Leita í fréttum mbl.is

Sá á fund sem finnur

Í vinnunni um daginn gerđist nokkuđ undarlegt atvik sem er í frásögur fćrandi.  Ég var ađ taka til í útigeymslu, sem tilheyrir safni ţví sem ég vinn á, ţegar eitthvađ ţungt féll af hillu sem ég var ađ sópa međ handkústi.  Ég beygđi mig niđur til ađ sjá hvers kyns var og ţá stóđ ég međ ţennan grip í höndunum:

Nĺlehus

Ekki vćri ţađ nú í frásögur fćrandi, ef ég hefđi ekki fundiđ sams konar grip áđur á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1983. Hluturinn sem ég fann međ kústinum er nálhús og er "frjálsleg" eftirlíking af nálhúsi sem ég fann á Stöng. Nálhúsiđ frá Stöng er lítiđ bronsrör međ haus sem gat er i gegnum og einfaldur hringur leikur í gatinu. Utan á rörinu, til endanna og á miđju, eru listar sem enda í flötum tönnum neđan á rörinu. Á listunum og tönnunum er hringaskreyti sem er einkenndandi fyrir Ţjórsárdalinn. Nálhúsiđ er ekki nema 4,4 sm ađ lengd. Ţegar ţađ fannst var ţađ fullt af samankuđlum hrosshárum, sem sett hefur veriđ inn í röriđ til ađ halda nálunum.

 

Nálhús frá Stöng
Nálhús frá 11. öld fundiđ á Stöng í Ţjórsárdal

 

Nú er gripur ţessi orđiđ nokkuđ vel ţekktur eftir ađ ég hef skrifađ um hann í ýmsum greinum og bókum. Svipuđ nálhús, án tannanna ţriggja og hringaskreytisins, hafa fundist í Svíţjóđ, Finnlandi og Rússlandi, en engin ţó eins vel gerđ og nálhúsiđ á Stöng.

Ţađ er gaman ađ sjá ađ fólk međ áhuga á Söguöld er greinilega fariđ ađ búa sér til eftirlíkingar af nálhúsinu frá Stöng, ţótt ţau nálhús séu hrein hrákasmíđ miđađ viđ verkiđ á nálhúsinu frá Stöng.

Ég greindi dönsku samstarfsfólki mínu frá ţessum skemmtilega "endurfundi", og  ţá skýrđist máliđ. Kona nokkur, fornleifafrćđingur, sem hafđi starfađ ţarna tímabundiđ í fyrra, hafđi tínt nálhúsi sínu og ţótt mikil eftirsjá í ţví. Nú fćr hún nálhúsiđ aftur viđ fyrsta tćkifćri. Ég mun sjá til ţess.

Nálhúsiđ frá Stöng fannst neđst í elsta gólfi rústar skála sem liggur undir skálarúst ţeirri frá 12.-13. öld, sem er fyrirmynd ađ hinni ofurýktu og ótrúverđugu eftirlíkingu sem kölluđ hefur veriđ Ţjóđveldisbćrinn, sem er ađ finna viđ Búrfell í Ţjórsárdal. Á opinberri heimasíđu Ţjóđveldisbćjarins, sem er styrkt af Landsvirkjun, Forsćtisráđuneytinu og Ţjóđminjasafni, eru rangar og misvísandi upplýsingar. Niđurstöđur fornleifarannsókna á Stöng 1983-1995 eru virtar ađ vettugi, og bćrinn sagđur vera eftirlíking Stangarbćjarins sem fór í eyđi í Heklugosi áriđ 1104. Fyrirmynd Ţjóđveldisbćjarins var reyndar byggđ eftir eldgosiđ áriđ 1104.

Hćgt er ađ lesa meira um nálhúsiđ í hinni góđu bók Gersemar og Ţarfaţing sem Ţjóđminjasafniđ gaf út áriđ 1994. Síđan hún var gefin út hefur ný aldursgreining bćjarrústanna á Stöng augsjáanlega gleymst á Ţjóđminjasafninu. Fyrir ţá sem ekki vilja gleyma og afbaka, er hér hćgt ađ frćđast um fornleifarannsóknirnar á Stöng, sem ţví miđur voru voru stöđvađar fyrir mér af valdbeitingu manns sem síđar hrökklađist úr starfi vegna ţess ađ hann kunni ekki ađ fara međ almannafé.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt ađ ţetta vćri mjaltavél sem Guđmundur Magnússon, fyrrverandi ţjóđminjavörđur, hefđi fundiđ upp til ađ setja á Ríkisspenann, en ţađ gat ekki veriđ, ţví slíkir menn vilja engan veginn vera á ţeim spena. Guđmundur hefur ţví ađ öllum líkindum ćtlađ grćjuna til einkanota en ekki einkavinanota.

Steini Briem (IP-tala skráđ) 13.4.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Steini Briem, ţú talar af algjörri vanţekkingu um spena og júgur. Einkavinanot og ríkisspenatott var nefnilega lagt af í tíđ Guđmundar Magnússonar sem ţjóminjavarđar. Gripurinn ađ arna fannst löngu áđur en gegndi ţví virđulega embćtti (međ sćmd) og var algjörlega ónothćfur fyrir sukk á ríkisspenanum. Hann fannst reyndar í óţökk forvera Guđmundar, ţví "allt sem fundiđ varđ hafđi ţegar veriđ fundiđ á Stöng" samkvćmt fróđum mönnum og reyndu ţeir ađ koma í veg fyrir rannsóknir ţar.  Eftir tíđ Guđmundar kom sá gamli til baka úr "fríi" og enginn vissi hvert miljónirnar fóru, fyrr en hann var rekinn, og jafnvel ekki einu sinn eftir ţađ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.4.2008 kl. 16:38

3 identicon

Ţetta er líklega mikill fjársjóđur og hefur trúlega veriđ grafinn ađ Stöng. Eitt sinn fór ég ţangađ međ frönskum vini mínum, Hervé Boucquet, sem er arkitekt í Frans og talar fína íslensku. Hann kom hingađ til ađ kynna sér torfbći og nú eru ný hús einungis byggđ úr torfi í Frans.

Steini Briem (IP-tala skráđ) 13.4.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Sćll Vilhjálmur.

Ég hef aldrei kommentađ hja ţér en les síđuna ţína reglulega.

Varđandi bćinn á Stöng held ég ađ ţú hafir alveg rétt fyrir ţér og ég held ađ flest af okkur sem höfum veriđ ađ útskrifast síđustu ár séum á ţeirri skođun. Mín rannsókn er á íveruhusi hinum megin viđ Heklu og fyrstu rannsónknir benda til ađ hafi fariđ i eyđi um 1300.

 (Ég vil taka ţađ fram ađ Arafat í mínu tilfelli á ekkert skilt viđ J.Arafat, heldur skammstöfun og dulnefni síđan í framhaldsskóla)

Arafat í sparifötunum, 13.4.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćl Margrét Hallmundardóttir, eđa MH III, svo bćtt sé viđ dulnefni ţín. Ég hef líka skođađ síđu ţína sem er hin skemmtilegasta og margt er ţar áhugavert. Ég dáđist mjög af loftmyndunum af Hrísbrúarskálanum, sem einn sá "fallegasti" sem grafinn hefur veriđ upp.

Ţađ er áhugaverđ tíđindi rústin ţarna hinum megin viđ Heklu. Hvađa rúst er ţađ, og hvernig er aldursgreint?

Á Stöng, mynduđust 40 sm. ţykkt mannvistarlög ofan á Heklu-1104 gjóskunni á hlađinu á milli skálans og kirkjunnar. Ţađ sýnir, fyrir utan gripina og C-14 greiningar, hvađ gerđist á Stöng. Ţegar búsetu lauk og alt fór í uppblástur og vitleysu safnađist síđan um 1. metra lag af uppblásinni forsögulegri H3 gjósku bundiđ mold ofan á allt.

Eins og ţú veist er dr. Bjarni F. Einarsson vinur minn líka búinn ađ rannsaka merka rúst af "mini-Stangargerđ" viđ Salthöfđa í Örćfum sem fór í eyđi áriđ 1300 og gera grein fyrir ţeim í 4 skýrslum sem allir fornleifafrćđingar verđa ađ lesa, ţótt sumir ţeirra vilji ţađ helst ekki.

Vonandi kemst ég aftur til Stangar til ađ klára ţar verkefni mín, kannski međ hjálp höfđingja. Ţá ţyrfti ég ađ hafa međ mér fólk međ góđa reynslu. Ţar er grafiđ djúpt, eđa niđur á 2, 5 metra dýpi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.4.2008 kl. 05:24

6 Smámynd: Arafat í sparifötunum

hummmm ......    Kannast ekki viđ MH III

kv.

 Margrét

Arafat í sparifötunum, 15.4.2008 kl. 14:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband