eins og RÚV heldur fram, í haldi (temporary detention centres) eða í fangelsum Ísraela. Restin, 302 einstaklingar, voru á aldrinum 15-20 ára, þ.e.a.s. á þeim aldri sem flestir hryðjuverkamanna Palestínumanna hafa verið á, þegar þeir myrtu hundruð saklausra Ísraelmanna. Engar stúlkur voru í þessum hópi 343 barna og unglinga á aldrinum 12-20 ára, og flest ungmennanna voru tekin í stuttar yfirheyrslur eða var haldið yfir nóttina eftir þátttöku í óeirðum.

Svona fréttafölsun er ekki ný bóla á RÚV.  Ætli það sé þekkingarskortur eða pólitísk áróðurstarfssemi sem veldur því að RÚV framreiðir svona fréttir? Verða menn ekki að kunna að lesa á þessari stofnun? RÚV og skrímslafræðingum fréttastofunnar er greinilega ekki við bjargandi.

Hvernig er ástandið í öðrum löndum? Í Danmörku árið 2008 sátu t.d. 243 börn í fangelsum.  Fjöldinn er einnig gífurlegur í Austur-Evrópulöndum og í BNA, en RÚV fer til Ísraels til að ráðast á vandann, eða er ekki öllu heldur verið að ráðast á Ísrael.


RÚV - lygar á færibandi

Fréttastofa RÚV

Nokkrir starfsmenn RÚV, sem ekki voru hraktir af spenanum nýlega, eiga virkilega bágt. Fölsun og afbökun á fréttum frá Miðausturlöndum hef ég oft fjallað um áður, og er það iðulega oftast RÚV sem á hlut að máli.

Nú brillerar RÚV aftur. Í gær var RÚV með frétt um að „26 væru í haldi í Dubai, grunaðir um að hafa orðið Mahmoud al-Mahbouh, einum að herstjórum Hamas-samtakanna palestínsku að bana". En þessi frétt RÚV er auðvitað ein löng vitleysa.

Enginn er í haldi út af þessu máli í Dubai, nema líklega einhverjir Palestínumenn sem áttu eitthvað sökótt við hinn snoppufríða Mahmoud, sem sjálfur var með 7 vegabréf á sér þegar hann andaðist. Enginn þeirra, sem eru á lista yfir 26 grunaða sem eyðimerkurleyniþjónustan í Dúbai er að leita að, eru í haldi í Dubai. Snoppufríða, segi ég. Mahmoud, sem líklega pakkaði konu sína heima í Damaskus inn í 200 metra af vaðmáli þar til nefið eitt stóð út um rifu, fór nýlega í fegrunaraðgerð þar sem hann lét mjókka á sér nefið. Kannski kæfði það hann?

Kunna menn ekki að lesa á fréttastofu RÚV, eða er óskhyggjan gengin í samvinnu við þráhyggjuna þegar að fréttaflutningi um Ísrael kemur?

Hér má finna fyrri færslur mínar um afbrigðilegan fréttaflutning RÚV: Sjá hér, hérhér og hér, hér og hér og hér og hér.

Ég bíð enn eftir svari frá Stjórn RÚV við fyrirspurnum í síðustu færslunni. Mér er sagt að hún verði tekin fyrir bráðlega. Það er ekki einu sinni svo, að RÚV sé að lepja upp rugl eftir BBC eða The Guardian, heldur eru menn þar á bæ farnir að framleiða lygarnar sjálfir. Íslensk framleiðsla.


Danske Bank: Forsetinn lét verða af hótunum sínum

Ganske Blank

?

Lars Christensen hjá Danske Bank virðist standa í þeirri meiningu að Ólafur Ragnar Grímsson hafi hótað að neita að undirrita Icesave-dauðadóminn. Ég ritaði Danske Bank bréf og spurði þá hvaðan Lars Christensen hefði þessa vitneskju sína. Lars svaraði eftir að ég átti við hann 1½ klukkustundar samtal, sjá neðst

 

Danske Bank A/S,
Holmens Kanal 2-12,
1092 København K

 

Til Danske Banks Direktion

I anledning af chefanalytiker Lars Christensens udtalelse til Reuters Bureau i dag (se f.eks.: http://www.nytimes.com/reuters/2010/01/05/business/business-uk-iceland-icesave.html), vil jeg gerne bede Danske Banks ledelse om at klargøre følgende ord som har verseret i alverdens medier den 5.1.2010:

"I'm somewhat surprised he went along with his threat to do this."

Her taler Lars Christensen om den islandske republiks præsident dr. Ólafur Ragnar Grímssons beslutning om at nægte at underskrive en lov vedrørende tilbagebetalingsaftale af den såkaldte Icesave-gæld. Det er gæld som nogle få kriminelle bankfolk fra Island stiftede i bl.a. Holland og Storbritannien, gæld som 99.99% af den islandske befolkning intet har med at gøre, gæld der blev til i en grådig og til tider virkelighedsfjern bankverden, hvor analyser og skøn ikke altid er det papir værd de er skrevet på, men kan derimod medføre umådelig skade.

Problemet med Lars Christensens udtalelse til omverdenen er, at den islandske præsident på intet tidspunkt har truet med at gøre noget i forbindelse med Icesave-loven. Sagen har haft sin gang i det islandske parlament, Altinget, hvor den er blevet drøftet efter principper og regler, love som slægter de danske meget på. Herefter gik loven til underskrift hos præsidenten, sådan som danske love går til underskrift hos HM dronning Margrethe. Mens den parlamentariske gennemgang af sagen foregik, viste det sig, at størstedelen af valgberettigede Islændinge mener at loven bør lægges for nationens dom ved en folkeafstemning. Den kendsgerning vejede åbenbart tungt i præsidentens beslutning, samt også det faktum at flertallet af parlamentets medlemmer har ytret sig positivt om en folkeafstemning i forbindelse med loven.

Det er fuldstændigt uacceptabelt, at en bankanalytiker i Danmark går ud med ubegrundede påstande om den islandske præsidents påståede trusler.

Danske Bank bedes derfor venligst afklare, hvad hr. Christensen mente med denne sætning og hvor hans påstande, hvis han står ved dem, stammer fra. Hvis Danske Bank mener at kunne dokumentere at Islands præsident har truet med at handle på en bestemt måde i Icesave-sagen, bedes banken redegøre for det.

Med venlig hilsen

Vilhjálmur Örn Vilhjálmssson, Ph.D.

 

Hér kemur svarið sem Lars Christensen var svo vingjarnelegur að senda mér kl. 12.13 að staðartíma hér í Kaupmannahöfn þann 6.1.2010:

Kære Vilhjálmur,

Tak for din mail og telefoniske henvendelse vedrørende mine kommentarer til Reuters angående mine kommentarer til præsident Grimssons beslutning ikke at underskrive den såkaldte Icesave-lov.

Jeg skal understrege, at jeg - eller Danske Bank - ikke har en holdning til om, den islandske præsident burde have underskreve Icesave-loven. Jeg har blot udtrykt, at det har store økonomiske og politiske konsekvenser, hvad enten loven bliver underskrevet af præsidenten eller ej.

Jeg skal også understege, at Reuters har citereret mig korrekt. Det var således en overraskelse for mig, at præsident Grimsson træf den beslutning han gjorde. Det er dog ikke et udtryk for, at jeg har taget stilling til, om det er den "rigtige" eller den "forkerte" beslutning.

Som vi talte om telefonisk, så er det korrekt, at jeg har sagt præsident Grimsson havde "truet" med ikke at underskrive loven. Du mener, at det ikke er tilfældet. For mig er det et fortolkningsspørgsmål i forhold til, hvordan man "læser" præsidents kommentarer forud for hans beslutning i går om ikke at underskrive Icesave-loven, og hvad man lægger i ordet "trussel". Faktum er dog, at der forud for beslutningen var betydelige spekulationer både i den islandske og internationale presse om præsident Grimsson ville underskrive loven eller ej. Jeg fortolkede præsidentens

kommentarer om han ønskede betænkningstid som en politisk "trussel". Igen ordet "trussel" er ikke et udtryk for, at jeg har taget stilling til om præsidenten gjorde det "rigtige" eller det "forkerte".

Overordnet set kan vi konkludere, at situationen er yderst alvorlig på Island og landet er i en dyb politisk og økonomisk krise, og som jeg ved mange lejligheder har udtrykt, så er der ingen snuptagsløsninger for den islandske økonomi. Og lad mig så igen gentage min kommentarer om, at vi i Danske Bank ikke tager stilling til, hvilke politiske valg den islandske præsident, det islandske Alting eller det islandske folk bør træffe.

Med venlig hilsen

Lars Christensen

Chief Analyst, Head of Emerging Markets Research

Danske Research, Danske Bank

+45 xxxxxxxx (direct)

+ 45 xxxxxxxx (mobile)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband