Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
14.8.2008 | 11:39
Reykjavíkurhótunin 2003
Leiðtogafundur Ronald Reagans og Gorbachovs í Reykjavík 1986 er mjög rómaður atburður. Þetta var heimsviðburður, sem hægt er að tengja Íslandi og auknum friði í heiminum. Einn af þessum góðu hlutum sem koma Íslandi á landakortið og menn gleyma seint ef þeir hafa komið einhvers staðar nálægt fundinum.
En annar frægur fundur í Reykjavík hefur að mestu farið fram hjá mönnum, ef hann er þá ekki alveg gleymdur og grafinn. En það sem á honum var sagt var fyrsta afgerandi yfirlýsingin um þá stefnu sem nýja Stór-Rússland sýnir nú í Georgíu. Sergei Borisovich Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, staldraði við á Íslandi í október 2003. Hann talaði við Halldór Ásgrímsson, sem bauð honum í veislu, og svo hélt Ivanov fund. Ekki í Hofdi House, heldur bara venjulegan fréttamannafund.
Á þeim fundi sagði Ivanov, sem nú er aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, að Rússland myndi "stunda varnir" á svæðum utan landamæra sinna, þ.e. innan fyrrverandi Sovétlýðvelda, sem voru meðlimir í Commonwealth of Independent States (Samveldi Sjálfstæðra Ríkja (fyrrverandi Sovétlýðvelda), sem í daglegu tali eru kölluð CIS. Ivanon sagði í Reykjavík, að ef upp kæmi "óörugg staða i CIS löndum" eða "bein hótun" gegn rússneskum borgurum á svæðinu, þá gætu Rússar "fræðilega séð" notað hervald ef aðrar lausnir, eins og t.d. stjórnmálalegar lausnir og efnahagslegar þvinganir, myndu bregðast.
Þessi yfirlýsing Ivanovs í Reykjavík, sem ég kalla Reykjavíkur hótunina, vakti engin viðbrögð á Íslandi. Ingibjörg Sólrún, sem alltaf mótmælir öllu, hélt kjafti. En ekki vantaði viðbrögð CIS landanna og Georg Shevardnadze, þáverandi forseti Georgíu, sem lýsti þessum orðum Ivanovs sem beinni hótun gegn Georgíu.
Nú, þegar Rússar eru orðnir verulega rauðir í vöngum vegna innrásarinnar í Georgíu, sem er aðgerð sem þeir kalla því fína orði Peace Keeping, er yfirlýsingin frá Reykjavík 2003 orðin að veruleika. Hún er ekki lengur fræðilegur möguleiki. Síðan á blaðamannafundinum í Reykjavík árið 2003 hefur Rússland ekkert falið viðleitni sína til að hrinda þessari árás sinni í framkvæmd.
Ég hef lengi haft áhuga á rússneska stjórnmálamanninum Sergei Ivanov (f. 1953). Hann er fyrrverandi KGB maður og núverandi vara-forætisráðherra Rússlands og gamall vinur Pútíns, alveg síðan þeir hleruðu andhófsmenn og gyðinga í Leníngrad.
Þegar Pútín er í vondum málum er Sergei sendur í viðtöl, því Sergei er fluggáfaður og getur talað fullkomna diplómataensku. Hann byrjaði feril sinn í Leningrad með því að njósna um gyðinga frá Norðurlöndum, sem reyndu að smygla listum yfir trúbræður sína sem vildu flýja Sovétríkin. Sergei talar nefnilega líka norsku, sænsku og dönsku fyrir utan ensku.
Sergei hefur með tímanum komst til valda undir verndarvæng gamla vinar síns, Pútíns. Pútín valdi hann þó ekki í stöðu forseta. Til þess var hann of verðmætur. Unglambið Dr. Medvedev (f. 1965), varð fyrir valinu, vegna þess að hann veit ekkert um sauruga fortíð Pútíns og Sergeis í Sovétapparatinu. Medvedev er bara sætur strákur, sem Pútín talar beint í gegnum. Hins vegar hefur Pútín hina höndina í Sergei Ivanov, sem er meira pókerfés og diplómat en Pútín sjálfur. Ivanov getur sagt hlutina á fullkominni ensku, án þess að mismæla sig, líkt og hann gerði í Reykjavík. Tungan er enn mikilvægt vopni, og þegar Ivanov talar, ættu menn ekki að misskilja neitt. Nothing gets lost in translation. Hann er málamaður, sem byrjaði ferill sinn að vasast í gyðingum á flótta.
Nú þegar fer að líða að því að draumur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur rætist, dýri draumurinn um að Ísland taki setu í Öryggisráði SÞ. Þá hélt maður að það væri kannski meir að vænta en þessarar látlausu yfirlýsingar frá ráðherranum, t.d. í ljósi þess að Rússneski varaforsætisráðhrran skýrðu fyrst opinberlega frá áformum Rússlands um ótakmarkaðan yfirgang sinn yfir nágrannaríki sín á fundi á Íslandi árið 2003, en kannski frekar vegna þess að Ingibjörg dýra er oft miklu harðorðaðri í yfirlýsingum, enda enginn diplómat og léleg málamanneskja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.8.2008 | 07:18
We can see what we are going to find, before we find it
Nú er fornleifagúrkan 2008 greinilega komin á fulla ferð og getur íslenskur fornleifafræðingur eins og ég, sem er langt frá góðu gamni, oft rekið upp stór augu þegar hann les um sumarvertíðina hjá kollegum sínum. Sumt gleður mig en annað fær mig til að brosa, jafnvel hlæja - en ekki alltaf af gleði. Oft er það skrítnum fréttaflutningi að kenna, ekki fornleifafræðingunum. Fornleifafræðingar eiga að hafa það fyrir reglu að biðja um að fá að lesa frétt áður en hún er birt. Af biturri reynslu er það ljóst að sumarmenn fréttastofanna, sem oft framreiða fornleifafréttir, eru ekki alltaf starfi sínu vaxnir
Fyrir nokkrum árum var hlaupið með það í fjölmiðla að bein eskimóakvenna hefðu fundist á klaustri austur á landi. Hvað ætli hafi orðið um þær stöllur? Það upphlaup var nú reyndar ekki fjölmiðlum að kenna. Nýlega var íslenskur fornleifafræðingur að hjálpa Ítala að finna gersemar á öræfum Íslands. Ekki tel ég líklegt að Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur hafi verið þarna til annars en að fylgjast með því að allt færi sómasamlega fram. Ítalinn hafði reiknað út að faldir fjársjóðir væru þarna á Íslenska hálendinu. Það er kannski orðið of létt að fá leyfi til að stunda fornleifarannsóknir á Íslandi. Rugludallar sem leita að the Holy Grail í einhverri Dan Brown vímu eiga ekkert erindi til Íslands. Þeir eru að leita að því sama sem SS-fornleifafræðingar leituðu að á 4. áratugi síðustu aldar.
Í gær sá ég bandarískan fornleifafræðing, John Steinberg, lýsa rannsóknum sínum á rústasvæðum í Skagafirði með örbylgjusendum. Steinberg og hópur hans segjast hafaf fundið danska mynt frá því um 1040 í rústum á Stóru-Seylu í Skagafirði. Í fréttinni fáum við að vita þetta: Það sem vekur undrun, og jafnvel örbylgjusendar geta ekki svarað, er af hverju peningurinn sem fannst við Stóru-Seylu er úr kopar þegar danska myntin var slegin úr silfri.
Það er ekki nema von að menn reki í rogastand. Koparmynt (gangmynt) var ekki slegin í Danmörku fyrr en á 16. öld. Ef "mynt" sú sem fannst á Stóru Seylu er frá því um 1040 og dönsk, er það mynt Harðaknúts, sem var þá við völd 1035-1042. Myntir hans frá Danmörku og Bretlandseyjum eru vel þekktar og rannsakaðar, en ekki þekki ég neinar sem eru líkar "myntinni" í Skagafirði. Ég er búinn að skoða allar myntir frá stjórnartíma Sveins Tjúguskeggs allt fram til Haraldar Hænu, það er frá 1013 til 1080. Ég finn ekki neinar myntir sem líkist mynstrinu sem ég sé á bronspeningnum frá Stóru-Seylu.
Dönsk myntslátta á 11. öld var undir áhrifum af enskri (Angló-saxískri) sláttu, og verið getur að eitthvað líkt "peningnum" á Stóru-Seylu sé til á meðal 11. aldar myntar á Bretlandseyjum. En ekki hef ég fundið neitt í mínum bókum um það.
Enda held ég ekki að þetta sé mynt, heldur kinga (skreyti) sem hangið hefur í sörvi (meni) með perlum og öðru skrauti. Kingan hefur væntanlega verið búin til til að líkjast gangmynt tímans. Einhvern tíma hefur karl eða kona slitið sörvi sitt og þessi koparpjatla hefur fallið í gólfið og ekki fundist aftur. Oft var sett lítil festi á myntir og í þessu tilfelli hefur verið búin til eftirlíking af mynt til að nota sem skreyti. Menn höfðu líklega ekki ráð á silfri á Seylu.
Orð John Steinbergs fornleifafræðings "We can see what we are going to find, before we find it" eru háfleyg og gleymast seint (horfið á myndskeiðið með fréttinni). Gott að fá svona veltalandi Superman með röntgensjón í fornleifafræðina. Ég leyfi mér að bæta við ókeypis ráðgjöf handa John Steinberg: but you sure aint goin' to discover what you find, if you don't make an effort to know. Það má vera að Bandaríkjamenn sem eru að rannsaka á Íslandi séu sleipir í örbylgjum, en þeir eru, eins og einn fyrrverandi formaður Fornleifanefndar Ríkisins sagði á síðasta áratug 20. aldar, því miður nær oftast ólæsir á menningarsögu Íslands og Norðurlandanna
Fornleifafræði | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.8.2008 | 12:36
Grænt ljós frá Íslandi
Ef þetta er spurning um klukkutíma, skiptir það ekki máli, nema að sagnfræðinginn gruni að Davíð Oddsson eða einhverjir aðrir hafi talað við bresk stjórnvöld án þess að Halldór vissi það. Þá er mig farið að gruna að það séu annarlegar ástæður sem drífi sagnfræði Vals Ingimundarsonar. Hver var fyrstur geta þeir fyrrverandi forsætisráðherrar deilt um til dauðadags, og slegist um hvort ljósið sem Bretar fengu frá Íslendingum var grænt eða blátt.
Samþykkt Íslendinga til að lýsa stuðningi við aðgerðir gegn ógnarstjórninni í Írak skipti svo sem engu máli, en hún er heldur engum til vansa, þótt einfeldningar sem styðja hryðjuverkahópa telji svo vera og telji sig bera ábyrgð á dauða fólks í Íran. Ekki tel ég mig ábyrgan fyrir þeim.
![]() |
Bresk stjórnvöld fengu grænt ljós 17. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 06:56
Hinn sanni íþróttaandi
Jú hann er til og það er um að gera að sýna hann í stað þess að fylla sig með EPO og sparka í andstæðinginn þegar dómarinn sér ekki til. Enn er þó hægt að neita að keppa við gyðinga á Ólympíuleikunum. Andi Hitler-leikanna 1936 svífur yfir vötnunum í Beijing.
Ljótur blettur var settur á leikana um daginn. Íranskur sundmaður, Mohammad Alirezaei, taldi sig ekki geta synt í sama riðli og sömu laug og Ísraelskur sundmaður og sagði sig því sjálfkrafa úr leikunum. Eins og allir vita halda Íranar að gyðingar gefi frá sér hættuleg efni í vatni. - Bara að grínast. Ætli þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin fyrir sundmanninn af litlum mönnum með eitrað hugarfar, sem er studdir af einfeldningum á Vesturlöndum? Það held ég nú. Svipaður atburður gerðist á Ólympíuleikunum í Aþenu. Íran viðurkennir eins og kunnugt er ekki tilvist Ísraelsríkis.
Landsliðsþjálfari Rússa, David Blatt, sem er Ísraeli og gyðingur, tók hins vegar innilega í höndina á fyrirliða Íranska landsliðsins í körfu sem tapaði fyrir liðinu sem Blatt þjálfar. Blatt sagði við blaðamenn "Þetta er fegurð íþróttanna" og "strax þegar maður byrjar að hlaupa gleymir maður öllu og man að við erum öll sömul eins. Því miður eru stjórnmál ekki í höndum venjulegs fólks og íþróttamanna". Sjá hér. Ég veit nú ekki alveg hvort ég er sammála Blatt um að mannsandinn hreinsist alveg af íþróttunum einum.
Greinilegt er, að það líðst að íþróttamenn vilji ekki synda með gyðingum. Það er fyrst og fremst vandamál fyrir alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar, meðan mannréttindin í Kína er eitt aðalvandamál alls heimsins. En er gyðingahatur um heim allan það ekki líka?
Með gleði sé ég að Palestína sendir 4 íþróttamenn í mengunina í Beijing, 2 frjálsíþróttamenn, og 2 sundmenn. Liðið átti að verða stærra, en stangastökkvarinn og hindrunarhlaupararnir voru hlaðnir verkefnum heima fyrir og skytturnar eru flestar í ísraelskum fangelsum (ég vona ekki að menn taki þennan brandara of illa upp). Einn palestínsku þátttakendanna kemur frá þeim hluta Gaza, þaðan sem flugskeytum er skotið á Ísrael. Það tók langan tíma fyrir ýmis ísraelsk og palestínsk samtök að fá leyfi Hamas og ísraelskra stjórnvalda til þess að Nader Masri gæti keppt á leikunum í Beijing.
Næst þegar ég skrifa um íþróttir, er það um þátttakendurna frá Darfúr á leikunum í Beijing. Ég er enn að rannsaka málið. Ég er hræddur um að eitthvað hafi gerst í Darfúr.
10.8.2008 | 10:45
Stuðningsmenn Obama eiga skoðanabræður á Íslandi
Þótt Obama hafi farið til Berlínar og sagst vera súkkulaðibolla, líkt og þegar J.F. Kennedy sagðist vera "ein Berliner", er hann enn óskrifað blað fyrir mér. Hann segir eitt og annað, og æsti til dæmis ærlega vinstri menn og áhangendur hryðjuverkaliðs, þegar hann lýsti yfir stuðningi sínum við Ísrael um daginn. Ég er nú eftir að sjá þann stuðning í raun áður en ég trúi.
Líklega eru fylgismenn Obama fyrst og fremst heiðvirt fólk sem vill heilbrigðiskerfi fyrir alla og að blökkumenn í Bandaríkjunum þurfi ekki að fara verst út úr kreppunni, nú þegar margir þeirra áttu í fyrsta skipti ráð á því að kaupa sér hús.
En Obama á sér líka aðhlæjendur, sem ég vona að hann losi sig við hið fyrsta og fordæmi.
Í takt við tímann er framboð Obamas með heimasíðu, http://my.barackobama.com, þar sem mönnum gefst kostur á að rita blogg og setja fram skoðanir sínar. Á þessum vefsíðum hefur líka safnast saman mikill ruslaralýður sem tekur Obama í gíslingu, gerir honum upp skoðanir eða telur hann hafa sama innrætið og það sjálft. Lesa má grein um þetta fólk hér. Þessir einstaklingar þrífst á hatri á gyðingum og Ísraelsríki, samsæriskenningum um 9/11 og öðrum ósóma, þar sem einni þjóð og einum trúflokki er kennt um allar ófarir heimsins. Slíkur lýður og slíkar skoðanir er svo sannarlega líka til á Íslandi og er Morgunblaðsbloggið misnotað til þess að setja þær fram. Það sem sameinar þetta auma fólk í BNA sem og á Íslandi, er að það skilur ekki og heldur ekki að takmörk séu fyrir því hvað menn geta skrifað í nafni ritfrelsis og lýðræðis. Oft er þetta fólk sem telur sig hafa einkarétt á hreinni hugsun og hærri gildum hér í lífinu en aðrir. En hin sorglega staðreynd er að skítkast, hatur og mannvonska er helsta vopn þeirra og heimilisfangið er forarpyttur vonleysisins og mannfyrirlitningarinnar.
Þegar gagnrýnendur gerðu Myobama.com viðvart um hatursáróðurinn sem menn reyndu á hýsa þar, brugðust stjórnendur netsins og Obama fljótt við og fjarlægðu allt hatrið sem plantað hafði verið á vef forsetaframbjóðandans.
Nú stendur bara "Error", þar sem áður var sjúklegt skítkast og bloggin hafa verið fjarlægð, eða athugsemdir eins vinsaðar út, t.d. þessi " "Burn something else besides oil...start with the Zionists". Álíka hefur nú sést á Moggablogginu, en þar er mönnum fyrst og fremst úthýst ef þeir gagnrýna trúarbrögð sem lýsa gyðingum sem svínum og öpum. Blog.is gæti lært af Barack Obama. Menn geta nefnilega ekki alltaf stýrt penna sínum og bloggið hefur sent marga aftur á steinöld, eða sýnt að lítil þróun hefur orðið í sumum ættum síðan þá.
En það er gott að sjá að Barack Obama er á sömu skoðun og ég um að árásir rugludalla á Ísrael og gyðinga eiga ekki heima í hinum siðmenntaða heimi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.8.2008 | 18:58
Einu sinni féll ég næstum því
Ég hef aldrei farið í gleðigöngu. Ekki einu sinni verið attaníossi í þeim eins og Sigurður Þór.
Hins vegar var ég næstum fallinn niður á gleðigöngu í Kaupmannahöfn árið 2001. Þannig er mál með vexti, að ég vann á 5. hæð í húsi í miðbæ borgarinnar á helfarar og þjóðarmorðastofnun, þar sem morð og ósómi var rannsakaður af sumum sem þar unnu. Aðrir voru bara að leika sér. Fólk var mjög vinnusamt og við sátum nokkur þarna á sunnudegi og skrifuðum. Þá kom gleðigangan framhjá og við út í glugga til að sjá herlegheitin. Þar sem þetta var á þakhæð varð maður að setjast í gluggakistuna til að sjá þennan hóp karla og kvenna, sem Hitler hafði einu sinni haft horn í síðu á.
Ég settist svo langt út á gluggakistuna, að ég rann út .... úps, en sem betur fer út á syllu, og komst inn aftur fyrir eigin rammleik. Hommar og lesbíur litu upp, héldu höndum fyrir vitum sér en veifuðu svo og ég veifaði á móti með lífið í lúkunum og hjartað í rassinum.
Hugsið ykkur ef þetta hefði farið verr og ég hrapað niður og eyðilagt hinsegin daginn. Yfirskriftin, hugsið ykkur: "Islandsk folkedrabsforsker falder på bøsser, dræber 8". Þetta er enn martröð hjá mér.
Menning og listir | Breytt 10.8.2008 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2008 | 07:11
Lágkúra á blog is
Á Íslandi er það höfuðsynd að styðja Ísrael. Að benda mönnum á að orðræða þeirra er gyðingahatur, ef dæmt er út frá skilgreiningu alþjóðlegra stofnana um það, er höfuðglæpur. Menn vilja hata í friði fyrir athugasemdum mínum.
Á bloggi Hjálmtýs V. Heiðdal safnast saman menn sem hata Ísrael, gyðinga - og nú líka Vilhjálm Örn. Þetta eru menn sem lifa og þrífast í samsæriskenningum. En nú hefur lýðurinn ekki lengur stjórn á sér og Hjálmtýr V. Heiðdal er líka búinn að fara út fyrir velsæmismörk. Ég þurfti að senda forsvarsmönnum moggabloggsins eftirfarandi erindi:
Virðulegu stjórnendur Blog.is
Maður nokkur í Reykjavík, sem nýlega ef farinn að blogga og sem heitir Hjálmtýr V. Heiðdal, hefur á bloggi sínu haldið fram sleggjudómum um mig. Í síðustu færslu mannsins þann 7. ágúst kom ein þeirra. Hjálmtýr er búinn að halda því fram í nokkurn tíma að ég hafi bannað hann á bloggi mínu. Það er alrangt.
Í kjölfarið var umræða eins og oft er. Inn í þessa umræðu blandaði sér nafnleysingi, sem kallar sig MIX, sem vildi sýna mér stuðning sinn. Einnig kom inn maður sem kallaði sig "Vinur Vilhjálms Örna sinna", sem á sjúklegan hátt lýsti skoðunum sínum á mér.
Hjálmtýr V. Heiðdal er svo ósvífinn, að hann heldur því fram að ég sé að skrifa undir heitinu MIX og sé með sömu IP-tölu og "Vinur Vilhjálms Örna sinna".
Mig langar ekki til að standa undir slíkum ásökunum frá ríkisstarfsmanni á Íslandi, sem m.a. notar vinnutíma sinn til að skrifa bloggin sín.
Mig langar því að biðja blog.is um að leiðrétta þann leiða misskilning sem Hjálmtýr gengur með um mig og biðja hann líkt og ég hef þegar gert, at taka aftur þá yfirlýsingu sem hann kom með:
En mér þykir það lágkúra hjá Vilhjálmi að reyna að nota þessi nafnlausu innlegg til árása á mig. En hann getur greinilega ekki stillt sig.
Virðingarfyllst,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
8.8.2008 | 10:23
Enn um hatrið á blogginu
Hið ljóta andlit hatursins er fyrirbæri sem ég hef áhuga á. Hatur er ljótasta kennd mannsins fyrir utan systur þess öfundina. Allir hafa þessar kenndir en flestir kunna að stýra þeim. Aðrir nota þær við hentugleika en einstæka menn verða greinilega að bera á borð ólýsanlegt hatur sitt á hópum manna og trúarbrögðum. Hatrið gýs ekki sjaldan upp á blog.is og síðast í gær, þegar Baldur Fjölnisson sletti enn einu sinni svartagalli sínu á gyðinga.
Mín skoðun er sú, að þeir sem t.d. hata trúarbrögð og trúflokk á öfgafullan hátt hafi orðið einhvers á mis í æsku. Einhver hefur verið vondur við þetta fólk (oftast eru þetta karlar). Þeim finnst að gengið hafi verið á rétt þeirra gegnum tíðina, eitthvað hefur líka gerst í skólakerfinu með tilheyrandi sektartilfinningu; vinirnir hafa kannski uppnefnt þá eða móðir þeirra yfirgefið þá í æsku og gifst manni sem var vondur við þá; Fjölskyldan hefur jafnvel snúið við þeim baki og þeir ekki verið nefndir í minningargreininni um foreldrana. Hatrinu, sem er upplyfting þeirra frá samfélagslegri eymdinni, er síðan beint að öðrum hópi, gjarnan að hópi sem ekki getur varið sig eins vel og meirihlutinn, jafnvel að hópi sem ekki er til í þjóðfélagi svona manna.
Baldur Fjölnisson, sem er maður kominn vel yfir fimmtugt, heldur því fram í umræðu á bloggi sínu að Talmud gyðinga hvetji til barnaníðs. Þetta er ekki nein ný ásökun og á skylt við ásakanir í garð gyðinga á miðöldum um að þeir myrtu börn til að nota blóðið úr þeim í ósýrð brauð fyrir Páskahátíðina.
Baldur skrifar m.a.:
En aftur að þessu síonistahyski þá hafa almennir gyðingar í gegnum tíðina mikið reynt að fjarlægja sig þeim ruglanda og trúarofstæki enda Talmud, trúarbók þeirra, ógeðslegur viðbjóður sem engin leið er að lýsa og því getið þið ekki fundið hana á bókasafninu. Skólakerfið er einskis virði enda hver heimskinginn skipulega settur yfir rústun þess og ruslveiturnar eru heiladrepandi af sömu ástæðum og því halda flestir að munurinn á kristni og gyðingdómi sé á milli gamla og nýja testamentisins en því fer fjarri.
Þegar eftir þennan lestur er ljóst, að ofangreind greining mín er kannski ekki fjarri lagi.
Þegar hatursmenn gyðinga og Ísraelsríkis, eins og hann Baldur Fjölnisson, setur fram rök sín gegn gyðingum og trú þeirra, Ísraelsríki og zíonisma, og hann ásakar gyðinga um að dýrka barnaníð, vitnar hann í Justinas Bonaventura Pranaitis, litháískan prest (rómv. kaþ.) er starfaði um tíma sem prófessor í St. Pétursborg í byrjun síðustu aldar, þegar gyðingahatur var ein helsta dægradvöl lýðsins í Rússlandi. Þessi prestur birti árið 1892 rit sem hann kallaði Christianus in Talmude Iudaeorum, sem hefur reynst kynþáttahöturum, nasistum og nýnasistum mikil opinberun. Reyndar er það nú svo að Pranaitis þess sigldi undir fölsku flaggi sem prófessor í hebresku og Gamla Testamentisfræðum í St. Pétursborg. Hann kunni varla orð í hebresku og þegar hann var kallaður sem vitni gegn gyðingnum Menahem Mendel Beilis, sem dæma átti fyrir að myrða ungan dreng til að nota blóð hans, kom í ljós að hvaða mann kirkjan hafði í röðum sínum. Pranaitis var afhjúpaður og hrökklaðist til Turkistan og dó. Beilis var sýknaður og settist að í Bandaríkjunum.
Ég tel að hatur manna eins og hans Baldurs Fjölnissonar sé eitthvað aftan úr forneskju, þegar men notuðu steinverkfæri. Tæki eins og bloggið er ekki öruggt í höndum hans. Því miður er þetta leiðgjarna hatur sameiginleg dægradvöl ýmissa vinstri manna, öfgamanna á hægri vængnum sem og skoðanabræðra þeirra í mörgu, íslamístanna. Samkvæmt þessum hópum öfgamanna er gyðingurinn, gyðingdómurinn og Ísrael hættulegasti óvinur þeirra.
Gyðingahatur og hatur á gyðingdómi og öðrum trúarbrögðum varðar við íslensk hegningarlög og Baldur Fjölnisson hefur greinilega gerst brotlegur geng þeim lögum. Hann á ekkert erindi í siðmenntaðri umræðu þeirri sem alla jafnan fer fram hér á blogginu.
Rétt eftir miðnætti í gærkvöld klikkaði Baldur Fjölnisson svo aftur út í einhverju ofsóknarbrjálæði í færslu sem var svona:
Óeðlilegt að ég þurfi að liggja undir einelti bilaðs hyskis undir verndarvæng brenglaðs hyskis
Það leitar ávallt saman sem deilir sameiginlegum gildum viðhorfum, vinnubrögðum og hugmyndafræði. Það er augljóst.
Ég á ekki að þurfa að sitja undir einelti frá einhverju biluðu liði hérna og þegar liggur fyrir að þetta bilaða lið hefur lengi verið í sérstöku uppáhaldi hjá einhverju álíka brengluðu dóti sem sér um þetta blogg ja hvað á maður að halda. Það leitar að sjálfsögðu saman sem deilir sameiginlegri skítafýlu og viðhorfum.
Maður gæti farið að ímynda sér að Morgunblaðið hafi haft samband við karlinn. Enginn hafði sagt neitt við hann í umræðunni þannig að vænta mátti þessarar yfirlýsingar.
Ég vona að Baldur Fjölnisson hugsi sinn gang. Ég leyfi mér hins vegar að mæla með því að hið hatramma blogg vinstri mannsins Baldurs Fjölnissonar verði lokað eins og blogg nasistans Johnnys. Ég veit ekki hvor þeirra þeirra er öfgakenndari. Baldur fer sér að voða á blogginu.
7.8.2008 | 06:12
Holocat
Mikið eru Kínverjar nú vont fólk að eltast svona við heimilislaus dýr.
Mali, landsfrægur köttur Sigurðar Þórs Guðjónssonar risabloggara, hlýtur örugglega að vera í öngum sínum út af þessu! Ég skil Mala vel. Sigurður er örugglega að skrifa fyrir Mala sinn, þegar hann kallar þennan ósóma útrýmingu. Er ekki til umboðsmaður katta í Kína? Ég myndi mjálma beint í Högna Breim ef svona lagað gerðist á Íslandi.
Rottur eigu örugglega líka fótum sínum fjör að launa í Peking. En Sigurður Þór nefnir þær ekki, en bætir því hins vegar við að portkonur séu líka í hættu í þessum hreinsunaraðgerðum í Kína. Varla prumpa kettir og hórur svo mikið að drápsmökkur er yfir borginni? Var það ekki loftmengun sem var aðalvandamálið í Peking?
Ég held að Sigurður fari með rangt mál um vændiskonurnar. Ef þær verða reknar í burtu frá Peking, fer helmingurinn af steraliðunu heim í mótmælafússi.
Hvað haldið þið svo elskurnar mínar að það verði í matinn í Ólympíubænum? Ég mæli með: Catnuggets og Big McRat served by a Chinese whore with flied lice.
![]() |
Flækingsdýrum útrýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008 | 06:00
Ofsunginn fangi eigin hugsjóna
Alekandr Solzhenitsyn geispaði golunni í síðustu viku. Hann var hermaður sem lenti í fangabúðum þeirrar skítahugsjónar sem hann barðist fyrir. Hann var nefnilega upphaflega Lenínisti. Athugið það gott fólk, að vera Lenínisti var alla tíð miklu fínna, betra og göfugra en að vera Stalínisti. En fórnalömbin fundu nú víst engan mun.
Solzhenitsyn, sem átti þýskættaða mömmu, lenti í Gúlaginu vegna þess að hann talaði óbeint og illa um skeggið á yfirmanni sínum, Stalín, í bréfum til vinar síns. Eða var það vegna þess að móðir hans hét Scherbach? Þegar hann losnaði úr Gúlaginu, sem var ekki öllum hetjum kleift, var hann ekki lengur hermaður, heldur skrifandi herforingi. Hann gangrýndi og gagnrýndi þangað til hann fékk Nóbelinn. Gagnrýni er góð, líka á bloggi.
Solzhenitzyn var, eins og allir góðir rússneskir pólitíkusar fyrr og síðar, meistari í að misnota veikleika annarra. Þegar hann var sendur í útlegðina var hann happafengur fyrir BNA Kaldastríðsins. Fólk féll flatt fyrir honum á Vesturlöndum um leið og hann hataði skeggleysið á Frelsisgyðjunni og önnur vestræn gildi. Hetja varð hann að lokum hjá glæponunum sem tóku við Sovétinu þegar það varð að fyrirtæki í eigu fyrrverandi KGB foringja. Í ríki þeirra leið honum vel þangað til heilinn gaf sig fyrir fullt og allt síðastliðinn laugardag.
Helsta iðja Solzhenitzyns eftir hann sneri aftur til heimalands síns, var að skrifa tvo doðranta um gyðinga og meint illvirki þeirra gagnvart rússnesku þjóðinni síðastliðin 200 ár. Ekki var það neitt sem kom á óvart. Hann hafði fyrir utan að tala um skegg Stalíns í bréfum til vinar síns, kallað Jósef "balabos", sem er lánsorð í jiddísku, sem notað var um "stjóra" og yfirmenn gyðinga á meðal. Í þessum verkum, sem aldrei voru gefin út á ensku, sýndi þetta Nóbelmenni, hvernig hann að hentugleika vinsaði úr sögunni eitt og annað til að framreiða hreinræktað hatur sitt og sjúklega öfund á gyðingum. Þetta gerði hann að eigin sögn með réttlætingu Guðs, því nú var hann ekki lengur herforingi gangrýninnar, heldur þess í stað krýndur patríarki hjá Guði almáttugum Rétttrúnaðarkirkjunnar rússnesku, sem ekki faldi gyðingahatur sitt frekar en fyrri daginn.
Ekkert af þjóðarbrotum Rússnesku víðáttunnar þurfti að líða eins mikið fyrir duttlunga Keisara, Kósakka, preláta, morðingja og þjófa Risaveldisins. Allir kenndu þeir gyðingum um. Aleksandr Solzhenitsyn, hinn mikli andhófsmaður, kórónaði sögu gyðingahaturs Rússa með bókum sínum. Í dag búa enn þúsundir gyðinga í Rússlandi og fyrrverandi sovétríkjum og eru ofsóttir af æ stærri skara nasista og harðlínu-Pútínista. Rússneskir nasistar kenna, eins og sönnum lítilmennum sæmir, öðrum en sjálfum sér um ófarir þjóðar sinnar. Gyðingar eru hentugir til þess.
Það er alltaf auðveldast að kenna öðrum um, eins og þeir vita sem kenna erlendum spekúlöntum um ófarir íslenskrar ómenningar í efnahagsmálum.
Gott dæmi um hve mikill og agaður hermaður og trúmaður Sozhenitsyn var, sést á því að þegar hann var aftur komin til ættjarðarinnar ásakaði hann gjarnan NATO um að reyna að knésetja Rússland. Hann hataði Vesturlönd og frelsi þeirra jafnvel meira en þá ógnarstjórn sem tók hans eigið frelsi frá honum og sendi hann í Gúlagið og útlegðina.
Aleksandr Solzhenizyn var skrítinn og sorglegur maður sem ég ætla mér ekki að lofsyngja með öllum hinum. Ég sé enga ástæðu til þess.
Menning og listir | Breytt 7.8.2008 kl. 05:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007