Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ég er stoltur faðir

Lea

 

Ég er afar stoltur faðir. Ég á tvö unaðslega skemmtileg og dugleg börn, sem ég þakka konu minni fyrir að hafa búið til með smávegis hjálp frá mér. Hér er mynd af henni Leu minni. Rúben hef ég þegar sýnt.

Nú er Lea, sem er tíu ára, farin að leika á kontrabassa. Húsið titrar allt af djúpum og seiðandi tónum foreldrunum til mikillar ánægju. 


Leitað að íslenskum listamanni

steven_spielberg_et_go_home

Ég er enn að leita að listamanninum úr síðustu færslu minni. Sýningin, sem hann tók þátt í, hafði þetta að segja gestunum:

Gyðingar hafa löngum verið duglegir og samviskusamir í að safna auði. Í heimi viðskipta hafa þeir verið áberandi og sagt er að gyðingar stjórni efnahagskerfi Bandaríkjanna og líklega þá heiminum öllum.  Ísraelsríki var stofnað nokkrum árum eftir helför nasista eins og við öll þekkjum. Gyðingar áttu samúð heimsins og eiga enn vegna helfararinnar. Nú beita þeir nágranna sína sama óréttinum og þeir hafa sjálfir þurft að þola gegnum aldirnar. Eru gyðingar orðnir gerendur í helför gegn aröbum með efnahagskerfi Bandaríkjanna sem bakhjarl?”

Ætli þessi orð hafi hvatt listamannin, sem ég er að leita að, til að hengja gyðing á Kling & Bang?

Er listamanninn að finna meðal eftirfarandi listafólks sem tók þátt í sýningunni:

Birgir Andrésson • Björk Viggósdóttir • Bryndís Ragnarsdóttir • Egill Sæbjörnsson • Einar Sebastian • Erling Klingenberg • Gjörningarklúbburinn • Guðjón Bjarnason, Gus Gus • Hafsteinn Mikael • Helga Óskarsdóttir • Hlynur Hallsson • Hulda Hákon • Ingibjörg Magnadóttir •Jón Óskar • Jón Sæmundur Auðarson • Kristín Eiríksdóttir •Kristján Björn • Lárus H. List • Ósk Vilhjálmsdóttir • Pétur Már Gunnarsson • Rúrí • Sara Björnsdóttir • Sigtryggur Berg Sigmarsson • Snorri Ásmundsson • Spessi • Tómas Lemarquis • Unnar Örn J. Auðarson • Þorbjörg Pálsdóttir.

Kannski veit Steven Spielberg það, en hann varð þess heiðurs aðnjótandi að fá mynd af sér og ET á sýninguna á Kling & Bang

 


Gyðingur hengdur á Kling & Bang

Hengdur á Kling & Bang

Þessi mynd var teiknuð á ”myndlistasýningu” í Reykjavík sl. sumar. Sýningin bar heitið ”Guðs útvalda þjóð” og var haldin á Gallerí Kling & Bang. Gestir sýningarinnar voru beðnir um að tjá skoðun sína á ”Guðs útvöldu þjóð” á vegg sem hafði verið þakinn töflusvertu. Þetta var ein af útkomunum. Ég leita enn listamannsins. Hann er beðinn að gefa sig fram. Þarf ekki að setja svona snilling á listamannalaun? Hann gæti orðið borgarlistamaður í Reykjavík, en borgin er styrktaraðili Kling & Bang.

Myndina fékk ég senda frá konu í Bandaríkjunum, sem eftir ánægjulega ferð um Ísland varð fyrir miklum vonbrigðum á Kling & Bang. Hér að neðan er mynd frá Vín árið 1938. Skoðið vel krotið á verslun gyðingsins. Sjáið þið eitthvað sem er líkt og á Kling og Bang?

 

Vín 1938


Cirkus Dannebrog i Lorteland

dannebrog

Dagblaðið Politiken greinir í dag frá óförum og vandamálum hjóna í Kaupmannahöfn. Maðurinn er danskur en konan er frá Kenýu. Þau hafa verið gift í 18 ár og hafa búið saman i 21 ár. Sem ungur maður fór Bent Frederikssen með próf í vélaverkfræði til Kenýu og ílentist þar. Fyrir 18 árum giftist hann kenýanskri konu, Jane (sjá mynd), og á með henni uppkomna dóttur. Me Tarzan, you Jane. Hljómar eins og endalaus hamingja í hitabeltinu.

Jane 

En þegar Bent resktist langaði hann til Danmörku. Tarzan var ekki lengi í velferðarparadísinni Danmörku, áður en allt fór til helvítis. Þegar hjónin komu til Danmörku fyrir nokkrum árum, fékk Bent enga vinnu. Ungdómsdýrkendurnir, sem er verulega margir í Danmörku, höfðu engin not fyrir “gamlan” jálk eins og Bent. Hann fór þá að lokum á ríkisstyrk til að komast í gang aftur og svo vinnur hann sem lagermaður. Hjónin skrimta á lágmarkslaunum hans. Jane má ekki vinna í Danmörku, þar sem hún hefur ekki dvalarleyfi. Hér er  þó alltaf verið að tala um skort á t.d. hjúkrunarkonum, kennurum, bréfberum etc.  Á sama tíma má fólk á besta aldri ekki vinna. Nú verður Jane að fara til Kenýu vegna þess að hún er ekki danskur borgari og maður hennar hefur ekki haft vinnu í eitt ár samanlagt, eftir að þau fluttu frá Afríku. Þetta er afleiðing útlendingalaganna í Danmörku. Þetta er dönsk endaleysa í hnotskurn. Landið er á leið í eldinn vegna nýgræðlingadýrkunar og  útlendingahræðslu. 

Sjálfur er ég doktor frá dönskum háskóla, giftur danskri konu og hef búið hér í 26 ár. En ég vinn samt sem bréfberi, fæ ekkert annað. Ef staða fornleifafræðings er laus, er fyrr ráðinn danskur amlóði en útlendingur með meirapróf. Það liggur við að ég sé stundum spurður, hvort ég sé ekki brátt á förum til míns heima.

Á okkur, sem erum blettir á dönsku glansmyndinni, er litið eins og lýs í danska rósabeðinu. En rósagarðurinn er orðinn nokkuð úr sér genginn.  Reyndar gerðist það fyrir löngu. Það er ekki aðeins hægt að kenna núverandi stjórn landsins um ástandið. Það vantar nýjar tegundir í lundinn. Allt of mikið af náhvítum rósum sem skítafýla og náfnikur er af.  

 


Súpulækningar á sunnudegi

Grísk sítrónusúpa

 

Nú langar mig að slá á léttari nótur. Ég hef dáðst mikið af þessu bloggi og varla haldið munnvatni. Eigandinn er medicus og heitir Ragnar Freyr Ingvarsson. Hann er, fyrir utan að vera læknir, fagurkeri og sælkeri. Það hélt ég að væri ekki hægt. Hélt að mönnum yrði bumbult eftir að hafa gramsað í og á mannslíkamanum allan daginn í vinnunni. Þetta frístundaátak Ragnars er nokkuð í stíl lækna og lærðra á Grikkland, Ítalíu og víðar til forna. Cato gamli og Scipio lögðu t.d. mikla áherslu á lækningamátt káls. Læknar araba og gyðinga á miðöldum töldu að með réttu matarræði kæmust menn í veg fyrir sjúkdóma. Kínverskir læknar voru á sömu línu gegnum árþúsundin. Sjáið svo hve margir Kínverjar eru orðnir. Ragnar verður að koma þessum mætti matarræðisins til skila við sjúklinga sína.

Fyrir allmörgum árum kynntist ég heiðursmanni að nafni Nicholaos Stavroulakis á eyjunni Krít og hef skrifað lítillega um hann í danska tímaritið Udsyn. Stavroulakis er gyðingur, list- og fornleifafræðingur o.s.fr. Hann stofnsetti safn gyðinga í Grikklandi og endurbyggði eitt af samkunduhúsum gyðinga, Etz Hayyim, í Chania á norðvesturströnd Krítar. Hér getið þið fræðst um það merkilega starf sem hann hefur unnið þar. Stavroulakis hefur, fyrir utan svo margt annað, gefið út nokkrar matreiðslubækur, t.d. frábæra bók sem heitir: Cookbook of the Jews of Greece. Cadmus Press, PA 1986, sem ég náði í fyrir mörgum árum og hef notað mikið.

Etz Hayyim Chania2

Brúðkaup í samkunduhúsinu í Chania. Þúsundþjalasmiðurinn Stavroulakis ber bænasjal og græna kollhúfu.

Hér er ein sefardísk uppskrift (upprunnin úr eldhúsum gyðinga sem flýðu frá Spáni um og efter 1492) frá Saloniku, sem mig langar að deila með ykkur: 

Soupa de huevos y limon (Avgolemon) 

1 stór kjúklingur

safinn úr 2-3 sítrónum

1 bolli af hrísgrjónum

2 laukar

3 egg

1 tsk. hveiti

salt og pipar

hökkuð steinselja

Hreinsið kjúklinginn vandlega og setjið í stóra grýtu og setjið í vatn svo það fljóti yfir kjúklinginn. Hakkið laukana fínt og setjið líka í grýtuna. Fáið suðuna upp og látið svo sjóða í um 10 mínútur. Fjarlægið þvínæst froðu og fitu af yfirborði soðsins. Látið svo kjúklinginn sjóða (malla við vægan hita í klukkustund, eða þangað til hann er vel soðinn. Þá er hann fjárlægður úr soðinu og settur á disk og kreist yfir hann örlitlum sítrónusafa. Seinna er hann skorinn í bita og borinn fram sem annar réttur á eftir súpunni, en einnig er hægt að setja bita af honum í súpuna þegar hún er tilbúin.

Í soðið eru nú sett hrísgrjón. Á meðan þau sjóða, eru eggjarauðurnar hrærðar í skál saman við hveitið og í það er settur sítrónusafinn, saltið og piparinn. Þessi blanda er hrærð í skálinni í vatnsbaði við vægan hita. Það þarf stöðugt að hræra blönduna, meðan bætt er við örlitlu af soði kjúklingsins. Úr þessu á  verður eins konar sósa. Eggjahvíturnar er þeyttar stífar og hrærðar varlega í sósuna og þetta látið kólna, áður en þessu er hellt niður í soðið. Þegar það hefur verið gert, má aðeins halda súpunni heitri og EKKI  láta suðuna koma upp. Hellið hakkaðri steinselju yfir og berið fram með sítrónusneið fyrir þá sem vilja þetta súrara.

Þetta er svo borið á borð með góðu brauði.  Súpa þessi er einstaklega góð við kvefi. Kjúklinginn er, eins og áður segir, hægt að borða á eftir, eins og hann er, með góðu salati, löðrandi í góðri grískri olíu, ólívum etc. Og ef það er helgi geta menn búið til eftirrétt úr möndlum með 12 stjörnu Metaxa. Færri stjörnur mega það ekki vera.

Kalimera!


Frelsi fyrir Abdelkareem Nabil

Nabil_Karim

Enn eru til Egyptar sem reisa pýramída, en það er bannað!

Skrifið undir hér

Lesið blogg Abdelkareems hér

Hjálpið Egyptalandi að byggja Pýramída frelsisins.


mbl.is Egypskur bloggari dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna móðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinleikinn sigraði í dag

Mountain Mama

Fjallkonan við Hjalta: Hjalti litli, hættu nú að gráta litli drengurinn minn. Það koma engir vondir, útlenskir menn í Bændahöllina. Það verða ekki neinar konur með stór brjóst í Bláa Lóninu eða allsberir karlar á Þingvöllum. Þig dreymdi bara ljótan draum. Það eru engir súlnadansstaðir til í landinu okkar, aðeins Súlnasalurinn hinn bjarti. Það er ekkert klám í sjónvarpinu eða á veraldarvefnum og hvar lærðir þú eiginlega orðið vændi? Það er nefnilega ekki til á tungu vorri. Þetta hlýtur að hafa verið vondur draumur. Farðu nú aftur að sofa. Viltu mjólk, eða banana?

Hjalti við Fjallkonuna: Mér langar í Kókó Puffs

Fjallkonan við Hjalta: Það heitir MIG langar í Kókó Puffs, Hjalti minn.


Er sumarið búið á Sýrlandi?

Sýrlendingar eru meðal fremstu stuðningsmanna hryðjuverka í heiminum. Hafið þið nokkurn tíma velt fyrir ykkur hvernig mannréttindum er háttað á Sýrlandi?

Fræðist hér: http://www.shrc.org.uk/default.aspx

Sjá sömuleiðis: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/126190/

 

The little the big and the EVIL


mbl.is Sýrlenski herinn styrktur og færður nær landamærunum við Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Condi Rice orðin rugluð?

Kondallah Reis

Hin eldklára Condoleezza Rice er ekki alltaf eins skarpsýn og haldið er fram. Kannski hefur hún einhvern veikleika eins og allir aðrir. Ég hef grun um, hvar skórinn kreppir á madömmunni.

Í viðtali við ísraelska dagblaðið Ha’aretz sagði hún í gær, að “Þetta er ekki árið 1938 og Íran er ekki Þýskaland nasismans”.  Þetta er annað hvort veruleikaflótti eða fáviska, og ég tel ekki lengur að Condi sé hlutlaus þegar kemur að lausn vandamála í Miðausturlöndum. Hún mun skapa fleiri vandamál en hún leysir áður en yfir líkur. Í Íran í dag er meiri terror en í Þýskalandi nasismans árið 1938. Fleiri hafa flúið landið vegna skoðanna sinna og fleiri eru fangelsaðir og pyntaðir en hjá nasistum árið 1938. Fleiri eru teknir af lífi með hegningarlögum sem eru þau ströngustu í heiminum. Í ofanálag verður ríki morðprestanna komið með gjöreyðingarvopn áður en langt um líður.

Líklegast er betra að spyrja flóttamann frá Íran um ástandið í landinu en Condoleezzu Rice. Lesendur góðir skoðið t.d.. www.iranfocus.com , ellegar þið sem talið frönsku: http://www.iran-resist.org/ . Hengingar á götum úti eru reglulegur viðburður í Íran. Fangelsi eru yfirfull. Íbúar, sem ekki eru handgegnir ofsaklerkunum eða eiga hagsmuna að gæta í kerfinu, lifa í endalausum ótta. Í ofanálag er fólki kennt að hata gyðinga. Þeir eru sagði standa á bak við allt illt í heiminum. Þeir eru meginfjendur Írans. Þannig var það nú líka árið 1938 í Þýskalandi nasismans, frú Condi. Lítið hefur breyst á 70 árum.

 

Vitið þið af hverju íranskir karlmenn ganga ekki með bindi?  Jú, bindi eru vestræn, zíonistísk uppfynning og þess vegna eru þau bönnuð. En ég hef aðra kenningu um af hverju klerkaóstjórnin bannar bindi. Þau minna örlítið á snörurnar sem þeir setja svo oft um háls þjóðar sinnar fyrir hinar minnstu sakir.  Vitið þið að Íran leyfir enn grýtingar á konum? Lesið fréttirnar hér. Ninja og t.d. hér Sick

Hér eru nokkrar myndir frá Íran, til að minna á hve gott er að búa á Íslandi og hafa Sjálfstæðismenn og Framsókn sem helstu átrampendur landslýðs, þ.e.a.s. þegar jafnaðarfólkið eru ekki við völd. Við erum heppin. Fræðist með eigin augum . Hvað fynnst ykkur um þá refsingaraðferð, að fjarlæga augu. Það gera Íranir líka.

Verði ykkur að góðu vinir Írans.

HangIran1

HangIran2

HangIran3

HangIran4

HangIran6

HangIran5

HangIran15

HangIran14

HangIran13

HangIran16


Við lifum alltaf á Klámöld

Ég hef, sem Íslendingur búsettur erlendis, fylgst nokkuð áhyggjufullur með ofbeldinu sem virðist hafa færst í aukana heima á Fróni. Þetta var örugglega ekki svona í gamla daga? Svo er það allt klámið, barnaklámið, nauðganirnar og nú klámráðstefna á landinu hreina. Í dag las ég um íslenskan klámjöfur, Westuríslending, sem hreinlega skammast sín fyrir uppruna sinn vegna neikvæðra viðbragða við ráðstefnunni á Íslandi.  willendorfervenus 

 

Einu sinni var þetta örugglega klám! Fyrir svona rúmum 20.000 árum. Klám er afstætt fyrirbæri í tíma og séstaklega rúmi.  Ég held ekki að neinn andmæli mér, þegar ég held því fram að klám er notað alveg eins mikið á Íslandi og alls staðar annars staðar, nema vera skyldi í Norður Kóreu (þó ég hafi ekki haft tök á því að kynna mér það). Ekki á ég verðbréf í klámiðnaðinum og sæki ekki klámráðstefnur sem hér í Danmörku eru árlegur viðburður. Ég get ekki séð, hvernig einhver ráðstefna erlendra klámkaupmanna á Íslandi misbjóði blygðunarkennd nokkurs manns. Kastið fyrst steini að klámbúllunum og dansstöðunum, sem fyrir eru í eigu Íslendinga. Oft er gott er að líta í eigin barm frekar en á aðra.

Upptökur á eðlunarmyndum af mannfólkinu er örugglega afar leiðinlega atvinna. Ef sú iðja varðar við íslensk lög, getur löggan bara handsamað fólk, sem fer í sleik við Gullfoss og hefur samfarir við Geysi og vísað þeim úr landi. Við búum í lýðræðisríki og virðum lög. Bjóðum því klámkalla og –kerlingar velkomin, en gerum þeim ljóst, að lög á Íslandi banna þeim að hafa verklegar framkvæmdir nema í hjónasænginni, bak við gardínur og læstar dyr og að það sé synd að gera það uppi á fjöllum og á förnum vegi. Hvað gæti sauðkyndin ekki haldið? Við megum ekki missa sérstöðu okkar á meðal þjóðanna!

Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband