Leita í fréttum mbl.is

Hugguleg fjölskylda

 
Á hvínandi kúpunni

"Heitir hún Ilse og er úlfynja?", var ţađ fyrsta sem ég hugsađi ţegar ég las um konukindina í hjólhýsinu, sem notađi höfuđkúpuna margumtöluđu sem öskubakkann sinn. Ekki nema vona ađ mađur spyrji. Mađur hefur ađeins heyrt ađ konur sem nota höfuđkúpur sem öskubakka, hefđu veriđ starfsmenn í útrýmingarbúđum nasista.

Svo kemur í ljós ađ tengdasonur hennar, barnabarn einhvers lćknis, hafi gefiđ tengdamömmu sinni kúpuna. Svoleiđis tengdason vilja auđvitađ allar mömmur eignast. Ég sé fyrir mér ţegar hann fćrđi henni ţessa forláta skál. "Hérna tengdó, ţessa fallegu hauskúpu gef ég ţér, ţar sem ţú ert besta tengdamamma í heimi". Greinilegt er ađ drengurinn sá er barnabarn lćknis, sem var međ lífsýni heima sér. Mikiđ andskoti geta sumir lćknar nú veriđ virđingalitlir viđ ţá dauđu. Er ţetta ţađ sem mađur kallar trúleysi?

Svo ţegar ég sá kúpuna í Sjónvarpsfréttum í gćr, sá ég ađ ţađ var viđeigandi ađ hún fyndist á Páskum. Ţeir sem hafa fundiđ hana, hafa líklegast fyrst haldiđ ađ ţetta vćri hálft páskaegg, nr. 8.

Hér geta menn séđ hvađ gerist viđ fólk í BNA sem notađ hauskúpur sem öskubakka.

Hjólhýsadrottningin saknar öskubakkans síns -  hóst - en ţađ er ekkert á miđađ viđ lyklahringinn međ eyranu sem tengdasonurinn gaf henni líka. Ţađ var ćttargripur og ţađ var enn svo yndisleg formalínlykt af eyranu. Ţetta var eyra vinstri manns sem endađ ćvina á Kleppi.  Ţar er allt nýtt. Hér er mynd af eyranu:

 

eyrnarkippan

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ fyrsta sem mér datt í hug ţegar ég heyrđi í gćr ađ ţessi kúpa er af einhverjum sem var krufin var " hvađan var hún tekin"'? Ég meina fólk sem deyr, tala nú ekki um ef ţetta var barn, hefđi ekki átt ađ jarđsetja viđkomandi ? Mér finnst ţetta svo óhugnanlegt, ađ ég veit eiginlega ekki í hvađa átt ég á ađ hugsa

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráđ) 26.3.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: halkatla

mig langar eitthvađ svo ađ vita allt um ţetta fólk; tengdamömmuna, tengdasoninn, lćkninn, sjúklingana, og vitaskuld eigandi kúpunnar. Einsog er ţarf eitthvađ mikiđ ađ gerast til ađ ég hćtti ađ vera međ ógeđ fyrir lífsstíl fólks sem fer svona međ jarđneskar leyfar annarra manna, mér finnst ţetta virđingarleysi og viđurstyggđ en ég er ekki ćst ţótt ég noti stór orđ (ef hauskúpur kćmu ekki af lifandi mönnum sem eiga skiliđ virđingu eftir dauđann myndi ég pottţétt skreyta hjá mér međ ţeim ţví ţćr eru kúl og ađ ţví leitinu til skil ég konuna og skreytingarnar inni hjá henni en annars bara alls ekki)

halkatla, 27.3.2008 kl. 01:51

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Meistari Gunnar Ţór, ég hef ekki fundiđ nein bein í nánasta nágrenni Búrfellsvirkjunar? En skammt ţar frá gróf ég og ađstođarfólk mitt upp leifar af mannabeinum í kirkjugarđinum á Stöng, sem ég hef t.d. ritađ um hér http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=436142&pageSelected=2&lang=0.

Bein í kirkjugarđinum á Stöng voru flutt í annan kirkjugarđ á 12. öld, samkvćmt lagaákvćđum.

Öll ţau bein eru vel varđveitt á Ţjóđminjasafni Íslands, ađ minnsta kosti geng ég út frá ţví.

Leyfi ég mér svo ađ vitna í ljóđ eftir mig um óheppilega međferđ á mannabeinum: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/105343/ sem sums stađar gćti flokkast undir helgispjöll.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.3.2008 kl. 02:47

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Lísa Margrét og ţiđ hin, okkur er nú sagt ađ ţetta sé kollurinn af umkomulausum manni af Kleppi. Birni Grilli.

Ég hef lćrt dálitla beinafrćđi, og ţegar ég sá kalottuna í Sjónvarpinu, ţá sýndist mér ţetta vera úr ungum einstaklingi. Saumar (sútúrur) á kúpunni sem venjulegast lokast á fullorđinsárum voru opnir á ţessari kúpu. Svokallađir "Sharpey's fibres" voru sjáanlegir á sjónvarpsupptökunni. Ég myndi ćtla ađ ţarna vćri einstaklingur á milli 10 og 20 ára.

Hvađ segja lćknar og líkamsmannfrćđingar?

Ég held ađ ţađ ţurfi nú ađ rannsaka ţetta bein nánar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.3.2008 kl. 03:03

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.3.2008 kl. 03:30

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

..flott bók!!

Óskar Arnórsson, 27.3.2008 kl. 06:42

7 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Vanvirđa fyrir lífi og limum fólks og dýra, virđist mér fara vaksandi. Hvađ veldur auknum sýningum á líkum, auknum sýningum úr sláturhúsum og af krufningum ? Jafnvel smáfugladráp verđur sýningaratriđi í leikhúsi dauđans, Sjónvarpinu. Er ég einn um, ađ finnast viđbjóđslegt ađ fá svona sendingar af dauđastríđi sakleysingja heim til mín, inn í stofu ?

Hafa stjórnendur sjónvarpsstöđva enga siđferđiskennd sjálfir, né neina virđingu fyrir ţeim sem sitja viđ skjáinn, börnum og fullorđnum ? Er hugsanlegt ađ sjónvarpsstöđvar séu bara fyrir forherta morđingja og músalimi ?

Vilhjálmur, ţetta siđleysi á ekkert skylt viđ trúleysi ! Miklu frekar má ćtla, ađ ţađ tengist hugmyndum um Manninn sem drottnara Jarđar, međ umbođ frá Allah og öđrum slíkum hug-gervingum. Ţeir sem hafa öđlast ţann skilning á tilverunni, ađ ţeir vita ađ gvuđir eru ónauđsynleg ímyndun, láta ekki rugla siđferđisvitun sína svo auđveldlega. Ţađ ađ afneita tilvist gvuđa er nefnilega stórt siđferđilegt skref, sem ekki verđur stigiđ án langs ţroskaferils.

Loftur Altice Ţorsteinsson, 27.3.2008 kl. 10:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband