Færsluflokkur: Dægurmál
16.11.2020 | 06:48
Leðurjakki Faralds Handriðasonar er þjóðarskömm
Það má einhver til með að segja Faraldri Handriðasyni að skítabrúnn leðurjakkinn hans er löngu kominn úr tísku, jafnvel þó hann sé þýskur.
Svo er hann bara of lítill á hann og morðljótur í ofanálag. Það er hreinlega kríminalt að menn sextugsaldri séu í svona stæljakka á almannafæri, nema að þeir eigi almennilegt vélhjól, eða kaskeit eins og Bertolt (Brecht) átti.
Bestsellertar eins og Faraldur hljóta að hafa ráð á betri jakka sem ekki lítur út fyrir að vera úr gerviskinni.
Covid-ástandið hentar ágætlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.1.2019 | 05:32
Samningur DV og Metoo JBH
Afkomendur Gróu á Leiti komumst í feitt nú eftir hátíðirnar. Síðasta flísin af hamborgarahryggnum hafði vart verið skorin af beini, er nýr og feitari göltur hlammaðist upp á fatið. Ef þið eruð í vafa um ættartengslin við heiðurskonuna Gróu, leitiði hana uppi á Íslendingabók. Hafið þið hins vegar á síðustu dögum heilögum kíkt með og blaðrað um ósamlynda fjölskyldu Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, þurfið þið ekki að ómaka ykkur við leit; Þið eruð örugglega komin af maddömu Gróu á Leiti og síra Ólafi Besserwisser eiginmanni hennar.
Sá afkomandi afkomandi Gróu sem þetta ritar, er ekkert öðruvísi en svo margir afkomendur kellingarinnar. Ég er ólmur í svæsnar og söftugar kjaftasögur þegar mér leiðist. Þær staðfesta hve leiðinlegu lífi maður lifir.
Systir Bryndísar spurði mig um daginn á athugasemdasvæði við grein um Jón Baldvin og Fam. hvort ég væri að "perrast með Jóni". Nú er ég svo gamall að ég veit ekki hvað sögnin að perrast þýðir. Orðabækur mínar eru líklega forngripir, því ég finn heldur ekki orðið þar. En við frekari leit á nýrri uppfinningu sem mér var sagt frá nýlega, sá ég að þetta orðskrípi á ekki við um mig. Ég er að bara að lesa "fjölmiðla" gamla heimalandsins míns, og að reyna að raðgreina hvað sé eiginlega að, þegar kolruglað fólk getur stjórnað bönkum, setið á Alþingi orðið ráðherrar og stýrt allri umræðu í landinu. En í landi þar sem ekki fellur á silfur sem hefur verið 1000 ár í jörðu, geta víst ýmis undur gerst.
Þó ég viðurkenni tengslin við Gróu gömlu, er ég er líka komin af fólki sem þótti svo gagnrýnið að því hefur ekki verið neins staðar vært. Þegar ég les kjaftasögurnar á prenti byrja ég sjálfkrafa að detta um alls kyns ósamfellur, þó ég geri mér grein fyrir því að söguhetjan JBH sé vitaskuld helsta ósamfellan í jöfnunni. Á Íslandi er víst aðeins til einn "graðan satírikon" eins og hans sagðist vera í bréfi frá íslenska sendiráðinu í Washington hér um árið, sem er þó ekki skráð í bréfasafn Utanríkisráðuneytisins, þó svo ætti með réttu að vera.
Um daginn gerðist það hins vegar á athugasemdasvæði á DV við grein að einn af meginleikurunum í hinu laaannga tragíkómíska ættardrama Jóns Baldvins Hannibalssonar, að stúlka sú sem hann sannarlega ritaði nokkuð furðuleg bréf þegar hún var komin vel yfir fermingu, birtist í athugasemdunum og sagðist vera með samning við DV. Nokkrum mínútum síðar var greinin horfin af DV og þar með safarík saga um/eftir nafnlausa konu sem átti í ástarsambandi við Jón rektor fyrir Vestan. Nafnlausa konan fékk samkvæmt sögunni eintak af skáldsögunni Lólítu, áritaða af Jóni, sem vitanlega er ekki höfundurinn. Það var hann Nabukov. Sagan á DV greindi frá því að Jón hefði verið barinn af skólapilti fyrir Vestan, sem einnig bar hlýjan hug til nafnlausu konunnar.
Kannski var ég að perrast þegar ég algjörlega óvart sló á þrjá hnappa á tölvunni minni, þá sem á stendur ctrl, alt og prt sc. Ég geri það stundum ósjálfrátt, þegar ég er kominn með ritkrampa og fæ spasma. Ég hef síðan uppgötvað að í hvert sinn sem ég rekst svona á lyklaborðið með fingurna, þá hleð ég niður mynd af skjánum. Þannig er það nú að ég á mynd af þessum athugasemdum við greinina, og athugasemdina, sem hvarf.
Ég spyr mig nú, hvort íslenskri "fjölmiðlar" geri samninga við fólk á Íslandi um safaríkt efni? Ef svo er, vil ég ekkert með þetta hafa, og skila þessari skjámynd af mér til DV, sem kannski hefur týnt þessu og greininni sem hvarf. Mér finnst þetta allt frekar dularfullt og óþægilegt og vill ekkert frekar blandast inn í þessi mál hinnar ósamlyndu fjölskyldu.
Ég óska fjölskyldunni alls hins besta og vona að þau geti komið sér saman um að fara í allsherjar hóptherapíu til að leysa sín einkamál og ættarhöfðingjans. Kannski væri málið að fá skólapiltinn að Vestan til að berja sönsum í þetta slekti. Á meðan getur þjóðin snúið sér að mikilvægari og vitsmunalegri málum fyrir ofan mitti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2014 | 17:41
Bí Bí Sí og sannleikurinn
Það er afar furðulegt að sjá fangavörðinn fyrrverandi, Hlyn Þór Magnússon, tjá sig á BBC. Fyrir nokkrum árum hélt hann því fram á athugasemdasvæði á bloggi, að Karl Schütz hinn þýski hefði verið Gestapo-maður á Ítalíu.
Upphaflega var þeirri bagalegu mýtu fylgt úr hlaði í grein eftir Óttar "Mayday" Sveinsson í DV (http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2937852), þar sem síra Guðjón Skarphéðinsson hélt þessu fram í viðtali við Óttar inn auðtrúa. "Gestapómaðurinn Karl Schütz", sem Guðjón hvað hafa yfirheyrt skæruliða á Ítalíu, var allt annar maður en Karl Schütz sem kom til Íslands. Gestapo-maðurinn hét Karl Theodor Schütz.
Hlynur baðst velvirðingar á ruglinu, þegar ég greindi honum frá þessari meinloku hjá honum, en Síra Guðjón hefur aldrei leiðrétt þau ósannindi sem hann fóðraði einfeldninga í blaðamannastétt með árið 1996, nýorðinn Drottins boðberi á Snæfellsnesi.
Simon Cox, sem gerist hæstaréttadómari á BBC er svo fréttamaður sem er frægur fyrir allt annað en nákvæma eða fágaða fréttamennsku: http://bbcwatch.org/tag/simon-cox/
Dægurmál | Breytt 7.7.2015 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 10:15
Ekki vissi ég heldur að Russel Crowe hefði verið á Íslandi
Fréttastofa RÚV greinir frá manni sem ekki gerði sér grein fyrir því að hjólreiðamaður, sem hann tók upp í bílinn sinn í rigningunni, hafi verið sjálfur Russel Crowe.
Aumingja maðurinn hafði haft hinn eina sanna Russel Crowe i bílnum hjá sér, sagt honum allt af létta um dásemdir Íslands, og ekki gert sér grein fyrir því að sjálfur Russel Crowe hefði setið í bílum hans. Ef ég væri þessi ólánsami maður, myndi ég ekki leyfa neinum manni að sitja í sæti Russel Crowes. Ekki einu sinni konunni minni.
Ekki vissi ég heldur að Russel Crowe hefði verið á Íslandi. Enginn er að segja manni neitt.
Ég set hér við nýja ljósmynd af Russel Crowe í íslensku fánalitunum, sem hann setti á twitter um daginn.
Danir lágu illa í því, og fá engan Russel Crowe í sumar, en láta sig þó dreyma. Steingrímur getur kannski útvegað þeim og öðrum í ESB dálítinn Ben Stiller með íslensku leiðinni:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2012 | 14:08
Saltnámur ríkisstjórnarinnar
Nú er örugglega einhver samsærisklíkan í rétttrúnaðarkirkju ríkisstjórnarinnar sem heldur að of mikið iðnaðarsalt" hafi sprengt botnlangann á Velferðarguðbjarti. Um leið og ég óska ráðherranum góðs bata, er best að slá því föstu að Guðbjartur er ekki fórnarlamb iðnaðarsalts, frekar en nokkur annar Íslendingur. En saltið verður samt örugglega fyrsta mál á þingi eftir jólafrí. Ekkert er mikilvægara en að rugla um sama saltið með mismunandi nafni og pakkningum.
Saltæðið, sem gripið hefur um sig á Íslandi, lýsir íslenskri þjóð afar vel. Það er allt of mikið af velsöltuðum vitleysingum á Íslandi. Ég bloggaði um saltmálið í síðustu færslu minni og reyndi að koma þeim sem vilja í skilning um að iðnaðarsaltið svo kallaðaða, sem nú ærir sumt fólk, veldur ofsjónum og hita hjá enn öðrum, er sama saltið og t.d. Jozo salt sem selt er á Íslandi og sem kemur frá sama framleiðanda, Azko Nobel. Borðsaltið er bara betur sigtað, hefur verið geymt inni, til að það komist ekki raki að því, en "Industrisalt" Azko Nobel inniheldur ekki eins mikið joð og danskt borðsalt sem selt er í verslunum á Íslandi.
Matvælaiðnaður á Íslandi er væntanlega iðnaður og iðnaðarsaltið er gott að nota í þeim iðnaði.
En kannski er matvælaiðnaður á Íslandi ekki iðnaður. Kannski vilja menn nota borðsalt með joði í pækil fyrir hangikjöt og borga 200% meira fyrir saltið.
Vegasalt" væri annað mál, en mig grunar að vegsalt séu notað í gífurlega miklum mæli í leikskólum. Getur verið hættulegt.
Ég ræddi í morgun við talsmann og sölustjóra hjá Azko Nobel Salt i Mariager i Danmörku, Ole Cleemann, sem gat staðfest það sem ég hafði skrifað í gær. Hann hafði talað við fréttamann Útvarpsins og skýrt út fyrir henni málið. (Útvarpið eða sjónvarparið voru reyndar ekki að birta bréf Cleemanns, en greindu bara frá því meðan grátkórinn heldur áfram). Þetta er allt saman sama saltið eins og ég greindi frá á bloggi mínu í gær. Munurinn er pakkningin. En ég geri mér grein fyrir því að þetta mál á efir að ná langt áður en Íslendingar sjá hvernig leikið hefur verið með þá eins og fífl á fjóshaug.
Bráðlega (sjá neðar) kemur út yfirlýsing frá Azko Nobel Salt, sem ég mun setja hér á bloggið þegar hún kemur.
Munið svo, ekki meira en 6 grömm af salti á dag. Allt salt er óhollt í of miklum mæli. Reynið heldur að finna hið náttúrulega salt í matnum.
Vigga Hauks er að skilja þetta
Dægurmál | Breytt 17.1.2012 kl. 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2009 | 07:29
Total Makeover Bitch ræðst á Dorrit í London
Loksins önnur agúrka en bútun Michaels Jacksons eða Iceseve-lygar ríkisstjórnarinnar. Það er einfaldlega ekki á hverjum degi að forsetafrú á Íslandi kemst í heimsfréttirnar. Þessu ber að fagna.
Dorrit, sem ég hélt að væri á Bessastöðum sem stoð og stytta eiginmanns síns sem allir forsmá og ofsækja, á víst líka erfiða daga. Einhver dómadags Makeover bitch, sem býr í næsta stigagangi við Dorritu í London, var með svo lélegar pípur og klóak, að Thames fór að renna yfir til Dorritar. Sú endurgerða, Tiggy Butler, hefur ásakað Dorrit um húsbrot, ósæmilegt orðbragð og meira til.
Samkvæmt fréttum DailyMail er þetta orðið að dómsmáli. En sem betur fór fyrir okkar frú, hefur sú endurgerða, sem er innanhússhönnuður, dregið mikið af ásökunum sínum til baka og hefur þurft að borga Dorrit 80% af skaða þeim sem hlaust af þegar vatnið úr baðinu hennar fór yfir til Dorritar, og eyðilagði íslenska lopann hennar.
Greinilegt er, ef dæma skal út frá þessu máli, að Dorrit er skapstór, og er það plús fyrst maðurinn hennar er gunga, t.d. enn ekki búinn að blanda sér í og stöðva Icesave-frumvarpið.
Dorrit er þó ekki alveg eins skapstór og Tiggy Butler heldur fram, en Tiggy laug því til dæmis að Dorrit hefði vippað sér yfir 2 metra vegg yfir til sín til að skipta sér að lekanum. Þetta segir Dorrit ómögulega fjarstæðu, þar sem hún var á hækjunni daginn sem þetta átti að hafa gerst. Hún hefur aldrei stokkið hærra en 1,84 síðan á Makkabí leikunum í Herzlia árið 1971. Old Baily trúði heldur ekki á söguna um vegginn og stökkið, þótt alvitað sé að Dorrit geti stokkið upp á nef sér.
Það geta auðvitað allir séð á myndinni hér að ofan, að kerlingin í næsta húsi við Dorrit er algjört bitch, með gervibrjóst og gervibakgrunn. Dorrit var nú líka fljót að taka hana með sniðglímu á lofti fyrir að hafa vætt lopann sinn. Hún sagði: "Ég þekki ekki Tiggy en ég þekkti áður kærasta hennar Tony Ryan sem er heillandi maður". Þannig skrifar http://www.visir.is/ að minnsta kosti. Tony var kannski heillandi, því hann hefur ekki flogið mikið síðan 2007 er hann fór í hinstu flugferðina - ef þið skiljið hvað ég er að fara.
Ég segi bara eitt. Það er gott að Dorrit á ekki nágranna á Íslandi. Ég ætla að taka hús á hana síðar í mánuðinum. Ætla að skoða demanta fyrir konuna mína. Já, það eru ekki allir sem voru með Icesave reikning... þótt kúlulánið hafi leikið við marga.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.12.2008 | 07:54
Whole Lotta Shakin' Going On
Ég vaknaði við skjálftann í morgun. Það var eins og það hrykkti í öllum gluggum og svo var sveifla eins og í jarðskjálftum heima. Allt nötraði í 3-4 sekúndur.
Þetta er víst öflugasti skjálftinn sem fundist hefur í Danmörku í 23 ár, og Richter var með 4,7 stig. Upptök sín átti skjálftinn 40 km austur af Malmö. Þetta gerðist kl. 6.20 (5.20 að íslenskum krepputíma).
Ég hef fundið fyrir skjálftum áður hér í Danmörku, t.d. á Jótlandi, en það var meira eins og högg. Þá voru kalklög að hrynja í iðrum jarðar.
Sørine Wredstrøm á Vesterbro í Kaupmannahöfn hélt í fyrstu, að fólkið á hæðinni fyrir ofan hana væri að iðka harkalegt morgenknald. Hún greindi Politiken.dk frá þess á þennan hátt:
»Jeg bor på 9. etage, og troede, at enten havde de overboende utrolig vild sex, eller også var der nogen, der havde bombet bygningen..! Det tog lige 2 min før det gik op for mig, hvad der egentlig skete! Selvom jordskælv i Danmark jo er utrolig usandsynligt!«..
Þessir Danir!
Jarðskjálfti í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.12.2008 | 14:54
GilliGill - sambönd Dorritar
Þegar ég las grein AA Gills um Ísland í morgun, gladdist ég eins og aðrir Íslendingar. Mig grunar hins vegar, að upplýsingaþjónusta Bessastaðahjónanna Beikons og Kosherbeib hafi örugglega haft sína 20 fingur í þessum skrifum. Ef það er rétt, er ekkert til sparað á landkynningar- og gagnáróðursdeildinni á Álftanesi, og því ekki nema von að sumum þyki símareikningar háir á óðalinu. Það þykir mér ekki. Sjá enn fremur hér.
Adrian Anthony Gill, sem kom til Íslands til að skrifa grein sína, skrifar nú oftast um sjónvarp og veitingastaði. Hann hefur líka ritað óvinsælar greinar um Walesbúa, og hefur blaðinu hans verið stefnt fyrir þær vegna meints kynþáttahaturs. Venjulega á þessi maður erfitt með að skrifa, því hann er haldinn ólæknandi lesblindu - alveg eins og Dorrit Moussaieff. Nú nálgumst við kjarnann. Dorritt er góð vinkona og samverkakona barnsmóður Gills. Gill hefur nefnilega lengi verið í tygjum við Nicolu Formby, ritstjóra Tatler, blaðs sem Dorrit hefur skrifað í, þrátt fyrir alvarlega lesblindu sína. Formby kann greinilega vel við fólk með lesblindu.
Mér þykir líklegt að AA Gill, sem líklega hefur verið þreyttur á að skrifa um sósur, sjónvarp eða skipta á bleyjum á tvíburunum sem hann á með Nicolu Formby, hafi þáð boð um ferð til Íslands og hefur kyntrölli nú kvittað fyrir sig með þessari ágætu grein sinni í Sunday Times.
Myndin er af Gilla, þar sem hann var makaður í Nivea krem, Tatler style.
Brown sparkaði í Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 15.12.2008 kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.2.2008 | 21:49
Gagnauglýsing
Nú er aftur farið að auglýsa á blog.is. Kapítalisminn gefur og kapítalisminn tekur. En hver vill auglýsa á bloggi mínu? Það gæti komið ljótu orði á vöruna sem er verið að auglýsa.
Þeir sem eru æfir út í auglýsingabáknið og vilja báknið burt, ættu að búa til mótauglýsingar. Það gæti hugsanlega fengið Mbl.is ofan af þessum ósið.
Burt með NOVA!
24.1.2008 | 15:48
Rænt frá barni - peði fórnað fyrir "drottningu"
Stöð 2 heldur því fram að Miyoko Watai hafi verið löglega gift Fischer og að dóttirin, Jinky Fischer á Filippseyjum, eigi ekki heimtingu á grænum eyri.
Ef Watai var löglega gift Fischer, gerðist það eftir ágúst 2004 og reyndar eftir að hann kom úr fangelsi í Japan og fór til Íslands. Sbr. gögn á þessari síðu . Það er að segja á Íslandi, og því hljóta íslensk yfirvöld að hafa pappíra sem sanna að til hjúskapar hafi verið stofnað. Gaman væri að sjá þau gögn.
140 millur og íbúð til japönsku konunnar og ekkert til barns Fischers. Þetta mál á líklega eftir að draga dilk á eftir sér.
Í erfðalögum 1962 nr. 8 fæ ég ekki séð hvernig er hægt að sniðganga barn Fischers, nema að hún hafi haft í hótunum við hann og misgert erfðarétti. Hún er 7 ára.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 1352109
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007