Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
30.1.2007 | 20:09
Erlendir glæpamenn streyma til landsins
Í boði forsetaembættisins.
Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 19:28
Þorskur dagsins, og maður
Dr. Jón Bragi Bjarnason er maður dagsins. Hann hefur drepið kvefið og fuglaflensu með þorski, (með smá fyrirvara þó). Geri aðrir betur!!!!
Mér sýnist á öllu að það þurfi að breyta skjaldamerkinu til eldri gerðar.
Íslenskt lyf gegn fuglaflensu og kvefi væntanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 18:47
Hvalræði
Norska dagblaðið VG greinir frá því að hvalurinn Snow, sem var með kálfi, hafi verið drepinn af risafarþegaskipinu Dawn Princess. Þetta gerðist reyndar fyrir 6 árum. Í gær var eigendum skipafélagsins, sem á Dawn Princess, gert að punga út 750.000 bandaríkjadölum fyrir morðið á hnúfubaknum Snow.
Kviðdómendur voru allir sammála. Skrúfur farþegaskipsins voru alblóðugar og lögmenn O J Simpsons áttu ekki sjans í málið. Nelson Cohen, ríkissaksóknari í Alaska, skýrði dómsorðið á þá vegu að hvalir væru þjóðargersemar sem yrði að vernda fyrir komandi kynslóðir. Við verðum að vernda þá gegn glæpsamlegum og óábyrgum verkum mannanna og stórra fyrirtækja, sagði Nelson Cohen við Fréttastofu AP.
Það er greinilegt að Nelson dómari hefur í hyggju að eignast 10 tonna uppeldisson þarna úti í höfunum. En hvað með Sævar skjaldböku, Bobba marsvín og Tommy túnfisk, sem allir lentu í slæmum árekstri við skip á síðasta ári - eða alla hina fiskana. Hver hugsar um þá? Hver sér um hagsmuni fjölskyldu Smára smokkfisks? Hvar er manngæskan?
Nelson Cohen fær Hvalinn, verðlaun PostDocsins, fyrir nýjan vinkil á lögfræðinni.
Matur og drykkur | Breytt 4.2.2007 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2007 | 16:09
Um Bastarða, Guldbrandsen og Giversen
Margt er hægt að sópa undir gólfteppið. En það getur reynst erfitt að leyna því, að það hefur lengi geisað stríð í Afganistan.
Danska ríkissjónvarpið, stöðin DR1, sýndi nýverið heimildamynd, Den Hemmelige Krig, þar sem haldið var fram að danskir hermenn í Afganistan hefðu á árunum 2001-2, á skjön við reglur og sáttmála, afhent fanga til Bandaríkjahers, sem svo hefði pyntað þá. Við frumsýningu myndarinnar var Enhedslisten (flokkur aflóga erkisósíalista) tilbúinn með herferð gegn dönsku ríkisstjórninni, þar sem þessar ásakanir gegn danska hernum átti greinilega að nota til að steypa núverandi ríkisstjórn af stóli.
En nú virðist kvikmynd Christofers Guldbrandsens og Nils Giversens því miður vera meingölluð og í ljós er komið, að Enhedslisten og DR, danska Ríkissjónvarpið, virðast hafa haft samvinnu. Leikstjórar myndarinnar, Guldbrandsen og Giversen notuðu Enhedslisten til að setja fram spurningar til forsætisráðherrans, Anders Fogh Rasmussens, um meðhöndlun Bandaríkjamanna á stríðsföngum, er myndin var frumsýnd. Það hefur einnig sýnt sig, að vitnisburður aðalvitnisins í myndinni, bandaríska yfirheyrsluforingjans Chris Hogans, hefur verið klipptur og skorinn. Til dæmis hefur Guldbrandsen & Giversen/DR klippt út orð Hogans um, að aldrei hefðu farið fram hrottalegar yfirheyrslur í fangabúðunum, þar sem fangar Dana voru afhentir Bandaríkjaher. Margt bendir einnig til þess að Hogan sé ekki alveg nógu trúverðugt vitni til að að byggja á við gerð heimildakvikmyndar.
Gagnrýninni rignir nú yfir DR, sem hefur látið Guldbrandsen og Giversen sjálfa rannsaka og skýra framleiðslu sína. Það er ekki minnst góðri blaðamennsku Nyhedsavisen (sem er í eigu Íslendinga) að þakka, að flett hefur verið ofan af þessum einkennilegu vinnubrögðum, þar sem gripið var til loddaraaðferða til að búa til fréttaskúp. Guldbrandsen og Giversen vilja ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla, en hér er hægt að lesa um málið út frá sjónarhorni framleiðenda myndarinnar.
II Af Naser
Danski þingmaðurinn Naser Khader, sem er Palestínumaður, kvartar sáran yfir kvikmyndafélagi, sem hefur búið til heimildamynd um hann á fölskum forsendum. Þegar Khader varð ljóst, að fyrirtækið Bastard-film væri að gera mynd um hann og litla múslimaprestinn Muhammed Akkari, sem sigldi undir fölsku flaggi í Múhameð teikningamálinu í fyrra, vildi Khader ekki vera með í myndinn lengur. Naser Khader, sem er talsmaður hófsamra múslima í Danmörku, hótar nú lögbanni á myndina, ef ekki verður við hætt við hana. Hann vill ekki vera með í mynd, sem gefur prestinum Akkari ókeypis auglýsingu. Þar að auki sagði Bastard Film Khader rangt frá í upphafi um, hverjir myndu vera með í myndinnu. Þá var Akkari ekki nefndur á nafn. Khader myndi ég gjarna kjósa, hefði ég kosningarrétt í Danmörku og væri hann ekki í þeim skrítna pólitíska samtíningi fólks, sem kallar sig Radikale Venstre (og sem mest líkist Samfylkingunni á Íslandi, að henni ólastaðri). Heimildakvikmyndagerðamennirnir hjá Bastarði hafa að sjálfsögðu dregið dár að Naser Khader. Þeir reka fyrirtæki sem greinilega ber nafn með rentu.
III Af Vilhjálmi Erni
Og þegar ég er nú að, get ég nefnd dæmi af sjálfum mér og viðskiptum mínum við þessa undirstétt heimildakvikmyndagerðamanna. Við útkomu bókar minnar, Medaljens Bagside (2005), hafði fyrrnefnd stofnun, DR, samband við mig. Þeir vildu ólmir búa til útvarpsþátt og sjónvarpsviðtal, og hugsanlega heimildakvikmynd. Ég tók auðvitað vel í það og notaði u.þ.b. viku af tíma mínum til að fóðra blaðamennina með upplýsingum og myndum og setja þá í samband við fólk út um allan heim. Ég fór í útvarpsviðtal og mér var tilkynnt að ég yrði kallaður í sjónvarpsviðtal fljótlega. Áður en ég vissi hvaðan á mig stóð verðrið, fór í loftið útvarpsþáttur, þar sem smábitar af því sem ég hafði sagt var kíttað inn á milli viðtals við mann, sem aldrei hafði verið nefndur við mig, son eins af þeim embættismönnum, sem stóð í því að reka flóttamenn úr landi á árunum 1940-43. Þessi maður kemur bók minni ekkert við. Ég dauðkenndi í brjósti um manninn, sem auðvitað hafði aldrei heyrt um gjörninga föður síns, sem ekki koma honum neitt við, nema að maður trúi á erfðasyndina. Mér þótti þetta einkennileg blaðamennska og mér var svo síðar núið um nasir, að ég væri á eftir afkomendum embættismannanna í bók minni.
Eitt sunnudagskvöldið kom svo sjónvarpsfrétt í langa fréttatíma DR, sem þá bar nafnið Søndagsavisen. Þar var notað mikið af því sem ég hafði ausið í blaðamannin, sem var hinn eini og sanni Nils Giversen (sami maður, sem nú hefur verið staðinn að slælegu verki í Afganistan myndinni) og kollega hans. Einnig var talað við merka fræðikonu, sem hefur att kappi við mig, og sem áður hafði lýst því yfir að niðurstöður mínar væru hæpnar. Viti menn, nú var hún orðin alveg sammála mér, svo halda mætti að hún hefði verið að segja frá einhverju sem hún hafði sjál skrifað. Svo var bókin mín sýnd, en það gleymdist að nefna að hún væri eftir mig. Bókin fékk ekki meiri umfjöllun í bili hjá DR. Síðan þá hef ég ekkert frekar heyrt af áformum um heimildamynd um bók mína. Giversen hefur líkleagast verið upptekinn við að grafa upp skít og skúp í Afganistan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2007 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 20:01
San Demon og fjósið
Þennan púka tókst Margit Sandemo á við á Stöng, en tókst ekki að kveða hann niður. Nú er hann kominn með blogg á Mbl. og vinsældirnar aukast líkt og hjá Sandemo. Leyndarmálið er kynlíf (sjá færsluna á undan)
Á eftir er heimildakvikmynd í Ríkissjónvarpinu um norska súpermetsöluhöfundinn Margit Sandemo. Ég get ekki séð þáttinn í sjónvarpinu mínu, en ég get hins vegar sagt sögu af Margit Sandemo. Ég hitti þessa merku konu fyrir 21 ári að Stöng í Þjórsárdal, þar sem ég var að grafa upp rúst kirkju frá 11.-12. öld og tilheyrandi grafir ábúenda á staðnum, sem höfðu verið tæmdar (fluttar) eftir eldgos í Heklu árið 1104 (sjá nánar um það hér). Sandemo kom þarna með íslenskum fararstjóra á miklum trukk, alveg upp í hlað. Frú Sandemo sneri honum um fingur sér og skipaði honum mikið fyrir. Fjótlega féll konan í eins konar trans og gekk kringum holuna okkar eins og hún væri að leita einhvers. Ég spurði bílstjórann, hvort hún þyrfti á læknishjálp að halda. Hann svaraði með lotningu, en hvíslaði eins og hann vildi ekki trufla Sandemo, að hún fyndi fyrir tilvist ungrar konu, sem hefði orðið undir hrauninu í gosinu og dáið í skálanum á Stöng. Ég hvíslaði til baka, að enginn hefði orðið undir hrauni á staðnum. Ég kunni engin deili á Sandemo, og vissi ekkert um vinsældir hennar á Íslandi þegar þetta gerðist. Sandemo hélt áfram og vappaði alveg fram á brún uppgraftrarins. Skyndilega hrein hún á nær óskiljanlegri norsku nærri 4 metrum yfir hausamótunum á mér: Det er et fjøs, det er et fjøs, du står i, et fjøs unge mand. Ég svaraði um hæl á heimatilbúinni, sönglandi norsku: Nej, det ein kirkje og du står oven på de døde, og svo glotti ég stríðnislega.
Sandemo gaf mér illt augnaráð og hélt áfram sálarannsóknum sínum, eins og ekkert hefði í skorist. Bílstjórinn hennar trúði henni frekar en mér og taldi það af og frá að við hefðum fundið kirkju, þar sem greinilega hafði verið fjós.
Trúmál og siðferði | Breytt 5.12.2008 kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 17:09
Kynlíf
Kynlíf fer hríðminnkandi í Danmörku vegna útrásar Íslendinga
Þetta var frétt að hætti Ekstra Blaðsins Mun þetta auka lestur bloggsins míns?
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 12:36
Skarinn
Takið eftir vaffinu - V for Victory!
Danir eru harla ánægðir með að kvikmyndaleikstjórinn Susanne Bier hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Kvikmyndina Efter Bryllupet, sem til greina kemur sem besta mynd erlends kvikvmyndagerðarmanns, hef ég því miður ekki séð. En ég hef hins vegar séð flestar fyrri kvikmyndir Bier og mér þykir hún þess leg á myndinni hér að ofan, að hún vinni að minnsta kosti einn Skara. Hljómsveitin Sigur Rós spilar músík í myndinni og er það ekki lakara.
Takið eftir vaffinu, sem myndast hefur yfir fallega, græna kjólnum hennar Susanne. Ég tel mig sjá V for Victory! Ég vona þó að ég hafi ekki farið fram úr leyfilegum velsæmismörkum hér á Mbl. blogginu. Svona myndir þykja hæfar í dönskum kirkjum. Við Norðurlandaþjóðirnar verðum að halda með Susanne og minnast á hana í kvöldbænum okkar, svo hún fái Skara.
Menning og listir | Breytt 4.2.2007 kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2007 | 09:39
Allir að gera innrás í Danmörku
Samarbejdspolitik. Danskir lögreglumenn skála við Gestapo á Hótel D'Angleterre i Kaupmannahöfn. Ljósm. úr bókinni Medaljens Bagside.
Nú ráðast útlenskir læknar inn í Danmörku. Udenlandske læger invaderer Danmark skrifar Jyllands-Posten. Hver fjórði læknir, sem fær lækningaleyfi í Danmörku, er útlendingur. Það hafa verið margar innrásir í Danmörku. Dönum er meinilla við þær. Á síðasta ári var talað mikið um innrás Íslendinga, sem reyndar er kölluð útrás á Íslandi.
Það er þó ein innrás, sem Danir eru búnir að sætta sig við, að minnsta kosti sumir þeirra. Það er innrás nasista árið 1940 og vinsamleg samvinna Dana við þá. Margir Danir telja að samvinnan við þýska nasista hafi verið til heilla; að Danir hafi gert það eina rétta: Að hneygja sig og beygja. Sumir leyfa sér meira að segja að halda því fram, að aðrar þjóðir hefðu átt að taka Dani sér til eftirbreytni á stríðsárunum. Þeir sem enn líta á samvinnustjórnmálastefnu, (Samarbejdspolitik), Dana sem samstarf við óvininn eru fallnir í ónáð. Þeir eru einatt kallaðir siðapostular og öðrum verri skammaryrðum, sem danskir sagnfræðingar strá um sig. Þeir danskir sagnfræðingar, sem aðhyllast þessa sáttahyggju varðandi samstarf við nasismann, eiga líka afar erfitt með að nefna atriði sem gleymdist að greina frá eftir stríð í Danmörku; eins og t.d. brottvísun danskra yfirvalda á gyðingum og öðrum flóttamönnum til Þýskalands nasismans. Sömu sagnfræðingarnir þakka hins vegar ólmir samvinnunni við Hitler-Þýskaland björgun gyðinga til Svíþjóðar haustið 1943.
Dr. Bo Lidegaard, einn fremsti sáttasagnfræðingurinn í Danaveldi, hefur nýlega skrifa tvær stórar bækur, sem eru mjög rómaðar og innihalda greinilega það sem Danir vilja helst heyra. Í þeim hefur hann valið að þegja um ýmsa þætti sögunnar, sem ekki passa inn í lærisetninguna um að Danir gerðu það eina rétta í Annarri heimsstyrjöld.
Danmörk mun tvímælalaust áfram verða fyrir alls kyns óþægilegum innrásum, enda landið lítið og lágt, fólkið fátt og margir hér sem hugsa frekar smátt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 06:24
Danskt (ó)veður
Þegar snjóar nokkra millimetra í Danmörku er komið óveður. Að minnsta kosti samkvæmt dagblöðunum. Þegar verulega kyngir niður, er ekki hægt að tala um minna en katastrófu. Eftir að hafa lesið og heyrt um Heimshitnun (Global Warming) á hverjum degi í 10 mánuði, voru Danir farnir að hugsa um hvort húsin þeirra væru 30 metra yfir sjávaryfirborði ellegar um að kaupa sér gúmmíbát og utanborðsmótor, sem gæti komið þeim til Svíþjóðar, þ.e.a.s. ef Norðurpóllinn bráðnaði.
En nú snjóaði svo smáræði fyrir viku, og bætt hefur nokkrum sentímetrum ofan á. Og viti menn, allt blaður um Heimshitnun hætti í fjölmiðlunum. Ég held meira að segja að ég hafi lesið greinarkorn um ísöld á næsta leiti, ísöld fyrir bráðahitnunina, þegar við deyjum öll í flóðöldu eða í frystikistuáhrifum, eða eitthvað svoleiðis svartagallsraus.
Sem póstburðardýr tek ég líka eftir því að snjórinn er kominn, og að katastrófan hefur haft áhrif á sálarlíf fólks. Í einbýlishúsahverfi í Glostrup, þar sem ég bar út póst um daginn, býr að mestu leyti fólk yfir sextugt, sem getur ekki selt hús sín. Alt grotnar niður, andlega og líkamlega, meðan fasteignaverðið hækkar eins og hitinn. En flóttinn frá veruleikanum er samt mögugleiki, ef peningar eru til á kistubotninum. Þegar snjóaði fóru kílóaþungir bæklingar dönsku ferðaskrifstofanna að berast. Í eitt hús var ég með 5 katalóga á einum degi, meira að segja tvo frá sömu ferðaskrifstofunni. Ég vona að fólkið með bæklingana geti gert upp huga sinn um hvert skal halda. Hvað ætli hafi farið mörg tré í blessaða ferðapésana, og hvað gerði það fyrir gróðurhúsaáhrifin?
Nú fer brátt að hlána. Þá fer ungviðið á ritstjórnum blaðanna aftur að skrifa um Heimshitnun og annað óáran, sem það hefur skiljanlega ekki séð eða upplifað, þar sem það er fætt eftir 1980. Þá kaupir heitfengt fólk sér líklega helgarferðir til Íslands, svona til að fullvísa sig um að ísinn sé enn ekki alveg bráðnaður.
Veðrið stjórnar heiminum en hver stjórnar veðrinu? Það hlýtur að vera einhver asni.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2007 | 16:07
Svarið er enn neikvætt
Otto Frank á efri árum
Nú eru fundin 80 bréf Otto Frank, föður Önnu Frank, sem sýna örvæntingarfullar bréfaskriftir hans í leit að landi sem vildi leyfa Frank fjölskyldunni landvistarleyfi. Slík bréf skrifuðu allir gyðingar á flótta undan nasismanum. Hér í Danmörku hef ég lesið hundruð slíkra bréfa og einnig skýrslur um að slík bréf hefðu verið skrifuð. Þanni bréf bárust einnig til íslenskra yfirvalda og sömuleiðis til danskra yfirvalda, þar sem beðið var um upplýsingar um möguleika á landvist á Íslandi. Svarið var nei eða þögnin.
Nú senda flóttamenn ekki bréf á undan sér, því þeir vita að svarið er enn neikvætt.
Otto Frank leitaði í örvæntingu að flóttaleið fyrir fjölskyldu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 231
- Frá upphafi: 1353051
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 175
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007