Leita í fréttum mbl.is

Bagaleg frétt

 
bagalega léleg mynd

Um leiđ og ég óska biskupi Íslands til hamingju međ nýja rússneska bagalinn, ţarf víst smá leiđréttingar viđ frá fornleifafrćđingi varđandi bagalega frétt Morgunblađsins.

Baglar ţessir eru á fagmálinu kallađi Tau-baglar [boriđ fram "tá"] og er ţetta frćđiheiti dregiđ af gríska bókstafnum "tau/tá" T. Tau-baglar eru ekkert sérfyrirbćri Austurkirkjunnar. Ţeir baglar, sem eru líkastir baglinum sem fannst á Ţingvöllum, eru reyndar úr tré og hafa fundist í Dyflinni á Írlandi. Fagurlega útskornir tau-baglar úr fílsbeini eđa rostungstönn hafa fundist nokkrum löndum vestur-Evrópu. Tau-bagallinn á Ţingvöllum er ţví ekki sönnun ţess ađ prelátar frá Rússlandi eđa Austur-kirkjunni hafi veriđ á Íslandi.

Tau-baglar hafa ţekkst međ mismunandi lagi í gjörvallri Austurkirkjunni og einnig í koptísku/eţíópísku kirkjunni. Stíll og gerđ gripa geta eins og kunnugt er breiđst á milli landa og heimsálfa eins og fatatíska, en ţurfa ekki endilega alltaf ađ gefa til kynna uppruna gripanna eđa hvađ ţá heldur uppruna fólks sem átti ţá eđa notađi.

Eţíópískur bagall Eţíópískur bagall

Tau Eţíópískur munkur međ tau-bagal

Ólíklegt er, ađ ţeir "(h)ermsku" prestar, sem greint er frá í Íslendingabók, ţeir Petrus, Abraham og Stephanus, hafi tapađ bagli sínum á Ţingvöllum. Stíll (Úrnesstíll) sá sem bagallinn frá Ţingvöllum er skreyttur međ, var ekki ţekktur í armenskri kirkjulist og tau-baglar voru ekki notađir í Armensku kirkjunni.

Ef mađur fylgir skođun Magnúsar Más Lárusonar um ađ ermskir (hermskir) prestar í íslenskum handritum hafi veriđ prestar frá Ermlandi (rétt austan viđ Gdansk) er enn fráleitara ađ hugsa sér ađ Ţingavallbagallinn hafi komiđ hingađ međ ţeim, ţví tau-baglar eru ekki ţekktir á ţví svćđi sem kallađist Ermland. Tilgáta F. B. USPENSKIJ frá 2000 finnst mér betri. Hún gengur út á ţađ, ađ ţegar nefndir eru girskir og hermskir prestar í íslenskum heimildum, ţá sé ekki endilega átt viđ uppruna manna, heldur frekar kirkju ţeirra. Mér ţykir vćnlegast ađ taka miđ af ţeirri tilgátu og sýnir ákvćđi í Grágás ţađ líka ađ mínu mati. En ţrátt fyrir ţađ gćti ţađ alveg eins veriđ alíslenskur pater sem tapađi  baglinum sínum á Ţingvöllum.

Ég skrifađi um bagalinn frá Ţingvöllum í sýningarritiđ From Viking to the Crusader: Scandinavia and Europe 800-1200, gripur 335, bls. 314, mynd  155 ef einhver vill kynna sér ţetta nánar.

Annars er ţessi bagall líklegast ekkert annađ en táknrćn, kristin gerđ stafs Móses. Sumir álíta ađ prestar gyđinga, rabbíar, hafi gengiđ međ svona staf. Stafur Móses var til í musterinu í Jerúsalem, eđa svo segja fróđir menn.


mbl.is Biskup fćr rússneskan biskupsstaf ađ gjöf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband