Leita í fréttum mbl.is

700 geitur létu lífið fyrir þríbók um mosku í Kaíró

 

Al Ahzar

Forlagið Vandkunsten í Kaupmannahöfn hefur nýverið gefið út þrjár litlar bækur um Al-Azhar moskuna í Kaíró. Það væri ekki í frásögur færandi ef 700 geitur hefðu ekki mátt láta lífið til að verða kápur um bækur þessar.

Bækurnar hafa verið bundnar saman eins og harmóníka, þannig að hægt er að lesa tvær þeirra frá einni hlið og eina frá hinni. Snjöll hugmynd, en líklega erfið í framkvæmd fyrir bókbindarann. Ágæt lausn fyrir samrýnd hjón sem vilja lesa saman, en ekki hlið við hlið.

Forlagið Vandkunsten, sem einnig gaf svo listalega út mína bók, Medaljens Bagside, hefur oft unnið til verðlauna fyrir best hönnuðu bækurnar í Danmörku. Stofnandi útgáfunnar, Søren Møller Christensen er óforbetranlegur fagurkeri. Bækurnar frá Vandkunsten eru góð lesning, og sumar einnig lítil listaverk.

Í bækurnar um Al-Azhar hafa verið notaðar ekki meir né minna en 700 húðir af vinjageitum, sem eru geitur sem slitið hafa húð sína með því að nudda sér upp að þyrnirunnum og gömlum bílhræjum í eyðimörkinni, eins og upplýst er á heimasíðu forlagsins.

Snorra Sturlusyni hefði væntanlega þótt sárt að missa 700 sauði í bókband. Dýravinir eru örugglega farnir að hóta Møller Christensen vegna þess að geiturnar voru líklega skornar á háls. En geitur úr vinjum Egyptalands eru með svo lélega húð, að ekki er hægt að búa til úr þeim Gucci töskur. Það er vissulega miklu virðulegra fyrir geit að enda sem kápa fyrir bók en sem taska.

Geiturnar 700 eru örugglega nú á beit á himnaríkishólum, stoltar af því að vera kápur um þríbók um Al Azhar moskuna í Kairó frá Forlaginu Vandkunsten í Kaupmannahöfn. Þetta eru þrjár bækur á verði einnar, bundnar í geit og hægt að nota sem harmóníku ef maður er illa læs. Bækur fyrir bókasafnara og bækur fyrir þá sem vilja gefa konunni eitthvað flott ! Örugglega bók fyrir áhugamenn um íslamska byggingalist sem er skemmtilegri en íslamlistísk niðurrifslist, sem við heyrum einatt meira um.

geitabók

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þessi saga mín var aðeins frásögn frá Kaupmannahöfn. Bókin sem ég greindi frá er ekki gefin út af múslimum, en mönnum sem hafa áhuga á sögu og menningu íslamskra landa. Er það bara ekki hið besta mál? Forlagið Vandkunsten hefur meira að sega gefið Kóraninn út á dönsku, þótt það sé vart í þökk heittrúaðra sem aðeins segjast lesa hana á arabísku. Í danska Kóraninum geta Danir væntanlega lesið allt það ljóta sem bókin geymir. Heldurðu að bókin Al Azhar geti verið hættuleg veikgeðja fólki?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.7.2007 kl. 02:44

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bókin er meinaskaðlaus sýnist mér og á dönsku. Ég tel ekki að ég sé í hættu ef ég les hana.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband