Leita í fréttum mbl.is

Stuðningshópur Jinky Ong Fischers

 
justitia

 

Síðustu daga hefur verið rætt opinberlaga um arfinn eftir Róbert J. Fischer. Í umfjöllun fjölmiðla virðist sem Jinky Ong Fischer, meint dóttir Fischers á Filippseyjum, hafi þegar verið útilokuð frá því að erfa eitt eða neitt eftir föður sinn.

Miðað við aðrar upplýsingar um Jinky Ong, verður þó að gera ráð fyrir því að hún geti verið dóttir hans. Það verður auðvitað að sanna, líkt og Watai, meint eiginkona Fischers, þarf að sanna að hún hafi gifst Fischer.

Greta Björg Úlfsdóttir kom með mjög áhugaverða punkta á bloggi sínu í gær, og á síðustu færslu mína um dóttur Fischers. Hún stakk upp á stuðningshópi fyrir Jinky Ong Fischer.

Ég leyfi að taka undir þá tillögu og legg til að fólk skrifi hér í athugasemdir eða á bloggsíðu Gretu, að það vilji styðja slíkan hóp. Í framhaldi af því yrði hægt að stofna stuðningshópinn formlega og finna lögfræðing sem gæti varið rétt Jinky Ong.

Markmið hópsins myndi vera:

  1. Að komast úr skugga um hvort Jinky Ong er dóttir Fischers.
  2. Að stuðla að því að haft verði upp á henni hið fyrsta.
  3. Að stuðla að því að hún komist til Íslands.
  4. Að stuðla að því að hún erfi föður sinn (reynist meint faðernið rétt), samkvæmt íslenskum lögum.

Ef slíkur hópur er þegar til, ber að fagna því og myndu þeir sem styðja slíkt átak hér væntanlega ganga í og styðja þann hóp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hefði þetta ekki einmitt verið verkefni fyrir gamla Fischerhópinn. Eða er hann of snobbaður til að geta orðið þessari manneskju að liði?

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hér er ég, tilbúin að leggja þessu málefni lið og að vera með í svona hóp, ef þörf krefur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.1.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Benedikt, vegna þess að Fischer var Íslendingur, og þar með meint dóttir hans væntanlega líka, og við viljum ekki að það séu brotin lög á íslenskum borgurum, allra síst, þó vissulega viljum við ekki að brotin séu lög á borgurum neins ríkis. Að minnsta kosti finnst þeim okkar sem teljum okkur vera þroskað fólk með siðferðikennd, sem kemur fleira við en hvort við sjálf fáum nóg útborgað, að þetta komi okkur við.

En í framhaldi af því sem Sigurður segir, þá dettur mér í hug að þetta sé frekar verkefni fyrir umboðsmann barna á Íslandi, frekar en fyrir Fischer-hópinn. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.1.2008 kl. 11:54

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hlutverk umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Umboðsmanni barna er ekki ætlað að skipta sér af málum einstakra barna. Hins vegar leiðbeinir umboðsmaður, eða starfsfólk hans, öllum sem til skrifstofunnar leita um hvert hægt er að snúa sér til að fá aðstoð við að leysa sín mál.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.1.2008 kl. 12:08

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað í veröldunni kemur þér nafni til með að halda að Fischerhópurinn sé snobbaður?  Þeir koma mér fyrir sjónir sem velviljaðir menn.

Sigurður Þórðarson, 26.1.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, mér datt það bara í hug (ekkert æstur í að verja þá skoðun) af því að þeir lögðu svo mikið á sig vegna frægs manns, sem ég er þó ekki að lasta, en hreyfa ekki upp litla fingur til að gæta réttar dóttur hans sem er alveg óþekkt.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Ólafur fannberg

styð þetta

Ólafur fannberg, 27.1.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband