Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
13.2.2009 | 08:17
A cooler version of Dubai
Dorrit Moussaieff greindi frá því nýlega, að hún sæi Ísland fyrir sér eins og einhvers konar Dubai norðursins. Auðvitað geri ég ráð fyrir því að Ólafur forseti hafi fylgt draumsýn Bessastaðavölvunnar, sem kuflklæddur emír með velmegunarvömb. Olían hefur þá verið vestfirskt þorskalýsi, nema að feiti andinn úr lampanum, el Os Sur, hafi fundið olíu austur af landinu.
Því miður Dorrit. Dubai er líka orðið dúbíus fyrirmynd. Allt er þar komið á kaldan klaka. Útlendingar sem störfuðu þar flýja nú undvörpum. New York Times greinir frá því að um 3000 yfirgefnar bifreiðar séu nú við flugvöllinn í Dubai. Þær tilheyrðu eitt sinn fólki sem vann í Dubai, en sem missti vinnuna vegna samdráttar. Verð á húsnæði hefur snarlækkað. Frú Dorrit hefur líklega ekki dreymt hvernig þrælar Dubai norðursins myndu hafa það. Samkvæmt Human Rights Watch eru híbýli verkamanna í Dubai "less than human".
Það er ekkert lokkandi við Dubai lengur, ef þetta heldur svona áfram, þá verður Ísland brátt orðin fyrirmynd Dubai. Emírinn fer þá að tala um A warmer version of Iceland, og er það nokkuð nærri helvíti, held ég. Kona emírsins (myndin að ofan) tjáir sig ekki um drauma sína, né fjármál. Til þess að koma í veg fyrir það notar hún hentugan höfuðbúnað sem lengi hefur verið notaður í Dubai. Hann kemur í veg fyrir of ævintýralega drauma kvenna og sér til þess að hún heldur rækilega kjafti.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 10:45
Garden Party Pooper
Nýlega lýsti hljómsveitarstjóri gleðihljómsveitarinnar Mezzaforte því yfir að hljómsveitin léki ekki í Ísrael.
Í íslenskum fréttum hljómaði þetta svo:
Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari sveitarinnar segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að afþakka boðið vegna hernaðaraðgerða Ísraela undanfarið. Hann segir Mezzofortemenn þó vera nokkuð bjartsýna á árið 2009 en sveitin hefur spilað á 20-50 tónleikum á ári undanfarið.
Við erum með umboðsskrifstofu í Þýskalandi og þetta boð kom í gegnum hana. Við spurðum nú ekkert nánar út í hvað þetta væri þar sem það kom aldrei til greina að þiggja boðið," segir Eyþór. Sjá hér
Ég hafði samband við Catherine Mayer umboðskonu hljómsveitarinnar í dag. Hún vissi ekki um þessa afstöðu hljómsveitarinnar og vissi ekki til þess að þeim hefði boðist tilboð frá Ísrael. Hún kom algjörlega af fjöllum. "I was not aware of this, var svar hennar við spurningu minni um hvort tilboð hefði komið til Mezzoforte um tónleikahald í Ísrael.
Ég hafði einnig samband við tvær helstu jazzhátíðir í Ísrael, eina í Tel Aviv, sem haldin verður nú í lok febrúar og aðra sem haldin verður í Eilat í ágúst. Þar á bæjum könnuðust menn ekki við að hafa boðið eða falast eftir Mezzoforte. Þeir könnuðust þó vel við hljómsveitina og vonuðust eftir því að hún léti ekki stjórnast af stjórnmálum í framtíðinni. Hver veit, hljómsveitinni yrði kannski einhvern tíma boðið til Ísrael", sagði talsmaður hátíðarinnar í Eilat.
En hvaðan gæti Mezzoforte annars hafa fengið tilboð frá Ísrael?
Eyþór Gunnarsson getur kannski upplýst hvaða aðilar í Ísrael vildu fá Mezzoforte til að leika í Ísrael, fyrst yfirmaður umboðsfyrirtækis hljómsveitarinnar veit það ekki? En eins og Eyþór G. sagði, Við spurðum nú ekkert nánar út í hvað þetta væri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.2.2009 | 07:56
Hekluþankar
Er nokkur gata á Íslandi sem kennd er við Heklu? Ekki man ég eftir neinni slíkri í Reykjavík og ég þekki ekki svo vel til á landsbyggðinni.
Ein stórborga Evrópu getur hins vegar státað af því að hafa hana Heklu okkar í tveimur götunöfnum. Það er borgin Amsterdam, þar sem margt forfeðra minna ól manninn.
Göturnar Hekelveld og Hekla bera báðar nafn okkar fræga eldfjalls, en á miðöldum trúðu menn því að fjallið væri gátt helvítis.
Flestir íbúa Amsterdam hafa þó ekki hugmynd um hvað nafn götunnar Hekelveld þýðir. Staðanafnafræðingar telja að liðurinn hekel í þessu götunafni í Amsterdam sé orðið á hollensku fyrir lín, og skilja því nafnið sem línakur. Hekel getur þó líka þýtt hatur og óvild og einnig hatari (skylt orðinu ækel á dönsku og heck á ensku). Þeir þekkja væntanlega ekki nafn Heklu eins og það var skrifað í 17. aldar ritum sem gefin voru út í Hollandi: Heckelfeldt. Þegar á 16. öld var farið að skrifa nafn fjallsins á ónákvæmum, prentuðum kortum Heclafiel eða Helafiel og fjörður einn kallaður Hekelfort var settur á sum 16. aldar kort.
Vandamálið er hins vegar, að Hekelveld í Amsterdam var áður díki, og áður en hús voru reist út í dýjamóa á trjábolum, var þarna vatn og örugglega lítið um línakra. Nú er er búið að fylla upp í díkið og Hekelveld er gata, að mestu leiti komin undir síðari tíma uppfyllingu og götuna Nieuwezijds Voorburgwal milli hins fjölfarna túristahelvítisins við Damrak og rómantíkurinnar við Singel-díki í Amsterdam.
Ég spurði nýlega hollenskan staðarnafnasérfræðing, hvar línakurinn væri sem Hekelfeld fengi nafn sitt af. Fátt var um svör. Þegar ég benti honum á, að hið forðum þrönga síki nærri Hekelveldt hafi heitið Kattengat (kattarrassgat), nafn sem hollenskir sjómenn gáfu einnig innhafinu Kattetgat við Danmörku, fór hann að hugsa. Tvö götunöfn úr danska ríkinu á 17. öld, og elstu heimildir um þessi götunöfn eru líka frá þeim tíma. Ég er enn ekki búinn að heyra frá honum. Kattarskammir og -rassar þeirra voru hér áður fyrr teng djöfulskap líkt og Hekla.
Strætið Hekelveld hefur lengi verið þekkt fyrir öldurhús og hórmang á síðari tímum og þegar ég fór um þessar slóðir síðast, sat ígulstór nakin kona í glugga einum í þessu "íslenska" stræti, svört sem Hekluhraun. Hún vinkaði vingjarnlega til karlkyns vegfarenda. Var mér þá ljóst hvers kyns var. Þetta var líklega portkona Helvítis.
Hin gatan í úthverfi Amsterdam, Hekla, sjá hér er frekar ný, og eiginlega bara lítill botnlangi með hringlaga bílastæði í hinu svo kallaða alpahverfi í vesturhluta Amsterdam, þar sem allar götur heita í höfuðið á fjöllum í ölpunum, nema gatan Hekla, sem gengur út úr Matterhorngötu.
Danir hafa auðvitað nokkrar Heklugötur. Þeir hafa vitanlega lík varðveitt Heklu í orðatiltækinu gå du ad Heckenfeldt til" en líklega hefur danskan fengið þetta úr þýsku eða frá Hollendingum, ef dæma má hvað Jacob Grimm skrifaði um helvíti.
Heckenfeld eða Hekelveld, var auðvitað hinn versti staður, gáttir helvítis og hvaðeina, og það þykir ekki fínt að óska mönnum "að Heckenfeldt til" í Danaveldi.
Hér er mynd af Heklu í hollenskri útgáfu (frá 1706) af riti þýska lygamarðarins Didthmars Blefkeníusar (Blefken), frá 1609. Það rit taka menn enn nærri sér á Íslandi enda allt í því lygar og uppspuni. Á myndinni af Heklu í bók þessari eru menn bókstaflega að fara til helvítis. Arngrímur lærði vitnaði líka í hollenska gerð Heklunafnsins, Heckelfeldt í riti sínu gegn Blefkenslygum Brevis Commentarius de Islandia.
Hér til vinstri, getið svo þið lesið grein mína, Ved Helvedes Port, sem birtist fyrir mörgum árum í einu mest lesna tímariti í Danmörku. Greinin fjallar um Heklu og fornleifarannsóknir mínar í skugga hennar. Meira um þær síðar. Sjá einnig hér.
Menning og listir | Breytt 28.3.2009 kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 16:27
Ekki stórmál
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 12:56
Berskjaldaðir Bessastaðir berrassaðir
Menn ættu ekki að láta valdalausan forseta Íslands villa sér sýn. Þeir á Handelsblatt í Þýskalandi eru að minnsta kosti búnir að reikna Ólaf Ragnar út. Helmut Steuer ritstjóri Handelsblatt kemst að þessari niðurstöðu:
Já, hættið að hluta á Ólaf og vonandi getur Ólafur slappað aðeins af. Hann ætti að fara til London og kaupa sér haltukjaftikaramellu í Harrods.
Kannski ætti sú regla að gilda, sem lengi hefur verið nauðsynleg fyrir t.d. fornleifafræðinga sem tjá sig við fjölmiðla: Biðjið um að fréttamaðurinn lesi fyrir ykkur fréttina áður en hún birtist. Fréttamenn eru ekki alltaf greindasta fólk í heimi og eiga það til að leika skáld á kostnað lesendanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 18:10
Frumstæðar persónuofsóknir
Verða menn frumstæðir og sleppa af sér beislunum í kreppum? Hin svo kallaða kreppa á Íslandi, sem engir hafa kallað yfir sig nema Íslendingar sjálfir vegna bruðls og ofneyslu í boði útrásavíkinganna, sýnir að sumir menn komast á mjög lágt stig við þessar nýju aðstæður.
Sumir virðast einfaldlega ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Hér má sjá hvernig menn leggja landa sína í einelti á skrílslegan og fólskulegan hátt. Engu er líkara en að maður sé kominn aftur á miðaldir.
Starfsaðferðir blaðamanna DV í dag eru ámælisverðar og ætti Blaðamannafélag Íslands að taka á þeim. Starfsmenn blaðsins hafa elt Davíð Oddsson á röndum út um allan bæ. Þetta hlýtur að vera einhver sýki, en lögbrot er það líka.
Hvers konar ríki er eiginlega að verða til á Íslandi undir Hýru Stýru og hálfdrættingum hennar? Hvers konar fólk hagar sér eins og illa upplýstur skríll miðalda?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
7.2.2009 | 11:04
Þjóðarásakanir
Hvor er betri, maðurinn sem bannar júðum" aðgang að verslun sinni vegna stuðnings síns við Hamas, eða maðurinn sem segir Dorrit Moussaieff að vera heima og telja demantana sína", þegar hún segist vilja hjálpa íslensku þjóðinni? Sjá hér . Hvortveggja höfum við séð nýlega. Sá sem bað Dorrit um að vera heima og telja demantana hræsnaði meira að segja og fordæmdi, þegar hann skrifaði um hjólasalann sem ekki vildi júða í búðina sína".
Ég veit sannast sagna ekki hvor er verri, hinn franskmenntaði ættarlaukur, sem sér forsetafrúna á kafi í demöntum, ellegar hjólasalinn á Hverfisgötunni sem hefur lengi hatað gyðinga milliliðalaust. Fordómar þeirra lýsa hins vegar fordómum stórs hóps á Íslandi, sem á uppruna í gamalli hefð: Að kenna útlendingum um allt sem illa fer. En verra er, að íslensk yfirvöld láta þennan ósóma viðgangast og magnast.
Jafnvel sumir mestu stuðningsmenn friðar og réttlætis eru að sletta ósómanum í forsetafrúna Dorrit Moussaieff, sem ég geng út frá að fái heldur ekki viðgerð á hjólhesti sínum hjá rauða rasistanum á Hverfisgötunni.
Einn af Heiðdalsbloggurunum, sem eru frændur sem eru afar sannfærðir um réttmæti skoðanna sinna og einir helstu stuðningsmenn Hamassamtakanna á Íslandi, telur að Dorrit sé í tygjum við morðingja Palestínumanna og í vinfengi við Philip Green, svo notuð séu orð Björns Heiðdals. Það samsæri virðist líka hrjá ýmsar mektarmenn í íslensku þjóðfélagi, síðast Jón Ásgeir Jóhannesson. Heiðdal skrifa líka þetta um gyðinga og Dorrit. Ég þarf auðvitað ekki að nefna það sem þessir bráðskörpu frændur hafa skrifað um mig og aðra zíonista.
Þótt flestir Íslendingar haldi því fram, að þeir séu trúlausir eru þeir á fullu í samsæristrú. Því meira trúleysi, því meiri trú á samsæri og rugl. Ein helsta gyðja samsæristrúarinnar er hatrið. Dorrit Moussaieff hefur ekki farið varhluta af því. Þrátt fyrir öll huggulegheitin við Ísland, er hún bendluð við samsæri og er þá til tekinn gyðingdómur hennar, sem hún gat greinilega ekki losað sig við við það að taka upp íslenskan ríkisborgararétt.
Þegar breska blaðið Times skrifaði um kreppuna og Dorrit í október sl. hljóðaði það svona, og var ruglið auðvitað haft eftir Íslendingum á götunni: "That gold rush, at the beginning of this century, has spun the illusion of wealth. Dorrit Moussaieff, the jet-setting jewellery-designer wife of President Ólafur Ragnar Grimsson, set the tone, with her coterie of girlfriends". Hver mataði blaðamann The Times á þessu rugli? Er virkilega til fólk sem er að bendla Dorrit við orsakir kreppunnar? JÁ!
Við megum ekki gleyma Ástráði forsetaefni. Hann hefur svo sannarlega lagt orði í belg. Við sjáum vel hvert hann er að fara. Hann telur að stríðið í Miðausturlöndum sé greinilega á ábyrgð og í boði Dorritar, eins og allt annað. Hann lét sér ekki nægja að skrifa þetta á sínu eigin bloggi. Hann verpti ósómanum á blogg annarra sem þekktir eru af samsæristrú gegn útlendingum. Ástráður skrifaði til Dorritar:
Ég skrifaði þér bréf fyrr á þessu ári og bað þig um að aðstoða okkur við að kynna boðskap Friðar 2000 í Mið Austurlöndum. Að kynna nýja hugmyndafræði í friðarmálum. Þú svaraðir ekki bréfinu? Hversvegna? Er hjarta þitt jafnkalt og steinninn sem þú keyptir á uppboðinu í London fyrir 735 milljónir?
Þrátt fyrir að forsetafrúin sé öll að vilja gerð til að hjálpa hinni nýju þjóð sinni í kreppunni, er mikið neikvæð viðbrögð. Hún skjallar Íslendinga í sífellu og sauðkindina, hefur fengið sér íslenskt ríkisfang, hallmælt Ísrael og hvað eina til að safna stigum í litla sveitaþjóðfélaginu. Hún bauð meira að segja mótmælendum inn til sín í kaffi! Samt eru margir sem fúlsa við henni og á svo ógeðslegan hátt, að maður fer að skilja af hverju menn vilja ekki versla við gyðinga í landi þar sem gyðingar eru sárafáir og jafnvel í felum og afneita uppruna sínum.
Jafnvel þegar 9/11 árásin var gerð árið 2001 mátti lesa þetta á bloggi ungs menntamanns, Egils G.:
"11.9.01 Svakalegt!
Ég ætlaði ekki að trúa Sigga þegar hann sagði mér frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum fyrr í dag. Við vorum nokkur að læra í hópvinnuherbergi í Þjóðarbókhlöðunni þegar Halli hringdi í Sigga og sagði honum tíðindin. Siggi emjaði af undrun og sagði okkur frá þessu en við áttum auðvitað bágt með að trúa honum. Ég hringdi því í mömmu mína sem var að horfa á fréttirnar á breiðtjaldi niðri í vinnu hjá sér. Hún staðfesti þetta fyrir mér og hinum og þá fyrst gerði maður sér grein fyrir alvarleika málsins. Sú skynsamlega ákvörðun var tekin að ekki væri hægt að læra meira þegar svona hrikalegir hlutir hafa hent og því brunuðum við okkur heim til mín til þess að horfa á sjónvarpið. Fréttaflutningurinn þynntist svo eftir því sem á leið og varð fljótt lítið spennandi. Þetta er náttúrulega allt alveg fáránlegt. Hver verða eftirmálin? Burt með Dorrit!
Egill klukkan 17:52
14.9.2001
Á Íslandi í dag er Gyðingur á Bessastöðum. Öfgamenn í Mið-Austurlöndum hafa undanfarið verið að sækja í sig veðrið eins og öllum er ljós og þeim er svo sannarlega mjög illa við Gyðinga. Það væri því lítið mál fyrir þá að ræna Flugleiðavél og stefna henni á Kringluna.Er hag Íslands borgið með Gyðing í farabroddi?
21.9.2001
Það er alveg greinilegt hvað fólki hér finnst um Gyðinga. Þjóðin hefur talað! "
Flestum þykir þó forsetafrúin krúttleg. Hún á sem betur fer marga aðdáendur, og hvað mig varðar (þó ég hafi afklætt hana á listrænan hátt eins og frægt er orðið), verð ég að segja að ef Ólafur væri beðinn um að hætta á morgun vegna meints sambands við útrásarvíkinga og of litla gagnrýni í garð þeirra, fengi hún mitt atkvæði eins og skot og ég myndi verja Ólaf hennar vegna.
Myndin við færsluna er að finna á þessari vefsíðu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2009 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2009 | 08:44
TF-STJORN hrapar
Eins og öll önnur karlrembusvín hef ég verið að velta fyrir mér hvað flugfreyja geti boðið upp á í stöðu forsætisráðherra.
Ég er ekki að segja að hún geti ekkert, nú þegar tími hennar er loks kominn. Sjáið t.d. Piu Kjærsgaard í Danmörku, sem hefur óbeint stjórnað öllu í Danmörku síðustu 10 árin. Hún ryksugaði hjá gamalmennum áður en hún fór út í stjórnmál. Hún hefði nú ekki farið að heimta að sjórna ríkissjórn 2 mánuðum fyrir kostningar. Það er uppskriftin af tapfylgi.
En Jóhanna er ekki bara hvaða flugfreyja sem er, og er greinilega glöð yfir því að vera komin aftur í eins konar loftferðabisness.
Einhverjir hringja og hún gefur fólkinu það sem það vill. En það kostar. Í ríkistjórnargeimskutlunni er áhöfnin greinilega uppteknust af því að reka og ráða, í stað þess að leysa vandann.
Þetta er ekki eins og í dentíð, þegar maður fékk allt um borð, innifalið í verðinu, og stundum meira til, alveg eins og í Svíþjóð. Bíðið bara þangað til hún Jóhanna kemur með Saga Butique-vagninn. Hún er örugglega með tilboð á ilmvatni sem kallast Deception og rakspíra sem heitir Old Fake.
Hver flýgur eiginlega flugvélinni? Er hún af gerðinni Fucked Up Friendship?
S.O.S., over and out.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 20:19
Hendur Rachmaninovs
Sergej Rachmaninovs var nokkuð fingralangur. Hann var aldrei tekinn fyrir það.
Nýlega sá ég Íslendinginn Vladimir Ashkenazy í viðtali við leiðindagaurinn Sackur í þættinum Hard Talk á BBC. Þar sá heimurinn hve litlar hendur Valdi er með. Hann rétt getur spilað Rachmaninov með miklum teygjum. En enginn Íslendingur leikur þó betur en hann.
Aðrir hafa leyst vandamálið með litlar hendur og Rachmaninov:
Enn aðrir eru, sem eru með stutta fingur, litlar hendur og jafnvel lítil typpi, segjast hafa fundið upp brettið og jafnvel Rachmaninov:
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.2.2009 | 08:52
Í gær var Baugardagurinn langi
Tudefjæsagtigt, væluskjóðulegt, kallaði fjármálafréttamaður á TV2 í Danmörku Jón á Allt, þegar hann grenjaði í fjölmiðla um að Davíð Oddsson hefði sett Mafíuskilyrði fyrir því að hverfa úr stöðu sinni sem seðlabankastjóri. Jón á allt, en líka bágt, enda gengur veldi hans hér ytra undir nafninu "Bágúr".
Jón á Allt er eins og íslenska þjóðin sem hætti að væla á Austurvelli, þegar hún fékk viðvaninga og öfgafólk í ríkisstjórnina. Eins og þjóðin, er Jón á því að allt sé öðrum að kenna. Davíð, og meira segja einhverjum Philip Green, sem Jón á Allt telur að dansi í stofunni sinni af kæti yfir því að komast yfir eignir sínar fyrir túkall, er kennt um allt. Ég man ekki betur en að Jón á Allt hafi boðið þessum manni til Íslands í eina tíð, til að bjarga hinu og þessu.
Jón á Allt er vonandi ekki að gefa í skyn að menn sem heita Green að eftirnafni séu hræætur? Gyðingasamsærið, þar sem Green á að vera á höttunum eftir "eignum" Jóns á Allt, höfum við svo sem heyrt um áður og ýmsir merkir bloggarar hafa velt sér upp úr því. En nú virðist hafa slettst upp á vinskapinn við Green, sem var fenginn á fund í viðskiptaráðuneytinu í október sl. þegar allt lék í lyndi.
Vinskapur Samfylkingarinnar við Baugverja er víst líka dottinn upp úr rassvasanum á Armanibuxum Jóns á Allt.
Engir eru vinir lengur. Allir eru á móti öllum, og sérstaklega Philip Green. En hvað hefur hann gert? Ekki rak hann svikamylluna á Íslandi. Ekki lét hann mata ímyndunarveiki sína með gulli og grænum skógum eins og íslenska þjóðin, sem er hinn eini sanni sökudólgur kreppunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007