Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Bloggar

Blogg í stađ Moggans

Blogg er betra en Mogginn

"Sigga, ert ţú búin ađ lesa bloggiđ hans Vilhjálms í dag?. Ţetta er stórhćttulegur mađur"


Brunarústaţankar

Brennipunktur2

Einu sinni langađi mig ađ verđa arkitekt. Ég hef enn gaman af ţví ađ hafa gaman af arkitetúr og sérstaklega af arkitektum. Í Danmörku ţekki ég fólk, sem sagt hefur viđ mig, ađ "ef byltingin kemur tek ég arkitektana sem hafa byggt flötu húsin í Danmörku og neyđi ţá til ađ búa í ţeim.". Ég legg ţá til ađ ţađ sé ódýrara ađ skjóta ţá. Arkitektar hafa mikiđ vont á samviskunni. Sumur arkitektúr gerir menn ţunglynda. Ég ólst hins vegar upp í húsi í Hvassaleiti í Reykjavík, sem gerđi fólk bjartsýnt, ef ţađ var ţađ ekki fyrir. Sjávarútvegsmálaráđherrann býr í sams konar húsi nú. Hallgrímskirkjan gerir mig hrćddan. Heilsuverndarstöđin minnir mig á blóđ og vessa. Seđlabankahúsiđ minnir mig á Sćnska frystihúsiđ, sem var miklu fallegra hús en bankinn.

Margur ljótur arkítektúr er til á Íslandi. Ţegar ég bjó ţar ţótti mér ţađ ekki. Ljótleiki venst. En margt er ţó fallegt á milli ljótu húsanna. Hús, sem ljót eru ađ utan, geta vel veriđ falleg ađ innan, en ţau eru vandfundin líkt of hvítir hrafnar.

Nú eru nýlega brunnin hús sem eitt sinn voru falleg. Í fjölda ára hefur ţeim veriđ opinberlega nauđgađ af búllu- og sjoppuverktökum. Grátlegt hvernig fór. En viđ hverju var ađ búast?

Er ţetta hér fyrir neđan ekki eitthvađ sem hćgt vćri ađ byggja á rústunum? Hćgt vćri ađ hafa álversksmiđju á tveimur efstu hćđunum - og međan á gott er minnst - sendiráđ Palestínumanna á Íslandi á fjórđu hćđ.

Glerson palace Austurstrćti


Valgerđur Sverrisdóttir verđur sendiherra í Palestínu

Sendiráđ Íslands í Palestínu

Sendiráđ Noregs og Íslands í Palestínu?

Valgerđur Sverrisdóttir gćti í ljósi kosningarspánna hćglega orđiđ fyrsti sendiherra Íslands í Palestínu og haft skrifstofu í fyrirhuguđu sendiráđi Norđmanna (rćtt hefur veriđ um húsiđ hér ađ ofan). Mćli ég međ ţví ađ hún fái sér lífvörđ, sem ţekkir inn á allar hreyfingar á Gaza og Vesturbakkanum (ađ neđan).

Sveinn Rúnar Hauksson formađur Félagsins Ísland-Palestína, segir ađ "ţađ sé fagnađarefni ef Ísland fylgir fordćmi Noregs og taki upp eđlileg samskipti viđ ţjóđstjórn Palestínumanna. Bendir hann á ađ ţađ sé í samrćmi viđ yfirlýsta stefnu Alţingis um ađ viđurkenna bćri sjálfsákvörđunarrétt palestínsku ţjóđarinnar og tilvistarrét Ísraelsríkis". Ţetta má lesa á Vísir.is.

En Sveinki hefur líklega ekki fylgst međ í tímanum. Palestínumenn virđa ekki tilvistarrétt Ísraealsríkis. Ber Íslendingum ađ viđurkenna sjálfsákvörđunarrétt Palestínuríkis, sem stjórnađ er af hryđjuverkamönnum sem m.a. afneita Helför gyđinga í Evrópu í viđleitni sinni ađ afneita Ísrael? Ég leyfi mér ađ vitna í grein Sveins Haukssonar, sem ađ ţví leyti virđist alveg međ á nótunum. Hann kallar grein sína "Israel, Israel über alles" http://www.palestina.is/greinar/archive/gr021.htm.

Sveinn Rúnar gćti örugglega líka fengiđ starf í sendiráđinu. Góđa ferđ!

Heil Hamas

Lífvörđur Valgerđar?


Afi minn á Hofi

Afi á Hofi 2

Villi (Vilhelm) afi, sem ég greindi frá um daginn, var mér afar góđur og ađ sjálfsögđu líka hún amma Berta, konan hans. Ţegar ég var lítill fór afi til Grikklands. Ţađ hefur veriđ 1966. Ţá var afi 63 ára. Ég man ađ viđ ókum til Hafnarfjarđar til ađ kveđja hann. Hann fékk far međ togara, sem var seldur til Grikklands. Mér leist ekkert á dallinn, en til Grikklands komst hann međ áhöfn og vinum afa. Amma vildi ekki fara međ. Ţegar afi dó fyrir tćpum 14 árum á 91. aldursári komu í leitirnar myndir, sem teknar höfđu veriđ af honum og ferđafélögum hans í Panţenon hofinu í Aţenu. Myndirnar hafa líklegast veriđ teknar af einum af ţeim fjölmörgu ljósmyndurum sem eitt sinn sveimuđu um Akrópólis hćđ og tóku myndir af ferđamönnum. Filmur voru sendar međ sendisveini niđur hćđina og ţegar fólkiđ kom niđur voru myndirnar tilbúnar. Mér ţótti mjög merkilegt ađ afi minn hefđi veriđ í Grikklandi og síđar ţegar ég kom ţangađ í fyrsta skipti áriđ 1986 var mér hugsađ til ţessarrar farar hans ţegar ég sat og virti fyrir mér Aţenu međ Irene, konu minni, í aprílsólinni hátt yfir skarkala borgarinnar. Afi og ég rćddum mikiđ um ferđir okkar til Grikklands. Hann talađi um ţađ sem hann hafiđ séđ áriđ 1966 og ég sagđi honum frá Aţenu áriđ 1986 og hann kannađist viđ allt.Tuttugu ár virtust ekkert skipta neinu máli fyrir afa.

Afi minn í Garđi

Afi í Garđi2

Ţetta er afi minn,  Willem, sem ég ţekkti ekki. Hef ég greint lítillega frá honum áđur. Ţetta er ein af 6 myndum sem til er af honum. Eftir ađ hann hćtti í hollenska hernum vann hann viđ landvinninga. Hann mćldi út hvar hćgt vćri ađ fylla upp í Ijsselmeer. Síđan sáu Hollendingar um ađ fylla hólfin upp af drullu og eđju og hefur ţađ tekist nokkuđ vel, enda er til nóg af ţví viđ ósa stórfljóta. Afa var lítiđ ţakkađ fyrir störf sín, enda bara lítiđ peđ í ţeim framkvćmdum. Ţessi mynd er tekin skömmu fyrir stríđ, eftir ađ fjölskyldan var flutt til den Haag frá Amsterdam, ţar sem ćtt afa hafđi búiđ síđan á byrjun 17. aldar. Ađalnafn afa var Willem, fađir hans hét líka Willem, en sá var sonur Izaäks sem ákvađ ađ kalla ţrjá syni sína Willem ađ millinafni í höfuđiđ á hollenskum konungi sem var honum og öđrum mjög ástkćr. Afi minn mun hafa haft grćna fingur, eins og pabbi minn, og hér situr hann í litla garđinum sínum viđ lestur umkringdur af blómum. Ţetta er sú mynd sem ég hef af honum í huga mér.


Ljós í myrkri

Hinir hrćđilegu atburđir í Virginíu í Bandaríkjunum setja menn hljóđa. Best er ekki ađ velta fyrir sér hvađ fékk ungan mann, stúdent frá S-Kóreu, til ađ fremja ódćđiđ. En mađur getur ekki komist hjá ţví.  Ef til vill var ţađ eigingirni á háu stigi. Var hann einbirni sem fékk allt ţađ sem hann benti á, og ţegar hann svo einn dag ekki fékk ţađ sem hann vildi, gerđist hann óđur?  Fólk sem fremur sjálfsmorđ, en getur ţađ ekki án ţess ađ teyma ađra međ sér í dauđan, er eigingjarnt.

En ef ekki hefđi veriđ hćgt ađ nálgast vopn eins og sćlgćti í BNA, hefđi ţessi atburđur líklega aldrei átt sér stađ. Bandaríkjamenn verđa nú ađ fara ađ gefa ákveđnar hefđir upp á bátinn.

Í öllu fréttaflćđinu frá Virginia Tech háskólanum hef ég lesiđ eina frásögn, sem lyftir mannlegum anda. Ţađ er frásögning af hetjudauđa ísraelska prófessorsins Liviu Librescu, sem kastađi sér fyrir kúlnaregn morđingjans eftir ađ hafa skipađ nemendum sínum ađ flýja. Engir nemenda hans munu hafa látist. Sjálfur missti Librescu fjölskyldu sína í Helförinni. Hćgt er ađ lesa meira um hann á vefsíđu Jerusalem Post

Librescu

Prófessor Librescu og sonur hans, sem í dag greindi frá hetjudauđa föđur síns í viđtali viđ ísraelska sjónvarpsstöđ.

 


Konungskoman 1921

Konungssýningin 1921 ÍR.little

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Konungskoman 1921 hefur alltaf leikiđ stórt hlutverk í lífi mínu. Ţá stökk afi minn yfir hest og lék listir á ţverslá fyrir hans hátign Kristján X. Ţetta var á Konungssýningunni 3. júlí. Afi var í  ÍR  og fékk medalíu fyrir. Hana hef ég erft og geymi međ öđrum gersemum. Ţađ er danskur silfurpeningur sem hefur veriđ slípađur niđur á bakhliđinni og ţar hefur veriđ grafiđ Konungssýningin 1921. Á framhliđ er vangamynd Kristjáns X. Kóngsi mun sjálfur hafa nćlt medalíuna á afa og félaga hans. Stór dagur í lífi hans, sem ég heyrđi oft um ţegar ég var lítill. Myndin hékk líka alltaf á vel völdum stađ í íbúđinni hans.

Afi minn, Vilhelm Kristinsson, er 4. frá vinstri í aftari röđ á myndinni, sem ég geymi fyrir komandi kynslóđir. Afi bjó lengi ađ ţeirri fimi, sem han ţjálfađi í ÍR. Ţótt hann vćri í góđum holdum síđar á ćvinni, gat hann stađiđ og gengiđ á höndum á sjötugsaldri og reyndi ađ kenna mér ţađ. Ţađ tókst aldrei ađ lćra, enda hef ég ekki erft líkamlegt atgervi móđurafa míns á neinn hátt.

Ýmsir heiđursmenn voru í fimleikum međ afa. Ţar á međal Benedikt G. Waage, Björn Ólafsson í Coca Cola, Ósvaldur Knudsen, Tryggvi Magnússon, Harald Aspelund, og ţjálfari ţeirra var ađ sjálfsögđu kempan Björn Jakobsson.

Og já, ÍR á 100 ára afmćli í ár. Til hamingju! Ţví miđur er ekki lengur fimleikadeild í ÍR.


U.N. Believable - S.Ţ. gangrýndar

Darfur

Allt fór í háaloft á ţingi Mannréttindaráđs Sameinuđu Ţjóđanna 23. mars síđastliđinn, ţegar ráđinu var sagt til syndanna af Hillel Neuer forstöđumanni United Nations Watch í Genf, sem er sjálfstćđ stofnun sem fylgist međ störfum Sameinuđu Ţjóđanna. Mannréttindaráđ Sameinuđu Ţjóđanna (United Nations Human Rights Council) er síđan í júní 2006 arftaki ţess sem áđur hét Mannréttindanefnd Sameinuđu Ţjóđanna (United Nations Commission on Human Rights), sem varđ til áriđ 1946, er mönnum var ljóst ađ hörmungar 2. Heimsstyraldarinnar mćttu ekki endurtaka sig.

Ţví miđur hefur Mannréttindastofu Íslands ekki tekist, eđa ekki viljađ, skilja sögulega ţróun nefndanna og skýrir stofan rangt og ruglingslega frá nöfnum nefndanna tveggja á heimasíđu sinni  og sömuleiđis rangt frá  ástćđunni fyrir nýja ráđinu, sem er međ ólíkindum.

Ísland fagnađi nýja Mannréttindaráđinu og sagđi Hjálmar W. Hannesson fastafulltrúi um ţađ gamla: " The status of the Council as a subsidiary body of the General Assembly is a step forward and we look forward to the review of the status within the next five years, with a view to elevating it to a principal organ of the UN. We also recognise that its more frequent meetings will better equip it to address urgent human rights issues".

Fátt slíkt hefur gerst í nýja Mannréttindaráđinu ţađ ár sem ţađ hefur starfađ. Ţar keppast menn um ađ verja helfararráđstefnur, mismunun og árásir á samkynhneigđa og annan ósóma og er fulltrúum ţjóđa sem beita sér fyrir slíku ţakkađ innilega af stjórn ráđsins. Siđmenntađar ţjóđir sitja og ţegja ţunnu hljóđi.

En ţegar Hillel Neuer kom, sá og sigrađi og sagđi ráđinu til syndanna, kom annađ hljóđ úr kútnum. Hann uppskar áminningu og ósómatal frá ósiđmenntuđum fulltrúum ríkja, ţar sem mannéttindi eru fótum trođin. Sum ţessarra ríkja ađhyllast öfgastefnu og fremja fjöldamorđ. Ţeim er hyglt í ráđinu, sem upphaflega var stofnađ á líkbreiđu 2. Heimstyrjaldar, sem hin óferjandi ríki keppast nú um ađ afneita.

Rćđa Hillels er meistaraverk og ţađ ber ađ ţakka honum fyrir nauđsynlega áminningu, sem hann gaf mannréttindasirkus S.Ţ.

Ţađ er orđiđ lengi síđan sumir Íslendingar sáu tvískinnungsháttinn í störfum Sameinuđu Ţjóđanna. Áriđ 1962 kom ungur nemi og sölumađur, Ţór Whitehead, hreint til dyranna í Morgunblađinu og sagđi sannleikann, sem embćttismenn og mannréttindafrömuđir geta einatt ekki séđ. Óskandi vćri ađ fleiri Íslendingar hefđu í dag ţađ raunsći sem Ţór hafđi áriđ 1962.

Sölumađur á Varđbergi

 


Basl- og biđrađalistinn

 Basl og Biđrađalistinn

Í ţingkosningum sumariđ 1963 var tónninn hvass í Sjálfstćđismönnum, sem ţá voru í “Viđreisnarstjórn” međ Krötum og hötuđu Framsóknarmenn eins og pestina. Mogginn birti ţessa klausu á blađsíđu 5 í sérstöku síđdegisblađi sunnudaginn 9. júní, á sjálfan kosningardaginn. Áróđurinn var gífurlegur og ýmsar hćttur steđjuđu ađ ţjóđinni. Kommúnistar brugguđu launráđ, heimurinn var á heljarţröm, en Framsóknarmenn voru hćttulegastir allra.

Í klausunni í kosningarblađi Moggans stendur: " REYKVÍKINGAR henda gaman ađ bćgslagangi Framsóknarflokksmanna, sem halda ađ höfuđborgarbúar muni styrkja ţá til valda og áhrifa og kjósa yfir sig og ađra landsmenn ađ nýju ţá vandrćđastefnu sem einkennist af biđröđum, höftum, skömmtun og hverskyns spillingu. Finnst ţeim B ţađ sem Framsóknarmenn hafa veriđ ađ hengja upp í höfuđborginni,  táknrćnt fyrir stefnu ţeirra: Basl- og Biđrađastefna." SíS máliđ var greinilega ekki grafiđ og gleymt.

Framsóknarmenn höfđu hins vegar sterk vopn og mćtti einn ţeirra, bóndi sem rétt áđur hafđi brugđiđ búi og flust á mölina, á kjörstađ međ tvo til reiđar. Framsóknarflokkurinn fékk reyndar mesta stuđningsaukningu í Reykjavík allra flokka. 2.000 fleiri kusu flokkinn en í kosningum áriđ 1959 og bćtti Framsókn viđ sig manni í Reykjavíkurkjördćmi.

Međ tvo til reiđar

Eftir ađ kjörstöđum hafđi veriđ lokađ hafđi Mogginn samband viđ formenn flokkanna, en náđi ekki í Hannibal Valdimarsson. Mogginn reit: “ Nú liggur nćst viđ á ná í Hannibal Valdimarsson, en ţađ gengur treglega. “Hann er kannski ekki úti á landi, en örugglega ekki í Reykjavík”, sagđi sá sem í símann svarađi “. Ćtli ţess tvímćlandi símsvari hjá Hannibal hafi veriđ Jón Baldvin, og símar og svör veriđ farin ađ vefjast fyrir honum svo snemma?

Mogginn tók líka hús á leiđtoga Framsóknarmanna, Eysteini Jónssyni og fjölskyldu á Ásvallagötunni og var fjölskyldan ađ hlusta á útvarp, sem Eysteinn varđ ađ viđurkenna ađ hann hafđi fengiđ áriđ 1958 í Rússlandi. Blađamađur Moggans, sem hafđi sérstaka athyglisgáfu, greindi ţannig frá veru sinni hjá Eysteini: “Engar tölur heyrast í útvarpinu, međan viđ stöndum ţar viđ, en úr ţví glymur lagiđ “Lapi er og Lapi verđur listamannakrá”. Dóttursonur Eysteins og nafni fćst ekki til ađ vera međ á myndinni og flýr út í horn stofunnar. Ţá segir afi: “Hvađ er ţetta Eysteinn minn? Langar ţig ekki til ađ koma í Mogganum “.   Miđađ viđ ţann áróđur sem í Mogganum hafđi birst dagana á undan, var ekki ađ furđa ađ drengurinn vćri smeykur. Framsóknarmenn urđu nćstum ţví eins og gyđingar í Ţýskalandi nasismans í međferđ Morgunblađsins. Nú eru ađrir tímar. 

Fast Vegabréf á Völlinn

Fast Vegabréf á Völlinn

Áđur en ég fćddist bjó karl fađir minn um tíma í Keflavík. Ekki var hann ţó Keflvíkingur, en hann fékk ekki lán í banka nema ađ hann lofađi ađ reka heildverslun sína í Keflavík. Bankastjórinn, sem setti ţćr einkennilegu reglur, hafđi eitt sinn veriđ í íslenska nasistaflokknum og honum leist víst ekkert á föđur minn.

Pabba líkađi dvölin í Keflavík vel. Tók herbergi og bílskúr á leigu downtown, en eyddi líka miklum tíma á Vellinum, enda átti hann ţar marga vini međ svipađan bakgrunn og hann. Hann fór ţó öđru hvoru í rútu til Reykjavíkur, enda verđandi mamma mín ţar, og ţar ţurfti hann ađ skipa upp innflutninginum og koma honum í búđir í Reykjavík.

Pabbi var svo tíđur gestur á Keflavíkurflugvelli ađ hann fékk Fast Gestavegabréf Nr. 10. Vćnti ég ţess ađ Bjarni Ben og ađrir gestir á Vellinum hafi einnig átt Föst Gestavegabréf međ lćgri númerum en pabbi.  Kannski á Björn dómsmálaráđherra enn skjöld föđur síns og eins ánćgulegar minningar og ég frá Vellinum. Kannski á Björn sjálfur svona skjöld?

Síđar, ţegar ég var ungur drengur, kom ég mikiđ međ pabba upp á Völl, stundum hálfsmánađarlega. Ţađ voru menningarlegar ferđir.

Mér er sérstaklega minnisstćđ ein heimsókn. Viđ fórum ţá međ eldri manni, sem hét Schuster, til ađ skođa rússneskar flutningavélar, sem leyft hafđi veriđ ađ millilenda á Íslandi á leiđ til og frá Kúbu. Viđ komumst mjög nćrri vélunum og viti menn Rússarnir komu og voru hinir vinalegustu. Einn ţeirra hafđi greinilega gaman af börnum og gaf mér og öđrum dreng nokkur merki. Ég fékk t.d. littla brjóstnál međ mynd af Lenín sem dreng. Prjón ţennan hélt ég mikiđ upp á og kenni honum oft um ađ ég gerđist sósíalisti um tíma. Ég notađi hann einnig sem vopn: Í MH kenndi ungliđi úr Heimdalli mér um ađ ég hefđi rćnt honum og fćrt hann suđur í Straum međ valdi. Hann ásakađi ýmsa um ţađ sama, áđur en hinir einu sönnu glćponar fundust. Ég tók ţetta stinnt upp og stakk Lenín prjóni mínum í ţjó Heimdellingsins. Síđar var ţessi góđi mađur, sem ég stakk međ Lenín, m.a. lögreglumađur á Seltjarnarnesi, lögfrćđingur og eigandi súludansstađar, áđur en hann var allur. Blessuđ sé minning hans.

Ég á ekki lengur Lenín nálina, en tel víst ađ ég hafi náđ henni úr rassi Heimdellingsins. Var hún lítiđ notuđ eftir ţađ. Vegabréf pabba á Keflavíkurflugvöll geymi ég hins vegar eins og annađ erfđagóss, sem ég mun kannski segja sögur af seinna.

Lenín-nál međ blóđi súludansstađareiganda hefđi nú heldur ekki veriđ krćsilegur minjagripur. En kannski hefđi Heimdallur ţegiđ hann fyrir smáţóknun?


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband