4.4.2012 | 22:01
Den Hass im Grass findet man auch in Island
Günter gamli Grass hefur gert það aftur. Hann hefur gefið út einhvern óskapnað um Ísrael í bundnu máli sem hann kallar Það sem segja þarf. Ljóðið birtist í Süddeutsche Zeitung. Það sem Grass gamla, sem lengi leyndi innskráningu sinni í SS-sveitir Hitlers, er nú á hjarta, er illska Gyðinganna í Ísrael. Hann skrifar: Af hverju beið ég þangað til nú í elli minni með þessa síðasta dropa af bleki til að segja: Kjarnorkuveldið Ísrael setur heimsfriðinn, sem er þegar viðkvæmur, í hættu.
Svarið við því er ljóst. Fyrst var Grass upptekinn í vinnu hjá þeim sem myrtu gyðingana, svo var hann upptekinn við að leyna fortíð sinni í þjónustu Hitlers, og nú, þegar hégómalegar skýjaborgir tvískinnungs hans og samtímamanna hans í veruleikafyrringunni eru fallnar er hann nær elliær farinn að minnast þess sem hreif hann áfram er hann var ungur og hraustur. Það var því miður hatur.
Grass (t.h.) árið 1944 þegar hann var í vinnusveitum Luftwaffe, áður en hann gekk í SS
Nóbelverðlaunaskáldið Grass hefur ekki beint uppskorið lárber í Þýskalandi fyrir þetta pólitíska ljóð sitt. Sendiráð Ísraels í Þýskalandi hefur gefið út fréttatilkynningu sem einnig kallast Það sem segja þarf, þar sem sendiráðið skrifar: Það sem segja þarf, er að það er evrópsk hefð fyrir því að ásaka gyðinga fyrir trúarleg morð fyrir páskahátíð. Fyrr á tímum var það blóð kristinna barna sem gyðingar áttu að hafa notað í ósýrðu brauðin, en í dag á það að vera íranska þjóðin sem Ísraelska ríkið ætlar að útrýma. Það verður einnig að segja, að Ísrael er eina ríkið í heiminum sem menn draga opinberlaga í efa að hafi tilverurétt. Það var einnig tilfellið á stofndegi ríkisins og er enn upp á teningnum. Við viljum búa í friði með nágrönnum okkar á þessu svæði. Og við erum ekki tilbúinn að taka á okkur það hlutverk sem Günter Grass reynir að setja okkur í sem hluta af viðleitni þýsku þjóðarinnar að gera upp við fortíð sína.
Samtök gyðinga í Þýskalandi hafa kallað ljóðið árásagjarnt áróðursverk. Ruprecht Polenz formaður utanríkismálanefndar Þýskalands, sem er samflokka Angelu Merkel, tjáði Mitteldeuthce Zeitung, að meðan Grass væri stórfenglegur í bókmenntunum "þá ætti hann í stökustu erfiðleikum í hvert sinn sem hann gerði athugasemdir um stjórnmál og tæki þá oft skakka hæð í pólinn". Ja, hvers er hægt að vænta af manni sem hefur bæði verið meðlimur í SS og Nóbelsverðlaunahafi?
Formaður PEN samtakana í Þýskalandi Johano Strasser hefur hins vegar lýst stuðningi sínum við fyrrverandi SS-liðann Grass.
Henryk Broder, þekktur fjölmiðlamaður í Þýskalandi, sem er gyðingur og Íslandsvinur, birti athugasemd í Die Welt í dag. Broder skrifar: Grass hefur alltaf verið með vandamál varðandi gyðinga, en hann hefur aldrei komið eins vel orðum að því vandamáli eins og í þessu "ljóði".Broder skrifar einnig að Grass hafi alltaf haft tilhneigingu til mikilmennskubrjálæðis, en að nú sé hann orðinn algjörlega ruglaður. Broder bendir einnig á að Grass hafi í viðtali við ísraelska blaðamanninn Tom Sevev árið 2011 talað um að 6 milljónir þýskra hermanna hafi verið útrýmt af Rússum eftir Síðari Heimsstyrjöld. Sú tala er afar umdeild og er vitaskuld ætlað að vera bein samlíking við fjölda gyðinga sem voru myrtir í Helförinni. Broder skrifar einnig, að Grass sé "prótótýpa (frumgerð) hins vel menntaða gyðingahatara.
Broder benti árið 2006 á, að Grass gerði ekki greinarmun á landamærum Ísrael árið 1948 og 1967 líkt og Mahmoud Ahmadinejad i Íran, sem leynir því ekki að hann hefur þá ósk heitasta að útrýma Ísraelsríki.
Það eru líka til margir Íslendingar sem ekki gera greinarmun á landamærum í Miðausturlöndum árin 1948 og 1967. Þar að auki þylja margir þeirra upp andgyðinglegt rugl frá 17. öld í kirkjum landsins og ríkisútvarpi, jafnvel þótt þeir hafi svarið og sárt við lagt að þeir væru trúleysingjar.
Það eru líka til stórskáld á Íslandi sem þurfa að atast í gyðingum, sem reyndar ekki voru gyðingar. Hannes Pétursson, íslenskt stórskáld, gaf nýlega út ævisögu þar sem hann segir frá Albert Volker Lindemann sem rak um tíma gistiheimilið í Varmahlíð í Skagafirði. Hannes Pétursson gefur í skyn að Lindemann þessi hafi verið barnaníðingur og hafi hrökklast burt úr Varmárhlíð og af landi brott vegna samkynhneigðar sinnar (sem var líklega orsök þess að hann flýði frá Þýskalandi nasismans). Hannes Pétursson er líka búinn að gera hann að gyðingi, þótt það hafi Lindemann aldrei verið. Það er ekki nóg með að Hannes reyni að setja barnaníðingsmerkið á enni manns, án nokkurra haldbærra raka, heldur fær Lindemann einnig gyðingastjörnuna í ofanálag.
Hatur hinnar svokölluðu "menningarelítu", þess fólks á vinstrivængnum, sem telur að það sé betra en annað fólk, fróðara, víðsýnna og umburðarlyndara, er nú almennt fyrirbæri í Evrópu. Hatrið gagnvart Ísrael er hreint og vopnabræðurnir í hatrinu eru öfgamúslímar sem vilja myrða og útrýma gyðingum, vestrænni menningu og öllu því sem við köllum almenn mannréttindi.
Er það nema von að fyrrverandi SS-menn og afdalafólk á Íslandi skrif ljóð og minningar þar sem skúrkarnir eru gyðingar. Þetta rótgróna hatur virðist vera eins og lífselexír fyrir áðurnefnda "elítu". Hún nærist á aldagömlu hatri.
Sjá frétt á ensku á Der Spiegel hér og fyrri færslu um Grass hér
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Gyðingahatur, Ómenning | Breytt 11.4.2012 kl. 13:44 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Er þitt þýska hatur hvorugkyns? LO
Lydia Ogólna (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 06:50
Ég er hvorki þýskur né með hatur. Gress er hins vegar þýskur og er með hatur. Hvort það er "neutralt" (eða hvorugkyns) veit ég ekki.
Hver ert þú Lydia Ogólna og varstu kannski að nota Google translate? Það dugar ekki alltaf á íslenskuna.
Þýðir ekki Ogólna, almenna, eða venjuleg, eins konar Edna Average eða Meðaltals Gudda?
En þegar rætt er um þýskt hatur, þá ber að minnast að hatur Pólverja í garð gyðinga er ljótt, grimmt og gamalt og ég hef séð það með eigin augum í Póllandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2012 kl. 07:36
Vilhjálmur - þú verður að fara að greina á milli gyðinga og síonista. Það eru ekki allir gyðingar síonistar og ekki allir síonistar gyðingar. Gagnrýni á Ísrael er f.o.f. gagnrýni á síonismann en þú kýst að kalla það gyðingahatur. Það er hið sínoiska Ísrael sem er vandamálið, og það er vegna þess að síonismi er ólýðræðisleg kynþáttastefna og er í grunninn nýlendustefna. Vondur kokteill þar á ferð.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.4.2012 kl. 14:29
Andsíonismi eru bara aðrar pakkningar fyrir anti-semtítimsa, gyðingahatur. Þeir sem eru andsíonistar hata á sama hátt og gyðingahatarar, við sjáum það við botn Miðjarðarhafs, þar sem menn endurnota teikningar úr nasistableðlum frá fjórða áratug síðustu aldar til að segja skoðun sína á Ísrael og gyðingum. Hamas vill drepa alla gyðinga, og það vilja öfgamúslímar um allan heim og aðsoðarmenn þeirra, t.d. fyrrverandi Pol Pot aðdáendur á Íslandi, eins og þú.
Hið síoníska Ísrael er ekki vandamál í heimi þar sem þjóðum er slátrað af þjóðhöfðingjum og valdaklíkum í kringum landið. Síonismi er stefna sem reyst hefur eina frjálsa ríkið á þessum slóðum og ætti að vera öfgaaröbum og stuðningsmönnum þeirra til eftirbreytni. Stundum er hægt að læra í stað þess að hata.
Grass er ekki bara andsíonisti. Hann er búinn að sýna það á ævinni sem SS-liði og Ísraelshatari, að hann hatar gyðinga af öllu hjarta. Hann fer bráðum á vit foringja síns í helvíti og mun Hitler örugglega taka vel á móti þessum róttæka stuðningsmanni sínum sem er miklu verri gyðingahatari en margir þeirra vitleysinga sem í dag eru kallaðir nýnasistar. Grass er gyðingahatari með hærri greindarvísitölu. En hatrið er alltaf samt við sig.
Þú nefnir kynþáttastefnu. Þekkir þú kynþáttahyggju araba, t.d. gagnvart svörtum múslímum? Hvaða nýstofnaða ríki, sem Össur Skarpi í Utanríkisráðuneytinu styður, vill ekki að gyðingar búi í landi sínu? Jú, Palestína. Hver var að tala um kynþáttastefnu. Þér ferst, þú gamli aðdáandi fjöldamorðingjans Pol Pots.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2012 kl. 16:02
Hver sem Lydía er, kann hún ágætlega íslensku. Þýskan þín mætti hins vegar vera betri. Hatur er kk. á þýsku (der Haß), hér í þf.: "Den Hass im Grass findet man auch in Island". Hvað sem líður fortíð Grass, sem var skikkaður í herinn 17 ára, (þegar heilu skólarnir voru skikkaðir til að bjóða sig fram sem "sjálfboðaliða"), hafa fáir lagt eins mikið af mörkum við að neyða Þjóðverja til að horfast í augu við nazistatímann og einmitt hann. Ég er hræddur um að þriðja-heims rómatík og antí-ameríkanismi, frekar en andúð á Gyðingum, skýri þessi gönuhlaup hans á gamals aldri.
Sæmundur G. Halldórsson , 5.4.2012 kl. 16:22
Alveg sammála þér Vilhjálmur um að svokallaður andsíonismi er sjaldnast annað en gamalt gyðingahatur í nýrri pakkningu, með þeim nýju formerkjum þó, að með honum taka menn stöðu gegn þeim sem litið er á sem ofurafl (Ísrael með stuðningi BNA) gegn hinum fáu og smáu Palestínumönnum. Og gleyma því að Ísraelar eru færri en Danir, hafa þurft að heyja öll sín stríð einir, (þó þeir hafi fengið fé og vopnasendingar, en þó ekki fyrstu áratugina). Á móti sér hafa þeir allan Arabaheiminn (22 ríki, rúmlega 200 m. manna), alla múslima heimsins (1000 m.+) og flesta "réttþenkjandi" vinstrimenn á Vesturlöndum.
Henryk M. Broder er frábær. Við ættum að kynnast honum betur (með þýðingum t.d.).
En hvar kemur þetta svæsna gyðingahatur fram hjá Grass? Ég veit að hann hefur hin síðari ár leyft sér að skrifa um þjáningar almennra borgara í Þýskalandi í stríðslok (milljónir létu lífið, 14 milljónir voru hraktar úr heimkynnum sínum, 2 m. létust á flótta). Grass er einn þeirra fjölmörgu sem hröktust endanlega úr heimkynnum sínum (Danzig "Gdansk"- Hinterpommern-Kaschubien). Þau örlög eru kjarninn í verkum hans.
Sæmundur G. Halldórsson , 5.4.2012 kl. 16:38
Þetta er fremur sjúkt hjá þér Vilhjálmur. Það verður svo áfram þar sem þú ert síonisti og sú stefna er fjandsamleg venjulegu fólki líkt og kommúnisminn og fasisminn. Svo er það fremur skammgóður vermir að hyggjast „bæta böl með því að benda á eitthvað verra“ eins og þú gerir oft.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.4.2012 kl. 18:11
Hvar er t.d. stuðningur þinn við fólkið sem Súdanar slátra, Týri? Þú velur þér frekar óverðug gæluverkefni. Engar tilfinningar til fórnarlamba Pol Pots? Það er markt sjúkara en stuðningur við eina frjálsa ríkið í Miðausturlöndum.
Þakka Samy. Nú bið ég Lydiu bara afsökunar. En nienawiść, hatur á pólsku er hvorugkyns, þó það hafi mest verið beint gegn gyðingum.
Það sat í mér að þýska hatrið væri hvorugkyns. Hatur er miklu betra karlkyns, því konur hata eins og kunnugt er ekki eins mikið og karlar.
Flestir Þjóðverjar eru búnir að gera betur upp við stríðsfortíð sína en margar aðrar þjóðir, t.d. Pólverjar. En það er enn gyðingahatur í Þýskalandi. Þörfin á því að hatast út í gyðinga er enn sterk. En sem betur fer er skynsemin sterkari í Þýskalandi og menn hafa lært af fortíðinni, en greinilega ekki elítuhippar eins og Grass. "haturinn" hans er sterkur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2012 kl. 18:49
"Þjóðverjar munu aldrei fyrirgefa Gyðingum Auschwitz". Heinrich M. Broder.
Sæmundur G. Halldórsson , 5.4.2012 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.