Færsluflokkur: Bloggar
31.5.2020 | 07:22
Svecia non optima est
Æi, það er ugglaust ekki gaman að vera Anders Tegnell.
En honum sjálfum er ekki einum um að kenna. Tegnell er afsprengi af stærra, sænsku vandamáli.
Svíar hafa síðan um 1960 litið á sig sem þjóð sem leyfðist signt og heilagt að vera með dómharðan vísifingurinn á lofti gagnvart öllum þjóðum; Sér í lagi beindan gegn þeim sem alþjóðlega stefna Krata leggur í einelti í misskildum stuðningi við hryðjuverkasamtök hrjáðra þjóða sem frelsa sig með morðsveitum í skugga öfgafullrar trúar sem fótumtreður öll nútímamannréttindi.
Við sjáum líka afbrigði af þessum ofmetnaði (hybris) Svía, þegar sænskir sagnfræðingar telja að Svíar hafi bjargað gyðingum á flótta frá Danmörku. Það gerðu Svíar vitaskuld ekki, og voru í raun mótfallnir til að byrja með, eða þangað til að þeir fengu bréf frá danska sendiráðinu í Washington, sem ritað var af fyrrverandi sendifulltrúa í Reykjavík, manninum sem einnig á stóran heiður af ákvörðun Bandaríkjamanna að leggja blessun sína yfir lýðveldisstofnunina á Íslandi.
Í því bréfi C.A.C. Bruns var lofað að Danir myndu borga fyrir dvöl gyðinga sem Svíar björguðu. Sú "skuld" var vitaskuld aldrei innheimt, en sænskir stjórnmálamenn gleymdu henni þó alls ekki. Áður en bréfið, sem aldrei hefur verið nefnt í sænskum bókum,var skrifað í Washington ætluðu Svíar sér alls ekki að hjálpa gyðingum. Þeir hjálpuðu hins vegar gjarnan Þjóðverjum með hergagna og liðsflutninga til Finnlands og Rússlands.
Sjálfsánægjustefna Svía, sem smitað hefur af á Íslandi á frekar hæfileikalausu fólki sem stundaði stutt og lítilmótlegt nám við sænska háskóla, áður en það settist í ævilangar feitar ríkisstöður á Íslandi. Þessi blindstefna Svía hefur vafalítið einnig valdið dauða Palmes.
Að ógleymdum Volvo, sem er ekki besti bíll í heiminum (þótt góður sé), og að Ikea er nasistabúlla sem lokar á mönnum munninum með kjötbollum.
Í dag geta Svíar heldur ekki tekið á vandamálum þeim sem fjölmargir nýnasistar þeirra eru; eða á öfgahópum þeirra sem þrífast á meðal innflytjenda í landinu.
Svíþjóð er ríki sem á erfitt með að taka á vandamálum - vegna skoðanaeinokunar og sjálfsblekkingar sem leitt hefur af sér þjóðfélag, þar sem einn maður eins og Tegnell með sænsku heilkennin getur valdið óhemjumiklum usla. Sænska lýðræðið er orðið spegilmynd þar sem besserwisserinn og einræðisherrann talar við sjálfan sig og hlustar ekki á aðra en sjálfan sig. Að vera læknir með slöngusýn bætir ekki málið í landi þar sem kjánaleg pólitísk rétthugsun tröllríður öllu.
Svíþjóð er vandamálið - ekki aðeins Tegnell.
Sænski sóttvarnalæknirinn viðurkennir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.6.2020 kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2018 | 06:54
Le Prince est mort
Prins Henrik er látinn, Danir syrgja. Hann var á margan hátt glaðlegt andlit dönsku konungsfjölskyldunnar, þar sem hefð og konungleg skyldleikarækt hefir gert suma aðra meðlimi frekar steingerða. Ég nefni ekki nein nöfn. Umdeildur var hann kannski undir lokin í erfiðum veikindum sínum, en ávallt vel liðinn. Hann var maður marga hæfileika, nema í því að læra dönsku, en hafði sem betur fer lífsnautn. Ég hef hitt hann í návígi einu sinni.
Einn kaldan sólskinsmorgun árið 1997 var ég nærri því búinn að rúlla barnavagni með Leu dóttur minni yfir einn langhunda hans, þar sem hann var að "spadsera" með þá á götuhorni nærri Amalienborg. Engin slys urðu á börnum eða hundum og prinsinn tók því létt að einn hirðhundanna, sem ég rúllaði aðeins utan í, þegar hann kom hlaupandi fyrir horn til að finna sér eitthvað til að míga á, ýlfraði lítillega þegar hann rakst inn í barnavagninn. Prinsinn bauð bara góðan dag. Venjulegur maður! Hann var einn á ferð, engir verðir eða hallarþjónar með honum.
Drottningin, konungsfjölskyldan og danska hirðin hafa misst eitt af andlitum sínum og þar er sorg sem og hjá hjúum í koti um allt þetta flata land. Væntanlega munu frómar konur í Reykjavík sem lesið hafa dönsku blöðin ævilangt verða leiðar líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2018 | 10:45
Sveitasæla og kvalræði
Þessi grein Guðrúnar Hálfdánardóttur um Oxycontin og Sachler-fjölskylduna er stórfurðuleg og flaustursleg (hún er m.a. klippt og skorin úr Esquire). Blaðamaðurinn fárast yfir hættulegu lyfi, sem er leyft og sem læknar útdeila. En vinkillin hjá blaðamanni Mogunblaðsins er fyrst og fremst að bauna á framleiðandann og það fé sem hann leggur til af gróða sínum til menningarmála, fjölda safna og stofnana og meira að segja gyðingasafns í Berlín.
Ég held að Guðrún Hálfdánardóttir ætti að reyna að komast að kjarna málsins, og hann er sá að þetta lyf, Oxycontin, er notað og því dreift af læknum um allan heim. Meðan það er eins auðveldlega aðgengilegt og þar er nú, heldur fólk áfram að deyja af völdum þess, sér í lagi þeir sem ná í lyfið og voru fíklar fyrir. Það er ekki nein tilviljun að þetta lyfi er kallað Hillibilly Heroin (kannski væri Sveitasæla tilvalið orð á Íslandi). Menn ræna vopnaðir þessu lyfi í apótekum í Bandaríkjunum. Hinir lesa ekki þær átta blaðsíður með aðvörunum sem fylgja pökkunum. Rök eru lítils virði hjá fíklum og margir í BNA eru ólæsir.
Sachler-fjölskyldan er ekki ein ábyrg, heldur frekar heilbrigðisyfirvöld í fjölda landa, t.d. FDA í BNA, en einnig yfirvöld á Íslandi, þar sem læknar virðast frekar örlátir á verkja og deyfilyf. Á 10. áratug síðustu aldar fóru ýmsir framleiðendur og dreifingaraðilar í gang með herferð til að sannfæra menn um ágæti þessara verkjalyfja fyrir venjulega króníska verkjameðferð, en áður hafði lyfið verið markaðssett sem lyf fyrir sérstaka verkjameðferð, t.d. fyrir krabbameinssjúka í líknarmeðferð.
Það eru svo margir aðrir sem hagnast af kvölum annarra en ein fjölskylda í Bandaríkjunum.
Sem dæmi um annað flaustur í greininni má einni nefna þetta:
"Elsti bróðirinn Arthur Mitchell Sackler fæddist árið 103 og lést árið 1987. Hann var þríkvæntur og hafa börn hans fjögur, öll af fyrri hjónaböndum, barist hatramlega við ekkju hans, Gillian Lesley Tully, um yfirráð yfir auðæfum hans."
Fæddur árið 103. Kannski er Sachler-veldið líka í framleiðslu langlífisefna? Hvenær kemur svo grein frá íslenskum blaðamanni um hættuleg snefilefni í lýsisframleiðslu á Íslandi - efni sem jafnvel geta valdið krabbameini?
Ekki síst á Íslandi verða menn að fara hætta að éta töflur við öllu sem væru það saklaus vítamín. Stundum verða einnig að líta í eigin barm.
En því verður þó vart neitað að t.d. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar vilja helst leysa öll sín vandamál með pillum. Eitt sinn vann ég með hópi Bandaríkjamann í fornleifaverkefni á Ströndum. Þeir tóku með sér heila pappatunnu eins og þvottaefni var áður selt í, fulla af alls kyns töflum. Fleiri hundruð töflur af verkjalyfjum og sýklalyfjum. Þeir komu með pillurnar sínar í handfarangri. Ég spurði þá í gríni hvort þeir væru hræddir um að fá malaríu og hundaæði á Íslandi og þeim var ekki skemmt. Leiðtogi leiðangursins var reyndar ættaður frá Appalachia fjöllum, þar sem neyslan á "Sveitasælu" hefur verið hve mest á meðal stuðningsmanna Trumps - sem nú ætlar nú að taka pillurnar frá þeim Í kjölfarið sjáum við örugglega fleiri skotárásir.
Rótina á vítahringnum er ekki að finna hjá framleiðendum einum, heldur hjá stjórnvöldum í löndum þar sem sönn velferð er aðeins til fyrir ríka, og þar sem fólk sem ekki hefur ráð á læknisþjónustu leysir vanda sinn með taumlausu pilluáti til að leysa lífsvanda sinn og verki sem er FÁTÆKT Í EINU RÍKASTA LANDI HEIMS. Og slíkt þjóðfélag þykir sumum á Íslandi bara fínt og til fyrirmyndar. Þeir myndu vart sætta sig við það sjálfir.
Hagnast á kvölum annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.1.2018 kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2017 | 09:37
Umslög utan af íslenskum kjörseðlum seld í erlendum frímerkjaverslunum
Hafið þið kjósendur góðir velt fyrir ykkur, hvað verður um utankjörstaða-kosningaseðlana ykkar, eða umslögin utan um þá, að kosningum loknum?
Þetta eru persónuupplýsingar sem vernda ber og eyðast að löglegri kosningu lokinni.
Fornleifur greindi frá því um daginn, hvernig umslög með kjörseðlum Íslendinga, sem send hafa verið erlendis frá, hafi lent í sölu hjá frímerkjaverslunum erlendis. Fornleifur keypti sér til gamans gömul atkvæði Íslendinga sem gerðu skyldu sína í sendiráðum lands síns - en bjuggust vitanlega ekki við því að sjá kosningaumslögin sín til sölu í frímerkjaverslunum á netinu.
Kannski væri athugandi fyrir prótókollskrifstofu Utanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættin að reyna að skýra hvað þarna gerðist og hvort enn sé hætta á því að umslög manna, sem senda kjörseðil sinn erlendis frá, séu sett í söluferli erlendis að kosningum loknum? Þetta er stórfurðulegt mál og óvenjuleg nýtni í ljósi þess að Íslendingar eiga í hlut.
Þessi færsla verður send Utanríkisráðuneytinu, prótókollskrifstofu, og skýringa óskað á þessari furðulegu kosningaumslagasölumennsku með vísun í þessa færslu og grein um málið á Fornleifi. Sjá erindið hér fyrir neðan:
Virðulegi prótókollmeistari Utanríkisráðuneytisins,
Í dag hef ég gert opinbert þetta erindi til ráðuneytisins (sjá .http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/2203200) Ég leita svara við því, hvernig umslög utan af kjörseðlum, sem Íslendingar höfðu sent erlendis fyrr á árum, hafi komist í söluferli hjá erlendum frímerkjaverslunum.
Ég hef keypt nokkur umslög utan af kosningarseðlum, sem Íslendingar hafa sent í Alþingiskosningum í þeirri trú að kosningin væri trúnaðarmál.
Ef ráðuneytið hefur einhverjar skýringar á því, hvað þarna hefur átt sér stað, þætti mér vænt um að fá upplýsingar um það.
Virðingarfyllst,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D.
Danmörku
Sjá http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/2203200 og http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2201406/
Set ég svo innsigli "mitt" á þessa færslu:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2013 | 08:52
Nú er jafnvel kalt í helvíti/paradís
Það hefur vart farið framhjá nokkrum, að snjó hefur kyngt niður í Miðausturlöndum. Snjór féll meira að segja í miklum mæli í Kaíró og á blóðið sem rennur á Sýrlandi. Reyndar eru snjókomur á þessum slóðum ekkert nýtt fyrirbæri, nema fyrir nýjum kynslóðum af fréttamönnum sem eru að uppgötva heiminn. Myndin efst er af niðurkomu í Jórsölum árið 1900 og þessi myndarlegi snjókarl var einnig búinn til í Jerúsalem:
Vinur minn einn í Ísrael sem býr í Efrat, sagði að mest hefði verið 80 sm snjóalög þar sem hann býr nærri Hebron og á nokkrum stöðum varð rafmangslaust vegna fannfergisins.
Þetta óvenjulega veðurfar er mönnum mikill gleðigjafi. Flestir skemmtu sér og gleymdu meintri heimshitnun í einhvern tíma:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2013 | 09:14
Björgunarafrek ársins
Mikið hlýnaði kattarlausum kattakarli eins og mér hér í morgunsárið, þegar ég horfði á útrunnar RÚV-fréttir gærdagsins. Þær voru enn vel ætar og sérstaklega vegna björgunar persneska innflytjandakattarins Hnoðra á Urðarstíg, sem skyggði alveg á þau 17.000 störf sem Little Iceland ætlar að skapa á næstu árum.
Þarna sameinaðist íslenskur mannkærleikur og annáluð vinsemd Íslendinga við alla þá sem erlendir eru og í nauð staddir. Að sjá bráðalækna, slökkviliðsmenn og löggur bogra yfir Hnoðra var á við 4-5 þætti af Bráðamóttökunni. Tár kreistist út úr þurrum hvörmum. Óttar Sveinsson mun örugglega skrifa bók um þetta afrek.
Þeir sem stóðu að björgun Hnoðra á Urðarstíg hafa svo sannarlega gert sig sigurstranglega í keppninni um björgunarverðlaun ársins 2013. Ef þetta hefði gerst fyrir, segjum 20 árum, þá hefði brunaliðið bara hent kettinum í öskutunnuna.
Ég óska Hnoðra góðs bata í batnandi heimi og foreldrum hans alls hins besta í að koma húsinu í lag. Það er algjör perla.
Nú vona ég að Mali, bloggköttur Sigurðar Þórs veðurskálds, hafi horft á fréttir. Harðlyndi hans gegn smærri dýrum gæti læknast við að sjá svona góðmennsku við lítil dýr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2013 | 12:51
Hættur að blogga
Nú áðan náði ég loks, eftir margra ára streð og fleiri þúsund málvillur, takmarkinu: 1000.000 flettingum á Moggablogginu án nokkurra bellibragða.
Ég hafði auðvitað búist við upphringingu frá Davíð Oddssyni og ferð fyrir okkur tvo til Lundúna. Ég hef skrifað hlutfallslega minna og sjaldnar en Páll Vilhjálmsson með sína metflettingu og aldrei um landvernd og fossa eins og Ómar Ragnarsson. Nei, á Íslandi eru kjör bloggara ein þau verstu í heiminum.
Ég ætla að hætta og fara til Noregs með læknunum, og þá munu menn sjá hve mikilvægt þetta skrafl var þegar pólskir bloggarar koma í staðinn. Það er ekkert þakklæti fyrir það sem maður gerir á þessu volaða landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
8.10.2013 | 12:34
Heppinn er ég
Stundum verður karli eins og mér, atvinnulausum og illa gerðum, ljótum með sælgætisístru og skalla ljóst hve heppinn ég er.
Ég á fallega konu og greinda, sem enn lítur við mér og elskar, og er með mig og tvö önnur börn á framfæri, sem eru einkar vel gefin og góð við mig. Hvers getur maður óskað sér meir hér í lífinu?
Já, stundum verður maður líka að vera með prívatið á útopnunni og skrifa eitt og eitt "ég um mig frá mér til mín blogg" eins og sumir gera flestum til leiðinda. Ég ætla þó ekki að segja ykkur frá kökunni sem ég bakaði um daginn og hvaða balsam ég nota.
Þetta er hún Lea mín hér fyrir ofan og hann Rúben hér fyrir neðan. Ég er stoltur faðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.9.2013 | 12:28
Norsk víkingaskip í Kaupmannahöfn
Í gær var ég staddur inni í miðborg Kaupmannahafnar þar sem ég átti eitt sinni heima. Ég átti erindi nærri Amalienborg. Áður hjólaði ég aðeins meðfram höfninni og kom að þessum stríðmaskínum norska sjóhersins sem bera nafnið Storm og Steil, sem voru í heimsókn. Það er næstum því að maður segi hæl, þegar maður sér slík nöfn.
Þessi hraðskreiðu fley eru flugskeytakorvettur og tilheyra skipum sem flokkast undir svo kallaðan Skjold-klasse. Eiginlega eru þetta risastórir spíttbátar. Norðmenn eiga fleiri svona stríðsskektur, sem bera heitin Skjold, Skudd, Glimt og Gnist.
Ég hef sjaldan upplifað eins mikla mengun frá skipi eins og þegar Storm lagði úr höfn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2012 | 18:28
Ekki eru allir sáttir við endalok Rögnu Estherar Sigurðardóttur
Þótt íslenskir og bandarískir ættingjar Rögnu Estherar Sigurðardóttir (Gavin), sem andaðist sem Radna Esther Isholm Vickers árið 2002, hafi nú friðað sálina og fengið meiri vitneskju um örlög hennar, eru ekki allir sáttir við þau málalok. Þau má fyrst og fremst má þakka áhuga og samkennd Lillý Valgerðar Oddsdóttur, þótt henni hafi ekki verið þakkað það sem skyldi.
RÚV greinir vísvitandi rangt frá, og það þótt fréttamenn Ríkisfjölmiðilsins hafi fengið bréf frá dóttur Rögnu , Ann Lou LeMaster. Það bréf er hægt að lesa í hér fyrir neðan. T.d. hefur RÚV tekist að segja frá nýrri þróun í málinu þannig að ættarnafn manns Rögnu, Vicker, er sagt vera Wickens og Wickers.
Eins sómasamlega og Stöð 2 greindi frá málinu í gær, var fréttaflutningur RÚV einfaldlega ámælisverður. Ekki var sagt frá því hvernig fréttastofa RÚV fór á flug í fantasíum þegar málið kom upp árið 2011. Fyrst voru vangaveltur um að Emerson Lawrence (Larry) Gavin hefði bæði drepið konu sína og börn. Síðan kom annað á daginn þökk sé rannsóknarvinnu Lillý Valgerðar Oddsdóttur. Þá var fljótlega farið að greina frá því að Melissa Gavin, dóttir Larry Gavins af 2. hjónabandi ætti heiðurinn af því að hafa haft upp á örlögum tveggja fyrstu barna Rögnu, þó svo að sá heiður væri algjörlega Lillý Valgerðar Oddsdóttur. Kanadískir fjölmiðlar gerðu einnig Melissu Gavin að aðalpersónu og um tíma morðkenningu hennar að aðalviðfangsefni sínu. Melissa Gavin var allt í einu orðin, eða réttara sagt, búin að gera sjálfa sig að stjörnu" í málinu. Hún taldi sig vita allt um örlög Rögnu.
Hér sést Melissa Gavin segja frá. Hún vill vita það versta um föður sinn og gera hann að morðingja. Hann var auðvitað enginn engill og örugglega hinn versti heimilistýranna og ofbeldisseggur. En þessu "morði" trúðu fréttamenn RÚV eins og nýrri tuggu, og einhverjir þeirra hafa á tímabili, að því er mér skilst, haft áform um að gera sjónvarpsmynd um þessi hræðilegu (en ímynduðu) örlög.
Vegna áhuga míns á málinu var ég skammaður af konu nokkurri, Herdísi, sem kom inn á bloggið mitt í fyrra, sjá hér, en hún var í slagtogi við þessa Melissu. Herdís reit:
"Vilhjálmur Örn Vilhálmsson nú veit ég ekki alveg hvað þér gengur til með þessum skrifum þínum á bloggi þínu. Í fyrsta lagi þá kynnir maður sér staðreyndir áður en byrjað er að fullyrða um mál sem viðkomandi hefur greinilega ekki hundsvit á. Í frétt RÚV sem er jú sá fréttamiðill sem flestir Íslendingar treysta þá kemur fram að fjölskylda Esterar hafi ítrekað reynt að hafa upp á henni og börnum hennar. Það segir allt sem segja þarf. Þótt að þetta sé fyrst núna að koma í fréttunum þýðir það ekki að ekkert hafi verið gert í þessu máli. Dont play stupid. [Sic. Þetta eru athyglieverð orð, ef tekið er til þess að ég hafði aldrei áður heyrt frá þessari konu. Það eru fyrirframgefnir fordómar í garð móttakandans í þessari makalausu orðræðu] Margar kynslóðir hafa nú reynt að hafa upp á Esther og börnum hennar og því algjör vitleysa að segja að nú 56 árum síðar hafi ættingjar fyrst ætlað að reyna að hafa upp á henni. "
Einn ættingi Rögnu sem hafði samband við mig vildi greinilega af einhverjum ástæðum ekki að Lillý Valgerður kæmi að málinu. Allir höfðu greinilega keypt söguna um að Larry Gavin væri óður morðingi, sem kálaði íslensku stríðsbrúðinni sinni. Ættingjarnir hennar höfðu reyndar gleymt að í minningargreinum um föður hennar og bróður í íslenskum dagblöðum hafði hún verið talin af - þar stóð að hún væri látin löngu áður en hún lést. Reynir fjölskylda ítrekað í 56 ár að hafa samband við einhvern sem fjölskyldan hefur lýst látna í minningargreinum?
Ég sá svo, að í október 2011 var ýmislegt í gerjun, því Melissa Gavin hafði allranáðugast samband við mig og svaraði þá loks erindi mínu til hennar frá því í apríl 2011. Ég mátti greinilega ekki halda opinberlega, að engin ástæða væri, á grundvelli fyrirliggjandi gagna, að telja Larry Gavin hefði myrt Rögnu. Melissa vildi vita hvort ég hefði frekari gögn í málinu. Hún var orðin sjálfskipaður rannsóknaaðili fyrir fjölskylduna, sem hafði leyft henni að svara mér, og það þótt ég hefði ekki spurt fjölskylduna um eitt eða neitt.
Bók um málið?
Melissa Gavin hafði fyrst og fremst samband við mig til að fá efni í fyrirhugaða bók sína um morðið" á Rögnu Esther Gavin. Bókin hefur nú líklega verið prentuð og átti að væntanlega að verða metsölubók í jólabókaflóðinu. En nú hefur dóttir Rögnu (Rödnu) haft samband við Melissu og beðið hana að láta það eiga sig að gefa út bók þar sem nafn móður hennar er nefnt. Auðvitað á bók með hugarórum og getgátum um dauða Rögnu ekki að koma út.
Melissa Gavin hefur ekki haft fyrir því að svara Lou Ann LeMaster. Ekki vildi ég vera í sporum bókaútgefanda þessarar væntanlegu bókar. En svona er þetta. Ef menn hefðu fylgt almennri skynsemi við rannsókn þessa máls og stundað eðlilega blaðamennsku, þá hefðu gróusögur og kerlingabálkar ekki farið á kreik.
Bréf Lou Ann LeMasters til Melissu Gavin
Hér er svo bréf Lou Ann Masters til Lillý Valgerðar Oddsdóttur sem ég hef fengið að birta. Fjölmiðlar hafa fengið þetta bréf, en fréttmenn RÚV gátu greinilega ekki haft fyrir því að segja allan sannleikann og greina frá öllu sem í þessu bréfi stóð.
Sannleikurinn í málinu hentar líklegast ekki pólitískri rétthugsun þeirra, þar sem konumorð og karlribbaldar smellpassa inn í femínistaklisjuna um að allir karlar séu ofbeldismenn og ruddar. En menn eru eigi morðingjar ef sannanir eru ekki fyrir hendi. Stundum mætti nú trúa okkur karlgörmunum meira en gert er. Við munum ekki ljúga meira en kvenmennirnir, nema síður sé.
En lesið nú bréf dóttur Rögnu, Lou Ann LeMasters hér.
Hvernig finnur maður svo látið fólk í BNA ?
Fyrir áhugasama sem vilja vita, hvernig hefði verið hægt að finna Rögnu miklu fyrr og koma í veg fyrir bækur um morð. Þá er þetta lausnin. Farið á þessa síðu: http://ssdmf.info/ Leitað er með fæðingardag Rögnu, 30. maí. Ekki breyta allir sem breyta nafni um fæðingardag. Svo er bara að fara í gegnum skrána yfir þá sem fæddir eru 31. maí árið 1927, og sem látnir eru á síðari árum. Þar fann ég Rödnu Esther Isholm Vickers sem dó árið 2002. Bingó
Lillý Velgerði Oddsdóttur tókst þetta og mér tókst það. Það er ekkert yfirnáttúrulegt við það. Telja má ótrúlegt að allir spæjararnir sem komu að málinu hafi ekki geta framkvæmt þessa leit. Ég skil ekki af hverju þeir gátu ekki leyst gátuna. En hafa ber í huga að sumt fólk í BNA lifir á því að leita að fólki með leitarvélum sem allir hafa aðgang að og fyrir minna fé en hjá einkaspæjara.
Bloggar | Breytt 8.4.2023 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007