26.3.2008 | 13:52
Hugguleg fjölskylda
"Heitir hún Ilse og er úlfynja?", var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las um konukindina í hjólhýsinu, sem notaði höfuðkúpuna margumtöluðu sem öskubakkann sinn. Ekki nema vona að maður spyrji. Maður hefur aðeins heyrt að konur sem nota höfuðkúpur sem öskubakka, hefðu verið starfsmenn í útrýmingarbúðum nasista.
Svo kemur í ljós að tengdasonur hennar, barnabarn einhvers læknis, hafi gefið tengdamömmu sinni kúpuna. Svoleiðis tengdason vilja auðvitað allar mömmur eignast. Ég sé fyrir mér þegar hann færði henni þessa forláta skál. "Hérna tengdó, þessa fallegu hauskúpu gef ég þér, þar sem þú ert besta tengdamamma í heimi". Greinilegt er að drengurinn sá er barnabarn læknis, sem var með lífsýni heima sér. Mikið andskoti geta sumir læknar nú verið virðingalitlir við þá dauðu. Er þetta það sem maður kallar trúleysi?
Svo þegar ég sá kúpuna í Sjónvarpsfréttum í gær, sá ég að það var viðeigandi að hún fyndist á Páskum. Þeir sem hafa fundið hana, hafa líklegast fyrst haldið að þetta væri hálft páskaegg, nr. 8.
Hér geta menn séð hvað gerist við fólk í BNA sem notað hauskúpur sem öskubakka.
Hjólhýsadrottningin saknar öskubakkans síns - hóst - en það er ekkert á miðað við lyklahringinn með eyranu sem tengdasonurinn gaf henni líka. Það var ættargripur og það var enn svo yndisleg formalínlykt af eyranu. Þetta var eyra vinstri manns sem endað ævina á Kleppi. Þar er allt nýtt. Hér er mynd af eyranu:
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt 27.3.2008 kl. 09:38 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 21
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 1354720
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði í gær að þessi kúpa er af einhverjum sem var krufin var " hvaðan var hún tekin"'? Ég meina fólk sem deyr, tala nú ekki um ef þetta var barn, hefði ekki átt að jarðsetja viðkomandi ? Mér finnst þetta svo óhugnanlegt, að ég veit eiginlega ekki í hvaða átt ég á að hugsa
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:17
mig langar eitthvað svo að vita allt um þetta fólk; tengdamömmuna, tengdasoninn, lækninn, sjúklingana, og vitaskuld eigandi kúpunnar. Einsog er þarf eitthvað mikið að gerast til að ég hætti að vera með ógeð fyrir lífsstíl fólks sem fer svona með jarðneskar leyfar annarra manna, mér finnst þetta virðingarleysi og viðurstyggð en ég er ekki æst þótt ég noti stór orð (ef hauskúpur kæmu ekki af lifandi mönnum sem eiga skilið virðingu eftir dauðann myndi ég pottþétt skreyta hjá mér með þeim því þær eru kúl og að því leitinu til skil ég konuna og skreytingarnar inni hjá henni en annars bara alls ekki)
halkatla, 27.3.2008 kl. 01:51
Meistari Gunnar Þór, ég hef ekki fundið nein bein í nánasta nágrenni Búrfellsvirkjunar? En skammt þar frá gróf ég og aðstoðarfólk mitt upp leifar af mannabeinum í kirkjugarðinum á Stöng, sem ég hef t.d. ritað um hér http://timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=436142&pageSelected=2&lang=0.
Bein í kirkjugarðinum á Stöng voru flutt í annan kirkjugarð á 12. öld, samkvæmt lagaákvæðum.
Öll þau bein eru vel varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands, að minnsta kosti geng ég út frá því.
Leyfi ég mér svo að vitna í ljóð eftir mig um óheppilega meðferð á mannabeinum: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/105343/ sem sums staðar gæti flokkast undir helgispjöll.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.3.2008 kl. 02:47
Lísa Margrét og þið hin, okkur er nú sagt að þetta sé kollurinn af umkomulausum manni af Kleppi. Birni Grilli.
Ég hef lært dálitla beinafræði, og þegar ég sá kalottuna í Sjónvarpinu, þá sýndist mér þetta vera úr ungum einstaklingi. Saumar (sútúrur) á kúpunni sem venjulegast lokast á fullorðinsárum voru opnir á þessari kúpu. Svokallaðir "Sharpey's fibres" voru sjáanlegir á sjónvarpsupptökunni. Ég myndi ætla að þarna væri einstaklingur á milli 10 og 20 ára.
Hvað segja læknar og líkamsmannfræðingar?
Ég held að það þurfi nú að rannsaka þetta bein nánar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.3.2008 kl. 03:03
Anna Karen þú ert örugglega búin að sjá þennan fróðleik á eyjunni.is
http://eyjan.is/blog/2008/03/26/hofu%c3%b0kupan-er-af-sjuklingi-a-kleppi-var-gefin-l%c3%a6kni-til-rannsokna-og-l%c3%a6rdoms/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.3.2008 kl. 03:30
..flott bók!!
Óskar Arnórsson, 27.3.2008 kl. 06:42
Vanvirða fyrir lífi og limum fólks og dýra, virðist mér fara vaksandi. Hvað veldur auknum sýningum á líkum, auknum sýningum úr sláturhúsum og af krufningum ? Jafnvel smáfugladráp verður sýningaratriði í leikhúsi dauðans, Sjónvarpinu. Er ég einn um, að finnast viðbjóðslegt að fá svona sendingar af dauðastríði sakleysingja heim til mín, inn í stofu ?
Hafa stjórnendur sjónvarpsstöðva enga siðferðiskennd sjálfir, né neina virðingu fyrir þeim sem sitja við skjáinn, börnum og fullorðnum ? Er hugsanlegt að sjónvarpsstöðvar séu bara fyrir forherta morðingja og músalimi ?
Vilhjálmur, þetta siðleysi á ekkert skylt við trúleysi ! Miklu frekar má ætla, að það tengist hugmyndum um Manninn sem drottnara Jarðar, með umboð frá Allah og öðrum slíkum hug-gervingum. Þeir sem hafa öðlast þann skilning á tilverunni, að þeir vita að gvuðir eru ónauðsynleg ímyndun, láta ekki rugla siðferðisvitun sína svo auðveldlega. Það að afneita tilvist gvuða er nefnilega stórt siðferðilegt skref, sem ekki verður stigið án langs þroskaferils.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.3.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.