Leita í fréttum mbl.is

Garden Party Pooper

l_7adceda55fd9ffbec8b8c167f6a75eb4
 

Nýlega lýsti hljómsveitarstjóri gleðihljómsveitarinnar Mezzaforte því yfir að hljómsveitin léki ekki í Ísrael.

Í íslenskum fréttum hljómaði þetta svo:

Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari sveitarinnar segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að afþakka boðið vegna hernaðaraðgerða Ísraela undanfarið. Hann segir Mezzofortemenn þó vera nokkuð bjartsýna á árið 2009 en sveitin hefur spilað á 20-50 tónleikum á ári undanfarið.

„Við erum með umboðsskrifstofu í Þýskalandi og þetta boð kom í gegnum hana. Við spurðum nú ekkert nánar út í hvað þetta væri þar sem það kom aldrei til greina að þiggja boðið," segir Eyþór. Sjá hér

Ég hafði samband við Catherine Mayer umboðskonu hljómsveitarinnar í dag. Hún vissi ekki um þessa afstöðu hljómsveitarinnar og vissi ekki til þess að þeim hefði boðist tilboð frá Ísrael. Hún kom algjörlega af fjöllum. "I was not aware of this, var svar hennar við spurningu minni um hvort tilboð hefði komið til Mezzoforte um tónleikahald í Ísrael.

Ég hafði einnig samband við tvær helstu jazzhátíðir í Ísrael, eina í Tel Aviv, sem haldin verður nú í lok febrúar og aðra sem haldin verður í Eilat í ágúst. Þar á bæjum könnuðust menn ekki við að hafa boðið eða falast eftir Mezzoforte. Þeir könnuðust þó vel við hljómsveitina og vonuðust eftir því að hún léti ekki stjórnast af stjórnmálum í framtíðinni. Hver veit, hljómsveitinni yrði kannski einhvern tíma boðið til Ísrael", sagði talsmaður hátíðarinnar í Eilat.

En hvaðan gæti Mezzoforte annars hafa fengið tilboð frá Ísrael?

Eyþór Gunnarsson getur kannski upplýst hvaða aðilar í Ísrael vildu fá Mezzoforte til að leika í Ísrael, fyrst yfirmaður umboðsfyrirtækis hljómsveitarinnar veit það ekki? En eins og Eyþór G. sagði, Við spurðum nú ekkert nánar út í hvað þetta væri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ætli þetta gæti flokkast undir fordóma? Spuna? Sjálfsupphafningu? Varla, ætli strákarnir séu ekki bara komnir með svima af allri velgengninni?

Vonandi liggur Eyþór ekki á því við umboðsskrifstofuna hvar hljómsveitin tekur ekki í mál að spila.

Ragnhildur Kolka, 12.2.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég held að þetta sé kallað popularity boosting. Menn sjá að fjöldi manna styður hinn vinsæla málstað gegn Ísrael. Menn segijast þá mótmæla Ísrael með því að afþakka eitthvað sem ekki stóð til boða, og vúptí: Allir Hamas-liðarnir á Íslandi fara að dansa með Mezzoforte.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.2.2009 kl. 15:30

3 Smámynd: LM

Hvað er eiginlega málið hérna ?

Mezzofortemenn hafa greinilega ekki áhuga á að spila í Ísrael.

Hvað ert þú að skipta þér af því ?

LM, 12.2.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Jón Arnar

Skil vel að þeir ekki vilji fara og spila í landinu "sem er ekki til" á korti okkar hinna! (og vilja útrýma öðrum á sama hátt og þeim sjálfum var "reynt að eyða  1939-1944)" lifið saman í sátt og án trúar er einfaldast - finnst mér hér á Amager

Jón Arnar, 13.2.2009 kl. 03:15

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Arnar, þið eru svo sannarlega sparsöm á Amager. Enn að nota kortin frá því 1920. Áður en farið var að útrýma gyðingum. Ekki nema von að svo fá börn á Amager gangi menntaveginn.

Þér til halds. Það er hægt að draga menn fyrir dóm fyrir helfarar-relativisma í Danmörku. Það er samlíkinguna á helför þeirri sem gyðingar þurftu að þola við það stríð sem Hamas stendur í við frjálsa þjóð sem SÞ viðurkenndu, þar sem Hamas notar börn í baráttu sinni; börn sem líka fá landakort í skólanum, þar sem Ísrael hefur verið eytt; og hafa kennara sem segja þeim að æðsta takmarkið sé að útrýma gyðingum.

Þetta hefur þú kannski ekki frétt á Amager? Trúbræður Hamas vilja víst líka útrýma hommum. Þeir grýta þá hér í Kaupmannahöfn á Gay Pride.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.2.2009 kl. 06:14

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

LM. Þú misskilur. Mezzoforte menn sögðu frá. Þeim sem lesa frjálsa fjölmiðla er í sjálfvald sett hvort þeir trúa eður ei. Menn sem lesa fjölmiðla geta líka í frjálsum löndum athugað hvort grunur sem að þeim læðist sé réttur eða rangur. Þannig grunur læddist að mér, því Mezzoforte er einfaldlega ekki þekkt stærð í Ísrael, nema kannski helst í lyftum. Getur verið að Ísland sé ekki lengur frjálst land, þar sem frjáls hugsun er ekki lengur leyfð?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.2.2009 kl. 06:25

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Því miður hefur ég þurft að hafna athugasemdum frá einum manni hér, sem telur nauðsynlegt að útrýma öllum gyðingagenunum, vegna bloggs míns um tvískinnung Mezzoforte.

Maður þessi er því miður ekki læs, því hann telur að tilboðið um tónleika í Ísrael hafi borist frá öðrum en umboðsmanni Mezzoforte í Þýskalandi. Þessum manni sem heitir Arnór, hefur yfirsést að hljómsveitastjóri Mezzoforte sagði einmitt við íslenska fjölmiðla, að tilboðið hefði komið gegnum umboðsmanninn í Þýskalandi. En þetta telur Arnór af og frá og vill "útrýma gyðingagenum" og segir mig vera með fordóma gagnvart "kynvillingum", svo notað sé hans orð.

Arnór, farðu eitthvað annað með þínar "málefnalegu" og fordómafullu umræðu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.2.2009 kl. 06:52

8 Smámynd: Arnór

Fjöldann allan af kommentum er ég búinn að skilja eftir hjá þér en engin birtirðu. Því er mér fyrirmunað að skilja af hverju þú skrifar og birtir sorann sem þú segist ekki vilja birta.

Að kalla homma og lesbíur kynvillinga eru fordómar:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/799442/#comments 

þetta eru þín orð!

Ég benti þér aðeins á að tilboðið hefði getað borist með öðrum leiðum en þú fullyrðir að það ætti að hafa komið með. Þér kann að finnast þetta ómálefnalegt, þú um það. Það kann að vera ástæða fyrir að þú kemst ekki lengra en að bera út póstinn.

Arnór, 14.2.2009 kl. 12:23

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Arnór, hvenær ferðu að skrifa eitthvað á eigin bloggi í stað þess að vera með þráhyggjurugl á síðum annarra.  Þú virðist leggja annað mat á orðið "kynvillingur", en orðabækur og dómar svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekkert ólöglegt né fordómafullt að nefna orðið kynvillgingur eins og ég gerði.

Hins vegar er ósk þín um að "útrýma öllum gyðingagenum" glæpsamleg. 

Hvað er svo að því að bera út póst? Hefur þú eitthvað á móti póstmönnum. Djöfulsins fordómar í þér maður. Annars hef ég ekki starfað sem póstur síðan í ágúst 2007 og vann við það í tæpa 8 mánuði.

Annars fjallaði þetta blogg um Mezzoforte og spurningin er enn opin um hvað þeim gengur til. Hvaða tónlistahátíð var þeim boðið á í Ísrael?  

Svar óskast!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.2.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband