Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

Vísbending

 

Thorsteinn og Gudmundur

 

Getraunin, (sjá síđustu fćrslu), var líkast til of erfiđ. Ég bćti ţví viđ ţessu broti af myndinni og framlengi getraunina fram ađ miđnćtti (24:00) miđvikudaginn 9.1.2008.

Muniđ nú ađ ađeins ţeir, sem koma fram undir fullu nafni og hafa blogg á blog.is eđa önnur blogg undir réttu nafni, geta tekiđ ţátt.

Ég get sagt svo mikiđ, ađ atburđurinn á myndinni átti sér stađ austan fjalls og norđan eyja.


Getraun II

 

Carry

Nú er komiđ ađ myndaţraut minni númer 2. Ef ţiđ misstuđ af númer eitt, ţá lítiđ á ţetta.

Hvađ eru mennirnir á myndinni ađ rembast, ef ţeir eru ţá ekki ađ bera í bakkafullan lćkinn?

Hvar eru ţeir?

Hvenćr voru ţeir ađ ţessu (áratugur er viđundandi svar)?

Hvađan eru ţeir ađ flytja grjótiđ?

 

Smáverđlaun eru í bođi.

Skilafrestur rennur út á hádegi ţriđjudaginn 8. janúar 2008. Svör ber ađ skrifa í athugasemdir. Ađeins fólk međ húđ og hári, og sem á eigiđ Mbl. blogg getur tekiđ ţátt. Bloggdraugar, og nafnleysingjar geta setiđ heima og séđ eftir ţví ađ hafa fćđst. Ef fleiri en einn er međ öll svör rétt, set ég nöfnin á miđa í einn af höttunum mínum og lćt saklaust barn draga eitt ţeirra upp til ađ fá á hreint hver fćr "Bermúdaskálina". Ef enginn er međ rétt svar, sé ég til hvort ég ţarf ađ dángreida leikinn frá "genious" til "stupid".  

Og gettu nú.......


Góđur vinur kvaddur

Paul Sandfort 

Ég fylgdi góđum vini til grafar á miđvikudaginn var. Paul Aron Sandfort yfirgaf ţennan heim ţann 29. desember síđastliđinn. Ég kynntist Paul fyrir allmörgum árum í tengslum viđ rannsóknir mínum á sögu gyđinga í Danmörku. Upp úr ţví tókst vinskapur og hann hringdi reglulega í mig síđustu árin til ađ tala um daginn og veginn. Eitt sinn viđ slíkt karlaslúđur, sem gat tekiđ drykklanga stund, kom einnig í ljós ađ tengdasonur hans (nú fyrrverandi) var góđvinur minn á námsárunum í Árósum. Fyrir liđlega 10 árum, ţegar Paul bjó í Róm, hittumst viđ tvisvar fyrir hreina tilviljun á Kastrup flugvelli ţar sem ég hjálpađi honum međ farangurinn, ţví Paul var illa haldinn af liđgigt. Paul var mjög forvitinn um Ísland, ţótt hann hefđi aldrei til Íslands komiđ, en hann var ţó einn af fáum Dönum sem gátu boriđ nafniđ mitt rétt fram.

Danskir gyđingar, sem ekki tókst ađ flýja til Svíţjóđar voru teknir af nasistum og ađstođarmönnum ţeirra og sendir til fangabúđanna í Theresienstadt. Paul var 13 ára ţegar hann var tekinn, ţar sem hann faldi sig á kirkjulofti í Gilleleje á Norđursjálandi. Theresienstadt í Tékkóslóvakíu voru "fyrirmyndarfangabúđir" nasista. Ţar reistu ţjóđverjar leiktjöld áriđ 1944 ţegar yfirmönnum Rauđa Krossins og dönskum embćttismönnum voru sýndar búđirnar. Ţeir létu blekkjast og óskuđu ekki, og kröfđust ekki, ađ skođa ađrar búđir.

Paul og danskir gyđingar voru í hópi ţeirra heppnu i Theresienstadt, sem ekki voru sendir til útrýmingarbúđanna eftir leiksýningu nasista, sem einnig var fest á filmu

Paul komst vegna hljómlistahćfileika sinna í barnahljómsveit búđanna sem trompetleikari og var međ í barnaóperunni Brundibar, eftir Hans Krása, sem sett var á sviđ í búđunum. 60 árum eftir stríđlok var óperan endurflutt í búđunum međ inngangskafla eftir Paul Sandfort.

Fađir Pauls var rússneskur gyđingur, Aron Rabinowitch ađ nafni. Paul hitti aldrei föđur sinn, sem bjó lengst af í Frakklandi. Hann var myrtur í Auschwitz áriđ 1943.

Paul Sandfort starfađi sem menntaskólakennari og var einnig tónskáld. Hann var sannkallađur fjöllistamađur, en síđustu árin helgađi hann sig einnig skriftum lesendabréfa í dönsk dagblöđ, ţar sem hann skar ekki utan af skođunum sínum. Heilagir húmanistar myndu vćntanlega ekki hafa veigrađ sér viđ ađ kalla skođanir hans öllum illum nöfnum. Hann gaf út minningar sínar frá Theresienstadt í skáldsögunni Ben, sem hefur veriđ gefin út á ýmsum tungumálum og tók ţátt í útgáfu á ýmsum ritum. Fyrir mánuđi síđan kom út síđasta grein eftir Paul í tímaritinu Rambam sem ég sit í ritstjórn fyrir ásamt öđrum. Hún fjallađi einnig um ţau tvö ár í prísund sem áttu eftir ađ verđa ör á lífi allra sem komust ţađan lifandi.

Svarthvíta myndin hér ađ ofan var tekin í Theresienstadt áriđ 1944 og sést Paul Sandfort, lítill ađ vexti, í dökku prjónavesti. Nýlega greindi hann frá dvöl sinni í fangabúđunum í sjónvarpsţáttinum 60 Minutes.

Paul trúđi ekki lengur á Guđ eftir dvöl sína í Theresienstadt og skilgreindi sjálfan sig sem ótrúađan gyđing. Ţađ var ţó ekki nein mótsögn í ţví ađ fylgja honum til grafar ađ hćtti gyđinga. Annađ kom ekki til greina eftir ţađ sem hann hafđi ţurft ađ ţola sem gyđingur. Örlög sín flýja menn ekki.


Íslam á Njálsgötunni

Dansk grín 

Kjaftasíđan visir.is, sem er ađalheimild mín í dag, greinir frá bókakynningu í dag í einhverri holu á Njálsgötunni, ţar sem menn telja sig vera avant garde, en eru ţađ ekki.

Ţarna á Njálgsgötunni verđa hengdar upp myndir og gert grín af ţví sem Íslendingum ţykir heilagast. Vćntanlega myndir af SS-pulsum og fínu bílunum. Ha,ha, ha. Ţetta er gert í samstöđu viđ Íslam og vegna "hćttulegra einfaldana í umrćđunni um Íslam á Íslandi og víđar í heiminum".

Myndin hér ađ ofan er eftir Lóu Hlín og er međ í bókinni sem á ađ kynna. Lóa hefur greinilega veriđ í Bónus ađ versla. Ef Lóa litla vćri á slóđum ţess Íslams, sem notađ er til ađ brenna dönsk sendiráđ og hóta gjörvöllum heiminum međ ragnarökkri, vćri Lóa litla á Brú svona:

Grín

Eđa er ţađ ekki svo, ađ ef konur eru međ einhvern kjaft í löndum sem stýrt er eftir ÍSLAM eđa klćđa sig rangt, eru ţćr grýttar og hengdar. Ţađ er enginn einföldun, heldur bláköld stađreynd. Ćtli vinir Íslams á hinum síđustu dögum heilögum rćđi eitthvađ um ţađ á Njálsgötunni á eftir.

Samkvćmt fréttinni verđur bođiđ upp á  íslamskt snakk. Hvađ ćtli ţađ sé? Kóransnittur, fötvur eđa afskornir al Dimmah-limir?


Bónus One and Viking II

 
Bonus one

Jón Ásgeir er ekki verđviđkvćmur. Ég las á kjaftasíđu vísir.is, ađ Jón Ásgeir Jóhannesson sé búinn ađ fá sér nýja ţotu upp á tvo milljarđa, alsvarta, og hafi flogiđ í henni til Jamaíku međ frúnni til ađ vígja nýja lúxussnekkju.

Ég óska Jóni til hamingju međ tćkin og ţjóđinni fyrir stuđning hennar til tćkjakaupanna. Ég leyfi mér ađ minna á kjörorđ íslenskra milljarđamćringa: Best ađ njóta međan mađur hefur.

Svartir fátćklingar á Jamaíku bíđa nú eftir fyrstu Bónusversluninni. Allt er hćgt á ţotuöld.

 

GiveussomeBONUSman

Bókastuldur aldarinnar?

Fágćtar skruddur

Ţetta er skrýtiđ mál eđa réttara sagt skrýtin frétt. Hvernig geta dýrmćtar bćkur horfiđ á tveimur tímabilum. Voru tvö innbrot framin?  Hér höfum viđ borgarlögmann sem ákćrir fólk í Morgunblađinu og fornbókasala sem sagđur er vera í vitorđi međ ţjófum.  Ţađ er ekki orđ um ţjófinn eđa ţjófnađinn. Eitthvađ segir mér ađ ţessi frétt sé illa unnin ellegar rannsókn málsins sé ábótavant.

Allir sem vita eitthvađ um fágćtar bćkur, ţekktu verk og söfnum Böđvars Kvarans og mátti vera ljóst ađ safn hans vćri mikils virđi. En hvernig komust menn í tvígang ađ ţessu fágćta safni, sem nú er mćlt í hundruđ milljónum (af ćttingjunum). Höfđu erfingjarnir ekki ráđ á ţjófavarnarkerfi? Eđa hafđi ţjófurinn ađgang ađ safninu?

Böđvar Kvaran ţekkti ég ekki persónulega en rakst ţó eitt sinn á nafn hans í heimildum hér í Kaupmannahöfn. Hann var námsmađur í hagfrćđi hjá ţjófunum og morđingjum í Ţýskalandi nasismans áriđ 1938. Hann kom sér til Íslands áriđ 1939. Hefur líklega ekkert litist á blikuna.

Mikiđ vona ég ađ mál ţetta leysist annars stađar en í Morgunblađinu fyrst svo margar játningar liggja fyrir, og ađ menn sem hafi bćkur Kvarans undir höndum skili ţeim til réttmćtra eigenda.

Meginţorri safns Böđvars Kvarans hlýtur ađ hafa veriđ skráđur, svo fjöldi stolinna bóka hlýtur ađ vera nokkuđ vel ţekktur. 

En hefur virkilega veriđ stoliđ bókum fyri tugi milljóna króna? Hver hefur gefiđ ţađ mat?


mbl.is Stćrsti bókastuldur Íslandssögunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćfni kvenna

  Ekki Ph.D. en kona

Stjórn Kvennanefndar Verkfrćđingafélags Íslands hefur sent Össuri Skarphéđinssyni, iđnađarráđherra opiđ bréf, ţar sem harmađ er ađ gengiđ hafi veriđ fram hjá Ragnheiđi I. Ţórarinsdóttur ađstođarorkumálastjóra viđ skipan í stöđu orkumálastjóra.

Bréfiđ er hćgt ađ lesa hér http://www.visir.is/article/20080103/FRETTIR01/80103102

Er ekki kominn tími til ađ konur setjist í allar stöđur hjá Ríkinu? Svo geta karlarnir setiđ heima og lakkađ á sér táneglurnar og bloggađ um óréttlćti, eđa fariđ í sund.

Ćtli ţađ hefđu ekki veriđ kröftugari mótmćlin, ef hćf kona hefđi sótt um dómarastöđuna sem nýlega var úthlutađ til einhvers ađstođarmanns, sem reyndar hefur sótt slaufunámskeiđ hjá sama meistara og Össur?

Ţessi mótmćli kvennanefndarinnar endurspegla viđbrögđ hjá ţjóđ sem er orđin vön ţví ađ búast viđ hinu versta og ósiđlegasta frá hendi stjórnmálamanna. Mat nefndarinnar er kannski ekki rétt (ekki ćtla ég ađ dćma um ţađ), en traust manna á heilindum ráđherranna er á núlli.

Ef svona mál kćmu upp í nágrannalöndum Íslands, sem samanburđur er gerđur viđ, og í ljós kćmi ađ Össur var ađ ráđa karl í stöđu fram fyrir hćfari konu, yrđi Össur ađ fara ađ leita sér ađ nýju starfi. En hann fengi örugglega nýja stöđu í gegnum klíku eđa vegna ţess ađ hann er međ svo flotta slaufu.


Verđviđkvćmni

 

Bónus

Ég hlustađi á fréttir á RÚV í dag. Ţađ geri ég harla sjaldan, ţví ţađ eru svo margir postular sem vinna á ţeirri fréttastofu, sem frekar ćttu ađ vinna í einhverju áróđursráđuneyti í Norđur Kóreu.

Í dag var greint frá nýrri íslenskri doktorsritgerđ í hádegisfréttum. Doktorinn sem hefur skrifađ hana kemst ađ ţeirri niđurstöđu, skv. RÚV, ađ Íslendingar séu ekki verđviđkvćmir og ađ vöruverđ hafi engin áhrif á kauplöngun (grćđgi) Íslendinga.

Ţađ ţýđir á mannamáli ađ Íslendingum er sama hvernig svindlađ er á ţeim. Bara ađ ţađ sé svindlađ á ţeim. Verđlćkkanir geta jafnvel orđiđ til ţess ađ ţjóđ flottrćflanna á hjara veraldar kaupi ekki vöruna sem lćkkuđ hefur veriđ. Svo segir ađ minnsta kosti nýi doktorinn í verđskyni Íslendinga.

Mig grunar ađ fréttastofa RÚV hafi kannski ekki alveg náđ innihaldi doktorsritgerđarinnar. Samkvćmt fréttaflutningi RÚV byggđi rannsóknin á athugunum doktorsins á verđlagi á hárnćringu og hársápu. Er hćgt ađ verđa doktor í sápu og balsam? Vitaskuld ekki. Valdimar Sigurđsson er međ doktorspróf í markađsfrćđi međ áherslu á neytendasálfrćđi viđ Cardiff University, Wales, Bretlandi, skv. háskólanum í Reykjavík.

Verđviđkvćmni hlýtur ađ vera alveg nýtt orđ í íslensku. Og ef ég hef skiliđ ţađ rétt er ég mjög verđviđkvćmur. Enda á ég ekki einkaţotu.


« Fyrri síđa

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband