Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2011
27.4.2011 | 08:11
Úrskurđur A-364/2011
Ég hef áđur (hér, hér og hér) greint ítarlega frá skođanakönnun sem Fornleifavernd ríkisins gerđi áriđ 2009. Í henni var tilkynnt ađ rannsóknir stofnunarinnar á kostnađi viđ endurreisn og byggingu ađstöđu viđ Stöng í Ţjórsárdal sýndu, ađ slíkar framkvćmdir myndu kosta 700.000.000 króna. Já ţiđ lesiđ rétt 700 milljónir króna!
Ţegar ég spurđist fyrir um ţessa tölu hjá stofnuninni var sagt ađ talan byggđi á útreikningum fornleifafrćđinga, arkitekta og verkfrćđinga. Ég bađ um ađgang ađ ţessari úttekt en var synjađ. Máliđ var kćrt í Menntamálaráđuneytiđ og var ţađan vísađ til Úrskurđarnefndar um Upplýsingamál í Forsćtisráđuneytinu ţ. 15. nóvember 2010.
Nefndin hefur nú komist ađ niđurstöđu sem er ţví miđur synjun á ađ ég geti fengiđ ađgang ađ ţví skjali sem ég bađ um. Ţađ ţykir mér miđur, ţví mig langađi ađ vita hvađa fornleifafrćđingar, arkitektar og verkfrćđingar voru ađ vinna ađ skipulagi á Stöng, án ţess ađ draga mig, atvinnulausan fornleifafrćđinginn, sem rannsakađ hef í mörg á Stöng, inn í vinnuna. Ţótt mér sé synjađ um ađgang ađ gögnum, er svar Úrskurđarnefndar um upplýsingamál svo greinargott, ađ innihald skjalsins sem ég bađ um er nokkuđ ljóst. Einnig er ljóst, ađ forstöđumađur Fornleifaverndar hefur fariđ međ ósannindi og jafnvel gagnvart lögfrćđingi sínum, sem ekki virtist hafa allar upplýsingar um máliđ. Útreikningar forstöđumanns stofnunarinnar Kristínar Sigurđardóttur og slakleg, ótrúverđug og vítaverđ vinnubrögđ hennar og samverkafólks hennar dćma sig sjálf, ţví Kata litla á Sölvhóli mun örugglega ekki gera ţađ á nćstu 5 vikum. Ţćr upplýsingar sem Úrskurđarnefnd um Upplýsingarmál veita í úrskurđinum segja ţó mikiđ, ţó svo ađ haldiđ sé fast í ađ ódagsettur pappír upp á eina og hálfa síđu sé vinnuskjal . Ein og hálf síđa í heilar 700.000.000. Og svo er menn ađ tala um bankana.
Hér er brot úr úrskurđi nefndarinnar og hér má lesa hann í heild sinni:
"Skjal ţađ sem Fornleifavernd ríkisins hefur afhent úrskurđarnefnd upplýsingamála, og segir vera eina skjaliđ sem tengist beiđni kćranda um ađgang ađ gögnum, er á einni og hálfri blađsíđu (A4). Skjaliđ ber yfirskriftina vinnuskjal, er handritađ og ódagsett. Efst á skjalinu eru skammstafanir sem vísa til mannanafna og sýnist ţar vera um ađ rćđa starfsmenn stofnunarinnar, sbr. heimasíđu hennar ţar sem nafna starfsmanna er getiđ. Úrskurđarnefndin telur ţannig óhćtt ađ byggja á ţví ađ skjaliđ sé ritađ af starfsmönnum stofnunarinnar til eigin afnota hennar en ekki af ađilum ótengdum henni. Skjaliđ sýnist vera afar lauslega unniđ og uppsett, og í sumum greinum er erfitt ađ átta sig á efni ţess. Talan 700 milljónir kemur ţar hvergi fram en međ góđum vilja mćtti hugsanlega tína til tölur í skjalinu og leggja ţćr saman ţannig ađ ţćr nálguđust ađ vera 700-800 milljónir. Úrskurđarnefndin telur samkvćmt framansögđu ótvírćtt ađ skjaliđ sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4 gr. upplýsingalaga nr. 50/1996."
Kćru starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, ţiđ AS, GB, ISK, KM, MAS, SB, SUP, SHG, UĆ og ŢH, einhver ykkar vann ţađ vinnuskjal sem mér er synjađ um. Međ allri virđingu fyrir ykkur, sem ekki komuđ ađ ţessum makalausu starfsađferđum, ţá ćttuđ ţiđ sem unnuđ međ Kristínu Sigurđardóttur ađ ţessu fáránlega mati ađ skammast ykkar. 700.000.000 krónur er einfaldlega ekki upphćđ sem fengin er međ ađ krota punkta á eina og hálfa blađsíđu. Ađ minnsta kosti ekki í siđmenntuđu ríki. Trúverđugleiki stofnunar ykkar er ađ mínu mati 0,0 og ţađ ţarf ekki mikla útreikninga til ađ komast ađ ţeirri niđurstöđu. Ţađ versta er, ađ sum ykkar tókuđ einnig ţátt í ađ grafa undan kollega ykkar, sem stundađ hefur rannsóknir á Stöng og sem reynt reynt hefur ađ framkvćma viđgerđir á Stöng og sem hefur komiđ međ raunhćfar tillögur ađ ţví sem gera skal til ađ vernda einn af merkustu fornminjastöđum á Íslandi. Ég kann ykkur ekki neinar ţakkir fyrir ađ leika útrásarvíkinga á einni og hálfri A4 síđu á kostnađ skattborgaranna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2011 kl. 13:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2011 | 17:22
Murder she wrote...
Kona, sem var sögđ dáin áriđ 1987, er áriđ 2011 talin hafa horfiđ ćttingjum sínum og jafnvel veriđ myrt? Hvernig getur mađur útskýrt slíkt?
Nú leitar fjölskylda, eđa réttara sagt mađur á Íslandi ađ ćttmenni sínu, konu sem giftist Bandaríkjamanninum Emerson Gavin í Dómkirkjunni áriđ 1946. Sá sem leitar, telur nú ađ konan og tvö börn hennar hafi veriđ myrt í Bandaríkjunum. Ţađ mun vera bróđursonur Rögnu Esther, sem reynir ađ hafa upp á ćttingjum sínum. Hann býr á Ísafirđi. Hćgt er ađ fylgjast međ leit hans ađ hluta til á netinu.
Ţetta er auđvitađ mjög merkileg frétt og fjölskyldusaga, en mest vegna ţess ađ RÚV er međ fréttina og ţá er aldrei ađ vita hvort sagan sé sönn eđa hvort rétt sé međ fariđ.
Ragna Esther Sigurđardóttir, sem leitađ er ađ, er í afmćlisgrein um bróđur hennar sjötugan áriđ 1987 sögđ látin. Ekki er greint frá ţessu í frétt RÚV, ţar sem vangaveltur dóttur Bandaríkjamannsins sem kvćntist Rögnu Esther eru ađalefniđ. Sú kona, Melissa Gavin, sem er dóttir mannsins úr öđru hjónabandi hans, eftir ađ hann var skilinn frá Rögnu Esther Sigurđardóttur, telur ađ fađir hennar hafi myrt Rögnu og börn hennar áriđ 1955.
Reyndar er Ragna einnig talin látin áriđ 1970, ef dćma má út frá minningargrein um föđur hennar, Sigurđ Pétur Klemenzson Íshólm, er lést ađ völdum eldsvođa á heimili sínu á Njálsgötur áriđ 1970, og var jarđsunginn 1. ágúst 1970. Eitthvađ hefur ţessi dauđi" Rögnu Sigurđardóttur fariđ fram hjá ćttmennum hennar, sem nú íhuga ađ fá gerđa rannsókn á hugsanlegu morđi á Rögnu og börnum hennar tveimur.
Viđ smávćgilega netleit fann ég, ađ sá sem leitađ hefur mest af afdrifum Rögnu, hefur einnig leitađ ađ Rögnu undir ćttarnafninu Smith. Ţađ kemur heldur ekki fram í fréttum RÚV.
Ragna Esther, sem sögđ var látin áriđ 1987, og sem ćttingjar hennar halda nú ađ hafi veriđ myrt í Bandaríkjunum á 6. tug síđustu aldar, gćti ţví hafa heitiđ Smith, eftir ađ hún skildi viđ málarann Emerson Gavin sem hún giftist í Dómkirkjunni í Reykjavík 4. Janúar 1946. Hann var hrotti hinn mesti samkvćmt skjölum og upplýsingum sem ćttingjar konunnar hafa undir höndum. Ţađ ţýđur ţó ekki ađ hún hafi veriđ myrt af honum, eins og dóttir Emersons Lawrence Gavin telur, og skrifar í bréfi sem birt er í sjónvarpsfrétt RÚV, en sem ekki er vitnađ rétt í:
Ég googlađi meira, og í ljós kemur, ađ hinn meinti morđingi, Emerson L. Gavin, lést áriđ 2009 í Jacksonville i Florida. Hann var á einhverju tímabili eftir 1955 kvćntur Helen Janis Baker. Hann kom frá Portland í hérađinu Multnomah í Oregon og mun einnig hafa búiđ í Klamath. Hann kvćntist aftur í Nevada.
En ef íslensk kona og tvö börn hennar hverfa áriđ 1955, hvers konar íslensk fjölskylda lćtur ţađ viđgangast ađ leita ekki ađ henni og velur ađ skrifa hana af í afmćlisgreinum um ađra ćttingja? Var ţađ fátćkri, barnmargi fjölskyldu í Reykjavík um megn ađ hugsa um afdrif ćttingja síns? Ţađ er afar líklegt. T.d. átti fjölskyldan, fađir hennar, yfir höfđi sér nauđungaruppbođ áriđ 1955, um svipađ leyti sem tengslin viđ Rögnu rofna. Kreppan nú er barnaleikur miđađ viđ erfiđleika lífsins ţá.
Gćti veriđ, ađ börn Rögnu Esther hafi veriđ komiđ fyrir á barnaheimili og ađ ţau hafi veriđ ćttleitt líkt og dóttir Emersons af öđru hjónabandi, Melissa, segist hafa heyrt áriđ 1955? Einnig verđur mađur ađ spyrja sig mikilvćgrar spurningar: Hvađ var Melissa litla Gavin eiginlega gömul, ţegar hún heyrđi ţađ sem hún greindi ćttingja Rögnu Esther frá áriđ 2010? 3ja ára? Hvernig gat hún munađ eftir gerđum föđur síns á ţeim aldri?
Sá möguleiki er fyrir hendi, ađ börn Rögnu Esther Sigurđardóttur (Gavin/Smith?), sem hétu Raymond Leslie og Donita, hafi endađ á barnaheimili. Ţann möguleika er ekki er hćgt ađ útiloka áđur en RÚV hellir frétt yfir ţjóđina međ hrćđilegum vangaveltum um mann sem á ađ hafa myrt konu sína og börnin ţeirra. Ţađ getur auđvitađ veriđ rökréttur möguleiki, ef tekiđ er miđ af upplýsingum um eđli mannsins, en möguleikarnir eru nú fleiri. T.d. ađ Ragna hafi gifst Mr. Smith.
Og af hverju töldu ţeir sem skrifuđu minningargreinar um bróđur og föđur Rögnu, ađ hún vćri fallin frá? Höfđu ćttingjar hennar á Íslandi ţetta bara á tilfinningunni eđa bárust af ţví stađfestar fréttir, sem hafa fariđ fram hjá ţeim ćttingja sem nú leitar ađ föđursystur sinni og börnum hennar?
Ţetta mál verđur ađ leysa.
Sagnfrćđi | Breytt 8.4.2023 kl. 17:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2011 | 08:50
Jesus Christ !!
(Allir) gyđingar myrtu ekki Jesús, segir Páfinn í Róm.
Nýlega, eđa stuttu eftir ađ Forseti Íslands heimsótti Vatíkaniđ međ spúsu sinni Dorrit Moussaieff til ţess ađ fćra páfa styttu (sjá hér), sendi Páfinn í Róm út ţađ bođ til allra safnađa sinna, ađ gyđingar hefđu ekki myrt Jesúm Krist á föstudaginn langa - eđa einhvern annan dag. Ţetta kom fyrst fram í fréttatilkynningu um annađ bindi bókar páfans um Jesúm frá Nazaret, sem gárungar kalla Ratzinger Guđspalliđ II.
Íslenskir fjölmiđlar hafa ekki veriđ iđnir viđ ađ segja frá ţessu, enda er gyđingahatur eitt af eđalmerkjum margra í blađamannastétt. Hins vegar var Urban Christian News međ ţessa frétt undir myndinni hér ađ ofan af Ólafi, páfa og Mússu.
Ţar sem ég er frekar vantrúađur á Jesúm, ţó ég afneiti ekki tilvist hans, verđ ég ađ greina frá ţví ađ ţessi syndaaflausn Páfa er ekki alveg ný af nálinni. Kaţólska kirkjan tilkynnti međ Nostra Aetate-yfirlýsingu sinni áriđ 1965, ađ gyđingum sem ţjóđ/trú vćri ekki hćgt ađ kenna um dauđa Krists, ţá eđa nú.
Allir vita ađ á milli "ţá og nú" voru milljónir gyđinga pyntađar og drepnar sem morđingjar "frelsarans".
Benedikt hefur bćtt um betur í röksemdafćrslum sínum. Ég gluggađi reyndar í bókina um daginn í bókastórmarkađnum Dussmann í Berlín og hló svo allir í bókabúđinni horfđu á mig. Páfi kemst ađ ţeirri niđurstöđu, í stuttu máli, ađ ţađ voru ađeins mjög fáir leiđtogar gyđinga í musterinu í Jerúsalem og lítill hópur stuđningsmanna ţeirra sem bera fyrst og fremst sök á krossfestingu Jesú.
Ég efa ađ páfa takist ađ sanna ţessa andstyggilegu ásökun sína á hendur örfáum embćttismönnum. Ţađ rétta er ađ mínu mati: Morđingi Jesú er kirkjan sjálf, ţá, nú og ţess á milli, er hún hvatti til ofsókna og morđa á "morđingjum Jesús". Ţađ ţarf engan Sherlock Holmes til ađ sýna fram á ţađ. Kirkjan sjálf er morđinginn og sökin ţeirra, sem henni fylgja. Ţađ er síđasti sannleikurinn sem menn verđa ađ kyngja svo ég hćtti ađ tala um gyđingahatur kristinna manna.
Gyđingar geta ekki hafa myrt mann sem ekki er hćgt ađ sanna ađ hafi veriđ til, og jafnvel ţótt meintar líkamsleifar hans út um allan heim gćtu ţakiđ allan gólfflöt Péturskirkjunnar í Róm. En til ţess ađ komast hjá eđlilegum réttarhöldum reis Jesús upp frá dauđum og steig til himna. Case closed.
Auđvitađ er ţađ öđlingslega large af Páfa ađ kasta ţessu margra alda oki af gyđingum. En ég hvet kristna menn til ađ lesa grein Geza Vermes fyrrverandi Prófessors í gyđingdómi viđ háskólann í Oxford sem hann birti í Guardian í síđasta mánuđi. Látiđ ekki páskaeggin standa í ykkur.
Nú bíđ ég bara eftir ţví ađ Karl biskup geri ţađ sama og Páfinn í Róm og menn hćtti ađ lesa Passíusálmanna sem eru fullir af gyđingahatri ţess tíma sem Hallgrímur Pétursson lifđi á, sem á auđvitađ ekkert erindi til nútímafólks.
Ólafur og Mússa eru búin ađ gera sitt. En mér finnst Páfi hálfsmeykur viđ Músku á myndinni hér ađ ofan. Gćti veriđ ađ hún sé komin af Musterisprestum? Vinur minn, kaţólskur og mjög fróđur, segir mér ađ svo sé ekki, og ađ ţađ sé greinilega hattur Dorritar sem Benedikt Páfa líkar ekki. Hann er ekki ósvipađur hatti kaţólsk prest, í bland viđ kollhúfu Mússólínis. Ţótt kaţólska kirkjan teygi sig langt og viđurkenni nú nćstum ţví sakleysi gyđinga, eru kvenprestar ekki á leiđinni inn í kirkjuna í tíđ Ratzís.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (65)
23.4.2011 | 14:42
Assad as a sad ass can be
Nú á illmenniđ Bashar al-Assad ekki sjö dagana sćla. Sumariđ á Sýrlandi verđur heitt.
Eftir ađ hann og fjölskylda hans hafa veriđ böđlar ţjóđar sinnar svo áratugum skiptir, er spilaborgin ađ hrynja. Meiri illmenni og öfgasinnar en Basher gćtu steipt Assad rćflinum af stóli. En hann mun nú örugglega drepa stíft áđur en ţađ gerist. Af myndum frá ýmsum borgum má sjá, ađ Hizbollah, Hizb ut-Tharir og ađrir hópar á vegum Allah hins stórfenglega eru í fararbroddi ţeirra sem vilja "frelsi" á Sýrlandi.
Nú dauđsér Basher al-Assad eftir ţví ađ hafa ekki fengiđ vinkonu sína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, inn í Öryggisráđ SŢ. Ţar sitja menn og hugsa ráđ sitt vel og lengi.
Ég var í Berlín fyrr í vikunni og tók eftir ţví, ţegar ég hjólađi í heimsókn í íslenska sendiráđ til ađ sjá sýningum um íslenska rithöfunda, ađ sýrlenska sendiráđiđ, sem er beint á móti, var búiđ ađ setja upp málmlokur fyrir alla glugga. Menn geta lokađ gluggum og augum, en ekki endalaust.
Ingibjörg and Assad. Two great leaders of the past.
21.4.2011 | 22:43
Siv, Múhameđ og syndahafurinn Dabbi
Morgunblađiđ birtir skrípamynd af brjálćđri pólitýkinni á Íslandi. Framsćkin, viljasterk stjórnmálakona er sýnd sem pólitísk portkona, stuttu eftir ađ hún hefur í raun bođiđ ríkisstjórninni blíđu sína á kjötmarkađi rotinna stjórnmálanna. Er nokkur ástćđa til ađ ćsa sig út af ţví? Menn verđa ađ geta ţolađ ýmislegt í stjórnmálum og í sviđsljósinu, sérstaklega ţegar ţeir gefa öđrum stjórnmálaflokkum undir fótinn ţvert á stefnu flokksins sem ţeir tilheyra.
Síđast ţegar menn ćstu sig út af skrípómynd, var ţegar heilu trúarbrögđin fóru hamförum út af mynd af Múhameđ spámanni í Jyllands-Posten. Nú nćr Jyllands-Posten náttúrulega ekki međ tćrnar í ósvífninni ţar sem Mogginn hefur hćlana og DV typpiđ. Siv er líka sýnu fríđari en Múhameđ, eins og flestir sjá hann fyrir sér, og Framsóknarflokkurinn er ekki Íslam ţótt báđir flokkarnir eigi uppruna sinn ađ rekja til hirđingja og ofbeldisseggja uppi í sveit - og Dabbi er er ekki geit, né heldur guđ, ţótt hann hafi veriđ ţađ um tíma.
Ćsingur Sivjar, sem krefst afsökunarbeiđni frá Davíđ, eins og vćri hann guđ, án ţess ađ nokkur mađur hafi enn brennt svo mikiđ sem eitt sendiráđ, eykur örugglega ekki pólitískar vinsćldir hennar.
Ţegar stjórnmál eru orđin ađ skrípamynd af skopmynd, ţarf auđvitađ ekki teikningu í Moggann til ađ sýna fram á fáránleikann.
Ef leitađ er ađ myndum á Google međ orđunum Political whore, má sjá ađ orđbragđ stjórnmálanna er ekki beint ćttađ úr sunnudagaskólanum. Af öllum pleisum í heiminum virđast menn samt vera meira hörundssárir á Íslandi, landinu sem ól Gróu á Leiti og Gísla, Eirík og Helga stjórnmálanna. Moral Majority kerlingarpólitíkurinnar á Íslandi er fariđ ađ vera nokkuđ leiđigjarnt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2011 kl. 06:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2011 | 16:07
Hún talar mest viđ sjálfa sig
RÚV greinir frá ţví í ađalfrétt, ađ Jóhanna Sigurđardóttir segist tala máli Íslands. Ţađ hefur víst fariđ framhjá okkur sem höfum svona međaltals heyrn og önnur skilningarvit í lagi.
14.4.2011 | 09:56
Ólafur stendur sig í stykkinu međan litla gula hćnan ţegir
Ólafur Ragnar Grímsson var í Kaupmannahöfn í gćr og gott viđtal var tekiđ viđ hann í danska sjónvarpinu.
Viđtaliđ má sjá og heyra hér
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2011 | 19:32
Litla Gula Hćnan
Gott dćmi um veruleikafirru Jóhönnu Sigurđardóttur er, ađ hún sér sjálfa sig sem Litlu gula hćnu, hćnuna sem fann frć. Hlegiđ var af ţessari misheppnuđu samlíkingu sem hún kom međ í umrćđu á Alţingi fyrr í dag. Jafnvel Gunnarsstađahaninn hló í reittan kambinn, ţví hann veit ađ vćngstýfđa yfirhćnan nćr ekki ađ lesa allar rćđurnar "sínar" yfir, áđur en hún gaggar ţeim ađ ţingheim.
Hćnan segir ađ Mikki refur og Bangsímon hafi ofsótt sig, kollótta hanann og hinar púturnar í hćnsnahúsinu. Ţetta er auđvitađ hrein vitleysa. Nytlausu illfyglin, sem sitja á efstu hillunni í alifuglabúinu viđ Austurvöll, hafa séđ til ţess ađ líf Íslendinga hefur veriđ endalaust rugl síđan 2008.
Hćnan gula talar mikiđ um ađ stjórnarandstćđan hafi ţjappađ stjórnarfuglunum saman međ ţví ađ lýsa vantrausti á litlu gulu hćnuna og klofna hanann. Ţađ er laukrétt, ţar sem ţessar pútur eru fređnar og tilfinningalausar og eru 10 stykki, ţjappađar í kassa. Íslendingar eru hins vegar búnir ađ fá mikla leiđ á hćnsnakjöti. Svín og naut taka kannski viđ í dýragarđi stjórnmálanna. Ţau geta baulađ, rytiđ og gelt, en viđ fáum ađ minnsta kosti ekki innatóm gullhúđuđ spćlegg međ málsháttum eftir heimsfrćga páfagauka eins og Klugman og Stieglitz, eđa hótanir og annađ gaggalagú.
Hér hefur klofna hananum veriđ ţjappađ í kassann
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
13.4.2011 | 06:42
What did the professor really say?
Ég fékk svar frá prófessor Sylvester Eijffinger viđ háskólann í Tilburg í Hollandi, sem ég skrifađi til um daginn og greindi frá hér á blogginu.
Eijffinger svarađi mér ţó ekki fyrr en í gćrkvöld, eftir ađ ég spurđi hann út í afneitun hans á ţví ađ hafa hvatt Íslendinga til ađ skipta út forsetanum okkar.
Hollenski prófessorinn svarađi mér á ţennan hátt:
Dear Dr. Vilhjalmsson:
The transcript of my interview with the Morgunbladid is not a correct account of the interview and not authorized by me personally.
Yours sincerely,
Sylvester Eijffinger
Ég svarađi honum rétt áđan, án ţess ađ segja nokkuđ ljótt um drottninguna í Hollandi:
Dear Professor Eijffinger,
accept my apologies if I am wrong. Nowadays the ethics of some journalists is not better than it used to be.
It would of course be very inconvenient for the journalist of Morgunbladid who interviewed you.He argues on the web of the daily that the transcript is correctly based on a [tape]recording of his interview with you.The transcript has been published as a copy of a recording.
Regardless of who is telling the truth in this case, the President of Iceland gains popularity from biased evaluations of his role in the Icesave case. His decision to forward the Law on Icesave to the decision of the Icelandic people in elections is clearly possible according to Icelandic legislation. According to the majority of Icelanders, a greater problem for Iceland than Icesave and possibly the Icelandic president, is the present left-wing government which has proven totally incapable of dealing with the sad situation which was caused by the hubris of Icelandic bankers and quite many other Icelanders who got caught in the excitement.
Even worse, the Liberal parties in Iceland have very few interesting takeover-possibilities, partly because so many of the politicians were players in the Icelandic financial make-belief. Today in the Althingi, the Icelandic parliament, there will be a vote on a censure against the presiding government. A government that initially assigned a former party comrade as the head of the Icelandic negotiation team, a man whose only academic credentials in economics were gained during a couple of years in a DDR Parteihochschule in Berlin.
I doubt that the censure will result in a new government. If so, I hope new people will be able to settle the Icesave-problem in a sensible manner, without using superlatives or doing nothing at all. Big words from abroad against a population, not much larger than the population of Tilburg, do not help a lot
Yours sincerely,
V. Ö. Vilhjálmsson
Fáeinum mínútum síđar skrifar prófessorinn ţetta:
Dear Dr Vilhjalmsson:
Although I cannot prohibit the publication of your letter to me, I strongly urge you to remove my photograph attached to it on the blog. The photograph has been made by a photographer and thereby under copyrights. I will inform the photographer accordingly.
With best regards,
Sylvester Eijffinger
Ég varđ strax viđ vilja Dr. Eijffingers og hef fjarlćgt myndina af honum fyrir framan heimili sitt, sem má reyndar finna hér, og hef sett viđeigandi mynd í stađinn, sem vísar til innihalds fyrra bréfs míns til hans. Vonandi verđ ég ekki lögsóttur um meira en Icesave-skuldina.
Ég er hrćddur um ađ ég ţori ekki ađ birta mynd af ásjónu Eijffingers, svo ég fann í fljótheitum málverk sem minnir á Holland.
Neitar ummćlum um forsetann | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2011 | 15:43
Seńora Guderburg fćr útrás í El País
Ţađ er afar sorglegt ađ sjá landráđliđiđ á vinstrivćngnum vćla eftir ađ Icesavesamningum var hafnađ. Ţeir voru svo nćrri ESB drauminum, ađ föđurlandiđ var fariđ ađ vökna. Allir sem neituđu samningum eru nú kallađir öllum illum nöfnum.
Guderburg nokkur Bergsson, sem vćntanlega á ađ vera Guđbergur Bergsson rithöfundur, eftir ađ einhver á ritstjórninni á El País hefur tekiđ Guđbergsnafniđ aftanfrá, skrifar ómerkingsgrein í El País, sem bćđi er ógeđfelld og lítilsigld. Hún ber heitiđ Atađir út í skít og blóđi annarra (Cubierto de mierda y de sangre ajena).
Guderburg, allur útatađur í sora, sem í raun hljómar eins og miđur fróm prestmaddama frá Íslandi í eyrum fávita um íslensk málefni á Spáni, skrifar um forseta íslenska lýđveldisins ađ hann sé ruglađur mikilmennskubrjálćđingur, Megalómano confuso. Ţađ myndi koma spánskt fyrir sjónir ef menn eđa fiđurfé á Spáni töluđu um ţjóđhöfđingja sína á ţennan hátt.
Ć, vćri ekki best fyrir maddömu Guderburg ađ ţegja og líta í eigin barm.
Don Kíghósti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
Bćkur
Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafrćđi
FORNLEIFUR -
Ţrćlasalar í Norđurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri fćrsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveđskapur -
: Flóttamađurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmćlum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyđingar á Grćnlandi
Fyrri fćrsla og tenging viđ grein eftir mig á dönsku um gyđinga á Grćnlandi -
Flogiđ hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri fćrsla
Líkţráir Íslendingar -
: Lesiđ hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri fćrsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri fćrsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forđum
Fćrsla um óeirđir og lćti í ćsku minni -
Fyrri fćrsla
Ţegar Gúttó varđ samkunduhús gyđinga -
Fyrri fćrsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Fćrsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferđir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblađsins 28.águst 1999. -
Fyrri fćrsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri fćrsla
Pabbi Ţórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um ţjóđarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríđsglćpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyđinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á ađ hafa veriđ potturinn og pannan viđ björgun gyđinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerđ grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfrćđingar hafa gleymt ađ rannsaka. Hlutverk Duckwitz verđur nú ađ endurskođa. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifađ töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er međhöfundur ađ einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jřdiske flygtningeskćbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um međferđ danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu fćrslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síđan í síđustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niđurstađan: KiSS or Bćjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verđur í Fćreyjum nćstu dagana
- Sjúklega svćsinn gyđingahatari er vinsćll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svćsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráđur eins og lús á feldi
- Utanríkisráđherra eyđir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 218
- Frá upphafi: 1353018
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007