Leita í fréttum mbl.is

Eru rasistar í dönsku löggunni?

loggur

 

Tveir danskir lögreglumenn, á lögreglustöđ í grennd viđ heimili mitt í Danmörku, sýndu ef til vill sitt rétta andlit um daginn. Ţeir ţurftu af hafa samband viđ danskan ţegn af kúrdísk-tyrkneskum ćttum. Ber sá mađur nafniđ Tunchan Turan og er leigubílsstjóri. Tunchan hafđi lánađ tengdabróđur sínum bílinn sinn. Tengdabróđirin lenti í árekstri og hafđi gefiđ upp símanúmer eigandans viđ skýrslugerđ. Lögreglan hringdi ţví í Tunchan, sem ekki var heima, og skildu lögreglumennirnir eftir skilabođ á símsvara. Ţeir gleymdu hins vegar ađ leggja símann á ađ skilabođunum loknum. Ţađ sem fór ţeirra á milli á mínutunum á eftir festist á stálţráđ í símsvara Tunchans. Og ţađ var ekki neinn fagurgali.

Töluđu löggurnar um manninn sem “abekat”, (apakött), og “perker”, sem er uppnefni notađ um útlendinga, helst ţá sem hafa dekkri húđlit en viđ međ bleiku andlitin. Orđiđ perker hefur veriđ notađ í Danmörku í hartnćr 30 ár,  án ţess ađ uppruni orđsins sé ţekktur eđa skýrđur. Ţetta er einhvers konar “nigger” orđ, sem ţykir móđgandi og er notađ í ţví sjónarmiđi ađ móđga og sćra fólk sem ekki er danskt og ekki borđar beikon.

Tunchan, sem löggurnar tvćr, telja vera “perker” og apakött fór međ spóluna sína til fjölmiđlanna og nú hefur yfirmađur tvímenninganna sem heitir Ming, án ţess ađ vera ţađ sem enskumćlandi kalla “Gook” (er notađ niđrandi um Kínverja og ađra Asíumenn) tekiđ á málinu. Ming er ekki sérstaklega gefinn fyrir hegđun manna sinna og nú er máliđ hjá Saksóknara Kaupmannahafnar, sem mun ákveđa hvort rasistatal mannanna var viljandi eđa án ásetnings. Ef ţađ reynist óviljandi, er ekki hćgt ađ dćma ţá eftir grein í dönskum hegningarlögum, sem gefur fangelsisvist fyrir ómerkilegt og niđrandi orđaval um minnihluta- og trúarhópa.

Eins og lögreglan sjálf hefur túlkađ ţann lagabókstaf í Danmörku síđustu árin, er ljóst ađ rasistalöggurnar munu ađeins fá smááminningu. Menn hafa hins vegar veriđ dćmdir í stórar sektir fyrir ađ hrópa “strřmersvin”  [löggusvín] eftir löggum í Danmörku. Ţađ er annađ danskt orđ, ţar sem uppruninn á notkun orđsins er á huldu, ţví upphafleg merking orđsins strřmer er ekki lögga, heldur flćkingur.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Nú er svona talsmáti vitaskuld engan veginn viđ hćfi. En mađur veltir ţví ţó óneitanlega fyrir sér hvort ekki sé gerđur greinarmunur á ţví í Danmörku hvort slíkt tal sé viđhaft opinberlega eđa í einkasamtölum? Ţađ er ansi langt gengiđ gagnvart tjáningarfrelsinu ađ mínu mati ef fólk getur ekki lengur rćtt saman t.d. úti á götu eđa í heimahúsum án ţess ađ ţađ geti átt á hćttu ađ vera kćrt fyrir eitthvađ. En pólitískur rétttrúnađur lćtur vissulega ekki ađ sér hćđa.

Hjörtur J. Guđmundsson, 4.2.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég gćti hugsanlega hafa tekiđ ţetta skrítna danska orđ mér í munn og sagt viđ sjálfan mig, “djöfulsins perker” ţegar ég hef hjólađ framhjá ungmennum ćttuđum fra Miđausturlöndum, sem hefur veriđ ađ eyđileggja eitthvađ á götu út í Danmörku. Fyrir fáeinum árum gerđist ţađ hér, ađ slíkir drengir gengu hér um og köstuđu steinum ađ húsum og nágrannakona, sem kom gangandi međ barnavagn fékk ţau skilabođ ađ henni yrđi nauđgađ ef hún skipti sér frekar af framferđi ţeirra. Ungmenni fćdd undir hálfmánanum eru einnig skv. síđustu fréttum búin ađ ná yfirhöndinni í stríđi gengja, sem berjast um völdin í undirheimum Danmörku. Ef ég husađi á dönsku, gćti ég vel ímyndađ mér ađ orđinu “perker” myndi bregđa fyrir í afstöđu minni til slíkra einstaklinga. Ég get leyft mér ađ segja ţá skođun mín, ađ ţeir eigi ekki heima hér í landi.  

Síđastliđiđ sumar fór ég inn í bć til ađ skođa mótmćli öfgafullra múslíma. Mig grunar ađ einhver orđ, t.d. terroristar, hafi fariđ í gegnum hugann ţá. Bandarískur vinur minn kallar hins vegar Dani, sem hann telur hafa selt húsiđ ofan af sér til óćskilegra afla, “Pigfuckers”. Ég hef beđiđ hann ađ fara varlega međ ţađ orđ, ţó svo ég skilji hvert hann er ađ fara.

 En ţegar tvćr löggur á lögreglustöđ eru ađ fárast yfir borgara, og kalla hann apakött og öđrum uppnefnum, er augljóst ađ ţeir hafa ekki lesiđ kaflann um háttsemi og kurteisi gagnvart borgurum í kennslubókinni á Lögregluakademíunni. En slík hegđun er t.d. ekki ţađ sama og ţegar útlenskur lćknir sagđi eitt sin viđ íslenska konu, sem hann hafđi í međferđ:“Feit kona, borđa minn!” Konan varđ svo vond út af ţessari hreinskilni lćknisins, ađ lćknirinn varđ ađ “helvítis útlendingi” i fjölmiđlunum. En hugsanlega hugsa löggurnar tvćr, og segja einfaldlega ţađ sama og meirihluti Dana. Ekki ćtla ég ađ útiloka ţađ, enda bara útlendingur í Danmörku.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.2.2007 kl. 15:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband