Leita í fréttum mbl.is

Umslög utan af íslenskum kjörseđlum seld í erlendum frímerkjaverslunum

Umslag Ólafs Ragnarssonar b

Hafiđ ţiđ kjósendur góđir velt fyrir ykkur, hvađ verđur um utankjörstađa-kosningaseđlana ykkar, eđa umslögin utan um ţá, ađ kosningum loknum?

Ţetta eru persónuupplýsingar sem vernda ber og eyđast ađ löglegri kosningu lokinni.

Fornleifur greindi frá ţví um daginn, hvernig umslög međ kjörseđlum Íslendinga, sem send hafa veriđ erlendis frá, hafi lent í sölu hjá frímerkjaverslunum erlendis. Fornleifur keypti sér til gamans gömul atkvćđi Íslendinga sem gerđu skyldu sína í sendiráđum lands síns - en bjuggust vitanlega ekki viđ ţví ađ sjá kosningaumslögin sín til sölu í frímerkjaverslunum á netinu.

Kannski vćri athugandi fyrir prótókollskrifstofu Utanríkisráđuneytisins og sýslumannsembćttin ađ reyna ađ skýra hvađ ţarna gerđist og hvort enn sé hćtta á ţví ađ umslög manna, sem senda kjörseđil sinn erlendis frá, séu sett í söluferli erlendis ađ kosningum loknum? Ţetta er stórfurđulegt mál og óvenjuleg nýtni í ljósi ţess ađ Íslendingar eiga í hlut.

Ţessi fćrsla verđur send Utanríkisráđuneytinu, prótókollskrifstofu, og skýringa óskađ á ţessari furđulegu kosningaumslagasölumennsku međ vísun í ţessa fćrslu og grein um máliđ á Fornleifi. Sjá erindiđ hér fyrir neđan:

Virđulegi prótókollmeistari Utanríkisráđuneytisins,

Í dag hef ég gert opinbert ţetta erindi til ráđuneytisins (sjá .http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/2203200) Ég leita svara viđ ţví, hvernig umslög utan af kjörseđlum, sem Íslendingar höfđu sent erlendis fyrr á árum, hafi komist í söluferli hjá erlendum frímerkjaverslunum.

Ég hef keypt nokkur umslög utan af kosningarseđlum, sem Íslendingar hafa sent í Alţingiskosningum í ţeirri trú ađ kosningin vćri trúnađarmál.

Ef ráđuneytiđ hefur einhverjar skýringar á ţví, hvađ ţarna hefur átt sér stađ, ţćtti mér vćnt um ađ fá upplýsingar um ţađ.

Virđingarfyllst,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D.

Danmörku

Sjá http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/2203200 og http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2201406/

Set ég svo innsigli "mitt" á ţessa fćrslu:

Umslag utan af kjörseđli  c

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband