23.11.2009 | 13:50
Jesú haldið í gíslingu nærri Kringlunni
Borgarleikhúsið er enn með látalæti og trúðshátt. Nú í leikriti sem kallast Jesús litli. Samkvæmt leikskrá fæddist Jesús litli í Palestínu. Ef svo er, er Jesús litli líklega týndur, því hann fæddist ekki í Palestínu.
Það fer ýmsum sögum af því hvar hann fæddist hann Jesús, en ekki var það í Palestínu. Heitið Palæstina var fyrst notað formlega yfir það land sem Jesús fæddist í á 2. öld eftir Krists burð. Þá varð Provincia Judea að Syria Palaestina, og var sú breyting bara einn liður í kúgun Rómverja á Gyðingum.
Hvernig þetta slys" með Palestínudrenginn Jesús er komið inn í leikrit í Borgarleikhúsinu get ég nú vel gert mér í hugarlund. Menn hamast mikið í þessu nafni.
En það er stórfurðulegt að höfundar leikritsins hafi ekki getað notið aðstoðar íslenskar þjóðkirkjupresta til að fá haldgóðar upplýsingar um hvar Jesús litli fæddist. Samkvæmt leikskrá aðstoðuðu prestar, prelátar og prestslærlingar eins og Auður Eir, Bernharður Guðmundsson og Davíð Þór Jónsson, ásamt fleirum, höfundana og leikara Jesúsar Litla.
Er það opinber stefna Þjóðkirkjunnar á Íslandi, að Jesús hafi fæðst í Palestínu? Ef svo er, þá var Jesús væntanlega ekki til. Og gleðjast nú Vantrúarmenn. Já, ef hann fæddist í "Palestínu", er hann líklega bara hluti af hatursfullum áróðri, öfgum og hryðjum eins og nafnið Palestína er oft á okkar dögum. Nú urðu Vantrúarmenn óglaðir, því þeir eru líka mikið fyrir Palestínu, en auðvitað ekki i nafni Aðalsteins ósýnilega og Múhammaðs PR-meistara hans.
Ég vona að Jesús litli komist aftur heim til sín úr þeirri gíslingu sem Borgarleikhúsið hefur tekið hann í í Palestínu. Síðast þegar ég vissi, var Jesús litli með dekkra hár en á meðfylgjandi mynd, en hann er enn með slöngukrullur (ekki slöngubyssu). Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir hans, ættu að hafa samband við Þjóðkirkjuna hið fyrsta. Þar var mér tjáð í dag, að ekki væri hægt að gefa einhlýtt svar við því hvar Jesús hefði fæðst. En hugsanlegt má telja að einhverjir prestar hafi þetta á hreinu og geti hjálpað Jesú (Jesúsi, Jesum) litla heim til sín.
Hafið endilega ekki samband við lögregluna. Hún sendir alla útlendinga frá Miðausturlöndum úr landi með fyrstu flugvél.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Gyðingdómur, Menning og listir, Trúmál og siðferði | Breytt 24.11.2009 kl. 23:24 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1353489
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Jesús fæddist í Landinu helga – ekki í Palestínu.
Jón Valur Jensson, 23.11.2009 kl. 14:03
Það eru jú áhöld um hvar hann fæddist. Sagan segir í Betlehem í Júdeu, þótt það þyki nú ansi hæpið að María hafi hlussast kasólétt á asna, leið sem samsvarar vegalendinni frá miðborg Reykjavíkur á Vík í Mýrdal eða Kirkjubæjarklaustur, til að vera við manntal, sem aldrei var gert, hvað þá meint morð á sveinbörnumá svæðinu að skipan konungs sem dó fjórum árum áður.
Þetta var náttúrlega til þess að samræma söguna meintum spádómsorðum í GT, en einhver ruglingur virðist hafa orðið með staðinn. Mig minnir raunar að þú hafir talað um að Betlehem hafi verið að finna í Galíleu, líka og jafnvel bara þar, sem hljómar jú sennilegra miðað við allt og allt. Betlehem í Júdeu sé kannski bara tilbúningur Krisinna eins og heilög Helena kokkaði upp Nasaret yfir holu í grafreit skammt frá Sepporis. Staður sem aldrei var til og sennilegast misskilningur frá A-Ö vegna enn annarra spádómsorða í GT.
Reyndar virðast Guðspjallamennirnir hafa verið ansi illa að sér í landafræðinni þarna og jafnvel Gyðinglegum sið og maður gæti jafnvel ályktað að þeir hefðu aldrei komið á staðinn, heldur setið við skáldskap einhverstaðar veestar og norðar við Miðjarðarhafið. Hvað veit ég annars?
Pall Postuli virðist raunar ekki hafa haft hugmynd um þessi smáatriði í lífi hins meinta krists, meyfæðinguna, ræður hans né spakmæli.
Mikið mysterí. Setti inn vangaveltur um þetta á blogg Sr. Þórhalls, en hann biti þaær ekki, enda ekki ráð að hafa opna umræðu um svo brothætta hluti.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 14:20
Vantrú hefur enga stefnu varðandi málefni Palestínu og meðlimir félagsins enga eina skoðun á fyrir utan það kannski að þar sem trúaröfgamenn skipta sér af stjórnmálum er hætt við því að allt fari til andskotans.
Matthías Ásgeirsson, 23.11.2009 kl. 14:29
Viðurkenndu það bara, Matthías: Ef Vantrú færi að taka einhverja ákveðna pólitíska stefnu, þá færi líka allt í loft upp þar vegna ágreinings, og þið megið nú varla við því að minnka, svona lítið félag.
Jón Valur Jensson, 23.11.2009 kl. 15:10
Vá, vitringarr þrír komnir til að vitja mín. Jón Valur, Jón Steinar og Matthías:
Rétt Jón Valur, ekki í Palestínu, kannski í Judeu, jafnvel frekar í Galileu (þó við höfum rifist um það). Landið helga er svo tálsýnin. En ég virði rétt helgi allra í Ísrael. Vonandi er helgi allra í Palestínu líka virt. En þegar gyðingar mega ekki búa í Hebron fyrir rugluðum Íslendingum og Palestínuarabar myrða kristna er helgin eyðilögð.
Já Jón Steinar, rétt er að ég skrifaði um Betlehem í Galil og ég er ekki svo vantrúaður á þá tilgátu http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/396082/
Matthías mikið er gott að Vantrúarmenn eru yfir stjórnmál hafnir. Gott væri ef þið gætuð líka látið trú annarra sem vind um eyrun þjóta. En þið eruð í raun trúmenn, í því felst afneitunin. Og auðvitað afneitarðu því til að sanna regluna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 15:16
Eru ekki allir trúmenn og vantrúarmenn í einhverri skilgreiningu. Þú hafnar 99.9% trúarbragða heimsins og ert jafnvel ekki sammála mönnum í eigin sið um hvað sé rétt. Við þessir fordæmdu förum bara 0.1% lengra og tökum mark á líkunum. Svona líka fjandi vísindalegir og ferkantaðir.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 15:30
Þórhallur Heimisson er hættur við fæðingarsögur af Jesús á bloggi sínu. Hann býður mönnum í staðin í Hafnarfjörðinn á aðventunni. Má spyrja prestinn í kirkjunni á aðventunni, eða verð ég að þegja eins og Gaflari, ef ég kem? Ég afneita ekki Jesús, en trúi heldur ekki á hann.
Séra Þórhallur hefur lokað á ummæli frá helgari mönnum en mér, t.d. Jóni Vali, Jóni Steinari og Matthíasi guðspellvirkja. Kannski hefur Þórhallur ekki svar við öllu?
Ég er farinn að halda að rauðhærðir séu bara hársárari en aðrir, ef svo er hægt að segja?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 15:33
Við erum miklu stærri en kristilegi stjórnmálaflokkurinn þinn :) En já, Vantrú er ekki pólitískt félag enda meðlimir með ólíkar skoðanir á þeim málum.
Vá hvað þú ert bilaður
Trú annarra látum við sem vind um eyrun þjóta. Trúboði annarra svörum vi.
Matthías Ásgeirsson, 23.11.2009 kl. 15:41
Jón Steinar, þetta fjallar líka stundum um að vilja hafa rétt fyrir sér. Heiður, ofstopa og stolt. En ég vil hafa smá óvissu. Það er svo leiðinlegt að vita allt - eða ekkert. Í trúarbrögðum er ekki mikill munur þar á. En menn eiga ekki að vera að segja trúmönnum að Guð þeirra sé ímyndum. Sérstaklega þegar maður veit ekki rassgat um það í yfirlýstri vantrú sinni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 15:41
Hvaðan kemur þá fullvissa þín á þetta 0.1%. Óvissunni?
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 15:44
Allt í lagi Matti, vera má að ég sé "bilaður", en þú bilast nú illa og ferð í klessu í hvert skipti sem trú ber á góma, ekki bara þegar trúboð fer fyrir brjóstið á ykkur sem hafið höndlað sannleikann.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 15:46
Nei, Jón Valur, úr eftirvæntingunni. Lífið er einskis vert ef það er planlagt í prósentum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 15:50
Svolítið dramadrottningarlegt múv hjá Þórhallli verð ég að segja. Annað hvort til að sveipa sig píslarvætti eða til að kynda undir andúð á vondu vantrúarmönnunum.
Ég myndi vafalaust mæta til hans ef ég hefði lag. Hann gæti þó átt það til að henda mér á dyr fyrir of nærgöngular spurningar eins og presturinn minn forðum í fermingarfræðslunni. Ég er semsagt ekki vantrúaður að vali, heldur var ég bannfærður.
Maður getur jú búist við öllu af rauðhærðum. Þeir munu vera heitari í höfði en gengur og gerist, segir almannarómur og ekki lýgur hann.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 15:50
Og nú ertu arinn að kalla mig Jón Val...Það held ég að Rotweiler Ratzingers fái nú hland fyrir hjartað.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 15:55
Þórhallur hefur líka ákveðið að hætta við að mæta mér í útvarpinu á morgun vegna þess að einhverjir hafa verið svo vondir við hann á netinu undanfarið. Eini gallinn er að meðlimir Vantrúar eru alsaklausir í því máli. Ég sé ekki betur en að Sigurður Þór og Jón Valur Jensson hafi aðallega verið að svara Þórhalli.
Matthías Ásgeirsson, 23.11.2009 kl. 15:55
Pardon Jón Steinar. Þegar Jónar eru eins margir og steinarnir, er erfitt að halda reiður á þeim. En gerðu það fyrir mig að vera ekki með andpápísku hér á mínu bloggi. Við erum enn að semja við Vatíkanana.
Og enn eitt, Matthías, þið vantrúarmenn kennið alltaf öðrum um. Ekki get ég trúað því upp á bloggvini mína númer 1 og 2. Sigurð Þór og Jón Val, að þeir séu að atast í pastor Hafnfirðinga.
Þórhallur hefur líklegast haft vondan hárdag í dag. Aflýst öllu vegna rauðu lokkanna. Þið skuluð ekki halda að það sé ykkar vegna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 16:08
Ég skal vera góður, eins og mér er unnt af vestfirskum púka að vera.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 16:11
Skrítið, þú kommentaðir hjá báðum með vísun á þessa færslu.
Hann segir það nú sjálfur, þó hann geri það með óbeinum hætti er vísunin ansi augljós. En fjandakornið, varstu ekki að enda viða ð segja að við værum alltaf að kenna öðrum um - nú megum við ekki eigna okkur heiðurinn
Matthías Ásgeirsson, 23.11.2009 kl. 16:23
Heiðurinn er Jesús, Matthías, Hér er allir að rífast vegna hans og fyrir hann og jafnvel mest þeir sem ekki á hann trúa.
Bið ég nú menn um að halda sig við efnið. Er rétt hjá Borgarleikhúsinu að halda því fram að Jesús, (sem var vitanlega var til, sjáið bara Jólin), hafi fæðst í Palestínu.
Hvar fæddist Jesús, Matthías? Og ef hann hefur ekki fæðst að þínu mati (vissu), hvernig veist þú það?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 16:39
Ég hef ekki hugmynd um hvort Jesús fæddist eða ekki. Ef hann fæddist, þá hef ég ekki minnstu hugmynd um hvar hann fæddist - og það veit enginn annar.
Veit það eitt að ef Jesús var til var hann þó ekki vsonur Gvuðs (sjálfs síns) og skiptir þá engu hvort hann er sagður eingetinn, raðgetinn eða ógetinn.
Matthías Ásgeirsson, 23.11.2009 kl. 16:51
Ef Palestína var ekki til á meintum líftíma hans, þá segir það sig sjálft að hann var ekki fæddur í Palestínu. Nú ef Betlehem í Júdeu og Nasaret voru ekki til heldur, þá er úr vöndu að ráða með drenginn.
Skiptir þetta annars einhverju máli Villi? Þessar rangfærslur eða vanþekking poppkristlinganna eru svo sem ekkert betri eða verri en landafræði guðspjallamannanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 17:19
Þetta er nú meiri umræðan á ekki lengri tíma.
"En ég virði rétt helgi allra í Ísrael," segir þú, Vilhjálmur. Hvað áttu við?
Matthías, það er ennþá ekki búið að stofna neitt kristinn stjórnmálaflokk, sem ég tengist. Þetta er allt í undirbúningi – Kristin stjórnmálasamtök eru félag sem senn fer að undirbúa stofnun flokks.
Jón Valur Jensson, 23.11.2009 kl. 17:27
... neinn kristinn ...
Jón Valur Jensson, 23.11.2009 kl. 17:28
Stjórnmálasamtökin Kristín...
Ég verð ekki eldri...
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 17:56
Jæja, best að viðurkenna að það er víst allt mér að kenna að Þórhallur hætti við bloggseríu sína og hugsanlega líka við að mæta Matthíasi. Ég iðrast mjög synda minna og græt beisklega.
Og vel að merkja: Þið eruð allir alveg snarbilaðir. 
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2009 kl. 18:08
Þakka þér fyrir Sigurður Þór. Eins og Kínverjar segja: Wii shuij paiiguu!!
Jón Steinar, nú legg ég til að þú gerist spindoktor í flokki kristinna, sem hæglega gæti heitið Stína Stuð Party.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.11.2009 kl. 18:39
Vilhjálmur, fornleifafræðingurinn sjálfur, viltu ekki latínu- (og grísku-) beyginguna á nafni Jesú?
Svo áttu eftir að svara spurningu minni kl. 17.27.
Jón Valur Jensson, 24.11.2009 kl. 01:01
Megi Guð hjálpa ykkur að öðlast innihaldsríkt og gæfulegt líf.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 01:06
Vilhjálmur.
Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu ógeðfellda Jólaleikriti í Borgarleikhúsinu.
Það undrar mig einnig að margir sem kenna sig við kristna kirkju, virðast eiga erfitt með að segja eða skrifa orðið Ísrael.
Yeshua=Jesús var fæddur í Ísrael. (sjá Matt.2.19).
Það er ekkert land sem heitir "Landið helga". Það heitir Ísrael.
Orðið Palestína var ekki til á dögum Jesú og sem ríki hefur það aldrei verið til...
Shalom kveðja frá Zíon.
Ólafur Jóhannsson, 24.11.2009 kl. 01:49
Gaman að sjá þig hér, Ólafur. En það væri fróðlegt að sjá, hversu gamalt hugtakið Landið helga er í evrópskum og öðrum málum. Þetta er a.m.k. til á ensku, en hvenær ætli það byrji?
Jón Valur Jensson, 24.11.2009 kl. 02:00
Jón Valur, dags daglega tala ég ekki mikið um eða við Jesús. Mér sýnist nú að flestir beygi Jesús eins í öllum föllum. Ég var búinn að setja þágufalls s á hann í fyrirsögninni en breytti því í gær. Nú, svo tala ég ekki latnesku svona dags daglega (og lærimeistari minn, Teitur heitinn Benediktsson, hefði getað gefið vottorð upp á það að ég var latínuskussi, að minnsta kosti þangað til í síðasta áfanga í Latínu, þegar ég skaut tveimur latínudúxum í latínubekknum í MH ref fyrir rass og fékk A, meðan þeir fengu B). Svo ég reyni að leggja Jesús, Jesú, Jesú/Jesúsi, Jesú/Jesúsar á minnið - og á hátíðisdögum Jesum í þágufalli.
Hvað varðar spurningu þína frá 17.27, þá biðst ég velvirðingar á því að ég hafi gleymt að svara:
Ég meina að ég virði rétt allra trúarbragða sem gera tilkall til helgihalds í hluta þess lands sem þú kallar Landið Helga og ég kalla, með stolti, Ísrael. En ef menn kasta steinum, bera eld að Guðs húsi, eða hefja skothríð að helgi annarra er illt í efni. Íbúar lands þess sem nú hefur tekið sér nafnið Palestína eiga það til að herja á helgi annarra. Þeir sætta sig ekki við helgi landsins Ísrael og vilja ekki að gyðingar búi á því landssvæði sem þeir (Palestínumenn) gera tilkall til.
Það er auðvitað þaulsetinn bekkurinn af trúarbrögðum sem vill fá aðild að helgi Ísrael og nýstofnaðs Palestínuríkis. Kirkjudeildir munu hins vegar verða að eiga það við sig hvernig þeir taka á virðingarleysi Palestínumanna við Ísrael. Eitt virðingarleysið er, að því er haldið fram að Jesús hafi fæðst í "Palestínu". Ríkið Ísrael hefur gengið mjög langt í að þjónusta kirkjur sem tala tveimur tungum. En það er hluti af virðingu við helgi annarra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.11.2009 kl. 03:34
Shalom Ólafur! Landið helga, tálsýnin, eins og ég kallaði þetta heiti í gær, er samt veruleiki í dag fyrir Ísrael, "Eretz Ysroel", og þjóðina Ísrael, sem vissulega hafa verið til í yfir 3000 ár. Ég tel þó víst að gyðingar hafi einnig talað um Kanaan og Fyrirheitna landið (ha-Aretz ha-Muvtachat), svo er að minnsta kosti hægt að lesa í Tanakh (GT).
En þegar Jesús fæddist hét landið ekki Ísrael. Það er best að viðurkenna það, því landið var þá undir hæl Rómverja. Kristnir kölluðu landið síðar "Landið Helga", til að þurfa ekki að taka nafnið Ísrael, þjóðina sem bjó í landinu áður en það var hertekið, sér í munn. Þeir breyttu vísvitandi Fyrirheitna landinu/Israel í "Landið helga", þótt "Landið helga" hefði þó einnig (en miklu síðar) verið túlkað sem virðing við önnur trúarbrögð. En í fyrstu var "Landið Helga" aðeins heilagt kristnum mönnum, sem fóru í Krossferðir til að frelsa land Jesús undan hæl Músilmanna.
Ísrael hentar mér best, enda ríkið Ísrael til og blómgast. En ef einhverjir vilja kalla það Landið Helga án imperíalisma og ofstopa, þá hef ég ekkert á móti því að menn tali um Landið Helga.
En þegar menn vilja gera atlögu að Ísrael og opinbera Jesú sem frelsara þjóðarinnar eða heimta Jerúsalem undir höfuðborg Palestínu nútímans, brjóta menn brýr að baki sér. Áður fyrr eyddu menn, sem kölluðu Ísrael Palestínu, Jerúsalem. Leiðtogar "Palestínu" rústuðu borg Gyðinga. Skipting Jerúsalem í nafni Palestínu, er og verður eyðilegging. En Palestínumenn, Kristnir og aðrir sem gera tilkall til helgi Jerúsalem eru ávallt velkomnir, meðan þeir hafa ekki önnur áform og markmið í huga en að tilbiðja Guð sinn. Mér er sama hvað þeir kalla landið, en landið Ísrael er staðreynd.
Ólafur, það er líka staðreynd, að stofnað hefur verið Palestínuríki, sem nýtur meiri stuðnings á heimsbyggðinni en stuðningur þinn og annars góðs fólks við Ísrael. En því miður byggir stuðningur við þetta nýja ríki og yfirgengilegra krafna þess á misskilningi, vanþekkingu og ekki minnst hatri, gömlu gyðingahatri - mannlegum veikleika sem fylgt hefur bæði kristni, Íslam og ýmsum "ismum", og sem felst í því að rotta sig saman um að ofsækja eina þjóð. Menn tala um einelti gegn börnum. Einelti gegn Ísrael er ekki ósvipað. Menn hamast á einu landi, í fréttum, í stjórnmálum, í allri umræðunni, meðan aðrar þjóðir stunda óáreittar þjóðarmorð í nafni Guðs. Þetta einelti er svo sjúkt, að hér á Íslandi sat utanríkisráðherra með fjórum ráðgjöfum sínum, mitt í verstu kreppu íslenskrar þjóðar, og skrifaði bréf til kollega síns í Ísrael á Gamlársdag til að segja henni fyrir verkum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.11.2009 kl. 04:19
Ísrael uber alles, er það ekki :)
DoctorE (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 11:53
Jón Valur! Takk sömuleiðis.
Varðandi spurningu þína, hefur Vilhjálmur svarað henni
betur en ég hefði getað...
Shalom kveðja .
Ólafur Jóhannsson, 24.11.2009 kl. 14:02
Shalom Vilhjálmur! Þakka þér fyrir greinagóðar ábendingar.
Þó á ég erfitt með að skilja, þegar þú segir að Palestínuríki sé til!
Ég veit að sjálfstjórnarsvæði þeirra eru til. Þekki sjálfstjórn palestínumanna. Daglegar fréttir varðandi fundi um væntalegt ríki palestinu, um ósk þeirra að skipta Eretz Ísrael og gera hálfa Jerúsalem að höfuðborg...
Þetta er allt í hugsanlegri framtíð...
Ef ríkið Palestína er til! Hvenær var það þá stofnað?
Hvað meina þá palestínumenn, þegar þeir segjast berjast fyrir stofnun Palestínuríkis með Austur-Jerúsalem að höfuðborg?
Kanaan og Fyrirheitna landið er oft nefnt i Tanak(GT). Ísrael, Ísraelsmenn, Ísraelsland, þó enn oftar...
..Ég mun sækja yður til þjóðanna og saman safna yður úr öllum löndum og flytja yður inn í yðar land" (Esekiel 36.24)
....flytja yður inn í Ísraelsland. (Esekiel 37.11).
Kveðja frá Zíon.
Ólafur Jóhannsson, 24.11.2009 kl. 14:50
Sæll Ólafur,
Sjálfstjórnarsvæðið Palestína, í daglegu tali kallað Palestína, og af sumum "Vesturbakkinn", er eining sem stór hlutur heimsins er greinilega tilbúinn að viðurkenna sem ríki svo kallaðra Palestínuaraba.
Palestínumenn lýstu yfir stofnun ríkis sín árið 1988 í Sýrlandi. En þeir voru víst að meina það land sem í dag er Ísrael. Það land sem áfram verður Ísrael.
En þeir (Palestínumenn) hafa, eins og við vitum, en ekki allir, ekki getað gert það upp við sig, hvað þeir vilja með þessu ríki sínu. Í stað uppbyggingar berast þeir á banaspjót og myrða bræður sína og hafa oftast illt í huga gagnvart Ísraelsríki.
Spurningin er bara á hvaða grundvelli slíkt ríki verður viðurkennt. Mikill fjöldi þjóða er búinn að viðurkenna þetta "ríki", oftast vegna landlægs haturs í garð Gyðinga.
Þótt gott sé að eiga góða vini að, Kristna hópa sem vilja Ísrael allt það besta, eru engir englaskarar, lúðrablástur né nokkur þjóð sem mun standa við bakið á Ísrael í nánustu framtíð. Áróðurinn gegn Ísrael er svo sterkur. Bandaríkin hafa fengið nýjan forseta sem á frænku í Hveragerði - og hvað hjálpar það?
Ísrael vantar stuðning, svo að óvinum Ísraelsríkis, sem vilja ríkið feigt, fái ekki einn fermetra af Jerúsalem. Það vantar stuðning til að "Palestína" verði viðurkennt, þannig að Ísraelsríki stafi ENGIN hætta frá því ríki - og að gyðingar geti óhindrað fengið að búa á svæðum í ríkinu Palestínu, þegar það verður formlega til. Svæði Palestínu er jafnheilagt gyðingum og Jerúsalem er sögð heilög múslímum.
Ég verð að vera raunsær. Ég trúi ekki á endurkomu Jesús og Messías lætur alltaf bíða eftir sér.
Heimurinn er brjálaður og maður verður að haga seglum eftir vindi - að einhverju leyti.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.11.2009 kl. 23:20
DoktorE, þú ert víst að meina Deutschland, Ísland, USA eða Íran. eða Japan ......? Eða er það ekki bara DoktorE, DoktorE sem er über alles? Allir telja sig besta, jafnvel þeir sem hafa fulla vissu um að ekkert andlegt sé til (þú ert kannski besta sönnun þess).
En mikið ertu nú annars leiðinlegur og óvitsmunalegur greyið mitt. Bak við kaldhæðnina og sjúklegt trúarhatrið er lítill karl með mikla komplexa. Bið ég þig vænstan að vera ekki að sprauta þeim út á bloggið mitt. Eitthvað vitsmunalegt, þá ertu velkominn.
Trunta, takk fyrir kommentið. Er búinn að rétt stafsetningarvilluna. Farðu í berjamó, ef það er ekki orðið of seint.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.11.2009 kl. 23:38
Mér sýnist bara að sumir séu búnir að gera Ísrael að trúartákni.. sem er skýrt brot á boðorði númer 2.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 07:41
Þetta held ég að sé alrangt hjá þér DoktorE. Ísrael er ramminn um trúna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.11.2009 kl. 09:44
“You shall not make for yourself a graven image, or any likeness of anything that is in heaven above, or that is in the earth beneath, or that is in the water under the earth; you shall not bow down to them or serve them; for I The Lord your God am a jealous God, visiting the iniquity of the fathers upon the children to the third and the fourth generation of those who hate Me, but showing steadfast love to thousands of those who love Me and keep My Commandments.”
Krossinn er samkvæmt þessu bannaður, sem og öll líkneski eða tákn um eitthvað í trú... þar með talið musteri, landsvæði eða whatever
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 16:03
Töff þessi Jahve. Ekkert Jesúvæl þar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.11.2009 kl. 22:23
Drottin gerir sér far um að vera töff. Annars væru ekki svo margir sem fylgdu boðum hans og bönnum. En þar sem mennirnir ruglast í ríminu er þegar þeir gera sín boð að lögum Drottins og sjá ekki skyssur sínar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.11.2009 kl. 11:44
Sannarlega sammála...
Shalom kveðja.
Ólafur Jóhannsson, 27.11.2009 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.