Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2007

Eru rasistar í dönsku löggunni?

loggur

 

Tveir danskir lögreglumenn, á lögreglustöđ í grennd viđ heimili mitt í Danmörku, sýndu ef til vill sitt rétta andlit um daginn. Ţeir ţurftu af hafa samband viđ danskan ţegn af kúrdísk-tyrkneskum ćttum. Ber sá mađur nafniđ Tunchan Turan og er leigubílsstjóri. Tunchan hafđi lánađ tengdabróđur sínum bílinn sinn. Tengdabróđirin lenti í árekstri og hafđi gefiđ upp símanúmer eigandans viđ skýrslugerđ. Lögreglan hringdi ţví í Tunchan, sem ekki var heima, og skildu lögreglumennirnir eftir skilabođ á símsvara. Ţeir gleymdu hins vegar ađ leggja símann á ađ skilabođunum loknum. Ţađ sem fór ţeirra á milli á mínutunum á eftir festist á stálţráđ í símsvara Tunchans. Og ţađ var ekki neinn fagurgali.

Töluđu löggurnar um manninn sem “abekat”, (apakött), og “perker”, sem er uppnefni notađ um útlendinga, helst ţá sem hafa dekkri húđlit en viđ međ bleiku andlitin. Orđiđ perker hefur veriđ notađ í Danmörku í hartnćr 30 ár,  án ţess ađ uppruni orđsins sé ţekktur eđa skýrđur. Ţetta er einhvers konar “nigger” orđ, sem ţykir móđgandi og er notađ í ţví sjónarmiđi ađ móđga og sćra fólk sem ekki er danskt og ekki borđar beikon.

Tunchan, sem löggurnar tvćr, telja vera “perker” og apakött fór međ spóluna sína til fjölmiđlanna og nú hefur yfirmađur tvímenninganna sem heitir Ming, án ţess ađ vera ţađ sem enskumćlandi kalla “Gook” (er notađ niđrandi um Kínverja og ađra Asíumenn) tekiđ á málinu. Ming er ekki sérstaklega gefinn fyrir hegđun manna sinna og nú er máliđ hjá Saksóknara Kaupmannahafnar, sem mun ákveđa hvort rasistatal mannanna var viljandi eđa án ásetnings. Ef ţađ reynist óviljandi, er ekki hćgt ađ dćma ţá eftir grein í dönskum hegningarlögum, sem gefur fangelsisvist fyrir ómerkilegt og niđrandi orđaval um minnihluta- og trúarhópa.

Eins og lögreglan sjálf hefur túlkađ ţann lagabókstaf í Danmörku síđustu árin, er ljóst ađ rasistalöggurnar munu ađeins fá smááminningu. Menn hafa hins vegar veriđ dćmdir í stórar sektir fyrir ađ hrópa “strřmersvin”  [löggusvín] eftir löggum í Danmörku. Ţađ er annađ danskt orđ, ţar sem uppruninn á notkun orđsins er á huldu, ţví upphafleg merking orđsins strřmer er ekki lögga, heldur flćkingur.

 


Framtíđ Palestínu

Hamas2

Er ţetta palestínska Fjallkonan?

Í janúar urđu ađ minnsta kosti 58 Palestínuarabar fórnarlömb innbyrđis átaka tveggja öfgahópa, Hamas og Fatah. Ţađ er sorglegt, en ţađ eru öfgamenn sem enn ráđa ferđinni í Palestínu. Nú hefur Bandaríkjastjórn ákveđiđ ađ senda 86 milljónir bandaríkjadala til Hamas og stuđningsmanna sagnfrćđingsins Dr. Mahmoud Abbas (Abu Mazen). Forsćtisráđherran, Haniyeh, úr röđum hryđjuverkasamtakanna Hamas, heldur ţví hins vegar fram, ađ međ ţessari peningagjöf séu Bandaríkjamenn ađ leggja undir sig Palestínu. Ţegar brćđur berast á banaspjót, eins og nú gerist í Palestínu, er ekki laust viđ ađ mađur óski frekar eftir beinum afskiptum Bandaríkjamanna eđa Evrópuherja í stađ peningagjafa. Eitt er víst ađ ţessi stóra upphćđ frá Bandaríkjamönnum fer ekki eingöngu í uppbyggingu eđa til almannaheilla í Gaza og á Vesturbakkanum. Ţađ yrđi nýlunda ef annađ gerđist í ţetta sinn.

Lausnin á vanda Palestínumanna er greinilega ekki bara eitthvađ sem Ísrael getur komiđ međ. Mig grunar ađ ţađ verđi ekki friđur í tjaldbúđum Palestínumanna fyrr en hófsamari öfl taka ţar viđ stjórn. Milljarđur bandaríkjadala myndi ekki bćta neitt. Ţađ ţarf hófsamari menn en helfararafneitarann Abbas og hryđjuverkamanninn Haniyeh. Spilling núverandi valdhafa virđist engin takmörk sett. En ţađ er til fullt af Palestínumönnum, sem ekki sjá lausn mála sinna í rifflum, sprengivörpum og sjálfsmorđssprengjum, sem eru búnir ađ átta sig á, ađ ţeir eru ekki einu fórnalömbin í hildarleiknum. Palestínumenn verđa ađ setja öryggiđ á byssurnar og byrja ađ rćđa málin án ţess ađ drepa.


ECCOTI LE MIE SCUSE

berlusconi 

Cara Veronica .. Já, já

Veronica Berlusconi ćtti ađ biđja ítölsku ţjóđina, eđa ađ minnsta kosti heimabć sinn, afsökunar á ţví ađ hún giftist ţessum trúđ, sem stjórnađ hefur Ítalíu eins og sirkus. En ţarf Veronica ađ hafa áhyggjur. Sjón er sögu ríkari http://static.twoday.net/peneun/images/berlusconi.jpg Ţađ ţyrfti ekki stóran skáp fyrir ţetta á typpasafninu á Húsavík.


mbl.is Berlusconi biđur konu sína auđmjúklega fyrirgefningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband