Leita í fréttum mbl.is

Víkingavísitasía

Islendingur

Í vor kom ég viđ í Víkingaheimum í Innri Njarđvík. Á fallegum sólskinsdegi. Góđvinur minn hafđi bođiđ mér í smá Suđurnesjatúr og viđ komum víđa viđ. Viđ fórum m.a. upp á Völl, ţar sem ég sýndi honum hvar ég hafđi oft veriđ um helgar međ föđur mínum, sem var um tíma "Kefl-víkingur" eđa á 5. áratug síđustu aldar, og hafđi fast gestavegabréf á Völlinn. Ţađ geymi ég vel, ef ég ţyrfti ađ fara ţangađ og hitta einhvern. En, ţađ gerist ć sjaldnar.

Viđ komum í lok ferđarinnar í Víkingaheima á Víkingabraut 1 í Suđurnesjabć (Innri Njarđvík). Ţađ er merkilegt safn, sem mér ţótti gaman ađ heimsćkja. Ţarna var nú umhverfiđ allt hálfklárađ og frekar óhrćsislegt, en innanhúss var allt ađ komast í lag. Gólfklćđingin var eins og mjúkur lakkrís. Ég gekk nýlega á svona gólfi í Hollandi.  Ég sá ađ ţarna var mikiđ um sýningargripi, sem komu af síđustu stóru Víkingasýningunni á Smithsonian í BNA. Enda er safniđ eins konar afsprengi ţeirrar sýningar.

Okkur gestunum ţótti skrítiđ, ađ sumir sýningarskáparnir voru enn tómir. Mér finnst alltaf gaman ađ spyrja, og spurđi ţví hvort viđ fengjum ekki afslátt, úr ţví sýningin var ekki alveg fullkláruđ. Starfsmennirnir höfđu víst aldrei hitt fyrir Íslending, svo međvitađan um peninga vinar síns, (sem borgađi ađgangseyrinn), ađ ţeir brostu bara sćtt eins og Suđurnesjamönnum er lagiđ. En yfirmađur safnsins, ung kona á besta aldri sem talađi amerísku međ íslenskum hreim, skýrđi svo fyrir okkur ađ hlutirnir vćru á leiđinni frá ýmsum söfnun um allan heim. Okkur gestunum létti viđ ţćr fréttir.

Heildarálit 9, nei 8,5 á 10-skala, enda var ég međ nýju Ray-Ban sólgleraugun mín, sem eiga ţađ til ađ fegra hlutina.

Safniđ er auđvitađ ekki neitt Ţjóđminjasafn, en miđađ viđ allar villurnar (og meira um ţađ síđar), sem er ađ finna í föstum sýningum Ţjóđminjasafnsins, myndi ég frekar senda fólk í Víkingaheima og austur ađ Skógum til Ţórđar Tómassonar til ađ frćđast um víkingana og íslenska menningu, en á Ţjóđminjasafniđ.

Mikiđ vćri nú gott, ef Víkingaheimar gćtu notiđ góđs af ţeim fornleifarannsóknum sem fram hafa fariđ á Íslandi á undanförnum áratugum.

Vogarúst í Höfnum
Reyniđ ađ finna kvarnarsteininn

Í maí var kollega minn, dr. Bjarni F. Einarsson, sem líka hefur ákveđin tengsl viđ Keflavíkurvöll, ađ grafa upp merkilega rúst suđur í Höfnum, viđ Kirkjuvogskirkju. Ég kom ţar viđ ásamt tveimur góđum vinum og heimsótti Bjarna og nema hans, sem voru ađ rannsaka hluta af skálarústinni sem kölluđ er Vogur (eđa Waage á međal gárunga). Ţetta var mjög fallegur uppgröftur og greinilega merkileg rúst. Bjarni var, milli ţess sem hann reitti af sér upplýsingar í okkur heiđursgestina, mikiđ upptekinn viđ ađ segja rútufyllum af skólakrökkum af Suđurnesjum frá rannsókninni og landnámsmönnum. Krakkarnir voru algjörlega dolfallin. Kannski vćri líka hćgt ađ segja frá ţessari merku rannsókn hans Bjarna í Víkingaheimum? Er ţađ ekki upplagt?

Já, eitt ađ lokum. Ég myndi fjarlćgja rör og stúta af skipinu Íslendingi, sem Víkingaheimar hafa veriđ reistir yfir. Ţetta er eitthvađ svo ó-ekta boginntittur (sjá mynd). En safniđ stendur fyrir sínu og er vonandi eftir ađ standa undir sér fjárhagslega. 

Rör

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thank you so much for visiting Vikingaheimar! It has been a tough year to get this started, and there is lots more to do. Bjarni and I discussed having a case on his finds from this summer's dig and indeed I plan to update the exhibition continually on Viking Agearchaeological work both in Iceland and other parts of the North Atlantic. As for the modern piping, if you go to the exhibition now, you'll find a great deal of information about Gunnar's sailing in 2000. We are not trying to pretend this is a 1000 year old ship, but rather a way to bring the best

of the old Viking knowledge into the present.

Lissy (IP-tala skráđ) 27.8.2009 kl. 11:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband