Leita í fréttum mbl.is

Morðin í Brussel varða Íslendinga


Gyðingahatur er í sókn í ESB, líka á Íslandi, eins og sjá má í umræðunni við þetta blogg. Stundum eru múslímhatarar líka gyðingahatarar og múslímar er það líka oft á tíðum. Á Íslandi þykir það greinilega allt í lagi að Íslendingar séu kallaði gyðingaósómar.

Næstkomandi þriðjudag átti ég að hitta danskan fræðimann sem búið hefur lengi í Bandaríkjunum. Við höfðum mælt okkur móts á Dansk Jødisk Museum í miðborg Kaupmannahafnar. I gærkvöld gat hann allt einu ekki komið á safnið á þriðjudegi, og spurðu hvort ég hefði tíma á mánudegi. Þar sem Dansk Jødisk Museum er alltaf lokað varð ég að stinga upp á öðrum stað til að hitta manninn. Ég geri mér grein fyrir því að maðurinn var vitanlega dauðhræddur við þau tíðindi sem í gær bárust frá Höfuðborg ESB, Brussel. ESB landið Belgía er ekki öruggt og það er ESB landið Danmörk heldur ekki.

media_l_6768401.jpg

Þar hljóp ódæðismaður inn á safn um sögu gyðinga í Brussel og skaut einu eða fleiri skotum í höfuð og háls fórnarlamba sinna. Hjón frá Ísrael voru meðal hinna myrtu, einnig tveir starfsmenn safnsins. Aðalfréttin í dag í Belgíu er samt ESB kosningarnar, þótt evrópska Helförin haldi áfram.

Gyðingahatur er enn landlægt í Evrópu og ESB gerir t.d. ekkert við þeim ofsóknum sem menn verða fyrir í Litháen, þar þeir sem benda á óeðlið í að stjórnvöld í Litháen dýrka gyðingamorðingja sem þjóðhetjur, eiga það á hættu að vera ofsóttir af lögregluyfirvöldum í landinu.

Á Íslandi starfar kennari sem kallar íslenska ríkisborga gyðingaósóma. Maðurinn sem það gerir er barnaskólakennari og virkur í Lionshreyfingunni. Yfirvöld gera ekkert. Gyðingahatarar fá hæli og landvist á Íslandi meðan fólk í lífshættu er sparkað út í hafsauga.

Ætli eðlileg spurningin sé ekki  hvenær gyðingar verða myrtir á Íslandi? Er utanríkisráðherra búinn að senda samúðarkveðjur til Brussel? Nei, en hann styður öfgamenn í Úkraínu sem hata gyðinga, enda er utanríkisráðherra Íslendinga Framsóknarmaður. Framsóknarmenn vilja einnig hefta réttindi múslíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki dálítið gyðingum sjálfum að kenna hvernig "við hin" hugsum til þeirra., barma sér vegna þess hvernig var farið með þá um aldir en hvernig eru þeir að haga sér sjálfir í til að mynda palestínu., Gyðingar verða að líta sér nær., byrja á því að hreinsa til í sínum bakgarði áður en þeir setja út á. og Hvað varðar múslima og þá skömm að úthluta þeim kirkjustæði., eða trúarstæði á besta stað reykjavíkur er bara til þess fallið að valda úlfúð., við erum kristinn þjóð., við lifum eftir kristnum gildum., múslímar eru velkomnir til íslands., velkomið að lifa hér., ., en ekki velkomið að fara fram á að við breytum okkar siðum og gildum að þeirra vilja.

Kjartan SÓ (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 11:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kjartan, Nei, þið hin hafið alltaf hugsað illa til gyðinga, líka fyrir stofnun Ísraelsríkis. Kannski veistu að Ísraelríki varð m.a. til vegna morða á 6 milljónum manna sem þið hin tókuð sum þátt í.  Þú lifir ekki eftir kristnum gildum, Kjartan.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 11:54

3 identicon

Vilhjálmur.

