Leita í fréttum mbl.is

Úrskurður A-364/2011

Á Stöng 1992

Ég hef áður (hér, hér og hér) greint ítarlega frá skoðanakönnun sem Fornleifavernd ríkisins gerði árið 2009. Í henni var tilkynnt að rannsóknir stofnunarinnar á kostnaði við endurreisn og byggingu aðstöðu við Stöng í Þjórsárdal sýndu, að slíkar framkvæmdir myndu kosta 700.000.000 króna. Já þið lesið rétt 700 milljónir króna!

Þegar ég spurðist fyrir um þessa tölu hjá stofnuninni var sagt að talan byggði á útreikningum fornleifafræðinga, arkitekta og verkfræðinga. Ég bað um aðgang að þessari úttekt en var synjað. Málið var kært í Menntamálaráðuneytið og var þaðan vísað til Úrskurðarnefndar um Upplýsingamál í Forsætisráðuneytinu þ. 15. nóvember 2010.

20110330132202481
Kristín Sigurðardóttir og Katrín Jakobsdóttir á góðum degi.
Myndin efst er frá rannsóknum á Stöng sumarið 1992

 

Nefndin hefur nú komist að niðurstöðu sem er því miður synjun á að ég geti fengið aðgang að því skjali sem ég bað um. Það þykir mér miður, því mig langaði að vita hvaða fornleifafræðingar, arkitektar og verkfræðingar voru að vinna að skipulagi á Stöng, án þess að draga mig, atvinnulausan fornleifafræðinginn, sem rannsakað hef í mörg á Stöng, inn í vinnuna. Þótt mér sé synjað um aðgang að gögnum, er svar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál svo greinargott, að innihald skjalsins sem ég bað um er nokkuð ljóst. Einnig er ljóst, að forstöðumaður Fornleifaverndar hefur farið með ósannindi og jafnvel gagnvart lögfræðingi sínum, sem ekki virtist hafa allar upplýsingar um málið. Útreikningar forstöðumanns stofnunarinnar Kristínar Sigurðardóttur og slakleg, ótrúverðug og vítaverð vinnubrögð hennar og samverkafólks hennar dæma sig sjálf, því Kata litla á Sölvhóli mun örugglega ekki gera það á næstu 5 vikum. Þær upplýsingar sem Úrskurðarnefnd um Upplýsingarmál veita í úrskurðinum segja þó mikið, þó svo að haldið sé fast í að ódagsettur pappír upp á eina og hálfa síðu sé vinnuskjal . Ein og hálf síða í heilar 700.000.000. Og svo er menn að tala um bankana.

Hér er brot úr úrskurði nefndarinnar og hér má lesa hann í heild sinni:

"Skjal það sem Fornleifavernd ríkisins hefur afhent úrskurðarnefnd upplýsingamála, og segir vera eina skjalið sem tengist beiðni kæranda um aðgang að gögnum, er á einni og hálfri blaðsíðu (A4). Skjalið ber yfirskriftina vinnuskjal, er handritað og ódagsett. Efst á skjalinu eru skammstafanir sem vísa til mannanafna og sýnist þar vera um að ræða starfsmenn stofnunarinnar, sbr. heimasíðu hennar þar sem nafna starfsmanna er getið. Úrskurðarnefndin telur þannig óhætt að byggja á því að skjalið sé ritað af starfsmönnum stofnunarinnar til eigin afnota hennar en ekki af aðilum ótengdum henni.  Skjalið sýnist vera afar lauslega unnið og uppsett, og í sumum greinum er erfitt að átta sig á efni þess. Talan 700 milljónir kemur þar hvergi fram en með góðum vilja mætti hugsanlega tína til tölur í skjalinu og leggja þær saman þannig að þær nálguðust að vera 700-800 milljónir. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framansögðu ótvírætt að skjalið sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4 gr. upplýsingalaga nr. 50/1996."

Kæru starfsmenn Fornleifaverndar ríkisins, þið AS, GB, ISK, KM, MAS, SB, SUP, SHG, UÆ og ÞH, einhver ykkar vann það vinnuskjal sem mér er synjað um. Með allri virðingu fyrir ykkur, sem ekki komuð að þessum makalausu starfsaðferðum, þá ættuð þið sem unnuð með Kristínu Sigurðardóttur að þessu fáránlega mati að skammast ykkar. 700.000.000 krónur er einfaldlega ekki upphæð sem fengin er með að krota punkta á eina og hálfa blaðsíðu. Að minnsta kosti ekki í siðmenntuðu ríki. Trúverðugleiki stofnunar ykkar er að mínu mati 0,0 og það þarf ekki mikla útreikninga til að komast að þeirri niðurstöðu. Það versta er, að sum ykkar tókuð einnig þátt í að grafa undan kollega ykkar, sem stundað hefur rannsóknir á Stöng og sem reynt reynt hefur að framkvæma viðgerðir á Stöng og sem hefur komið með raunhæfar tillögur að því sem gera skal til að vernda einn af merkustu fornminjastöðum á Íslandi. Ég kann ykkur ekki neinar þakkir fyrir að leika útrásarvíkinga á einni og hálfri A4 síðu á kostnað skattborgaranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Starfsemi stofnana á Íslandi hefur alltaf verið hulið leyndarhjúpi og þá sérstaklega ef málin eru vandræðaleg fyrir viðkomandi. Því miður er engin sjáanleg breyting þar á næstunni, svo ÞÖGGUNIN er búin að festa sig varanlega í sessi. Segi sama og stjórnvöld, LIFI GAGNSÆIÐ. Kv.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 08:58

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þöggun og ógegnsæi er aðeins þegar mál eru svo spæjuð að ekki er hollt fyrir gangrýnar sálir og venjulegt fólk að heyra um þau. Lokun á aðgengi í opinber gögn er oftast vegna þess að eitthvað þarf að fela. En mér finnst Úrskurðarnefnd nú hafa teygt sig mjög langt og ég treysti því að lýsing þeirra á þessu ómerkilega vinnuskjali upp á 700.000.000 sé nokkuð haldgóð.

Annars held ég að ógegnsæið sé eftir að verða meira á Íslandi á næsu árum, sérstaklega ef menn eru svo vonlausir að þeir velja inngöngu í ESB.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.4.2011 kl. 12:06

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi æfing Fornleifaverndar minnir helst á samskiptin innan Glitnis fyrir fallið, þegar fyrirtækjaráðgjöf spurði bankastjórann:

"hvers vegna bankinn láni ekki Pálma Haraldssyni bara tvo milljarða til að koma fyrir á Cayman-eyjum áður en hann fari á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith-æfingu".

Vinnubrögðin álíka absúrd og ógagnsæ. Og viðhorfið til meðferðar á almanna fé það sama eins og þessi klippa úr úrskurðinum sýnir.  

"Skjalið sýnist vera afar lauslega unnið og uppsett, og í sumum greinum er erfitt að átta sig á efni þess. Talan 700 milljónir kemur þar hvergi fram en með góðum vilja mætti hugsanlega tína til tölur í skjalinu og leggja þær saman þannig að þær nálguðust að vera 700-800 milljónir"

Fornleifavernd er greinilega enn í 2007-gírnum og nýtur verndar menntamálaráðuneytisins.

Ragnhildur Kolka, 27.4.2011 kl. 12:08

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ógeðslegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 20:17

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þrátt fyrir hlutdrægt álit þá átt þú að geta stefnt þeim á grunni upplýsingalaga. Það má ekki leyna því hverjir unnu þessa útreikninga og seldu ráðgjöf. Það er bara klingjandi klárt.

Í fjórðu grein stendur um vinnuskjöl:

"...þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá;..."

Er þetta eitthvað flókið?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 01:07

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður, Jón Steinar.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband