20.8.2009 | 07:43
Brotasilfur
Þessa dagana er haldin Víkingaráðstefna á Íslandi. Ekki er þetta ráðstefna íslenskra útrásavíkinga, heldur The 16th Viking Congress. Slík ráðstefna hefu ekki verið haldin á Íslandi síðan á 6. tug síðustu aldar. Þar fara ekki ölóðir Drag-víkingar, eins og þeir sem sjást við Fjörukrána í Hafnarfirði. Þetta er ráðstefna virtra fræðimanna. Þorri fyrirlestranna eru því miður ekki opnir almenningi, svo menn geta ekki gert nein fræðileg strandhögg á þessari ráðstefnu. Kreppuíslendingum býðst þó einn fyrirlestur á hverjum degi.
Í gær, á miðvikudegi, hélt James Graham-Campbell fyrrverandi prófessor við University of London (UCL) fyrirlestur um silfur og gull á Íslandi. Prófessor Graham-Campbell komst dálítið í fréttirnar á síðasta áratug 20 aldar. Hann hélt því fram að heill silfursjóður austur á landi væri falsaður, ekki meira né minna. Aðra grunaði þetta líka. Mig sjálfan t.d., vegna þess að þegar sjóðurinn fannst í jörðu eftir að hafa legið þar í 1000 ár, hafði ekki ekki fallið á hann. Hvergi í heiminum þekkjast dæmi þess að silfursjóður hafi fundist óáfallinn í jörðu, sérstaklega ekki í jarðvegi eins og þeim sem sjóðurinn fannst í.
Þessa niðurstöðu víkingasérfræðingsins James-Graham Campbell gátu menn ekki sætt sig við á Íslandi. Sérfræðingar í öðrum löndum voru fengnir til að gefa álit sitt, og komust þeir af annarri niðurstöðu en Graham-Campbell. Efnagreining, sem gerð var í Kaupmannahöfn, vó þar þyngst. En niðurstöður hennar og aðferðafræði voru síðar gagnrýndar af breskum sérfræðingi og nú vilja þeir sem rannsóknina gerðu ekki svara spurningum um framkvæmd hennar. Enginn hefur enn getað skýrt varðveislu sjóðsins þegar hann fannst í jörðu. Hann þurfti ekki einu sinni forvörslu. Er jarðvegurinn á Austurlandi, þar sem silfursjóðurinn fannst, svo öflugur að hann varðveitir gljáa silfurs í 1000 ár? Goddard og Brasso geta farið að pakka saman ef það er rétt. Útflutningur jarðvegs frá Austurlandi er kannski það sem bjargað getur þjóðarbúinu. Í stað fægilagar, geta menn haldið silfri sínu í mold frá Íslandi. No toil, use Icelandic soil.
Það hefur oftar en einu sinni borið við hér á blogginu, að mönnum sem illa var við skoðanir mínar og persónu, báru mér á brýn að ég hefði verið rekinn af Þjóðminjasafninu fyrir að hafa verið samsinna James-Graham Campbell um silfursjóðinn. Meira að segja hefur því verið haldið fram við mig, að ég hafi haft áhrif á niðurstöður breska prófessorsins. Það er auðvitað ekki rétt. Ég dáleiði ekki fólk. Brottrekstur minn var fyrst og fremst vegna gagnrýni minnar á Þór Magnússon fyrir slælega stjórnun hans á Þjóðminjasafninu. Þór setti mig í ævarandi atvinnubann á Þjóðminjasafni Íslands, sem formlega er enn ekki búið að afturkalla. Sjálfur missti Þór nokkrum árum síðar starf sitt vegna óhóflegrar framúrkeyrslu. Hann gat ekki gert grein fyrir því hvað tugir milljóna króna úr ríkissjóði höfðu verið notaðir í. Sá mikli og aldni "víkingur" situr líka Víkingaráðstefnuna í Reykjavík. Hann er meira að segja Honarary Member of the Congress alveg eins og útrásarvíkingahöfðinginn Ólafur Ragnar Grímsson. Og ég sem hélt að hann væri í reiðtúr og hefði dottið af baki.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Fornleifafræði, Vísindi og fræði | Breytt 23.8.2009 kl. 00:54 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 7
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 222
- Frá upphafi: 1353022
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ég man eftir þessu með silfurfundinn, en mér er spurn hvað hefði það kostað að gera svona silfursjóð á verðlagi þess árs sem hann fannst?
Hafði fólkið þarna fjármagn til að kaupa svona mikið silfur og þekkingu til að falsa gripina?
Getur verið að sá sem fann þennan sjóð hafi einfaldlega notað Braxo við að þrífa þetta og aldrei viljað viðurkenna þrifin ? Ég heyrði á sínum tíma skemmtilegar sögur af fólki sem leistu sjaldgæf frímerki af umslögum og gerðu þau verðlaus fyrir vikið.
Mér fannst á sínum tíma og finnst enn ansi mörgun spurningum ósvarað um þennan sjóð og var ég þó bara áhugamaður á þeim tíma.
Þór hefur gert margar gloríur og eitt sinn skrifaði hann þórði Tómassyni bréf um að það væri óæskilegt að menn merktu við, eða kortleggðu hellana á suðurlandi, ef svo óheppilega vildi til að menn fyndu þá skildi grafið yfir þá hið snarasta (Goðasteinn). Svo fann Guðjón torfhleðslumaður skrítna hleðslu við verk eitt og hringdi í Þór, var honum sagt að tyrfa yfir og þegja.
Tómas (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:00
Sæll Tómas. Einhvern tíma sá ég hvað finnendur fengu fyrir sjóðinn. Það var nú smáræði. Mér var sagt að þeir hefðu beðið um meira, en ekki veit ég hvort það er satt, né hvort sjóðurinn er falsaður. En varðveisluskilyrðin, þau voru nú fín.
Þetta er ljót saga sem þú segir mér, og á ég bágt með að trúa henni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2009 kl. 14:23
Eitthvad er nú þessi söguskoðun þín Vilhjálmur, máli blandin. Annað las ég amk á sínum tíma í Sifri Egils, en þau skrif eru eflaust bara tómur áróður og vitleysa:
"Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson komst í fjölmiðla í Danmörku fyrir nokkrum árum þegar hann reyndi að fletta ofan af framgöngu Dana gegn gyðingum. Eins og kunnugt er voru danskir gyðingar ferjaðir yfir sundið til Svíþjóðar haustið 1943 og björguðust flestir með þessum hætti. Vilhjálmi taldi að þessir atburðir hefðu tekið á sig mynd goðsagnar og vildi fá að komast í skjöl útlendingaeftirlitsins til að sanna að í Danmörku hefði verið rekin andgyðingleg stefna. Úr þessu varð talsverð rekistefna.
Áður varð Vilhjálmur frægur á Íslandi þegar hann reyndi af miklum ákafa að sýna fram á að silfursjóður sem fannst á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi hefði verið falsaður. Hann lét þar ekki staðar numið heldur lét að því liggja að hjónin sem bjuggu á Miðhúsum hefðu sjálf falsað sjóðinn. Fyrir þetta var Vilhjálmur rekinn úr starfi á Þjóðminjasafninu og var síðar dæmdur til að greiða hjónunum miskabætur."
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 14:42
Já, Torfi Stefánsson. Það getur komið mikil þvæla úr Agli. Ég hef gefið út um 500 síðna bók, Medaljens Bagside (2005), sem hægt er að fá að að láni í nokkrum bókasöfnum á Íslandi. Viku eftir að bókin kom út, baðst Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, gyðinga og afkomendur þeirra sem dönsk yfirvöld höfðu sent úr landi, beint í dauðann, afsökunar á því sem forverar hans höfðu gert í stríðinu. Er hann maður að meiri fyrir það.
Hann hafði beðið um bók mína, og hjólaði ég með hana sjálfur niður í ráðuneytið. Viku síðar flutti hann mikla ræðu í Mindelunden í Kaupmannahöfn, baðst afsökunar, og hrósaði mér daginn eftir fyrir rannsóknir mínar mín í dönskum fjölmiðlum. Það var reyndar greint frá þessu öllu í íslenskum fjölmiðlum.
En skömmu áður var Egill Helgason, hinn alvitri meistari Egilsspuna, búinn að svína mig til með þeim orðum sem þú vitnar í.
Egill fer líka alrangt með silfrið, því ekki var minnst á silfursjóðinn að austan í því uppsagnarbréfi sem ég fékk á Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafnið greiddi hjónum austur á landi miskabætur fyrir að breskur sérfræðingur hefði dregið eðli sjóðsins í efa. Ekki greiddi ég neinum eina einustu krónu. Mér datt það ekki í hug. Fólkið var búið að fá greitt fyrir sjóðinn. Menn borga ekki fyrir að hafa skoðanir. Ég missti hins vegar starf mitt vegna gagnrýni á vonlausan stjórnanda, og hef ég verið frá störfum sem fornleifafræðingur í meira eða minna 13 ár.
Já, Torfi Stefánsson, Egill Helgason er ekki neinnsannleiksbrunnur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.