Leita í fréttum mbl.is

Basl- og biđrađalistinn

 Basl og Biđrađalistinn

Í ţingkosningum sumariđ 1963 var tónninn hvass í Sjálfstćđismönnum, sem ţá voru í “Viđreisnarstjórn” međ Krötum og hötuđu Framsóknarmenn eins og pestina. Mogginn birti ţessa klausu á blađsíđu 5 í sérstöku síđdegisblađi sunnudaginn 9. júní, á sjálfan kosningardaginn. Áróđurinn var gífurlegur og ýmsar hćttur steđjuđu ađ ţjóđinni. Kommúnistar brugguđu launráđ, heimurinn var á heljarţröm, en Framsóknarmenn voru hćttulegastir allra.

Í klausunni í kosningarblađi Moggans stendur: " REYKVÍKINGAR henda gaman ađ bćgslagangi Framsóknarflokksmanna, sem halda ađ höfuđborgarbúar muni styrkja ţá til valda og áhrifa og kjósa yfir sig og ađra landsmenn ađ nýju ţá vandrćđastefnu sem einkennist af biđröđum, höftum, skömmtun og hverskyns spillingu. Finnst ţeim B ţađ sem Framsóknarmenn hafa veriđ ađ hengja upp í höfuđborginni,  táknrćnt fyrir stefnu ţeirra: Basl- og Biđrađastefna." SíS máliđ var greinilega ekki grafiđ og gleymt.

Framsóknarmenn höfđu hins vegar sterk vopn og mćtti einn ţeirra, bóndi sem rétt áđur hafđi brugđiđ búi og flust á mölina, á kjörstađ međ tvo til reiđar. Framsóknarflokkurinn fékk reyndar mesta stuđningsaukningu í Reykjavík allra flokka. 2.000 fleiri kusu flokkinn en í kosningum áriđ 1959 og bćtti Framsókn viđ sig manni í Reykjavíkurkjördćmi.

Međ tvo til reiđar

Eftir ađ kjörstöđum hafđi veriđ lokađ hafđi Mogginn samband viđ formenn flokkanna, en náđi ekki í Hannibal Valdimarsson. Mogginn reit: “ Nú liggur nćst viđ á ná í Hannibal Valdimarsson, en ţađ gengur treglega. “Hann er kannski ekki úti á landi, en örugglega ekki í Reykjavík”, sagđi sá sem í símann svarađi “. Ćtli ţess tvímćlandi símsvari hjá Hannibal hafi veriđ Jón Baldvin, og símar og svör veriđ farin ađ vefjast fyrir honum svo snemma?

Mogginn tók líka hús á leiđtoga Framsóknarmanna, Eysteini Jónssyni og fjölskyldu á Ásvallagötunni og var fjölskyldan ađ hlusta á útvarp, sem Eysteinn varđ ađ viđurkenna ađ hann hafđi fengiđ áriđ 1958 í Rússlandi. Blađamađur Moggans, sem hafđi sérstaka athyglisgáfu, greindi ţannig frá veru sinni hjá Eysteini: “Engar tölur heyrast í útvarpinu, međan viđ stöndum ţar viđ, en úr ţví glymur lagiđ “Lapi er og Lapi verđur listamannakrá”. Dóttursonur Eysteins og nafni fćst ekki til ađ vera međ á myndinni og flýr út í horn stofunnar. Ţá segir afi: “Hvađ er ţetta Eysteinn minn? Langar ţig ekki til ađ koma í Mogganum “.   Miđađ viđ ţann áróđur sem í Mogganum hafđi birst dagana á undan, var ekki ađ furđa ađ drengurinn vćri smeykur. Framsóknarmenn urđu nćstum ţví eins og gyđingar í Ţýskalandi nasismans í međferđ Morgunblađsins. Nú eru ađrir tímar. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband