Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.6.2011 | 23:46
Ingibjörg alveg í rusli
Ég veit ekki hvort hægt er að flokka frétt Eyjunnar um ruslatunnuvandamál Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem sorpblaðamennsku, en hefur frú Ingibjörg Sólrún ekkert annað að gera en að æsa sig út af grænni ruslatunnu á hlaðinu hjá sér? Ég vona bara að Gnarrið sé í rusli útaf þessari gangrýni úr öskustó stjórnmálanna.
Er ekki annars til urðunarstaður fyrir hrapaleg mistök stjórnmálamanna, þar sem hægt er að heygja heimilisúrgang fyrrverandi borgarstjóra, ráðherra og Öryggisráðskandídats, með öllum ólífrænum mistökum hennar úr stjórnmálunum? Gott væri líka fyrir öskukarlinn Gnarr að þekkja þá ruslahauga þegar hans vitjunartími kemur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meðan frændur sumra okkar, Svíar, eru að velta sér upp úr því hvort Kalli konungur heimsótti klámbúllur í undirheimum Stokkhólmsborgar, hafa aðrir áhyggjur af því hvað faðir Silviu drottningar gerði í Síðara stríði.
Nýlega lýsti hin sorgmædda drottning því yfir, að hún væri í óða önn við það að láta rannsaka fortíð föður síns, sem gekk í nasistaflokkinn þýska eins og stór hluti Þjóðverja. Áður hafði hún neitað því að hann hafði verið meðlimur í nasistaflokknum. Faðir hennar, Walther Sommerlath, hagnaðist töluvert á að hann krækti sér í verksmiðju í Berlín, sem gyðingur nokkur varð að láta af hendi árið 1939, og það fyrir slikk.
Vonandi munu ríkir vinir konungsfjölskyldunnar ekki reyna að múta fólki til að koma í veg fyrir að upplýsingar um afa verðandi drottningar í Svíþjóð verði stungið undir stól. Málmverksmiðja, eins og sú sem Walther karlinn náði sér í, var oft mönnuð með gyðingum í Berlín áður en þeir voru sendir í sína hinstu ferð til útrýmingarbúða í Póllandi. Sérstaklega verksmiðjurnar á Kreuzberg nærri miðhluta Berlínar. Verksmiðja Sommerlath var rústað í lok stríðsins.
Það er þó fremur ólíklegt að drottningin sænska geti breitt yfir nokkuð, því fréttamenn sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4, sem eru meðal þeirra bestu á Norðurlöndum, hafa þegar opnað skápa með þessum líkum konungsættarinnar í Svíþjóð. Hvort rassberar klámkerlingar dettti síðar tvær og tvær út úr öðrum skápum í höllum sænsku konungsættarinnar, er vandamál sænska konungsins. En af hverju ætti hann að fara að segja af sér fyrir að hafa smá dónahugsanahátt eins og flestar karlkyns verur og kvenkyns? Hafa menn ekki heyrt um uppreist æru eins og kóngurinn af Heimaey fékk? Ekki geta allir verið eins og Hitler, með aumingja Evu Braun sem selskabsdömu, þegar hann var ekki að gefa SS hýrt auga og meðan langafi Karls Gústavs 16. horfði girndarlega á skrautlegan nasista forðum daga.
Hér, hér og hér er hægt að lesa um mál Walther Sommerlaths og Silviu dóttur hans, sem er mun alvarlegra en klámbúlluheimsóknir konungs. Ef klikkað er hér og hér er hægt að sjá útsendingu um málið TV4 frá síðastliðnu ári. Eftir að þættirnir voru sýndir, hótaði hirðin og bróðir Silviu öllu illu. Þættirnir eru afar vel gerðir.
Ég skrifaði í bók minni Medaljens Bagside um fátæka gyðingakonu þrjú börn hennar sem tókst að flýja til Kaupmannahafnar síðla árs 1941 með hjálp Dana sem vann í Berlín. Brandla Wassermann og börnum hennar var vísað úr landi í Danmörku af dönskum yfirvöldum og nokkrum vikum síðar voru þau send til Auschwitz frá Berlín. Í Auschwitz voru börnin strax tekin af lífi. Brandla var látin vinna, en skömmu síðar veiktist hún og var myrt. Það var læknir sem tók hana af lífi með því að sprauta fenóli í hjarta hennar. Áður en hún flýði til Danmerkur með börnin sín þrjú vann hún í málmverksmiðju sem bar heitið Fermeta, sem var að finna á Kreuzberg. Byggingin þar sem verksmiðjan var, á Michaelkirchstrasse 15, stendur þar enn og var eitt af fáum húsum í götunni sem stóð eftir sprengjuregnið í Berlín. Í dag hýsir það m.a. ódýrt hótel, Alameda, á efstu hæðunum í byggingunni - ef einhver vill búa þar sem gyðingar voru þrælkaðir. Hóteleigendurnir segja stoltir frá því á heimasíðu hótelsins, að bygging nokkur sem notuð var í austurþýsku sjónvarpsþáttunum Tatort og sem blasti við gestum hótelsins, hafi nú verið rifin, en verksmiðjuna Fermeta á neðri hæðinni vita þeir greinilega ekkert um, enda voru menn ekki mikið að rifja upp örlög gyðinga í DDR.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.6.2011 | 07:55
Ásmundur Einar orðinn reyklaus
Ásmundur Einar Daðason er kominn í Framsókn. Nú er hann laus við ráðstjórnaragann, lesbókratíið og foringjaeinræðið í VG og SF. Hann getur efldur unnið gegn draumóraliðinu sem heldur að ESB-aðild leysi öll vandamál þjóðarinnar.
Enn þurfa menn ekki að fá resept hjá lækni til að skipta um flokk, en læknisrannsókn væri ekki óraunhæfur kostur fyrir þá sem þrá ESB. Myndin er af Ásmundi Einari áður en Siv Friðleifs var búin að reykræsta hann. Það er örugglega tilvalið að senda menn í apótekið ef þeir vaða reyk og eru með fíknarlöngun í ESB? Laxerolía leysir þráhyggju og illa melta bita.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2011 | 23:19
Mikið blaðra þessir þingmenn
Það er krúttlegt hjá rauðum íslenskum þingmönnunum að minnast barna með rauðum blöðrum, þegar þeir hafa greinilega ekkert annað að gera. En ég minnist óneitanlega Stevens McCormacks á Nýja-Sjálandi, sem belgdist nýlega út eins blaðra þegar hann lenti á stútnum, eins og visir.is greindi frá:
"Steven McCormack, vörubílstjóri frá Nýja-Sjálandi, lenti í heldur betur furðulegu atviki á dögunum. Þegar hann var að klifra upp í vörubílinn sinn rann hann í stiganum og lenti á tanki sem innihélt súrefni undir miklum þrýstingi. Og ekki nóg með það að hann hafi lent á tankinum heldur lenti hann á stútnum sitjandi þannig að súrefnið fór af miklu krafti upp í rassinn á honum.
Steven húðin á Steven [sic hjá visir.is] tók að teygjast og hann blés allur út. Ég blés út eins og fótbolti. Ég átti engra kosta völ en að sitja þarna og blása út eins og blaðra," segir hann.
Hann öskraði af sársauka og komu vinnufélagar hans honum til bjargar og slökktu á loftpressunni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem loftinu var tappað" af honum og segja læknar að hann muni ná sér að fullu. Þeir segja að loft hafi komist í lungu hans og að loftið hafi aðskilið fituna frá vöðvunum á líkama hans."
Þess má geta að blöðrustand íslenskra þingmanna olli truflunum á flugi alla leið til Kína, og börn í Frakklandi (mynd) horfðu skelfingu lostin á íslensku blöðrurnar lenda, og ollu þær þeim meiri sálaróróa en hvítir blettir Strauss-Kahn á svartri þernunni í New York. Jónína Ben er hins vegar byrjuð að selja súrefnisanda beint í rass eftir nýsjálenska módelinu. Meira var greinilega ekki í fréttum.
![]() |
Þingmenn slepptu blöðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2011 | 07:44
Össur slekkur elda heimsins
Þann 5. ágúst 2010 gerði ég grín af mannúðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Grýta átti konu í Íran til dauða. Ekkert heyrðist í íslenskum ráðamönnum andstætt kollegum þeirra í Noregi, sem einir höfðu þor til að gagnrýna aftökuáætlun Íransstjórnar og hlutu hótanir fyrir. Ég gerði grín að Össuri Skarphéðinssyni, sem oft hefur stutt Íransstjórn og laug því í færslu minni að Össur hefði boðið dauðadæmdu konunni landvist á Íslandi.
Nýlega hélt Össur ræðu þar sem hann heiðrar sjálfan sig fyrir að hafa haft áhrif á að Sakineh Ashtiani hafi ekki verið grýtt til dauða í Íran. Hann sagðist hafa tekið upp mál Ashtiani sl. haust fyrir þrýsting frá almenningi hér á landi og þakkaði almenningi fyrir að hafa haldið sér á tánum". Össur ræddi einu sinni við sendiherra Írans síðastiðið haust og heldur greinilega að það hafi haft áhrif í mál Ashtiani.
Hann er kjánalega stoltur af sjálfum sér, utanríkisráðherrann. Þetta er sami maðurinn sem skipaði íslenskum sendimönnum að sitja undir hatursræðu Amadinejads í Genf árið 2009 meðan aðrar siðmenntaðar þjóðir skipuðu sendimönnum sínum að ganga úr sal. Þetta er sami ráðherrann sem sat og hlustaði sofandi á Amadintinn og Mugabe í sal allsherjarþings SÞ í New York í fyrra. Sjá hér og hér, og sami maðurinn sem flutti svo að segja sömu ræðuna um Ísrael og Amadinejad á sama allsherjarþingi SÞ. Heldur hann að rabb hans við sendiherra Írans í Osló breyti nokkru í þessum heimi? Össur heldur kannski að Amadinejad hafi tekið eftir því að íslenska diplómatíið sat sem fastast í salnum í New York undir ræðu hans og hafi þess vegna hætt við að steina Sakineh? Aumingja Össur.
En þrátt fyrir grín mitt, sem Össur tók greinilega til sín (Össur les sem sagt bloggið mitt!), situr Sakineh Ashtiani enn í fangelsi í Íran og ekkert hefur breyst þar í landi, þrátt frábær störf blöðrunnar sem er utanríkisráðherra Íslands. Hvað er að manninum? Heldur hann að íslenska þjóðin séu bjánar? Hver veit, kannski var það bara Óli forseti sem bjargaði öllu þegar hann ræddi við Írana. En hættara er nú við að allar þessar viðræður við morðingjaríki séu Íslandi frekar til vansa en fórnarlömbum til góðs.
Hvað hjálpa sambönd Imbu fórnarlömbunum á Sýrlandi? Það á líklega eftir að koma í ljós.
P.s.
Æi, Össur gleymdi að hjálpa þessari hollensku konu. Maður getur auðvitað ekki náð öllu, þegar maður er í fullri vinnu að hjálpa hollenskum fórnarlömbum Icesave og koma ESB inn á Íslendinga með aumingjalógík.
Sjá fréttaflutning Eyjunnar um afrek Össurar:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2011 kl. 05:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2011 | 05:52
Íslendingar eru örugglega líka á bak við fall Strauss-Kahn
Hér skrifar einn sem er afar langþreyttur á endalausum samsæriskenningum vinstri manna. Þeir virðast nærast á að skýra það marga sem miður fer í þeirra höndum sem alþjóðleg samsæri.
Michele Sabban, ESB-embættismaður frá Frakklandi og félagi Dominique Strauss-Kahns i franska sósíalistaflokknum (PSF), sem er auðvitað systurflokkur Samflykkingarinnar, heldur því nú fram að Strauss-Kahn sé fórnarlamb samsæris. Samkvæmt félaga Sabban átti Strauss-Kahn að halda ræðu í lok mánaðarins í Túnis, þar sem hann ætlaði að að segja Túnismönnum að vera einarðir við byltinguna sína. Gefur hún einnig í skyn að Grikkir standi á bak við samsærið á hótelinu í New York.
En í stað þess að halda að AGS (IMF) sé á bak við byltingu í Túnis og að einhverjir séu að gera Strauss-Kahn grikk, hefur Sabban hugsað út í Ísland? Ég meina það. Hefur hún ekki heyrt um gengi eins og Íhaldið, Bláu höndina, SÍS-Mafíuna, Kolkrabbann, Hagkaup og alla Bloggarana. Við höfum líka þurft að heyra það óþvegið frá Strauss-Kahns, sem Sabban segir vera næstvoldugasta manninn í heiminum á eftir Obama.
Íslendingar gætu bara vel hæglega staðið á bak við gildruna í New York. NYPD er á teik hjá Dabba og, og, og, eins og þið munuð erum við hryðjuverkaþjóð. Þernan á Sofitel, sem er "African", er alveg greinilega sú sama og var á bátnum með bankadrengjunum forðum í Florida. Það hlýtur bara að vera.
Conspiracy therory in the making......
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2011 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.5.2011 | 11:28
Fífugras í flóa
Forsætisráðherra, frú Jóhanna Sigurðardóttir, leggur til að fífugras verði þjóðarblóm Íslendinga. Þá hugmynd lýst mörgum á þingi bara alls ekkert á.
Forsætisráðherra skilur ekkert í þeirri miklu gagnrýni sem hefur komið á þessa hugmynd hennar og skorar á þingmenn, sem eru meira veikir fyrir fíflum, að sanna að fífugras geti ekki gegnt hlutverki aðalblómsins Íslands.
Myndin að ofan er af forsætisráðherra. Ekki fann ég neinar myndir af fífum. Myndin að neðan er af Rauðri toppönd sem var reitt hér um árið fyrir Vestan, en forsætisráðherra vill gera öndina að þjóðarfygli Íslendinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2011 kl. 04:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2011 | 06:08
Farðu til andskotans, Ósómi
það er að segja, þegar búið er að hraðfrysta þig skrattakollur, ljósmynda aumar leifar þínar, saga þig í sundur og taka úr þér sýni hátt og lágt og skafa úr þér heilaskömmina, sem þú þarft ekki að nota í helvíti frekar en í hellinum í Hellmand eða öðrum holum sem þú hefur falið þig í. Farðu í friði.
![]() |
Osama bin Laden allur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2011 | 08:11
Úrskurður A-364/2011
Ég hef áður (hér, hér og hér) greint ítarlega frá skoðanakönnun sem Fornleifavernd ríkisins gerði árið 2009. Í henni var tilkynnt að rannsóknir stofnunarinnar á kostnaði við endurreisn og byggingu aðstöðu við Stöng í Þjórsárdal sýndu, að slíkar framkvæmdir myndu kosta 700.000.000 króna. Já þið lesið rétt 700 milljónir króna!
Þegar ég spurðist fyrir um þessa tölu hjá stofnuninni var sagt að talan byggði á útreikningum fornleifafræðinga, arkitekta og verkfræðinga. Ég bað um aðgang að þessari úttekt en var synjað. Málið var kært í Menntamálaráðuneytið og var þaðan vísað til Úrskurðarnefndar um Upplýsingamál í Forsætisráðuneytinu þ. 15. nóvember 2010.
Nefndin hefur nú komist að niðurstöðu sem er því miður synjun á að ég geti fengið aðgang að því skjali sem ég bað um. Það þykir mér miður, því mig langaði að vita hvaða fornleifafræðingar, arkitektar og verkfræðingar voru að vinna að skipulagi á Stöng, án þess að draga mig, atvinnulausan fornleifafræðinginn, sem rannsakað hef í mörg á Stöng, inn í vinnuna. Þótt mér sé synjað um aðgang að gögnum, er svar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál svo greinargott, að innihald skjalsins sem ég bað um er nokkuð ljóst. Einnig er ljóst, að forstöðumaður Fornleifaverndar hefur farið með ósannindi og jafnvel gagnvart lögfræðingi sínum, sem ekki virtist hafa allar upplýsingar um málið. Útreikningar forstöðumanns stofnunarinnar Kristínar Sigurðardóttur og slakleg, ótrúverðug og vítaverð vinnubrögð hennar og samverkafólks hennar dæma sig sjálf, því Kata litla á Sölvhóli mun örugglega ekki gera það á næstu 5 vikum. Þær upplýsingar sem Úrskurðarnefnd um Upplýsingarmál veita í úrskurðinum segja þó mikið, þó svo að haldið sé fast í að ódagsettur pappír upp á eina og hálfa síðu sé vinnuskjal . Ein og hálf síða í heilar 700.000.000. Og svo er menn að tala um bankana.
Hér er brot úr úrskurði nefndarinnar og hér má lesa hann í heild sinni:
"Skjal það sem Fornleifavernd ríkisins hefur afhent úrskurðarnefnd upplýsingamála, og segir vera eina skjalið sem tengist beiðni kæranda um aðgang að gögnum, er á einni og hálfri blaðsíðu (A4). Skjalið ber yfirskriftina vinnuskjal, er handritað og ódagsett. Efst á skjalinu eru skammstafanir sem vísa til mannanafna og sýnist þar vera um að ræða starfsmenn stofnunarinnar, sbr. heimasíðu hennar þar sem nafna starfsmanna er getið. Úrskurðarnefndin telur þannig óhætt að byggja á því að skjalið sé ritað af starfsmönnum stofnunarinnar til eigin afnota hennar en ekki af aðilum ótengdum henni. Skjalið sýnist vera afar lauslega unnið og uppsett, og í sumum greinum er erfitt að átta sig á efni þess. Talan 700 milljónir kemur þar hvergi fram en með góðum vilja mætti hugsanlega tína til tölur í skjalinu og leggja þær saman þannig að þær nálguðust að vera 700-800 milljónir. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framansögðu ótvírætt að skjalið sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4 gr. upplýsingalaga nr. 50/1996."
Kæru starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, þið AS, GB, ISK, KM, MAS, SB, SUP, SHG, UÆ og ÞH, einhver ykkar vann það vinnuskjal sem mér er synjað um. Með allri virðingu fyrir ykkur, sem ekki komuð að þessum makalausu starfsaðferðum, þá ættuð þið sem unnuð með Kristínu Sigurðardóttur að þessu fáránlega mati að skammast ykkar. 700.000.000 krónur er einfaldlega ekki upphæð sem fengin er með að krota punkta á eina og hálfa blaðsíðu. Að minnsta kosti ekki í siðmenntuðu ríki. Trúverðugleiki stofnunar ykkar er að mínu mati 0,0 og það þarf ekki mikla útreikninga til að komast að þeirri niðurstöðu. Það versta er, að sum ykkar tókuð einnig þátt í að grafa undan kollega ykkar, sem stundað hefur rannsóknir á Stöng og sem reynt reynt hefur að framkvæma viðgerðir á Stöng og sem hefur komið með raunhæfar tillögur að því sem gera skal til að vernda einn af merkustu fornminjastöðum á Íslandi. Ég kann ykkur ekki neinar þakkir fyrir að leika útrásarvíkinga á einni og hálfri A4 síðu á kostnað skattborgaranna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2011 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2011 | 14:42
Assad as a sad ass can be
Nú á illmennið Bashar al-Assad ekki sjö dagana sæla. Sumarið á Sýrlandi verður heitt.
Eftir að hann og fjölskylda hans hafa verið böðlar þjóðar sinnar svo áratugum skiptir, er spilaborgin að hrynja. Meiri illmenni og öfgasinnar en Basher gætu steipt Assad ræflinum af stóli. En hann mun nú örugglega drepa stíft áður en það gerist. Af myndum frá ýmsum borgum má sjá, að Hizbollah, Hizb ut-Tharir og aðrir hópar á vegum Allah hins stórfenglega eru í fararbroddi þeirra sem vilja "frelsi" á Sýrlandi.
Nú dauðsér Basher al-Assad eftir því að hafa ekki fengið vinkonu sína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, inn í Öryggisráð SÞ. Þar sitja menn og hugsa ráð sitt vel og lengi.
Ég var í Berlín fyrr í vikunni og tók eftir því, þegar ég hjólaði í heimsókn í íslenska sendiráð til að sjá sýningum um íslenska rithöfunda, að sýrlenska sendiráðið, sem er beint á móti, var búið að setja upp málmlokur fyrir alla glugga. Menn geta lokað gluggum og augum, en ekki endalaust.
Ingibjörg and Assad. Two great leaders of the past.
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 1356128
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007