Leita í fréttum mbl.is

Arnaldur í Amsterdam

Arnaldur í Amsterdam

Arnaldur Indriđason ofsćkir mig í löndum Evrópu. Hvert sem ég fer rekst ég á hann. Í vor var ég i Berlín og greindi frá fundum okkar ţar. Sjá hér. Nýlega kom ég til Amsterdam međ lest frá den Haag, ţar sem ég reyndi ađ greiđa upp Icesave skuldina, og hver ćtli hafi stađiđ og tekiđ á móti mér í borg forfeđra minna? Auđvitađ enginn annar en Arnaldur Indriđason - á auglýsingaskilti á besta stađ á girđingu kringum síkjaframkvćmdir viđ Damrak.

Í auglýsingunni stóđ: Wat een goede schreiver, og er ţađ haft eftir einhverjum gagnrýnanda á dagblađinu Het Parool. Ţetta skilst, en fyrir ţá sem ekki skilja esbísku, ţá útleggst ţađ nokkurn veginn svo: En hvađ ţetta er góđur rithöfundur. Onderstroom mun vera ţýđing á glćpareyfaranum Myrká, sem ég hef ekki lesiđ.

Óska ég Arnaldi til hamingju međ ađ vera kominn út á einu versta hrognamáli ESB. Aldrei var Laxness svo vel auglýstur, ađ hann vćri settur upp á girđingu í miđborg Amsterdam.

Hugmynd: Er ekki nóg ađ Hollendingar fái Arnald, og afskrifi síđan Icesave-skuldirnar?

Onderstroom

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sendum ţeim frekar Hallgrím Helgason.

Ţegar ţeir hafa kynnst frođunni úr honum munu ţeir ekki óska eftir frekari sendingum frá Íslendingum.

Ragnhildur Kolka, 2.8.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ja, honum myndi nú aldeilis líka lífiđ ţarna suđur af lestarstöđinni og norđan viđ Oudekerk.  Ţar eru menn rauđir eins og hann og margir ađ selja sig.

Ég er ekki frá ţví ađ ég hafi séđ Halla í Amsterdam hér um áriđ, međ sinn skrítna hatt og sérstćđa höfuđlag.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.8.2010 kl. 12:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband