Færsluflokkur: Bloggar
15.11.2007 | 21:25
Einstakur viðburður
Í kvöld sýndi sænska sjónvarpið fyrsta þáttinn í nýrri þáttaröð sem ber heitið Vrakletarna.
Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér: http://svt.se/svt/play/video.jsp?a=971670
Og þessa frábæru stuttmynd og frétt á hollensku:
Fyrir fornleifafræðing er fundur þessa 17. aldar skips eins og að drekka eðalkoníak eftir fimmstjörnumáltíð. Ég naut þáttarins til fulls og gerðist drukkinn af upplifuninni.
Með nýjustu tækni og vísindum, sem lýst er þokkalega í þættinum, og þegar ekki var verið að mynda freigátuna sem stjórnar þættinum, Jonnu Ulin fornleifafræðing, fengu áhorfendur mynd af flaki, sem hugsanlega er heillegra en Wasa, konungsskipið, sem sökk árið 1628 og var lyft á land árið 1961.
Skipið, sem fannst á 125 metra dýpi úti fyrir suðausturhluta Svíþjóðar, sést hér á mynd sem er unnin úr gögnum dýparmælinga. Þetta virðist vera kaupfar. Ekki sáust neinar fallbyssur við þær frumathuganir sem fóru fram í sumar. Sérfræðingarnir telja að þarna sé á ferðinni hollensk flauta (fluit) frá 17. öld. Skipið er aðeins 20-25 metrar að lengd og mjög vel varðveitt. Útskurður og annað skreyti er enn varðveitt. Skipið Melkmeyt, sem sökk við Flatey árið 1659 var einmitt af þessari gerð skipa. Flautur sigldu fyrst um 1590 og er skipið sem var sýnt í kvöld í sænska sjónvarpinu af eldri gerð slíkra skipa. Það er óneitanlega eitthvað 16. aldarlegt yfir því. Hið dæmigerða flautuskip var miklu ávalara en það skip sem skuggamyndin af botni Eystrasalts sýnir.
Þetta er einstakur viðburður. Eins og veisla fyrir fornleifafræðing. Aðrir hljóta að hrífast með. Horfið á þáttinn.
Sjónvarpsmenn fundu skipsflak frá sautjándu öld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.10.2007 | 19:30
Sígaunar á "Kopenhagen" í Buchenwald
Fyrrv. fangi og bandarískur hermaður virða fyrir sér safn lífsýna í Buchenwald. Danskir læknar stunduðu rannsóknir í Buchenwald eða í samvinnu við lækna SS í búðunum
Út er komin í Danmörku bók sagnfræðingsins Henriks Tjørnelunds sem ber heitið Medicin uden grænser, eða upp á íslensku: "Lækningar án landamæra". Titillinn er dálítið misvísandi, því bókin fjallar um samskipti dönsku bólefnisstofnunarinnar (Seruminstituttet) við lækna SS í Buchenwald.
Rannsóknir hins unga sagnfræðings hafa leitt í ljós að danskir læknar og vísindamenn þróuðu bóluefni gegn útbrotataugaveiki (Rickettsia prowazekii). Bóluefnið. sem var þróað af lækninum Johannes Ipsen, var kallað Kopenhagen og var notað á 26 sígauna í fangabúðunum Buchenwald árið 1944. Danir bundu miklar vonir við að geta selt bóluefnið til þýska hersins og til SS.
Henrik Tjørnelund hefur einnig komist að sömu niðurstöðu og ég í bók minni Medaljens Bagside um stefnu Dana gegn gyðingum. Hann segir að að samvinnan við nasista hafi haldið linnulaust áfram eftir að samvinnustjórnin féll síðsumars 1943 og fleiri Danir fóru að mótmæla. Mótmælin höfðu engin áhrif á gróðasjónarmið Dana. Dansk bóluefni handa þýskum böðlum var þar engin undantekning.
Hér getið þið lesið um útrbrotataugaveiki á heimasíðu Seruminstituttet i Kaupmannahöfn. Ekki er þar einu orði minnst á bóluefnið Kopenhagen, sem virðist hafa skilað árangri, en fór þó aldrei í framleiðslu.
Sagnfræðingurinn Henrik Tjørnelund rakst á ýmsar hindranir við rannsóknir sínar. Gögn um bóluefnið í skjalasafni Seruminstitutsins sem geymt er í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn virðast hafa verið fjarlægð á einhverju stigi eftir heimsstyrjöldina.
Danski læknirinn Johannes Ipsen sem þróaði bólefnið Kopenhagen dó árið 1994. Han hélt til Bandaríkjanna árið 1949 en var líka um tíma viðloðandi Árósarháskóla, þar sem honum var ekki sérlega vel tekið. Gætu einhverjir hafa vitað um fortíð hans?
Tíminn læknar öll sár. Á heimasíðu gamla háskólans míns standa þessi fallegu orð um Johannes Ipsen (http://www.au.dk/da/nekrolog/1994ji.htm): Ipsen var en af de store i dansk lægevidenskabelig forskning. Han var også en stor humanist og en god ven med en legendarisk - og venlig - sans for humor. Vi er mange, der vil savne vor store læremester med den klassiske hjertets dannelse.
En ekkert stendur í minningarorðunum um ferðir hans í Þýskalandi nasismans. Hann hefur vart heldur sagt yfirboðurum sínum í Yale og Harvard frá þeim reisum og samvinnunni við SS.
Bók Tjørnelunds kemur út þann 26. október.
Sakaskrá Dana úr stríðinu er orðin löng, sjá t.d. þessa grein, sem var skrifuð áður en bóluefnið Kopenhagen var enduruppgötvað. Vandamálið er að í Danmörku ríkir nú tilhneiging meðal margra sagnfræðinga að frægja samvinnu Dana við Þýskaland nasismans. Slíkir fræðimenn sjá greinilega tilgang í því að Danir sendu gyðinga í klær nasista og þykir væntanlega ekki mikil eftirsjá í nokkrum sígaunum sem notaðir voru í rannsóknir sem gátu eflt Danmörku á erfiðum tímum.
Bloggar | Breytt 24.10.2007 kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 12:34
Danir voru hræddir við PFLP
Brátt kemur út annað bindið í sögu blaðamannsins Peter Øvig Knudsens um Blekingegade bófana sem árið 1988 frömdu vopnað rán við pósthúsið í Købmagergade í miðbæ Kaupmannahafnar og myrtu þar ungan lögreglumann. Bófarnir voru öfgafullir vinstrimenn, sem höfðu tengsl við svokallaða palestínska frelsisbaráttu. Þó mér hafi fundist fyrsta bindi bókar Knudsens, sem kom út fyrr í ár, vanta margar spurningar og svör, slær hann því föstu í viðtali á forsíðu 2. hluta dagblaðsins Politiken í dag, að dönsk yfirvöld hafi verið hrædd við Palestínska hryðjuverkamenn og þess vegna stöðvað rannsókn á meintum glæpum þessa hóps vitleysinga árið 1984.
Knudsen segir frá því, hvernig lögreglan í Lyngby var komin á sporið eftir bófana árið 1983, þegar þeim var bannað að halda áfram rannsókn á bankaráni sem Blekingegade bófarnir frömdu í Den Danske Bank árið 1983. Skjalagrúsk Peter Øvig Knudsens leiddi í ljós að Dómsmálaráðuneytið danska er nú búið að eyða skjölum um málið!, sem er glæpsamlegt athæfi. Dómsmálaráðherra þess tíma, Erik Ninn-Hansen, ber við minnisleysi, enda orðin elliær, og aðrir eru annaðhvort dauðir eða skindauðir.
Knudsen tókst þó að finna svarið við spurningu sinni um Lyngby ránið í skjölum Utanríkisráðuneytisins. Stjórnvöld vissu að slóði úr bankaráninu í Lyngby teygði sig til Frakklands og að það spor sýndi sambönd við PFLP, palestínska hryðjuverkasamtök. Eftir að frönsk yfirvöld höfðu haft samband við þau dönsku, bárust lögreglunni í Lyngby skipun að ofan (Dómsmálaráðuneytinu) um að stöðva rannsókn málsins.
Árið 1988 var lögreglumaður myrtur af sama genginu sem framdi ránið í Lyngby árið 1983. Þegar gengið hafði ekki verið að ræna og drepa í nafni frelsis Palestínu, söfnuðu liðsmennirnir nöfnum á gyðingum og velunnurum Ísraels i Danmörku og bjuggu til spjaldskrá yfir þá. Ég á marga vini sem voru á þeirri skrá. Hvað átti að gera við þessa spjaldskrá hefur Peter Øvig Knudsen enn ekki sagt okkur sem bara fylgjumst með. Ef lögreglumaður hefði ekki verið myrtur árið 1988, hefði líklega ekkert stöðvað þetta lið í því að fremja hryðjuverk gagnvart saklausu fólki í Danmörku vegna ástar bófanna á ofbeldi þjóðar sem varð til vegna færslu landamæra á korti breskra nýlenduskrumara.
PFLP varð hluti af PLO árið 1968.
Aðstoðin þökkuð? Poul Nyrup Rasmussen og Arafat
Á efri myndinni stendur fyrrum utanríkisráðherra Dana, Niels Helveg Petersen, fyrir aftan rassinn á Arafat heitnum. Helveg Petersen hafnaði árið 1994 ósk Human Right Watch um að Danmörk tæki þátt í réttarhöldum við Alþjóðadómstólinn í Haag gegn Saddam Hussein og ríkisstjórn Írak fyrir fjöldamorð á Kúrdum og aðra glæpi. Hann var hræddur, en hann hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir stríð ef hann hefði sýnt kjark. Í bréfi til Kenneth Roths dags. 21.12. 1994, sem ég fékk frá danska Utanríkisráðuneytinu árið 2004, er Petersen hræddur um að málið gegn Saddam gæti tapast við Alþjóðadómstólinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 13:36
Danskir dagar
Danir eiga ekki sjö dagana sæla þessa stundina. Ef það eru ekki Íslendingar sem kaupa ættarsilfur þeirra, þá sækir Al Quaeda að þeim.
Nyhedsavisen, blað í eigu Íslendinga, greinir frá því http://avisen.dk/alqaedahjemmeside-soeger-selvmordsbombere-danmark-190907.aspx, að það séu líka danskir dagar hjá hryðjuverkamönnum, sem ku leita eftir sjálfsmorðingjum til að gera usla í nafni Allah í Danmörku.
Eins og sumir Danir líta á sögu sína árin 1940-45 er væntanlega hægt að búast við því að margir þeirra taki vel á móti þeim sem vilja brjóta allt og bramla í landi þeirra. Sumir Danir eru nefnilega á þeirri skoðun að samvinnustefna þeirra við nasista hafi verið snilldarlegasta lausn Danmerkursögunnar.
Nú geta samvinnufúsir Danir haft samvinnu við Al Qaeda og bölvað og ragnað hættulegum Íslendingum í útrás. Kannski senda þeir Íslendinga úr landi, eins og gyðinga forðum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 08:04
Fórnarlömb kvótans?
Teikning af kumli sem fannst nýlega í Gausel í Noregi, sem er heldur ekki alveg niður við sjó. Sjá http://www.gausel.no/
Þetta er merkur fundur, sem óska kollegum mínum til hamingju með.
Í viðtali við heimamenn og forneifafræðing í Ríkissjónvarpinu í gær, veltu menn því fyrir sér af hverju sjö metra bátur væri þarna inni í landi. Það er í raun ekkert furðulegt. Þeir, sem þarna eru heygðir, voru landnámsmenn, eða nánustu afkomendur þeirra. Þeir komu væntanlega frá svæðum þar sem bátskuml voru ríkjandi greftrunarsiður. Þetta voru sjómenn, annars hefðu þeir ekki getað siglt til Íslands.
Þeir heygðu hafa hugsanlega tapað í kapphlaupinu um aðgang að strandlengjunni. Verið fórnarlömb kvótakerfis Landnámsaldar. Þeir hafa fengið bátinn sinn og það sem áður var með í gröfina. En alveg eins gæti verið að þeir hafi verið með bú á Litlu-Núpum í Aðaldal og haft annað við ströndina og stundað róðra. Svo hefur gamall bátur og aflóga verið notaður í kumlið. Hann hefur verið borinn eða fluttur á hlunnum síðasta spottann frá Æðarfossum.
Ábúendur inn til dala á landnámsöld hafa væntanlega haf tök á því að róa á miðin. Fiskbein sjávarfiska hafa fundist á Granastöðum, og Hofstöðum, sem liggja langt frá sjó, og hvalbein hafa meira að segja fundist í elstu mannvistarlögunum á Stöng í Þjórsársdal, sem ég hef rannsakað.
Merkilegur fundur, en mikið finnst mér ljót og eðjuleg uppgraftaraðferðin, sem ég sá í sjónvarpinu. Hefði ekki mátt bíða með svo merkan fund til betri veðurskilyrða? Þetta er ekki björgunaruppgröfur. Sýnistaka og önnur fín vinna fer forgörðum við svona aðstæður.
Bátkuml finnst í Aðaldal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.8.2007 | 10:03
Áður en Ísland verður meðlimur í Öryggisráði SÞ
Póstkort frá Íran?
Meðan íslenski utanríkisráðherrann dratthalaðist um Miðausturlönd og sagði þarlendum öfgamönnum það sem þeir vildu helst heyra, mótmæltu kollegar hennar á Norðurlöndum aftökum í Íran , þar sem fólk er hengt á götum úti og konur grýttar í hel. Skora ég hér með á undanríkisráðherra okkar að gera það sama og norrænir kollegar hennar.
Það er ekkert mál að afla sér upplýsinga um óöldina. Horfið á þetta á eigin ábyrgð: http://www.iranfocus.com/modules/news/article.php?storyid=11929
Það er engin Menningarnótt í Íran! Þar ríkir alnætti.
Ingibjörg Sólrún fór því miður ekki til Íran í annálaðri ferð sinni. Mér skilst að hún telji helst að vandamál vandamálanna liggja í Ísrael. Ferðaglaði ráðherrann hefði líklegast gott af því að fara til Teheran og sjá hvernig það er að vera kona í umhverfi heiftarklerkanna sem eyðilagt hafa merka þjóð og sem hafa gert Íran að ljótum bletti á mannkynssögunni.
Reporters Without Borders (RSF) hvöttu 15. águst framkvæmdastjóra SÞ, Ban Ki-moon, að blanda sér í mál 11 blaðamanna sem nú sitja í fangelsum í Íran, en tveir þeirra eiga yfir höfði sér snöruna. Hvar eru íslenskir blaðamenn? Ég hef ekki séð neitt eða heyrt um þetta í íslenskum fjölmiðlum. Síðan árið 2000 hafa 4000 fjölmiðlamenn misst störf sín í Íran.
Íslendingar vilja ólmir í Öryggisráð SÞ. Er ekki kominn tími til fyrir utanríkisráðuneytið að sýna í raun hvað í þjóð okkar býr og fyrir lýðræðissinnaða stjórnmálamenn á Íslandi að beina sjónum sínum að versta krabbameinskýlinu í Miðausturlöndum - það er að segja ef menn meina eitthvað með rausi um frelsi, mannréttindi, kvenréttindi, frið og öryggi. Íranska þjóðin hefur ekkert af þeim fríðindum og fasistastjórnin í landinu styður hryðjuverk og eyðileggingu. Eins og Hitler lýsir "leiðtogi" Írana því yfir að gyðingar og Ísrael sé rót alls vandans í heiminum. Ég er hræddur um að litli Hitler í Íran eigi ansi marga skoðanabræður á Íslandi miðað við yfirlýsingar sem ég hef séð hér á Moggabloggi.
Á Ísland erindi í Öryggisráð SÞ? Ef svo er, þá verðum við að fara að standa okkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.8.2007 | 23:21
Fornminjarnar, hinn forni fjandi
10. gr. Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.
13. gr. Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.
Þetta segja nú Þjóðminjalög.
Bóndi vestur á landi hafði aðra skoðun er hann fann fornan spjótsodd í jörðu þegar hann gróf fyrir brunni. Hann hunsaði lögin og sagði, að því er virðist nokkuð upp með sér: Ég passaði mig bara að setja brunninn niður fyrst svo þeir gætu ekki stoppað það af".
Þeir sem bóndinn er að tala um ef Fornleifavernd Ríkisins. Fornleifaverndin kom svo á staðinn og greip í tómt enda bóndinn búinn að umturna öllu svo rannsóknir voru fyrir bí. Skýrsla stofnunarinnar hljóðar í stuttu máli svo: "ólíklegt að fleiri fornminjar leynist í jörð þar sem oddurinn fannst, auk þess sé nú búið að raska svæðinu svo mikið að ekki sé hægt að ganga úr skugga um það".
Að öllum líkindum er oddurinn frá síðari hluta Víkingaaldar eða 11. öld ef dæma má út frá myndinni sem sýnir glaðan brunneiganda og spjótsoddinn.
Fréttablaðið greinir frá þessum sérstæða fornleifafundi sumarsins en finnst greinilega merkilegastur draumur bóndans í þjóðlegu lopapeysunni. Eigandi atgeirsins kom í draumi til bóndans haldandi um skaftið, en af var oddurinn. Þetta er kannski besta lýsingin á þjóðminjalögunum. Þau eru til einskis nýt, ef menn geta endalaust eyðilagt fornleifar án þess að bera ábyrgð.
Voða er nú erfitt fyrir Íslendinga að fara að lögum og bera smá virðingu fyrir menningararfi sínum. Sums staðar ríkir algjör Menningarnótt.
Bloggar | Breytt 19.8.2007 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2007 | 06:54
Fær Ingibjörg Sólrún líka koss á mallakútinn?
Pútín blæs í nafla ljóshærðs drengs sem heimsótti hann í Kreml. Hann átti erfitt með að skýra þetta ástríki sitt, en hvað gerir hann við Ingibjörgu Sólrúnu?
Pútín, Pútín, Pútín, Vladimir Vladimirovich Pútín! Þetta litla stertimenni og fyrrverandi KGB spíra er nú farinn að senda aflóga flugvélar Sovétveldisins í loftið. Vitanlega heyrir maður sem minnst um þennan superdespót frá fólki, sem er með Bush á heilanum. En Pútín er verulega hættulegur náungi ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.
Það má teljast nokkuð öruggt að einhverjir breyti stjórnarskrá Rússlands svo hann geti haldið keisaradæmi sínu eftir 2008. Þetta er ekki lýðræðissinni, heldu ótíndur óþokki (lögfræðingur) sem er orðinn einræðisherra.
Það verður spennandi að sjá hvað Ingibjörg Sólrún gerir í dag. Miðað við það hlutverk sem hún vill leika í Miðausturlöndum og fyrir öryggi í heiminum, þá ætti hún umsvifalaust í dag að fara til Moskvu og leita uppi Pútínus og eiga við hann orð um rellurnar sem hann er að senda að álum Íslands og skipa honum að stöðva framgang nýnasista í landinu hans, stöðva barnaklám o.s.fr.
Við fáum að sögn Utanríkisráðuneytisins að vita hvað Ingibjörg gerir í dag. Fer hún í ferðalag, eða situr hún heima og fer í hárgreiðslu?
Takið þátt í atkvæðagreiðslunni hér á blogginu. HVAÐ GERIR INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Í DAG?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2007 | 18:43
Hundurinn var barn þeirra
Arki allur. Ljósmynd lögreglan í Køge.
Ekki er lengur mikið skrifað um kjölturakkann Lúkas frá Akureyri eftir að hann náðist af fjöllum. Sumarævintýri Lúkasar var skemmtilegt, en enn skemmtilegra var að sjá hvernig mannfólkið á Íslandi elskar hundinn sinn meira en náungann.
Hér í Danmörku, þar sem menn tíndu sakleysi sínu og trú fyrr en Íslendingar, koma hundar ekki af fjöllumeftir ævintýri sumarsins. Tíndir, danskir hundar finnast dauðir og jafnvel myrtir.
Einn þeirra, hann Arki, fannst stunginn til bana á hrottalegasta hátt nærri íþróttamannvirki í Køge.
Hann tíndist seint í gær og fannst myrtur í morgun. "Foreldrum" sínum harmdauði og forsíðufrétt á Dönskum blöðum á morgun. Mynd af líkinu og allt.
Nú leitar danska lögreglan af ódæðismönnunum, sem stungið hafa hundinn með skrúfujárni að sögn lögreglu. Arki var annars hinn vinalegasti hundur, samkvæmt matmóður hans frú Grethe Jespersen i Køge. Hann átti það til að fylgja öllum slefandi sem kölluðu á hann.
Drengir, auðvitað drengir með innflytjendabakgrunn, hafa víst sést gera eitthvað misjafnt og er þeim lýst sem 16-18 ára gömlum og dökkklæddum. Svo margir geta komið til greina.
Við verðum að vona að allir 16-18 ára Aliar og Muhammeðar í Køge verði ekki lagðir í einelti eins og íslenski pilturinn, sem var ákærður af hundingjaeðlinu hjá löndum vorum. En það er munur á þessum tveimur málum. Lúkas fór til fjalla og Arki fór götóttur til Guðs beina og Pedigree Pals.
Lögreglumaðurinn Søren Sørensen lofar því í Nyhedsavisen (sem blað í eigu Íslendinga, sem vita ekki enn hve lélega blaðamenn þeir hafa ráðið), að allt verði gert til að ná í þá seku "ef þeir eru sekir" (hann gefur sér ekki neitt hann Søren), og leggur afar mannúðlegt mat á málið, enda var Arki eins og "barn" Jespersen hjónanna, segir þessi vinur fjórfætlinganna hjá dönsku lögreglunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.8.2007 | 17:58
Þörf sýning í Berlín
Minnismerki fyrir fórnarlömb helfararinnar í Berlín
Nú stendur yfir sýning í anddyri utanríkisráðuneytis Þýskalands í Berlín . Sýningin fjallar um gyðingahatur og leggur áherslu á að gyðingahatur er ekki bara eitthvað sem gerðist í Evrópu fyrir 60-70 árum síðan.
Þegar Ariel Sharon er teiknaður með horn er teiknarinn gyðingahatari. Þegar George Bush teiknaður, þar sem hann er umkringdur rabbínum frá "Fjórða ríkinu Ísrael"er það einnig gyðingahatur. Þegar læknir í Reykjavík, sem er talsmaður vina Palestínumanna í Íslandi, skrifar grein sem hann kallar "Israel, Israel über alles", er einnig um svæsið gyðingahatur að ræða. Hef ég fyrir því orð prófessors Wolfgangs Benz, sem er aðalráðgjafi sýningarinnar í Berlín. En hann var staddur á Akureyri í apríl í fyrra, þar sem fyrirbærið var rætt á ráðstefnu við háskólann þar í bæ. Nýbúinn Róbert Fischer er líka svæsinn gyðingahatari og kemst upp með það, þótt hann brjóti með því íslensk hegningarlög. Skrifstofublók hjá saksóknara Ríkisins svaraði með dónaskap þegar ég bað embættið um að rannsaka mál Bobba. Það var ekki hlutverk embættisins. Lögreglan taldi það heldur ekki til verka sinna. Íslensk lögregla og saksóknari sendu gyðinga úr landi á fjórða tug síðustu aldar.
Það væri ekki alvitlaust fyrir íslensk yfirvöld að fá sýninguna í þýska utanríkisráðuneytinu að láni.
Það er óneitanlega mikil þörf fyrir slíka sýningu á Íslandi.
Hvað segir Ingibjörg Sólrún?
Bloggar | Breytt 10.8.2007 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007