10.8.2007 | 07:44
The Freud Watch
Á síðustu 30 árum hefur vinnumarkaðurinn í Evrópu breyst mjög. Konur fóru út á markaðinn og nú þarf tvö laun til að framfleyta venjulegri fjölskyldu. Ekki get ég skýrt út þær hagfræðilegu breytingar, en hugsanlega skýrir hún líka af hverju neyslan er meiri nú en þegar maður var barn fyrir 40 árum síðan. Jafnmargar konur og menn á vinnumarkaðnum er auðvitað mannréttindi og ég vil ekki láta skilja mig þannig að það hafi ekki verið góð þróun.
Nú er hins vegar landlæg ný bylgja eða fyrirbæri á vinnumarkaðnum. Hún hefur reyndar verið að krauma í nokkur ár, án þess að ég hafi velt þessu mikið fyrir mér. Það er hin öfgafulla ungviðisdýrkun vinnumarkaðarins.
Í Danmörku hefur það verið þannig í mörg ár, að maður gat ekki komið inn í bakarí án þess að afgreiðslustúlkurnar væru á barnsaldri, helst ljóshærðar, laglegar og ekki sérlega sleipar í reikningi. Engin tilviljun er heldur að þær voru kallaðar bagerjomfruer. Það sama gilti í ýmsum illa launuðum atvinnugreinum. Þar voru aðeins ráðnar ógiftar konur. Þetta voru einu störfin sem þeim stóð til boða á vinnumarkaðinum, áður en þær giftust smiði, lækni, tæknifræðingi eða öðrum lögnum handymönnum og eignuðust mörg börn.
Ef Freud karlinn hefði verið á lífi nú, hefði honum þótt gaman að sjá hvað var að gerast. Allar ungu konurnar sem voru að farast úr hýsteríu og penisöfund á hans tíma eru orðnar vinsælasta vinnuaflið. Því yngri, því betri. Freud hefði örugglega haft söftuga skýringu á þeim atvinnurekendum sem útiloka fólk ef það er orðið 40 ára og gagnrýnið.
"Vinnuafl sem orðið 40 ára er ekki lengur sexý" las ég eitt sinn í grein, og tók til mín. Ég er því miður ekki spengileg, ljóshærð blondína, 28 ára og nýskriðinn út úr undirstrikuðum kennslubókunum. En ég verð að bíta í það súra epli að 28 ára blondínur eiga meiri möguleika á því að fá vinnu sem fornleifafræðingar en ég í Danmörku. Doktorspróf og reynsla skipta engu máli. Hipparnir, sem fengu vinnu sem safnstjórar ár 8. áratug síðustu aldar, eru mest fyrir stelpur og ekki hafa ófáir þeirra fengið sér nýjar yngri konur úr hópi þeirra sem þeir réðu.
Hjá danska Póstinum, þar sem ég starfa enn, er líka óhugnanlega ungdómsdýrkun. Allar yfirlýsingar og bæklingar sem fjalla um jafnræði og tillitssemi á vinnustaðnum eru þverbrotnar. Post Danmark vill fyrst og fremst ungt fólk sem getur hlaupið hratt. Gamlar konur með slitgigt, eins og maður sér bera út póst í Reykjavík, yrðu ekki ráðnar hjá danska Póstinum. Vinnustaðurinn er oft eins og unglingaskóli. Launin eru líka fyrir unglinga. Ég rétt slapp inn þar sem ég skoraði 98% á gáfna- og lestrarprófi sem ég fór í.
Mig grunar einnig, að yfirmenn og fyrirtækjaeigendur hugsi oft með honum litla sínum og líbidóinu, þegar þeir ráða starfsfólk. Þegar yfirmennirnir eru karlar er þetta náttúrulega fínt fyrir konur undir þrítugu en ekki gamlingja á fimmtugsaldri. Af hverju ráða ekki kvenyfirmenn karla með vömb og skalla?
Auðvitað hef ég skýringu á þessu eins og öllu. Því yngra liðið er, því auðveldara er að móta leirinn og stjórna liðinu eftir sínu höfði. Eitt sinn vann ég með hópi amerískra fornleifafræðinga. Þeir höfðu tekið með sér ungar stúdínur, sem voru eins og gengilbeinur. Ég spurði eina þeirra af hverju hún hagaði sér eins og barpía og segði í sífellu "Yes boss, oh boss og ah boss" við prófessorinn. Hún trúði mér fyrir því að þetta væri lenska í BNA, og ef hún væri ekki sæt við prófessorinn fengi hún aldrei gráður. Henni hefur gengið vel.
Þessi áhugi á bruminu og nýgræðinum fram yfir reynslu og öryggi er skrítin þróun og ekki til farnaðar fyrir vinnumarkaðinn frekar en önnur lög þjóðfélagsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 1352301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Fínasta grein og skemmtileg lesning. Þó held ég að kynhvöt yfirmanna sé langt í frá eina ástæðan; oft er það bara þannig að fólk treystir fallegu fólki betur en öðru, og fegurð dvínar með aldri.
Absúrd en satt.
Sveitavargur, 10.8.2007 kl. 12:15
Gott að fá fleiri skýringar á þessu. Ég er eins og opin bók og tek á móti öllum tillögum.
Þín skýring gæti vel átt við um mig og blóðsprengda varga eins og þig.
En í landi eins og Íslandi, þar sem allir eru fallegir, og flestir ungir. Hvernig stendur á atvinnuleysinu þar? Er þar bara gamalt fólk sem sýpur dauðan úr skel vegna atvinnuleysis?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2007 kl. 14:36
Það er ekkert atvinnuleysi á íslandi. Þess vegna þurfum við að flytja inn útlendinga.
Þeir sem eru "atvinnulausir" eru í lang flestum tilfellum fólk sem kýs sér það, annaðhvort latt eða "lætur ekki bjóða sér hvað sem er"
Örn
Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 17:19
Sæll Örn, ég held að þetta sé ekki rétt hjá þér.
Ég hef þó aðeins vasahagfræði að leiðarljósi, þegar ég held því fram að "innflutningur" á erlendu vinnuafli hafi farið fram úr hófi vegna græði verktaka. Ódýr Pólverji er hagkvæmari en Íslendingur með öllu.
Annar væri gaman að sjá niðurstöður rannsókna Íslenskra háskóla á þessum atvinnumarkaðsmálum og atvinnuleysi Íslendinga, án þess að verið sé að blanda einhverri misskilinni fyrirhyggju við útlendinga inn í málin.
Þarf hundruð Pólverja í vinnu á Íslandi, eða er græðgin fylgifiskur undómsdýrkunarinnar á Íslandi?
Annars held ég
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2007 kl. 18:44
Sko, sem svona semi verkamaður eða járniðnaðarmaður þá get ég ekki séð annað en að það sé orðið pólverji í nánast öllum smiðjum og í sumum margir.
Marga eigendur og verkstjóra þekki ég og þó auðvitað viðurkenni þeir ekki að það sé ódýrara að hafa pólverja í vinnu þá nefna þeir annað sem ég sjalfur sé:
Íslendingur lifir ekki af dag án þess að "skreppa"
Ungir íslendingar hanga í símanum svona hálfann vinnudaginn.
Mjög margir íslendingar passa sig á að gjörníta alla veikindadagana sína.
Íslendingur getur ekki reykt OG unnið samstundis.
Með öðrum orðum: Íslendingar eru latir.
Þeir halda hins vegar að þeir séu voða duglegir. Það er vegna þess að það tekur þá 12 tíma að afkasta því sem aðrir afkasta á 8 tímum. Þetta hefur verið kannað, þe framleiðni og íslendingar koma mjög illa út þar.
Sá sem ekki "finnur vinnu" á íslandi er ekki að leita.
Hins vegar er ekki nokkur vafi á því að þegar pólverjarnir verða orðnir hagvanir hér og líkari íslendingum og ekki eins hræddir um sinn hag þá verða þeir eins, það er falla inn í móralinn.
Örn Johnson
Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 19:42
Þetta er þarft umræðuefni Vilhjálmur. Ég er þeirrar skoðunar, að hluti vandans felist í hédrægni fólks við að kvarta og upplýsa um sína eigin hagi. Það þarf að sýna fram á hvernig margir "stjórar" misbeita aðstöðu sinni við mannaráðningar. Það er auðvitað óþolandi að reynsla og menntun fólks er einskis metin, en enginn tekur upp handskann fyrir fullorðið fólk, ef það lætur ekki sjálft í sér heyra um ástandið.
Hér kemur fleirra til en æskudýrkun. Allir eru hluti af ættbálki vina, ættingja, skólafélaga og svo framvegis. Ef menn eru af öðrum ættbálki en ráðningarstjórinn, snarminnka líkurnar á ráðningu. Að auki má nefna fordóma af margvíslegu tagi, sem hindra ráðningu góðra starfskrafta. Æskudýrkunin er bara ein tegund fordóma.
Að lokum langar mig að nefna einelti, sem ekki er einskorðað við ákveðinn vinnustað, eða skóla. Lygasögur ganga manna á milli og sumir ráðningarstjórar eru svo barnalegir að átta sig ekki á lúmskum lygasögum sem þeir heyra hjá öðrum ráðningarstjórum.
Ég hafna því að leti valdi því, að mjög hæfu fólki er hafnað, en reynslulausir og menntunarlausir unglingar eru ráðnir í þess stað. Alræmdar eru til dæmis ráðningar Sturlu Böðvarssonar sem ráðherra samgöngumála.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.8.2007 kl. 19:55
Mjög þörf umræða og gott innlegg hjá þér Vilhjálmur. Ég vil halda það að þetta sé bylgja sem muni hjaðna.
Gunnar Skúli Ármannsson, 10.8.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.