Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
15.2.2007 | 17:02
Tvískinnungur á Musterishæð
Fornleifum úr "framkvæmdum" múslima á Musterishæð er kastað niður í Kidrondal. Sárt að verða vitni að slíkum skemmdaverkum.
Mikið fjaðrafok er nú vegna fornleifarannsóknar í Jerúsalem, í grennd við Al Aksa moskuna, þ.e.a.s. á Musterishæð gyðinga, þar sem moskan var reist á sínum tíma og reyndar í leyfisleysi.Ísraelar ætla að endurnýja gamla göngubrú úr tré, upp á Musterishæðina. Því var ákveðið að rannsaka undir brúarstæðinu. Þetta gera múslimir að bitbeini og gjörvallur heimur múhameðstrúarmanna er nú í uppnámi og ásaka gyðinga um vanhelgun á því næstheilagasta í Íslam. Tyrkir vilja nú senda hóp sérfræðinga til Jerúsalem til þessa að skoða rannsóknina og hafa þeir verið boðnir velkomnir af Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraelsríkis.
Það er heldur ekkert að fela. Rannsóknin gæti hins vegar aukið þekkingu okkar á þessum merka stað. Það verður hins vegar ekki sagt um allar þær vafasömu framkvæmdir sem hafa verið við Musterishæð á vegum múslima á síðustu árum. Waqf , eða æðstaráð múslima í Jerúsalem hefur gefið leyfi til fjölmargra framkvæmda og látið eyðileggja fornleifar við og á Musterishæð. Vélskóflur hafa verið notaðar, án fornleifarannsókna, og uppgröfnu efni hefur m.a. verið kastað niður í Kidrondal. Ísraelsmenn og gyðingar kvarta og kveina yfir skemmdarverkunum, en þau eru gerð í nafni Allah með blessun Waqf, svo lítið er að gera. Lesendur geta kynnt sér skemmdarverk Waqf á þessari vefsíðu.
Aldrei er að vita hvort tyrkneskir kollegar mínir rannsaki líka skemmdarverk trúbræðra sinna á Musterishæð, um leið og þeir líta niður til fornleifafræðinganna undir brúnni. Sömuleiðis væri það umhugsunarefni fyrir ýmsa starfsbræður mína um heim allan, að spyrja sjálfa sig af hverju þeir æsa sig út af fornleifarannsókn gyðinga undir göngubrú, þegar þeir þegja þunnu hljóði yfir skemmdaverkum múslimaklerka á einum helgasta stað Gyðingsdóms, Kristni og Íslams.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 17:20
Hver á hvað?
1 2 3 4 H G
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú í þriðja sinn úrskurðað, að fara skuli fram mannerfðafræðileg rannsókn á lífsýnum til að ganga úr skugga um faðerni Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns. Lúðvík telur að hann sé sonur Hermanns Jónassonar fyrrverandi forsætisráðherra. Hæstiréttur hefur tvívegis hafnað því að erfðafræðilegar rannsóknir verði látnar skera úr um faðerni Lúðvíks.
Í haust lagði Lúðvík fram nýtt skjal til stuðnings máli sínu; yfirlýsingu systkina sinna, þar sem þau segja það siðferðilega skyldu sína að bera sannleikanum vitni. Hann sé sá að foreldrar þeirra báðir, hafi talið Lúðvik vera son Hermanns.
Áður en tappað verður blóð úr Steingrími Hermannssyni, langar mig að setja fram spurningu til lesenda þessa bloggs. Myndirnar hér að ofan sýna 4 börn (1-4 frá vinstri til hægri). Þrjú þeirra hafa hingað til löglega verið feðruð Gizuri (G) og eitt Hermanni (H). Hver eru börn G og hver eru börn H?
Allar tillögur eru jafnréttháar, og enginn þrýstingur er á Hæstarétti til að fara að mati ykkar. Komið með athugasemdir hér að neðan. Kannski leysum við vandann án blóðs, svita og tára.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2007 | 06:50
"Ég þykja hákarlinn bara voða vondur"
Segir danski rokkarinn Børge Suhr, sem var í kaupavinnu á Snæfellsnesi á 7. áratug síðustu aldar. "En íslensku er mjug falleg mál!"
![]() |
Íslenska er algjört lykiltungumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2007 | 16:48
Íslendingur á nasistaveiðum ?
Hvað hefur hann grafið upp nú
Eftirfarandi frétt er hægt að lesa í danska blaðinu Berlingske Tidende. Þar er nefndur til sögunnar íslenskur bréfberi í Kaupmannahöfn, Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, sem vakið hefur máls á fleiri glæpum SS-mannsins Søren Kams, sem Þjóðverjar halda hlífðarhendi yfir. Sjá fyrri færslu.
Sjá: http://www.berlingske.dk/indland/artikel:aid=859958
7. februar 2007 kl. 15:15
Søren Kam var med i jødeforfølgelser
Hvis nye oplysninger fra en dansk historiker og Simon Wiesenthalcentret passer, så stod Søren Kam centralt i forfølgelsen af danske jøder i 1943.
Søren Kam havde en stor finger med i forsøget på at udrydde de danske jøder. Det skriver Politiken.dk på basis af oplysninger fra nazijægeren Efraim Zuroff ved Simon Wiesenthalcentet i Jerusalem såvel som historikeren Vilhjalmur Örn Vilhjalmsson. Efter samarbejdspolitikkens slutning indledte besættelsesmagten i oktober 1943 en klapjagt på danske jøder. Men hidtil har det ikke været kendt, at Søren Kam skulle have deltaget. Nu lyder det, at Kam deltog i et røveri i august samme år, hvor det lykkedes danske nazister at få fat i adresserne på mosaisk trossamfunds medlemmer. En landsret i München afviste forleden både at udlevere Kam såvel som selv at stille ham for retten for drabet i 1943 på journalisten Carl Henrik Clemmensen. /ritzau/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 19:28
Kalda stríðið í Danmörku
Eru þetta danskir KGB njósnarar? Eða bara heitfengir Kratar?
Nú liggja tveir einstaklingar, blaðamaður á danska dagblaðinu Politiken og prófessor við háskólann í Oðinsvéum (Syddansk Universitet) undir grun um að hafa birt upplýsingar um aðra einstaklinga, sem þeir hafa fengið aðgang að í skjalasafni Dönsku Leynilögreglunnar (Politiets Efterretningstjeneste, sem oftast er kölluð PET). Blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Hans Davidsen Nielsen og prófessorinn Bent Jensen hafa báðir fengið aðgang að gögnum frá Kaldastríðsárunum, sem aflétt hafði verið leynd á. En nú viðra yfirmenn PET möguleikann á því að lögsækja þessa góðu menn, sem ég þekki báða lítillega, vegna þess að haldið er fram að þeir hafi birt nöfn einstaklinga og upplýsingar - sem ekki mátti birta.
Hægan, hægan. Það er eitthvað sem ekki passar alveg hér. Fyrst eru heimildir gerðar aðgengilegar og skjalasöfn opnuð, og svo er bannað að vitna í þær að fullu. Ég hef reyndar lent í sömu hringavitleysunni, þegar ég uppgötvaði ríkisglæpi danskra yfirvalda, sem sendu flóttamenn í klærnar á nasistum 1943-45. Alls kyns hömlur voru settar til að hindra vinnu mína. Mér var í raun bannað að birta nöfn fórnarlambanna, en virti það að vettugi, það sem þær hömlur var ekki hægt að rökstyðja með lögum.
En Kalda Stríðið lætur ekki að sér hæða. Kitlandi spurningar um hverjir af kommunum voru njósnarar fyrir Sovét geta ekki verið leyndarmál endalaust. Sérstaklega þegar búið er að veita aðgang að heimildunum um þessar miklu byltingahetjur. Hvað halda yfirvöld eiginlega; að sagnfræðingar verði rosalega glaðir yfir því að fá heimildaaðgang, en að þeir óski ekki eftir því að miðla þeim upplýsingum sem í heimildunum er að finna? Hvers konar ídjót eru þetta í dönsku leynilöggunni?
Hans Davidsen Nielsen tekur tíðindunum um að PET vilji fara að rannsaka bók hans afar létt. Hann segist m.a. hafa birt sömu mannanöfn (njósnaranna) og prófessor Bent Jensen hefur gert. En Jensen hefur verið húðskammaður fyrir að gera það og nú hefur honum meira að segja verið stefnt afblaðamanninum Jørgen Dragsdal, sem Bent Jensen segir hafa verið njósnara KGB í Danmörku.Hans Davidsen Nielsen hefur í nýrri bók sinni skrifað að samkvæmt gögnum PET, hafi Dragsdal þessi verið talinn vera Maður Nr. 1 í Danmörku af KGB.
Gamlir kommar og aflóga æsingahippar ganga berserksgang þessa dagana út af þessu máli. Bent Jensen tekur æsingi þeirra með stillingu (sjá góða grein í Berlingske Tidende). Hans Davidsen Nieslen segir, að ef hann verði fundinn sekur um að hafa misnotað heimildir, nánar tiltekið sömu heimildir sem Bent Jensen og sérfræðingar á Dansk Institut for Internationale Studier (DIIS) hafa notað og birt, þá hlakki hann til að spila þriggja manna vist við Bent Jensen og stjórnanda DIIS rannsóknarinnar í fangaklefanum. Kannski gætu Lenínistarnir á myndinni hér að ofan fengið að spila með.
Dönsk yfirvöld verða að taka því að margir gamlir Kratar munu verða afhjúpaðir sem Rússanjósnarar í Kalda Stríðinu. En vandamálið í Danmörku er, að völd Kratanna eru óhemjuleg, einnig á stofnun eins og PET.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2007 | 16:55
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz
Þór Daníel Schlesinger og Margrét Vigdís Árnadóttir
Þór Daníel Schlesinger fæddist í Kaupmannahöfn 12. nóvember árið 1940. Foreldrar hans voru þau Fritz Schlesinger (f. 1896), þýskur gyðingur á flótta, og Margrét Vigdís Árnadóttir (f. 1910). Margrét féll fyrir Fritz, þótt hann væri mun eldri en hún. Fritz var afar geðslegur maður, greindur og fyndinn. Eftir innrás Þjóðverja í Danmörku faldi Margrét Vigdís Fritz sinn í íbúð sinni. Hann fór huldu höfði í Kaupmannahöfn árin 1940-41.
Eftir að Þór Daníel fæddist upplýsti Margrét til að byrja með, að faðir drengsins væri breskur þegn. Fritz Schlesinger var síðar handsamaður í íbúð Margrétar og var ásamt öðrum dæmdur fyrir tilraun til fjárkúgunar, sem reyndar var aldrei hrint í framkvæmd. Margrét fékk 5 ára skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa falið flóttamann í íbúð sinni, dóm sem byggði á lagabreytinum, sem danskir kratar höfðu ólmir mælt með vorið 1940.
Dómur Margrétar er einn harðasti dómur sinnar tegundar í Danmörku. Fritz Schlesinger sat í dönsku fangelsi fram til 1943. Þá vísuðu Danir honum úr landi. Skömmu síðar var hann myrtur í Auschwitz. Ég fer ítarlega í saumana á sögu hans, Margrétar og Þórs Daníels í bók minni Medaljens Bagside, sem kom út í Danmörku árið 2005. 12 dögum eftir að bók mín kom út baðst danski forsætisráðherrann afsökunar, fyrir hönd þjóðar sinnar, á meðferð danskra yfirvalda á flóttamönnum er sendir voru í dauðann á árunum 1940-43.
Skömmu eftir Heimsstyrjöldina fluttist Margrét búferlum með son sinn til Íslands. Þór litli var augasteinn móður sinnar, fínlegur drengur sem elskaði tónlist. Austur á Hallormsstað veiktist Þór. Hann dó úr krabbameini aðeins 10 ára gamall. Þór var aldrei skráður í þjóðskrá eða í kirkjubækur á Íslandi. Hann er aðeins að finna í ættartölu og skrám Fossvogskirkjugarðs, þar sem jarðneskar leifar hans hvíla við hlið móður sinnar undir hraunhellu. Áferð hraunhellunnar minnir mig á áferð veggjabrota eins gasklefans í Auschwitz, þar sem faðir hans kann að hafa verið tekinn af lífi. Þegar Þór var borinn til grafar, urðu ættingjar hans að varna móður hans frá því að kasta sér niður í gröf sonar síns í hinni miklu sorg, þess er missir barnið sitt.
Árið 1941 skrifaði Fritz afmæliskort til sonar síns:
"Til Þórs Daníels, 1. árs þann 12. nóvember 1941. Elsku litli drengurinn minn! Þú getur enn ekki lesið þetta, en ég skrifa þér samt á fyrsta afmælisdeginum þínum og sendi þér elskulegustu hamingjuóskir, minn eigin litli Þór Daníel. Mamma þín getur kysst þig fyrir mig. Hann pabbi þinn.
Pabbi Þórs litla var myrtur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Dönsk yfirvöld sendu hann í dauðann.
Þetta var í fyrsta skipti sem saga þeirra feðga var sögð á íslensku. Var það ekki orðið tímabært?
Vonandi eyðilagði ég ekki fyrir ykkur kvöldmatinn, elskurnar mínar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.3.2008 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2007 | 14:38
Skítmenni undir verndarvæng Þýskalands
Morðingi skálar
Tvöfeldni Þýskara (vá, það er lengi síðan ég hef notað orðið Þýskari, en það á við hér) er enn mikil. Stríðsglæpamaðurinn Søren Kam, morðhundur sem slapp undan réttvísinni eftir stríð, er nú verndaður af þýskum yfirvöldum. Hann sveik ættjörð sína fyrir Þýskaland nasismans og gerðist þýskari til að sleppa frá réttarhöldum í Danmörku.
Danir hafa reyndar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að reyna að koma honum til réttra yfirvalda í Danmörku. Þeir gerðu fyrst átak í því í fyrra. En þegar Þýskarar höfðu upphaflega samband við Dani vegna máls Kams (fyrir 35 árum) og leituðu álits Dana á glæpum hans, reyndist áhuginn á honum afar takmarkaður í Danmörku. Danir vildu ekki láta minna sig á einn af þeim 6000 dönsku dáðardrengjum sem börðust fyrir Hitler í Waffen SS.
Stríðsglæpamaðurinn Werner Best, sem stýrði þýsku hersetunni í Danmörku, hafði mikið dálæti á Søren Kam. Hann bauð honum oft til sín í aðalbækistöðvarnar í Dagmarhus. Líklegt er, að Kam hafi verið meðal þeirra dönsku SS-manna, sem safnaði saman gyðingum sem ekki tókst að flýja til Svíþjóðar í október 1943. Gyðingarnir voru sendi til Theresienstadt búðanna, og fáeinir til Sachsenhusen og þaðan beint í dauðan í Maidanek. Best slapp við dauðadóm í Danmörku. En fyrst nú er að renna upp fyrir Dönum, að Best hafði svo margar þumalskrúfur á dönskum stjórnmálamönnum, að þeir neyddust til að sleppa honum með frekar vægan fangelsisdóm.
Søren Kam framdi morð og hefur ekki tekið út refsingu fyrir það. MORÐ FYRNAST EKKI. Þótt hann sé orðinn hrörlegt gamalmenni, 85 ára að aldri, verður hann að taka út refsingu fyrir glæpi sína. Við getum ekki treyst á að hann fari til helvítis. Hann hefur lifað í vellystingum í Þýskalandi og tekið þátt í starfi fyrrverandi SS-manna, sem enn dásama Hitler og hafa samstarf við nýnasista.
Kam var reyndar smákrimmi miðað við nokkra aðra Dani í röðum SS. Ég var fyrsti sagnfræðingurinn í Danmörku sem skrifaði um þann Dana, sem framdi flesta stríðsglæpi í þýskri herþjónustu, í grein sem birtist í Danska helgarblaðinu Weekendavisen ["En dansk krigsforbryder", Weekendavisen, Kultur, 28. januar-3. februar 2005, s. 11]. Alfred Jepsen hét sá og var hengdur fyrir ódæðisverk sín árið 1947. Dönsk yfirvöld fóru leynt með mál hans og réttarhöldin yfir honum í Þýskalandi og reyndu einnig árið 2005 að hindra mig í að greina frá glæpum hans og dómi. Mig grunar að margir Danir eigi oft afar bágt með að sjá styrjaldarárin á skýran og raunsæjan hátt.
![]() |
Þýskur dómstóll neitar að framselja fyrrum nasista til Danmerkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.2.2007 | 19:27
Svör óskast nú!
Ég verð að greina frá færslu Sigurðar Þórs Guðjónssonar (Nimbus) í dag, þar sem hann setur fram mjög þarfar spurningar um örlög flóttamanns á Íslandi, sem allir verða að lesa. Við höfum öll rétt á því að fá svar við þessum spurningum.
Hér er ljósmynd af flóttamanni, sem tók sitt eigið líf í Kaupmannahöfn í júní 1941. Enginn tók eftir þjáningu hans og angist. Dönsk yfirvöld framfylgdu ófsóknum nasista gegn honum. Hann hafði verið dómari í Berlín. Dómarar af gyðingaættum voru taldir hafa framið stærstu glæpina gegn þýsku þjóðinni. Dönsk yfirvöld byrjuðu að innheimta þær sektir sem nasistar dæmdu Rudolf Martin Tietz í. Enginn tók eftir angist hans, fyrr en starfsliðið á Hotel Astoria tók eftir því að vatnsmælirinn fyrir herbergi Tietz sýndi mjög mikla neyslu. Allt vatnið, sem Tietz notaði til að skola burt blóði sínu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2007 | 18:42
Dóri í dönsku blöðunum
Gott að hafa græna hjálminn nú
Halldór Ásgrímsson skrifar í Jyllands-Posten í dag og svarar svæsnum ásökunum Dansk Folkepartis. Áhugaverð grein.
En gæti Halldór svarað því hvað var gert við flóttamenn frá Írak, þegar þeir komu til Íslands í tíð hans sem ráðherra? Hvað gerist svo, þegar írakskir flóttamenn í Svíþjóð óska að flytjast til Íslands? Nei, sveiattan, það er enginn svo vitlaus, að vilja það....... Hvers vegna eru Íslendingar í útrás, og tíundi hver Íslendingur undir fátæktarmörkum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2007 | 11:45
Friðarpostuli mannfyrirlitningarinnar
Á að gefa kynþáttahatara Friðarverðlaun Nóbels? Hverjum dettur slíkt í hug? Mahathir Mohamad er ekki friðarsinni. En ef hann kemur til með að stenda á sviði í Osló og tekur við Friðarverðlaunum Nóbels, þá er mannekla meðal friðarsinna. Þann 16. október 2003 hélt þetta stórmenni ræðu, þar sem hann sagði m.a.:
The Muslims will forever be oppressed and dominated by the Europeans and the Jews.
It cannot be that there is no other way. 1.3 billion Muslims cannot be defeated by a few million Jews. There must be a way.
We are actually very strong. 1.3 billion people cannot be simply wiped out. The Europeans killed 6 million Jews out of 12 million. But today the Jews rule this world by proxy. They get others to fight and die for them.
Sjá ennfremur : http://www.adl.org/Anti_semitism/Malaysian_1.asp
Friðardúfan Mahathir Mohamad hefur gerst sekur um að hvetja hinn íslamska heim til kynþáttafordóma og haturs. Svona karakter er greinilega friðarsinni í augum margra vinstrimanna, sem hafa fundið samreiðarmenn í röðum öfgafullra íslamista. Þetta er að verða verulega sjúkur heimur sem við lifum í.
![]() |
Mahathir Mohamad tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 226
- Frá upphafi: 1354481
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 189
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007