Í seinni heimstyrjöldinni var illa farið með gyðinga sem og marga aðra „minnihlutahópa“ en það réttlætir ekki það að þeir hinir sömu „minnihlutahópar“ fari með sama hætti að þegar kemur að því að hreinsa til hjá sér. Framferði gyðinga í Ísraelsríki gagnvart minnihlutahópum þar minnir um margt á það sem þeir þurftu að láta yfir sig ganga í þriðja ríkinu forðum. Sú fullyrðing þín að ég lifi ekki eftir kristnum gildum dæmir sig sjálf þar sem þú þekkir ekki mig né mínar lífsvenjur. Gyðingar sem hópur hafa mátt þola ýmislegt um aldirnar en það réttlætir ekki hvernig sumir einstaklingar innan þess hóps koma fram við náungan. Það má lesa Biblíuna sem og Kóraninn á ýmsa vegu, en að nota þau heilögu rit til að réttlæta illskuverk er trúnni ekki til sóma.

Viljir þú boða þína trú er fyrsta reglan að virða mína.

Kjartan SÓ (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 18:47

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Sæmundur G. Halldórsson: Morðin í Brussel eru viðurstyggileg. Sama gildir um morð Mohamed Merah í Toulouse og Montauban sem og öll önnur morðtilræði gegn gyðingum/Gyðingum í Evrópu og víðar síðustu áratugi. Síðustu viku gekk ég í gegn um "la rue des Rosiers" í Marais hverfinu (Mýrinni) í París. Mig langaði til að smakka Gefillte Fisch eða Geschnetschelte Leber hjá Goldenberg Delicatessen. Þá komst ég að því að Samuel Goldenberg (sem er látinn) hafði selt húsnæðið. Þar er nú einhver tuskubúð. En skiltið í Art Nouveau- stíl (Jugendstil) hangir enn yfir verslunarhúsnæðinu. Í París njóta gömul verslunarskilti minjaverndar, hver sem starfsemin í húsinu kann að vera. Í Reykjavík er allt rifið út úr Reykjavíkurapóteki, Eimskipafélagshúsinu og öðrum fornum húsum eftir þörfum fjárfesta, sem kannski eru horfnir eftir nokkra mánuði. Varðandi Samuel Goldenberg er vert að minnast þess að hann komst lífs af sem barn í fóstri hjá vandalausum, en missti allt sitt fólk í helförinni. Þegar hann sneri aftur til Parísar (einsamall á unglingsaldri) komst hann að því að Parísarborg (undir Vichy-stjórninni, en án þvingunnar nasista) hafði gert aleigu fjölskyldunnar upptæka. Hann keypti því verslunarhúsnæði fjölskyldunnar fullu verði af borginni þegar hann hafði tök á! Þann 9. ágúst 1982 frömdu Arabar hryðjuverk gegn þessu veitingahúsi. Þá rifjuðust upp ummæli sem þáverandi forsætisráðherra Frakklands undir forsæti Valéry Giscard d'Estaing hafði um fyrsta hryðjuverk gegn gyðingum í Frakklandi eftir morðæði nasista, sem var sprengjuárás gegn sýnagógunni í rue Copernic 3. október 1980. Hann sagði þá fyrir framan sjónvarpsáhorfendur að árásarmennirnir hefðu ætlað að hitta fyrir fólk af gyðingatrú (des Israélites) og sýnagógu, en að þeir hefðu því miður líka banað "saklausum Frökkum".

Þegar ég les komment við þessa frétt frá Brussel í Le Monde, Libération eða jafnvel í Le Soir (Belgíu) sé ég að Raymond Barre á enn marga skoðanabræður. Því miður er engin leið að athuga viðbrögð íslenskra bloggara þar sem þessi viðburður vekur enga athygli íslenskra fjölmiðla. Það væri ekki nema hægt væri að kenna hinum djöfullegu Ísraelum um glæpinn að von væri til að íslenskir fjölmiðlar rönkuðu við sér.

(Le 3 octobre 1980, à la suite de l'attentat de la rue Copernic, Raymond Barre déclare sur TF1 : « Cet attentat odieux qui voulait frapper les Israélites qui se rendaient à la synagogue et qui a frappé des Français innocents qui traversaient la rue Copernic10 ». Cette maladresse suscite une polémique. Le 8 octobre 1980 à l'Assemblée nationale, il assure à ses « compatriotes juifs » la « sympathie de l'ensemble de la nation ».

http://www.youtube.com/watch?v=cXnhaL1JL8k

Sæmundur G. Halldórsson , 25.5.2014 kl. 19:39

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka þér innilega Sæmundur fyrir þessa athugasemd þína. Ég svara þér betur seinna í dag.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.5.2014 kl. 05:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband