Leita í fréttum mbl.is

Kaloríumćling á Páskum

 
Síđasta sumariđ í Varsjá

 

Nú eru kreppuhrjáđir Íslendingar búnir ađ éta í kapp viđ kirkjuklukkurnar og hafa horft á meistarann á krossinum í sjónvarpinu um leiđ og ţeir borđuđu kartöfluflögur og annađ kransćđakítti. Páskalömbum, skinkum, kalkúnum og öđru vöđvakyns hefur veriđ rennt niđur međ ţúsundum lítra ropvatns sem bćtt hefur veriđ í sykri, rotvarnarefni og lit. Börnin sporđrenna svo súkkulađi í tonnatali.

Leyfi ég mér ţví ađ kynna kaloríumatseđil frá páskum 1941, sem tekinn var saman af nasistum ţegar ţeir voru ađ skipuleggja hvernig metta átti fólk í Pólandi.

  1. Ţjóđverjar - 2613 kaloríur
  2. Pólverjar  - 669 kaloríur
  3. Gyđingar - 184 kaloríur

Til samanburđar er hćgt ađ nefna ađ međal-Bretum voru áriđ 1939 ćtlađar 3000 kaloríur daglega. Í dag er hins vegar reiknađ međ 2000 kaloríum á mann ađ međaltali á Bretlandseyjum. Forrit, sem upplýsa leyfilega kaloríuneyslu til ađ halda ţyngd sinni, sýna ađ 180 sm. hár mađur, 40 ára og 85 kg. ađ ţyngd má leyfa sér ađ neyta 2788.5 kaloría, ef hann hreyfir sig eđlilega.

Ţegar ég ósjaldan heyri og les orđ fólks sem líkir sult og seyru á Gaza viđ örlög gyđinga í Evrópu áriđ 1941, kemur ţessi kaloríutafla Hitlers alltaf upp í huga mínum. Pattaralegir Palestínuleiđtogar sýnist mér fái nóg ađ éta. Ef ykkur finnst ţađ ekki, borđiđ ţá minna um Páskana og sendiđ afganginn á reikning Hamas.

Hér er viđeigandi lag međ meistara Cohen, sem í ţessari jútúbu syngur Hallelúja eftir efninu, og hefur sér til halds prúđbúin ţýsk ungmenni í súlnagöngum, sem fá greinilega öll sínar 2613 kaloríur. Verđi ykkur ađ góđu og Gleđilega Páska

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta sýnir greinilega hve mikiđ tillit Nasistar tóku til trúar annara. Ţjóđverjar föstuđu ekki en ţađ gera kaţólikkar og Gyđingar ennţá meira eins og sést af matseđlinum.

Kristján (IP-tala skráđ) 24.3.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Sif Gylfadóttir

Ţetta geri 14.2 gyđinga per ţjóđverja.  

Sif Gylfadóttir, 24.3.2008 kl. 17:30

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hef bara ekki orku í ađ gera athugasemd ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.3.2008 kl. 21:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband