Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Súpulækningar á sunnudegi

Grísk sítrónusúpa

 

Nú langar mig að slá á léttari nótur. Ég hef dáðst mikið af þessu bloggi og varla haldið munnvatni. Eigandinn er medicus og heitir Ragnar Freyr Ingvarsson. Hann er, fyrir utan að vera læknir, fagurkeri og sælkeri. Það hélt ég að væri ekki hægt. Hélt að mönnum yrði bumbult eftir að hafa gramsað í og á mannslíkamanum allan daginn í vinnunni. Þetta frístundaátak Ragnars er nokkuð í stíl lækna og lærðra á Grikkland, Ítalíu og víðar til forna. Cato gamli og Scipio lögðu t.d. mikla áherslu á lækningamátt káls. Læknar araba og gyðinga á miðöldum töldu að með réttu matarræði kæmust menn í veg fyrir sjúkdóma. Kínverskir læknar voru á sömu línu gegnum árþúsundin. Sjáið svo hve margir Kínverjar eru orðnir. Ragnar verður að koma þessum mætti matarræðisins til skila við sjúklinga sína.

Fyrir allmörgum árum kynntist ég heiðursmanni að nafni Nicholaos Stavroulakis á eyjunni Krít og hef skrifað lítillega um hann í danska tímaritið Udsyn. Stavroulakis er gyðingur, list- og fornleifafræðingur o.s.fr. Hann stofnsetti safn gyðinga í Grikklandi og endurbyggði eitt af samkunduhúsum gyðinga, Etz Hayyim, í Chania á norðvesturströnd Krítar. Hér getið þið fræðst um það merkilega starf sem hann hefur unnið þar. Stavroulakis hefur, fyrir utan svo margt annað, gefið út nokkrar matreiðslubækur, t.d. frábæra bók sem heitir: Cookbook of the Jews of Greece. Cadmus Press, PA 1986, sem ég náði í fyrir mörgum árum og hef notað mikið.

Etz Hayyim Chania2

Brúðkaup í samkunduhúsinu í Chania. Þúsundþjalasmiðurinn Stavroulakis ber bænasjal og græna kollhúfu.

Hér er ein sefardísk uppskrift (upprunnin úr eldhúsum gyðinga sem flýðu frá Spáni um og efter 1492) frá Saloniku, sem mig langar að deila með ykkur: 

Soupa de huevos y limon (Avgolemon) 

1 stór kjúklingur

safinn úr 2-3 sítrónum

1 bolli af hrísgrjónum

2 laukar

3 egg

1 tsk. hveiti

salt og pipar

hökkuð steinselja

Hreinsið kjúklinginn vandlega og setjið í stóra grýtu og setjið í vatn svo það fljóti yfir kjúklinginn. Hakkið laukana fínt og setjið líka í grýtuna. Fáið suðuna upp og látið svo sjóða í um 10 mínútur. Fjarlægið þvínæst froðu og fitu af yfirborði soðsins. Látið svo kjúklinginn sjóða (malla við vægan hita í klukkustund, eða þangað til hann er vel soðinn. Þá er hann fjárlægður úr soðinu og settur á disk og kreist yfir hann örlitlum sítrónusafa. Seinna er hann skorinn í bita og borinn fram sem annar réttur á eftir súpunni, en einnig er hægt að setja bita af honum í súpuna þegar hún er tilbúin.

Í soðið eru nú sett hrísgrjón. Á meðan þau sjóða, eru eggjarauðurnar hrærðar í skál saman við hveitið og í það er settur sítrónusafinn, saltið og piparinn. Þessi blanda er hrærð í skálinni í vatnsbaði við vægan hita. Það þarf stöðugt að hræra blönduna, meðan bætt er við örlitlu af soði kjúklingsins. Úr þessu á  verður eins konar sósa. Eggjahvíturnar er þeyttar stífar og hrærðar varlega í sósuna og þetta látið kólna, áður en þessu er hellt niður í soðið. Þegar það hefur verið gert, má aðeins halda súpunni heitri og EKKI  láta suðuna koma upp. Hellið hakkaðri steinselju yfir og berið fram með sítrónusneið fyrir þá sem vilja þetta súrara.

Þetta er svo borið á borð með góðu brauði.  Súpa þessi er einstaklega góð við kvefi. Kjúklinginn er, eins og áður segir, hægt að borða á eftir, eins og hann er, með góðu salati, löðrandi í góðri grískri olíu, ólívum etc. Og ef það er helgi geta menn búið til eftirrétt úr möndlum með 12 stjörnu Metaxa. Færri stjörnur mega það ekki vera.

Kalimera!


Við lifum alltaf á Klámöld

Ég hef, sem Íslendingur búsettur erlendis, fylgst nokkuð áhyggjufullur með ofbeldinu sem virðist hafa færst í aukana heima á Fróni. Þetta var örugglega ekki svona í gamla daga? Svo er það allt klámið, barnaklámið, nauðganirnar og nú klámráðstefna á landinu hreina. Í dag las ég um íslenskan klámjöfur, Westuríslending, sem hreinlega skammast sín fyrir uppruna sinn vegna neikvæðra viðbragða við ráðstefnunni á Íslandi.  willendorfervenus 

 

Einu sinni var þetta örugglega klám! Fyrir svona rúmum 20.000 árum. Klám er afstætt fyrirbæri í tíma og séstaklega rúmi.  Ég held ekki að neinn andmæli mér, þegar ég held því fram að klám er notað alveg eins mikið á Íslandi og alls staðar annars staðar, nema vera skyldi í Norður Kóreu (þó ég hafi ekki haft tök á því að kynna mér það). Ekki á ég verðbréf í klámiðnaðinum og sæki ekki klámráðstefnur sem hér í Danmörku eru árlegur viðburður. Ég get ekki séð, hvernig einhver ráðstefna erlendra klámkaupmanna á Íslandi misbjóði blygðunarkennd nokkurs manns. Kastið fyrst steini að klámbúllunum og dansstöðunum, sem fyrir eru í eigu Íslendinga. Oft er gott er að líta í eigin barm frekar en á aðra.

Upptökur á eðlunarmyndum af mannfólkinu er örugglega afar leiðinlega atvinna. Ef sú iðja varðar við íslensk lög, getur löggan bara handsamað fólk, sem fer í sleik við Gullfoss og hefur samfarir við Geysi og vísað þeim úr landi. Við búum í lýðræðisríki og virðum lög. Bjóðum því klámkalla og –kerlingar velkomin, en gerum þeim ljóst, að lög á Íslandi banna þeim að hafa verklegar framkvæmdir nema í hjónasænginni, bak við gardínur og læstar dyr og að það sé synd að gera það uppi á fjöllum og á förnum vegi. Hvað gæti sauðkyndin ekki haldið? Við megum ekki missa sérstöðu okkar á meðal þjóðanna!

Nærföt hryðjuverkamannsins

 

 Nærföt hryðjuverkamannsins

Þegar verið er að ræða um tísku. Hvað finnst ykkur um þetta lúkk, nærföt hryðjuverkamannsins? Þetta var afar vinsælt á Norðurbrún (Nørrebro) síðastliðið sumar


Meira um tísku

Þegar ég hafði rétt lokið síðustu innfærslu helltist yfir mig grunur um að ég gæti hugsanlega hafa vaðið í villu í fyrri skrifum mínum. Nýlega fræddi ég mbl-bloggara um íslenskar frúr sem fóru í sínu fínasta pússi til Antwerpen anno Domini 1521.

Hægan, hægan, hvað nú ef þetta voru karlar í kvenklæðum? Gott að ekki voru til B&O verslanir í den tíð. Íslendingar hafa alltaf þurft græjur.

Fru eða Herra

Þorleifur eða Guðríður ?


Óla kjóli bannað að kaupa B&O græjur

Ole Kjole

Nú er illt í efni. Að minnsta kosti ef maður heitir Óli. Ole Steen Mortensen, kallaðu Kjole Ole, hefur safna Bang & Olufsen græjum í háa herrans tíð.  Óli hefur keypt allt milli himins og jarðar, bara ef -það stendur B&O á því sem hann kaupir. En þegar Óli kaupir B&O er hann í kjól. Þann ósóma hefur hann greinilega komist upp með í mörg ár - þangað til að verslun ein með B&O vörur í Viborg neitaði að selja honum B&O græjur - VEGNA ÞESS AÐ HANN GENGUR Í KJÓL.

Jótlands Pósturinn segir frá þessu í dag. Þetta gæti greinilega valdið nýrri árás á Danmörku í löndum þar sem menn ganga t.d. í pilsum. Reiðir Skotar munu brenna dönsk sendiráð og brenna myndir af danska forsætisráðherranum eða hætta að kaupa danskt smjör og B&O.

Kjóla Óli, sem var orðinn úrkula vonar um að mál hans yrði tekið fyrir, er glaður yfir því að mál hans fær nú farsæla lausn. Það er sannarlega bannað að mismuna karlmönnum í kjól í Danmörku, eða konum í karlmannsfötum, fólki án fata, eða kappklæddum. Það er annað sem skapar manninn en fötin.

Mér fynnst pils Óla gasalega smekklegt, en ég hefði nú örugglega valið annað belti, ef ég hefði vitað að ég væri að komast í blöðin.

 


Bænir gefa engan styrk

Truerholl en

Heittrúaðir gyðingar geta margir hverjir hlaupið í spik við lestur, þótt heilinn sé þaulþjálfaður.

Framtaksamur maður í Ísrael hefur opnað heilsurækt fyrir heittrúa gyðinga, þar sem þeir geta losað sig við aukakílóin eða styrkt líkamann - án þess að horfa upp á stinnar meyjar, sem leika sér af huga Adams eins og Lilith forðum, áður en Herrann skapaði Evu.

Þetta er auðvitað eitthvað annað en þegar ég var í öftustu röð í steppi hjá Hrafni og Ágústu. En þá fékk maður nú oft á tíðum opinberun beint upp í andlitið. 

Those were the days.

 


ECCOTI LE MIE SCUSE

berlusconi 

Cara Veronica .. Já, já

Veronica Berlusconi ætti að biðja ítölsku þjóðina, eða að minnsta kosti heimabæ sinn, afsökunar á því að hún giftist þessum trúð, sem stjórnað hefur Ítalíu eins og sirkus. En þarf Veronica að hafa áhyggjur. Sjón er sögu ríkari http://static.twoday.net/peneun/images/berlusconi.jpg Það þyrfti ekki stóran skáp fyrir þetta á typpasafninu á Húsavík.


mbl.is Berlusconi biður konu sína auðmjúklega fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorskur dagsins, og maður

 Allra meina bótÞorskaland

Dr. Jón Bragi Bjarnason er maður dagsins. Hann hefur drepið kvefið og fuglaflensu með þorski, (með smá fyrirvara þó). Geri aðrir betur!!!!

Mér sýnist á öllu að það þurfi að breyta skjaldamerkinu til eldri gerðar.
mbl.is Íslenskt lyf gegn fuglaflensu og kvefi væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalræði

hvalaverðlaun

Norska dagblaðið VG greinir frá því að hvalurinn Snow, sem var með kálfi, hafi verið drepinn af risafarþegaskipinu Dawn Princess. Þetta gerðist reyndar fyrir 6 árum. Í gær var eigendum skipafélagsins, sem á Dawn Princess, gert að punga út 750.000 bandaríkjadölum fyrir morðið á hnúfubaknum Snow.

Kviðdómendur voru allir sammála. Skrúfur farþegaskipsins voru alblóðugar og lögmenn O J Simpsons áttu ekki sjans í málið. Nelson Cohen, ríkissaksóknari í Alaska, skýrði dómsorðið á þá vegu að hvalir væru þjóðargersemar sem yrði að vernda fyrir komandi kynslóðir. “Við verðum að vernda þá gegn glæpsamlegum og óábyrgum verkum mannanna og stórra fyrirtækja”, sagði Nelson Cohen við Fréttastofu AP.

Það er greinilegt að Nelson dómari hefur í hyggju að eignast 10 tonna uppeldisson þarna úti í höfunum. En hvað með Sævar skjaldböku, Bobba marsvín og Tommy túnfisk, sem allir lentu í slæmum árekstri við skip á síðasta ári -  eða alla hina fiskana. Hver hugsar um þá? Hver sér um hagsmuni fjölskyldu Smára smokkfisks? Hvar er manngæskan?

Nelson Cohen fær Hvalinn, verðlaun PostDocsins, fyrir nýjan vinkil á lögfræðinni.

 


Kynlíf

Kynlíf fer hríðminnkandi í Danmörku vegna útrásar Íslendinga

Þetta var frétt að hætti Ekstra Blaðsins – Mun þetta auka lestur bloggsins míns?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband