Leita í fréttum mbl.is

U.N. Believable - S.Ţ. gangrýndar

Darfur

Allt fór í háaloft á ţingi Mannréttindaráđs Sameinuđu Ţjóđanna 23. mars síđastliđinn, ţegar ráđinu var sagt til syndanna af Hillel Neuer forstöđumanni United Nations Watch í Genf, sem er sjálfstćđ stofnun sem fylgist međ störfum Sameinuđu Ţjóđanna. Mannréttindaráđ Sameinuđu Ţjóđanna (United Nations Human Rights Council) er síđan í júní 2006 arftaki ţess sem áđur hét Mannréttindanefnd Sameinuđu Ţjóđanna (United Nations Commission on Human Rights), sem varđ til áriđ 1946, er mönnum var ljóst ađ hörmungar 2. Heimsstyraldarinnar mćttu ekki endurtaka sig.

Ţví miđur hefur Mannréttindastofu Íslands ekki tekist, eđa ekki viljađ, skilja sögulega ţróun nefndanna og skýrir stofan rangt og ruglingslega frá nöfnum nefndanna tveggja á heimasíđu sinni  og sömuleiđis rangt frá  ástćđunni fyrir nýja ráđinu, sem er međ ólíkindum.

Ísland fagnađi nýja Mannréttindaráđinu og sagđi Hjálmar W. Hannesson fastafulltrúi um ţađ gamla: " The status of the Council as a subsidiary body of the General Assembly is a step forward and we look forward to the review of the status within the next five years, with a view to elevating it to a principal organ of the UN. We also recognise that its more frequent meetings will better equip it to address urgent human rights issues".

Fátt slíkt hefur gerst í nýja Mannréttindaráđinu ţađ ár sem ţađ hefur starfađ. Ţar keppast menn um ađ verja helfararráđstefnur, mismunun og árásir á samkynhneigđa og annan ósóma og er fulltrúum ţjóđa sem beita sér fyrir slíku ţakkađ innilega af stjórn ráđsins. Siđmenntađar ţjóđir sitja og ţegja ţunnu hljóđi.

En ţegar Hillel Neuer kom, sá og sigrađi og sagđi ráđinu til syndanna, kom annađ hljóđ úr kútnum. Hann uppskar áminningu og ósómatal frá ósiđmenntuđum fulltrúum ríkja, ţar sem mannéttindi eru fótum trođin. Sum ţessarra ríkja ađhyllast öfgastefnu og fremja fjöldamorđ. Ţeim er hyglt í ráđinu, sem upphaflega var stofnađ á líkbreiđu 2. Heimstyrjaldar, sem hin óferjandi ríki keppast nú um ađ afneita.

Rćđa Hillels er meistaraverk og ţađ ber ađ ţakka honum fyrir nauđsynlega áminningu, sem hann gaf mannréttindasirkus S.Ţ.

Ţađ er orđiđ lengi síđan sumir Íslendingar sáu tvískinnungsháttinn í störfum Sameinuđu Ţjóđanna. Áriđ 1962 kom ungur nemi og sölumađur, Ţór Whitehead, hreint til dyranna í Morgunblađinu og sagđi sannleikann, sem embćttismenn og mannréttindafrömuđir geta einatt ekki séđ. Óskandi vćri ađ fleiri Íslendingar hefđu í dag ţađ raunsći sem Ţór hafđi áriđ 1962.

Sölumađur á Varđbergi

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband