19.7.2008 | 16:52
Er kleinuhringurinn íslensk uppfinning ?
Ef maður slær upp doughnut (kleinuhring) á Wikipedia, er ástæða eins og alltaf, til að slá nokkra varnagla áður en maður trúir öllu þar sem nýslegnum túskildingi.
Margt er á huldu um uppruna kleinuhringja, en ef maður les íslenska viðbót við Wikipedia greinina um kleinuhringi virðist allt vera á hreinu um upprunann.: In Iceland kleinuhringur (pl. kleinuhringir and kleinuhringar) are a type of old Icelandic cuisine which resembles doughnuts.
Samkvæmt þessari upplýsingu á Wikipedia, má þykja líklegt að hringir þessir hafi verið uppfundnir á Íslandi. Þetta var ef til vill gamalt bakverk, sem menn bökuðu til að fagna hagnaði sínum....ooo.
Grallarinn sem hefur sett þetta rugl um kleinuhringina á Íslandi á Wakopedia er örugglega fæddur eftir 1980. Þetta er einhver sem ekki á ömmu sem er fædd fyrir 1920, sem bakaði kleinur ættaðar úr Danaveldi, heldur fær þær úr verksmiðju plastpokaömmu í poka sem seldur var í Bónus, og bestur er fyrir 23.7.2008.
Kleinujárnin eru brátt öll komin á Þjóðminjasafnið og byggðasöfnin, en kleinuhringurinn is not a type of old Icelandic cuisine. Ég fékk fyrsta kleinuhringinn minn uppi á Velli snemma á 8. áratug síðustu aldar. Hann var alamerískur. Hvenær ætli íslenskir bakarar hafi farið að búa þá til ("gera þá" eins og það heitir víst líka). Ég tel næsta víst að það hafi verið eftir 1980? Er einhver bakari á blogginu, sem langar til að svara þessu?
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1352575
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ég gæti einmitt vel trúað að kleinuhringir hefðu ekki verið seldir í bakaríum fyrr en um 1980, allavega ekki undir því nafni. Þeir voru hins vegar þekktir löngu fyrr, þó líklega ekki algengir. Í bókinni Brauð & kökur, sem Karl O. J. Björnsson bakari tók saman og kom út 1933 eru t.d. uppskriftir að tvenns konar djúpsteiktum ,,krönsum" sem eru náttúrlega bara kleinuhringir.
Að kalla kleinuhringi old Icelandic cuisine er auðvitað bara della; hins vegar mætti þetta vel standa í Wikipediu ef ástarpungar væru settir í staðinn fyrir kleinuhringi því að þeir eru óneitanlega ,,doughnuts"og svipar mjög til hollenskra oliebollen og fleiri doughnut-afbrigða sem nefnd eru í Wikipediu-greininni - og nokkuð gamlir í íslenskri matarhefð.
Nanna Rögnvaldardóttir, 19.7.2008 kl. 17:26
Kleinuhringir og doughnut er ekki það sama að mínu mati. Ég þekkti ekki amerísku útgáfuna af kleinuhring fyrr en á tíunda áratugnum og hann þekktis sem dónött, en fyrir þann tíma var alltaf til hringurinn úr kleinudeiginu með súkkulaðinu ofan á. Hversu gamall hann er veit ég þó ekki. Ég tel að amerískir kleinuhringir væru ekkert sérlega vinsælir hér hefðu þeir ekki fengið þessa fínu auglýsingu á hverju laugardagskvöldi í ríkissjónvarpinu frá árinu 1990. Já, rétt eins og Turtles komu pizzum almennilega á kortið á íslandi gerðu simpsons það sama fyrir kleinuhringinn ameríska.
spambot, 19.7.2008 kl. 19:07
Hvers vegna varstu að slá doughnut (deigró) inn í leitarvélina? Það finnst mér dýpri ráðgáta.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 20:34
Kleinuhringir, koma þeir fyrir í íslenskum orðabókum fyrir 1980? Ég á margar orðabækur, en finn ekki orðið. Í ensk-íslenskum orðabókum er orðið þýtt með kleinuhring og Berlínarbolla.
Nanna, Björnsson tala um "kransa". Nú ætla ég ekki að snúa út úr, en er ekki hringur hringur og krans krans?
Ástarpungar eiga ekkert skylt við Oliebollen.
Ég hef nokkru sinnum fengið ástarpunga hjá fjölskyldum þar sem þeir voru hefð, en þeir eru á engan hátt líkir Oliebollen, sem eru hefð í minni fjölskyldu. Ástarpungar eru eins og golfkúlur. Hollenskar olíubollur eru miklu léttari. Það er aldrei notaður bökunarsóti eða egg í elstu uppskriftir af Oliebollen.
Ég bjó til donuts í dag eftir nýrri uppskrift. Í voru maukaðar kartöflur. Það eru bestu kleinuhringirnir sem ég hef fengið lengi.
Gaman væri að vita hvenær Ástarpungar, Eplaskífur hafa komið til Íslands, eða hvort fyrstu kleinuhringirnir á Íslandi voru það sama og Munkeringe í Danmörku.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2008 kl. 20:47
Jón Steinar, bakstur er skemmtilegasti hluti mannfræðinnar. Uppruni kökunnar og sælgætis er uppruni friðar og samlyndis.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2008 kl. 20:52
Mér er ljúft að upplýsa að móðir mín sem var fædd 20. júlí 1908 lék sér að því að steikja kleinuhringi svona til fjölbreytni. Og þessi minning mín er á að giska frá miðjum fimmta áratug fyrri aldar.
Hafi hún ekki fundið þetta upp sjálf þá lærði hún sína matargerðarlist hjá móður sinni á Stóra- Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og elstu systur sinni í Reykjavík. Hún hafði mikla gleði af því að leika sér að hinum ýmsu tilraunum með mat á langri húsmóðurævi.
Og kannski það komi í ljós á 100 ára afmælinu að hún sé höfundur að kleinuhringjunum, donuts?
Árni Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 22:42
Sæll Árni, ég verð víst að éta þessa kleinu hráa.
Þessa upplýsingu verður íslenski kleinusmiðurinn að setja á Kleinuhringasíðu Wikpediu og móttaka hér með afsökunarbeiðni mína.
Ég gef mig. Kleinuhringurinn er Íslensk uppfinning! Frá Stóra-Hrauni og jafnvel eldri.
Ef hún móðir þín hefði tekið copyrightið fyrir þessa uppfinningu værir þú ekki að blogga hér í sult og seyru.
Annars er það vitað mál að konur eru fremstu uppfinningamenn sögunnar. Þær gleymdu bara oftast að grobba sig af afrekum sínum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.7.2008 kl. 07:20
Enn ein útgáfan er svo soðbrauðið norðlenska. Það er ferhyrndur koddi úr sama deigi held ég og eins bakað. Líklegast er þetta allt úr Dönskunni komið, sem sennilega hefur fengið þetta frá þýskum Gvendólínum. Norskar hefðir varðandi bakstur eru allavega ekki upp á marga fiska, en ég held þó að lufsur og laufabrauð sé nokkuð örugglega þaðan komið.
Já það væri betur ef menn bökuðu kökur í stað vandræða. Athyglisverð tenging hjá þér. Ég tel sjálfur át vera óskilyrta helgiathöfn. Þá hverfur fólk í sjálft sig og leggur egóinu. Hef aldrei séð illindi meðal manna, sem eru að borða. Getur komið fyrir og rifrildi við matarborð eru trámatísk atvik, því þau ganga svo gegn eðlinu.
Hefðu allir nóg að borða og væru allir sínartandi, væri væntanlega friður. Að gefa sér sem oftast tilefni til að borða saman og gera athöfn úr því að næra sig (eins og frakkar og ítalir gera t.d.) væri skref í átt til friðar. Kannski er það skyndibitamenningin og sjálfhverfan, sem hefur raskað heimsfriðinum meira en nokkur annað.
Pæling.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2008 kl. 15:24
Annars er ég að lesa athyglisverða bók um fornleifafræði, sem heitir "The Bible Unearthed" eftir Israel Finkelstein og Neil Asher Silberman.
Mögnuð lesning. Kannastu við ritið?
Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2008 kl. 15:29
Við ættum öll að éta meira saman. En ekki er alltaf til nógur matur.
Nú er hún Hallgerður á Þjóðminjasafninu ekki lengur á meðal vor til að segja okkur hvar allt bakverk þjóðarinnar er komið. En hún vissi nokkuð mikið um það sú góða kona.
Já Jón, ég kannast við ritið, tók það að láni á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn í vetur eftir að bloggvinur minn góður, Sindri Guðjónsson, hafði bent mér á það.
Margt sem í bókinni er, hefur áður komið fram, en þetta er ágæt bók og holl lesning fyrir alla. En fornleifafræði er nú oft líka mikil bókstafstrú ef fornleifafræðingurinn er kreddukarl, og það finnst mér Finkelstein vera, t.d. ef dæma má út frá myndskeiðum sem hægt er að skoða um bókina á YouTube.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.7.2008 kl. 12:06
Kleina eða kleinuhringur? Þetta er nú ekki annað en sama uppskrift með mismunandi lögun á deigi og hringirnir voru mótaðir með tveim mismunand víðum vatnsglösum. En ég held að þetta sé afar glögg sálfræðikenning hjá Jóni Steinari,- þetta með sálfræði máltíðanna. Undarlegt að/ef engum hefur dottið þetta í hug í erfiðum samningum og deilum. Hef líka tekið eftir því að konur sem hafa yndi af matargerð eru ævinlega glaðlyndar.
Nú sé ég fyrir mér að sækja um styrk frá Exista til að rannsaka áhrif matargerðar og veisluhalda á samfélagsþróun á sunnanverðu Snæfellsnesi á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Ég mun skila af mér verkefninu aftir 4 ár og þarf ekki nema svona 3 milljónir á mánuði. (Aldurinn stýrir neyslunni á hófsamar brautir.)
Starfslokasamningur verður undirritaður við rjúkandi veisluborð og allir í góðu skapi.
Árni Gunnarsson, 21.7.2008 kl. 18:20
Skúli: Það er nú annars augljós grunnur fyrir því að ræða viðskipti yfir mat eða bjóða kvonfangi upp á mat. Það er ekki til að hella fólk fullt til að það játist öllu, heldur er friður, heiðarleiki og mærð, sem fylgir athöfninni. Við ljúgum sennilega líka mjög illa yfir matarborðum. Það stæði bara í manni. Þú ættir að kannski að bjóða Trúarandstæðingum þínum í dinner og grafa stríðsöxina. Ég mæli með maríneruðum múslimum með beysku víni.
Villi: Já mér var kunnugt um ýmislegt, sem kom fram í bókinni og skoðaði svo þessi video og verð að vera svolítið sammála þér með Finkelstein. Fræðimenn eru jú annars oftar en ekki, skrítnar skrúfur. Ég átti einu sinni bók Magnus Magnussonar The Archaeology of the bible, sem var ansi próókatíf í fullyrðingum sínum. Í raun það fyrsta rit, sem ég las og sagði fullum fetum að biblían væri að drjúgum hluta helber skáldskapur og dró ekkert undan í því.
Það er ekki vitlausari kenning en önnur að þesi rit hafi verið skrifuð af valdastétt Sadúkea, sem vildu koma því að að konungar ættu að lúta þeim frekar en vis versa. Það er rauður þráður í GT. Hlustið á presta, felið þeim völdin, þá mun allt fara vel og við munum endurheimta forna frægð. (sem síðan var skálduð upp á staðnum) Allt dótið er hripað niður á bilinu 600 - 300 fyrir krist. Verður tæplega að ritsafni fyrr en á annari öld fyrir krist.
Skemmtilegt að skoða annars.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2008 kl. 23:48
Nú ertu víst kominn á rangan stað Jón minn. Skúli er ekki hér í efra?
Er ég var enn barn keypti faðir minn bók Magnúsar handa mér hjá Foyles í London, en um leið bók um þjóðir Biblíunnar eftir Goldman. Bæði verkin las ég niður í kjölinn, myndabókina og doktorsritgerðina frá Oxford. Eitt sinn (1989) hélt ég Capita Selecta fyrirlestur fyrir um 100 manns við Albert Egges van Giffen stofnunina fyrir fornleifafræði í Amsterdam, og þótti mönnum þar meðferð mín á landnámi Íslands og íslenskri söguskoðun vera keimlík gagnrýnisröddum sem heyrðust í biblíufornleifafræði. M.ö.o. þótti þeim heimildagagnrýni á Íslandi svipa nokkuð til röksemdafærslu Biblíuöfgatrúarmanna.
Íslendingasögurnar eru líka mestmegnis lygar og áburður, en Íslendingar gera samt tilkall til landsins og engin véfengir það. Saga gyðinga er full af yfirfærslum líka og þeir eru enn í landi sínu og það er heldur engin ástæða til að skammast sín fyrir Gyðingasögurnar - en ekki trúi ég þeim eins og nýslegnum dal. Heldur ekki að Sadúkear hafi verið ábyrgir fyrir þeim.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.7.2008 kl. 00:08
Mikið er annars hægt að fara langt út fyrir efnið með kleinuhring.
Árni, ég kem í veisluna þegar ritgerðinni þinni er lokið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.7.2008 kl. 00:10
Mistök hjá mér með hann Árna. Hann var eitthvað svo helvíti líkur Skúla þarna. Biðst forláts. Er ekki umræða um kleinuhringi dæmd til að fara í hringi um altið og ekkertið í miðjunni.
Víst eru Íslendingasögurnar fabúlur og margar augljóslega fengnar að láni víða að eins og í sögu Ísraelsmanna. Ef engin er arfleyfðin, þá þarf að búa hana til eins og þessa margrómuðu kristnu arfleyfð okkar.
Ekki er ég viss um að við höfum þó gert tilkall til landsins út frá því. Við vorum skítpokalegir þjónar hinna ýmsu konunga og í minimáttarkenndinni og ræfildómnum, þá bjuggum við til sögur um forna frægð og hetjudáðir til að ilja okkur við í stað þess að æmta og bera hendur fyrir höfuð okkar. Íslendingar eru ekki stofn, né skilgreindir eftir hugmyndafræði eða trú. Við búum hér og viljum njóta gæðanna an kúgunnar og bælingar. Það er bara réttlætið. Við höfum aldrei farið heldur né þurft að endurheimta neitt þjóðerni né bola burt landnemum, sem hafa gert tilkall til landsins. Þjóðernið var aldrei tilnema í landfræðilegum skilningi fram að 1944.
Það má vafalaust draga líkindi á milli Ísraelsmanna og Íslendinga, en þau yrðu ansi langsótt held ég, svona án ábyrgðar sagt.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.7.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.