Leita í fréttum mbl.is

Kalda stríðið í Danmörku

Spæjarar

Eru þetta danskir KGB njósnarar? Eða bara heitfengir Kratar?

Nú liggja tveir einstaklingar, blaðamaður á danska dagblaðinu Politiken og prófessor við háskólann í Oðinsvéum (Syddansk Universitet) undir grun um að hafa birt upplýsingar um aðra einstaklinga, sem þeir hafa fengið aðgang að í skjalasafni Dönsku Leynilögreglunnar (Politiets Efterretningstjeneste, sem oftast er kölluð PET). Blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Hans Davidsen Nielsen og prófessorinn Bent Jensen hafa báðir fengið aðgang að gögnum frá Kaldastríðsárunum, sem aflétt hafði verið leynd á. En nú viðra yfirmenn PET möguleikann á því að lögsækja þessa góðu menn, sem ég þekki báða lítillega, vegna þess að haldið er fram að þeir hafi birt nöfn einstaklinga og upplýsingar - sem ekki mátti birta.

Hægan, hægan. Það er eitthvað sem ekki passar alveg hér. Fyrst eru heimildir gerðar aðgengilegar og skjalasöfn opnuð, og svo er bannað að vitna í þær að fullu. Ég hef reyndar lent í sömu hringavitleysunni, þegar ég uppgötvaði ríkisglæpi danskra yfirvalda, sem sendu flóttamenn í klærnar á nasistum 1943-45. Alls kyns hömlur voru settar til að hindra vinnu mína. Mér var í raun bannað að birta nöfn fórnarlambanna, en virti það að vettugi, það sem þær hömlur var ekki hægt að rökstyðja með lögum.

En Kalda Stríðið lætur ekki að sér hæða. Kitlandi spurningar um hverjir af kommunum voru njósnarar fyrir Sovét geta ekki verið leyndarmál endalaust. Sérstaklega þegar búið er að veita aðgang að heimildunum um þessar miklu byltingahetjur. Hvað halda yfirvöld eiginlega; að sagnfræðingar verði rosalega glaðir yfir því að fá heimildaaðgang, en að þeir óski ekki eftir því að miðla þeim upplýsingum sem í heimildunum er að finna? Hvers konar ídjót eru þetta í dönsku leynilöggunni?

Hans Davidsen Nielsen tekur tíðindunum um að PET vilji fara að rannsaka bók hans afar létt. Hann segist m.a. hafa birt sömu mannanöfn (njósnaranna) og prófessor Bent Jensen hefur gert. En Jensen hefur verið húðskammaður fyrir að gera það og nú hefur honum meira að segja verið stefnt afblaðamanninum Jørgen Dragsdal, sem Bent Jensen segir hafa verið njósnara KGB í Danmörku.Hans Davidsen Nielsen hefur í nýrri bók sinni skrifað að samkvæmt gögnum PET, hafi Dragsdal þessi verið talinn vera “Maður Nr. 1” í Danmörku af KGB.

Gamlir kommar og aflóga æsingahippar ganga berserksgang þessa dagana út af þessu máli. Bent Jensen tekur æsingi þeirra með stillingu (sjá góða grein í Berlingske Tidende).  Hans Davidsen Nieslen segir, að ef hann verði fundinn sekur um að hafa misnotað heimildir, nánar tiltekið sömu heimildir sem Bent Jensen og sérfræðingar á Dansk Institut for Internationale Studier (DIIS) hafa notað og birt, þá hlakki hann til að spila þriggja manna vist við Bent Jensen og stjórnanda DIIS rannsóknarinnar í fangaklefanum. Kannski gætu Lenínistarnir á myndinni hér að ofan fengið að spila með.

Dönsk yfirvöld verða að taka því að margir gamlir Kratar munu verða afhjúpaðir sem Rússanjósnarar í Kalda Stríðinu. En vandamálið í Danmörku er, að völd Kratanna eru óhemjuleg, einnig á stofnun eins og PET.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Voru engir menn hleraðir þarna úti í Baunalandi? Spurning að við Íslendingar sendum ykkur Guðna Th. til að afgreiða það mál. Eða Jón Ólafsson Moskvufara til að slökkva á því?

En voðalega eru gömlu kommarnir tregir til að viðurkenna, að þeir störfuðu fyrir Rússa. Eru þeir farnir að skammast sín fyrir öreigaríkið í austri, það sem þeir dásömuðu sem mest áður?

Og eru þetta ekki sömu mennirnir, svo gott sem sem töluðu sem hæst fyrir því að danskir nasistar, erindrekar þeirra þýsku, yrði rannsakaðir og dæmdir?

Snorri Bergz, 7.2.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband