Leita í fréttum mbl.is

Hitti Arnald í Berlín

Índrídasohn 2

Nýlega var ég á huggulegheitatúr í Berlín. Fór ţar međal annars inn í margar bókaverslanir, ţegar ég var ekki á söfnum, á tónleikum í fílharmóníunni, eđa bara ađ borđa fisk á frábćrum fiskistađ í KaDeWe. Berlín er mögnuđ borg. Mér líka alltaf betur og betur viđ hana.

Arnaldur, eđa „Índrídasohn" eins og han nefnist á ţýđversku, er stór í Berlín og var t.d. í síđustu viku á forsíđu blađs bókakeđjunnar Hugendubel, og er tveggja blađsíđna viđtal viđ hann í blađinu. Ég sem hélt ađ Ţjóđverjar lćsu ekki krímí. Sérstaklega ekki í borg, ţar sem morđiđ á milljónum manna var skipulagt. Der Alte og lögregluhundinum Rex frá Vín, hafa sýnt okkur ađ morđ eru enn framin upp á ţýsku og ţýskumćlandi mönnum líkar einnig viđ íslensk ódćđi og óhćfuverk af bók.

Ég verđ nú ađ viđurkenna, ađ ég hef aldrei lesiđ stafkrók eftir Arnaldo, sem ég kannast viđ frá menntaskólaárunum. Ţau kynni taka nú ekki úr mér kjark viđ ađ lesa hann, en ég fć einfaldlega ekki kikk út úr krimmum. Heimurinn er svo fullur af morđingjum og illmennum, ađ mađur ţarf bara ađ hlusta á fréttirnar. Ţar er nógur glćpur fyrir mig, og stjórnmálin á Íslandi...  

En ţar sem Arnaldur á Stöđinni var á forsíđu ­ţýsks verslunarblađs, eins og ódýrt gestarúm í Ikea-bćklingi, keypti ég kiljuna Tödliche Intrige, sem er nćrri bein ţýđing á stórverkinu Bettý, sem ég hafđi reyndar aldrei heyrt um, og sýnir ţađ hve ómenningalegur ég er ţegar ađ morđbókmenntum kemur.

Ég byrjađi ađ lesa í Tödliche Intrige í rútu, sem viđ ţurftum ađ taka til Kaupmannahafnar vegna hryđjuverkastarfsemi náttúrunnar á Íslandi. Ég veit ekki hvort ţađ voru óţćgileg sćti í rútunni eđa leiđinlegur texti sem gerđi, ađ ég náđi ađeins til bls. 20. Ţađ gćti líka veriđ ţýskukunnáttan. Ekki útiloka ég heldur lesturinn hafi stöđvast vegna sterkrar ópíumlyktar af Pakistana nokkrum, sem sat fyrir aftan okkur. Hann talađi mikiđ viđ finnska konu, sálfrćđing, sem hafđi strandađ í Berlín. Sá pakistanski sagđi finnsku konunni ađ hann ćtti veitingastađ á Oranienburgerstrasse á Kreuzberg. Oranienburgerstrasse er bara einu sinni ekki á Kreuzberg, svo ég var viss um ađ sá Pakistanski var alls ekkert frá Berlín frekar en ég. Krimmafantasían fór á stađ í heilanum á mér: Hann var líklegast nýkominn frá Pakistan međ fulla tösku af góđgćti handa dönskum fíklum. Enginn tollur, engin landamćravarsla, eintómt Schengen alla leiđ til Mandalay. Kannski var glćpur í uppsiglingu í rútu frá Berlín til Kaupmannahafnar? Minn innri hasshundur segir mér ţađ. Fók mun deyja af overdosis af ólyfjan Pakistanans í rútunni og síđar í bókinni Tödliche Intrige von Índrídasohn.

Ég spái ţví ađ ég verđi búinn međ Tödliche Intrige sumariđ 2020, ef ţetta heldur svona áfram. En ég studdi ţó listirnar međ ţví ađ bćta tveimur sentímetrum af Índrídasohn á ţýsku viđ lengd bókasafns míns.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ástćđulaust ađ hengja haus, ţetta hefur ekkert međ menningarlegheit ađ gera. Enginn hefur enn komist í gegnum Bettý og ţess vegna ríkir ţöggun (nýjasta tískuorđiđ) um hana. Langlélegasta bók Arnaldar og ţó víđar vćri leitađ.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2010 kl. 00:12

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţađ var ómenningalegt hjá mér ađ taka einmitt Bettý. Ég lét glepjast af kápumyndinni og ţýska titlinum. Nú verđ ég ef til vill eini lesandi Arnaldar, sem les bókina ađ fullu, og ţađ á ţýsku. Jaaaa wohl. Ţađ verđur kannski saga til Frankfurđu, ţar sem Ísland verđur heiđursland á bókamessunni á nćsta ári. Ţar verđur hćgt ađ setja mig í glerbúr, ţar sem ég sit og les síđustu síđurnar af Tödliche Intrige.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.4.2010 kl. 05:17

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţöggun. Kann vel viđ ţađ orđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.4.2010 kl. 05:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband