Leita í fréttum mbl.is

Steinar á vegi Kristjáns X

Kristjánssteinn © Morgunblaðið

Nýverið kom fram í dönskum fjölmiðlum, og íslenskum, að fjölskylda Kristjáns X, langafa Friðriks erfðaprins sem nýlega var á Íslandi, hafi verið umburðalyndari gangvart nasistum en gekk og gerðist í Danmörku.

Þetta held ég að sé rangt. Danir sem þjóð voru almennt umburðalyndir gagnvart nasistum, og að hefð hallari undir Þjóðverja en margar aðrar þjóðir. Kannski er það ekki skrítið þegar tekið er til þess að stórveldið þýska, keisarar og "lýðveldi" og síðast Þriðja Ríkið voru ávallt skammt undan. Það eru ekki allir eins heppnir og Íslendingar, sem voru alltaf einir úti í Ballarhafi og hafa ekki haft neina leiðinlega nágranna eins og Danir. Danir hafa verið hræddir við Þjóðverja síðan á dögum Ottós I Þýskalandskeisara, sem uppi var á 10. öld. Þeir þurftu að beygja sig nokkuð mikið þeirra vegna. Stór hluti Dana er líka kominn af Þjóðverjum. Annað hefði verið óumflýjanlegt.

Ungur sagnfræðingur, Mikkel Kirkebæk greindi nýlega frá niðurstöðum rannsókna sinna, sem leitt hafa í ljós að að ættmenn Kristjáns X höfðu náin samskipti við danska stórnasistann og gyðingahatarann Christian Frederik Schalburg.  Í sjálfu sér eru það ekki ný tíðindi, en gott að einhver sé búinn að fara í saumanna á þeim málum. Það hlýtur þó að hafa verið erfiðleikum bundið, því Margrét Danadrottning hefur enn ekki veitt sagnfræðingum aðgang að skjalasafni afa síns.

Sem dæmi um þessi tengsl dönsku konungsfjölskyldunnar við nasista má nefna að árið 1935 gerði Kristján X uppskafninginn Schalburg, "os elskelig" að sögn konungs, að kammerjúnkara.

Nýlega, löngu áður en fyrrnefnd bók kom út, hafði ég sjálfur ástæðu til að biðjast leyfis til að fá aðgang að hluta skjalasafns dönsku konunganna, þar sem ég hef áhuga á ferð Kristjáns X til Berlínar árið 1937. Þá mun Kristján konungur Íslands hafa hitt Hitler. Sagnfræðingurinn Mikkel Kirkebæk er ekki með neitt um þessa heimsókn í bók sinni.

Ég fékk þetta snubbótta svar Erik Gøbels, sem er sérfræðingur á danska Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn:

Som svar på Deres ansøgning i e-mail af 5. marts 2008 må vi meddele, at det er almindelig praksis, at Rigsarkivet ikke til Kabinetssekretariatet videresender ansøgninger vedrørende adgang til Christian X's arkiv i Kongehusarkivet, da Kabinetssekretariatet ikke hidtil har givet forskere (bortset fra den kongelige ordenshistoriograf) adgang til Christian X's arkiv.

Mér hefur áður tekist að opna harðlæst skjalasöfn í Danmörku , en ég efast um að ég fái að sjá konunglega skjalasafnið. Það eru líklega allt of mörg lík í lestinni, eins og Danir taka til orða, til þess að það sé raunhæfur möguleiki.

Hér er að ofan er ljósmynd Morgunblaðsins af langafabarni Kristján X, þar sem hann virðir fyrir sér nýuppgerðan Konungsstein, sem höggvinn var fyrir langafa hans við Geysi í Haukadal. Leyfi ég mér að taka fram að myndina má ekki afrita og nota á neinn hátt (eða endurgera), þar sem ég hef keypt not af henni af Morgunblaðinu sem á einkaréttinn að myndinni.

Ég leyfi mér líka að benda á að steinar þeir sem stór fyrirtæki greiddu fyrir "lagfæringar" á vegna komu Friðriks erfðaprins í maí 2008, höfðu þegar fengið andlitslyftingu vorið 2007. Þetta kemur fram af myndum á myndasíðu Ingva Stígssonar ljósmyndara. Ef viðgerð sem á að hafa farið fram með leyfi Fornleifaverndar Ríkisins á síðari hluta árs 2007 hefur verið lokið vorið 2007, er það ekkert minna en kraftaverk. Varla hefur verið gefið afturvirkt leyfi? * Sjá fyrstu athugasemd hér fyrir neðan

Lesa má aðrar færslur mínar um Kristján X konung okkar hér og hér, og reyndar líka dálítið Hér og hér

Og grein mína um stjörnu hans er hægt að lesa hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gísli Sigurðsson greinir svo frá framkvæmdu með "lagfæringar" á steinunum í Haukadal í Morgunblaðinu sl. sunnudag

Hugmyndin um að dusta í leiðinni rykið af Konungssteinunum er upp sprottin hjá Dansk-íslenzka viðskiptaráðinu í tengslum við að 100 ár voru í fyrrasumar liðin frá Konungskomunni 1907. Þá var ákveðið að gera við skemmdir á letri á Konungssteinunum við Geysi og fór sú viðgerð fram í Steinsmiðju S. Helgasonar. Þar starfar vel menntaður steinsmiður, Þór Sigmundsson, sem komið hefur að verkinu. Nokkur vildarfyrirtæki, sem tengjast viðskiptum Íslands og Danmerkur, hafa fjármagnað það, sagði Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, sem á heiðurinn af því að koma þessu í kring í tengslum við Íslandsför Friðriks prins.

Hér er frásögn Verslunarráðs Íslands: http://www.vi.is/news.asp?id=526&news_ID=649&type=one  og hér má lesa um steinana í dagsskrá Forsetaembættisins fyrir heimsókn erfðaprinsins: http://www.forseti.is/media/files/08_05_02_Kronprinsparet.dagskra.pdf

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.5.2008 kl. 08:55

2 identicon

Vilhjálmur. Þú með þína yfirgripsmiklu þekkingu á frændum vorum Dönum, hlýtur að vita ( þótt enn hafirðu ekki komist í skjöl Christians X) - hvort satt muni vera, að skeytið fræga sem hann sendi og lesið var upp á Lögbergi 17.júní 1944., hafi verið tilkomið vegna eindreginnar hvatningar Svíakonungs, Gustafs Adolfs .

 Þekkirðu málið ?

Magnús Erlendsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Magnús,

ég kannast ekki við þessar hvatningar Gustafs Adolfs, eða réttara sagt ekki neinar sannanir fyrir þeim. Hins vegar tók hinn hálfíslenski embættismaður í Kaupmannahöfn, Jón Krabbe, ríflega til sín af heiðri fyrir því að fá konung til þess að senda skeytið. Jón Krabbi var hins vegar aðeins sendisveinn. Hann var upptekinn af því að fræga sjálfan sig, sem var nauðsynlegt fyrir embættismann í utanríkisþjónustunni sem átti nána ættingja sem gegnu í SS.

Sá sem var hinn eiginlegi höfundur skeytisins og sannfærði Kóng um að vera ekki í fýlu á 17. júni var C.A.C. Brun, sem hafði verið sendifulltrú í Reykjavík, en sá frá 1941 um Íslandsmál fyrir ríkisstjórn Dana í Vesturheimi, sem hafði aðsetur í Washington.  Hann, og ekki Rewentlow greifi í London eða Jón Krabbe, var sá maður sem þekkti Íslendinga best og hjálpaði Íslendingum mest. Jafnvel meira en þeir sjálfir og Bandaríkin. Hann var aðalráðgjafi Bandaríkjastjórnar varðandi Ísland.

Hvort Gustaf Adolf hefur komið einhvers staðar að þessu máli, tel ég afar ólíklegt.  Hann hafði lýst því yfir að sjálfstæði Íslendinga á stríðsárunum væri tillitsleysi við Danakonung. Það gerðu Þjóðverjar líka. Í Þýskalandi nasismans var það einnig útlegging fjölmiðla frá 1940-44, þótt lítið færi fyrir því máli miðað við önnur sem nasistar skrifuðu um.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.5.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæl Guðlaug, það var ekki bara Kristján, heldur einnig Friðrik IX sem var á þessari skoðun. En ég held að Margrét og fjölskylda hennar séu nú búin að "fyrirgefa" allt. Ég ætla nú að vona það, þegar verið er að höggva í fornminjar til að þóknast þeim.

Dorrit er af konungakyni sjálf. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Einn af forfeðrum hennar var liðtækur hörpuleikari annar var kvennabósi sem var fyrir rassstórar negrakonur. Hún er því verðugur fulltrúi lands síns og embættis manns síns. Hann Óli er nú bara sonur rakara en samt vel boðlegur í veislur þýskra og franskra greifaætta Norðurlandanna. Þær ættir er hið mesta sullumbull af lausum endum og óstaðfestu framhjáhaldi. Ég held að ég sé af betri ættum.

Kristján X var nú orðinn það sem maður kallar preseníl þegar hann brokkaði um götur Kaupmannahafnar á stríðsárunum og gerði líklega sjaldnast greinarmun á þýskum og dönskum dátum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.5.2008 kl. 18:21

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svör hafa borist frá Fornleifavernd á Hvítasunnudegi. Þar vinna menn nú á öllum tímum af því er virðist:

Leyfið var veitt 6. febrúar 2006. Einn steinanna féll undir þjóðminjalög, sá frá 1874. Ástæða þess að gert var við steinana var að skreytingin var orðið máð og óljós. Í þeim tilfellum þegar gera þarf við minjar, forverja þær eða skýra áletranir,  þarf að vega og meta hvað á að gera og er fyrst horft til þess hvort viðgerð er nauðsynleg. Var það mat stofnunarinnar að svo væri í þessu tilfelli.

Svo mörg voru þau orð forstöðumanns Fornleifaverndar.

Það eru því einfaldlega rangmæli þegar haldið er fram, að ákveðið hefði verið að gera við "skemmdir á letrinu á Konungssteinunum" á 100 ára afmæli elsta steinsins. Umsóknin um það barst til Fornleifaverndar árið 2006 að sögn Fornleifaverndar. Þá hafði heimsókn erfðaprinsins ekki einu sinni verið rædd.

Viðgerðin var búin snemma vors 2007. Hvenær greiddi Kaupþing Dansk-íslenska viðskiptaráðinu til verksins?

Kannski getur Sigurður Skagfjörð Sigurðsson skýrt þetta nánar. Hann "á heiðurinn af því að koma þessu í kring í tengslum við Íslandsför Friðriks prins". Ekki býður Sigurður konungafólki til Íslands? Hvernig getur Sigurður vitað að prinsinn sé að koma vorið 2008 í febrúar 2006, þegar sótt er um breytingar á steinunum.

Svör óskast.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.5.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband