21.1.2014 | 14:01
Það eru víðar til svín en í Póllandi
Pólverjar eru ekki svo ósvipaðir Íslendingum. Gyðingahatur er æði mikið meðal beggja þjóða, jafnvel þótt að á Íslandi hafi vart búið gyðingar svo heita mætti, og þó svo að gyðingum Póllands hafi verið útrýmt og þeir sem eftir urðu hafi verið flæmdir í burtu af kommúnistum.
Nýleg rannsókn, sem fór fram í Póllandi og gerð var af háskólanum í Varsjá, sýnir að meirihluti Pólverja álíti að gyðinglegt samsæri sé á bak við banka og fjármál heimsins sem og fjölmiðlana. 90% Pólverja segjast hins vegar aldrei hafa hitt fyrir gyðing.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós 8% aukningu síðan 2009 á meira "hefðbundnu" gyðingahatri. 23% Pólverja trúa því nú að Gyðingar hafi myrt Jesús og noti blóð kristinna við ýmsar helgiathafnir.
Gott fólk í Póllandi hefur áhyggjur af þessari þróun, en samt heyrast raddir í pólska þinginu, Sejm, sem telja gyðinga í Póllandi föðurlandssvikara. Lesið greinina í Haaretz.
Til að bæta svörtu ofan grátt, ofan á allt gyðingahatrið sem er daglegur viðburður í Póllandi, þá ákváðu menn nýlega að hengja upp málverk frá 18. öld í dómkirkjunni í Sandomierz, sem sýna á morðathafnir Gyðinga á börnum fyrr á öldum. Sjá hér og myndina efst.
Slík upphenging er kannski ekki mikið verri en þegar menn lesa Passíusálmana á Íslandi. Hvortveggja er ósmekkleg tímaskekkja.
En kommúnistar, nasistar og múslímar léku sér einnig, og leika sér reyndar enn, af ásökunum á hendur gyðingum fyrir barnamorð, þar sem gyðingar eru ásakaðir um að nota blóðið í t.a.m. hin ósýrðu brauð á Páskum sínum. Nú hefur þessi miðaldaóskapnaður verið færður yfir á Ísraelsríki, sem allir fullgildir sérleyfishafar á réttar skoðanir til vinstri vaða í frumstæðum hatursáróðri gegn Ísrael.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Gyðingahatur, Íslenskt gyðingahatur | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 1352297
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
"Gyðingahatur er æði mikið meðal beggja þjóða" og svo " 23% Pólverja trúa því nú að Gyðingar hafi myrt Jesús og noti blóð kristinna við ýmsar helgiathafnirj"
Hversu almenn er þá þessi skoðun á Íslandi, þ.e. að telja Gyðinga nota blóð kristinna við ýmsar helgiathafnir? 23%? 20%? 25%
Persónulega hef ég ekki einu sinni heyrt/séð/lesið, þessa fyrru áður er þó orðinn hálfrar aldar gamall Íslendingur!
Af hverju ertu með svona bull, Villhjálmur?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 16:14
Bjarni Gunnlaugur, margir Íslendingar styðja Palestínumálstaðinn. Palestínumenn vaða í svona hatri og aðrar arabaþjóðir - jafnvel fólk austur í Indónesíu. Einföld leit á netinu sýnir þér það. Ef maður styður málstað þeirra, styður maður þetta svínarí, nema að maður taki annað fram. Ekki hafa, svo mér sé kunnugt, nokkrir íslenskir stuðningsmenn Palestínuaraba gert það. En það sakar ekki að lesa greinina mína í stað þess að standa í að snúa út úr. Þú ert kannski einn af þessum körlum sem ekki stæðist Písapróf í lestri og skilningi?
Vinsælasta sjónvarpsefnið á Gaza, Egyptalandi og Íran var til skamms tíma áframhaldsþættir sem voru fullir af gyðingahatri af "hefðbundinni" gerð, eins og það var orðað í greininni sem ég vitna í ísraelska blaðinu Haaretz.
Samsæriskenningar um gyðinga voru gefnar út af íslenskum krata Jónasi Guðmundssyni: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/526338/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 16:59
Þetta er satt hjá þér Pólverjar og Íslendingar eru upp til hópa Gyðingahatarar og hrekkjusvín. Þar sem ég vinn veit ég aðeins um mig og einn annan sem er vinur Gyðinga og Ísraels, hinir eru á móti. Stundum er ég spurður af Pólverjum hvort ég sé Gyðingur. En ég spyr er ekki blóðbaðið í Sýrlandi Ísrael að kenna eins og allt annað?
Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 19:05
Þú verður að átta þig á því eins og Björn Bragi að það hefur vægi hvað maður segir. Það þýðir ekki að kalla það útúrsnúninga að álykta út frá þínum skrifum.
Ef Gyðingahatur er jafn mikið hjá Pólverjum og Íslendingum og þú kemur með staðfast dæmi um slíkt hjá Pólverjum (ég myndi að vísu kalla það fremur fáfræði eða fordóma en hatur) þá vantar upp á með sambærilegt dæmi hjá Íslendingum.
Ef þú ert ekki að halda því fram að þessi firra (Gyðingar noti blóð kristinna manna) sé grasserandi hér þá spyr ég hvaða ósköp önnur eru hér í gangi að þau séu sambærileg við meint hatur Pólverja, þar sem þú segir jú að hatrið sé jafn mikið.
Ég segi fyrir mig að ég hata ekki Gyðinga(kynþáttinn) og heldur ekki gyðinga (trúflokkinn) en ég er heldur hlyntur þeim málstað Palestínumanna að halda sínum löndum gagnvart óréttmætum ágangi Ísraels.
Hafi ég einhverja fordóma gagnvart G/g yðingum þá væri það helst að mig undrar hve mörg andans stórmenni (fáir íþróttamenn ?)koma af þessu fólki þó mig gruni að þar sé fremur um að ræða menningarlega ástæðu fremur en genitíska.
Hitt er svo annað mál að eftir því sem ég hef reynt að skoða málið betur verður óljósari tenging þessa fólks frá Austur-Evrópu þ.e. Askenasí-Gyðinga við það svæði sem kallað er Ísrael í dag. Mögulega eru þeir þó afkomendur fólks frá öðrum hlutum Ísraels en Júdeu og séu þannig tæknilega ekki og hafi aldrei verið Júðar eða Gyðingar. Annað mál ku á hinn bógin vera um Gyðinga sem settust að á Spáni á miðöldum og eru afkomendur Gyðinga frá Júdeu. Mér skilst að þeir séu bara ekkert sérstaklega velkomnir í Ísrael í dag. Þar gætirðu vonandi bætt um betur ef ég hef rangt fyrir mér.
Á sama hátt verður málið ruglingslegt þegar skoðaður er trúflokkurinn gyðingar. Ef það að aðhyllast þessa trú á að fela í sér rétt til búsetu og jafnréttis í Ísrael þá hefur eitthvað farið úrskeiðis í þeim efnum gagnvart t.d. gyðingum frá Afríku sem hafa flutst til Ísrael en kvarta stórum undan misrétti.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 19:21
Ég hef ekkert á móti því að palestínumenn eignist heimaland og ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 20:26
Gott Hilmar!
Bjarni Gunnlaugur, þú veist greinilega lítið sem ekkert um hvað þú ert að tala. Gyðingum frá Eþíópíu var bjargað til Ísrael. Þeir voru flestir fluttir, því þeir lifðu við örbyrgð í Afríku og áttu ekki ráð á þaki yfir höfuðið á sér. Falassar hafa öll réttindi á við aðra í Ísrael t.d. Palestínuaraba. Vandinn er bara sá, að stundum vilja menn fá það sem þeir geta ekki, sökum þess að þeir hafa ekki tilskylda menntun og önnur gæði sem til þarf til að ná þeim gæðum sem þjóðfélagið bíður upp á.
Vissulega virðist sem Askenazim gyðingar hafi haft völdin, en svo er ekki. Sefaradim, sem eru afkomendur gyðinga sem flýðu Spán og síðar Portúgal og sem dreifðust víða m.a. til Hollands eru alls ekki 2. flokks borgarar í Ísrael. Þeir hafa líka fengið Nóbelsverðlaun. Sumir þessarar afkomenda gyðinga á Íberíuskaganum settust að í löndum Norður-Afríku, Sýrlandi, Tyrklandi, Egyptalandi, Írak og á Indlandi. Peres er einn þeirra. Píanóleikarinn Vladimir Askenazi er annar, því oftast eru þeir sem heita Askenazi og koma frá Austur-Evrópu afkomendur gyðinga frá Spáni, en ekki frá Þýskalandi, eins og nafnið gæti hugsanlega gefið til kynna. DNA próf á fólki með þetta ættarnafni hefur hingað til leitt annað í ljós.
Nú erum við komnir langt frá efninu, sem er gyðingahatrið á Íslandi og í Póllandi. Að mínu mati eru Pólverjar ekki meiri gyðingahatarar en Íslendingar. Fleiri beina sjónum sínum að Póllandi (m.a. vegna helfararinnar, sem var valinn staður þar). En Gyðingar um allan heim þekkja nú Passíusálmana og ást Íslendinga á þeim. Þeir vita hins vegar ekki að ungir listamenn halda myndlistasýningar þar sem teiknuð var mynd af gyðingi sem hengdur var úr gálga. Þeir vita ekki að 3. kynslóð stjórnmálamanna á Íslandi er komin af manni sem kom í veg fyrir að til Íslands kæmu gyðingar á flótta undan nasismanum; Að í íslenskum bönkum hafa starfað bankastjórar sem reyndu eða koma í veg fyrir að gyðingar fengju lán. Einn bankastjóranna hafði verið í íslenska nasistaflokkum. Hann varð síðar seðlabankastjóri, án þess að hafa lokið menntun í hagfræði í Þýskalandi á 4. áratug 20. aldar. Maðurinn sat meira að segja á Alþingi. Ísland var eina landið í heiminum sem gerði fyrrv. nasista að lögreglustjóra og annan að flugmálastjóra. Á Íslandi hafa ungir skólakrakkar gert aðkast að gyðingahjónum, vegna þess að maðurinn bar kippah (kollhúfu). Kennararnir tóku þátt í aðförinni. Á Íslandi hafa gyðingar orðið fyrir því að bílar þeirra hafi verið eyðilagðir og ég sá einu sinni fullan heita pottinn í Laugardalslaug af íslenskum gyðingahöturum kalla Stefán Edelstein, sem ekki er gyðingatrúar, Heili Selassi, þegar hann gekk framhjá. Þeir hlógu dátt af fyndni sinni. Á Íslandi bjó eitt sinn maður með tvö doktorspróf. Hann fékk aldrei vinnu við sitt hæfi. HÍ útilokaði hann. Eitt sinn kom einn færasti nýrnasérfræðingur Evrópu, Felix Fuchs, sem flóttamaður til Íslands. Hann bjargaði lífi konu forstjóra Landspítalans, en mátti ekki vera á Íslandi.
En þessar upplýsingar getur þú allar fundið á þessu bloggi mínu og víðar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2014 kl. 06:50
Hvernig er það Vilhjálmur? Sérðu heiminn bara í svart-hvítu? Enginn held ég að geti talið mig til Gyðingahatara. Ég hef varað við því bæði í ræðu og riti að það sé okkur Íslendingum hættulegt ef múslimsk trú fer að festa rætur hér á landi. Það er ekki vegna einhvers rasísks hugsunarháttar, heldur bara bláköld ályktun út frá því hvernig múslimar reyna alls staðar að komast til veraldlegra áhrifa og þar sem það tekst eru þeir um leið búnir að færa þjóðfélagið aftur á miðaldir, hvað mannréttindi varðar. Ég hef aftur á móti fulla samúð með Palestínumönnum. Útþenslustefna Ísraelsmanna þar er ekki til fyrirmyndar og það hefur aldrei verið talið neinum til framdráttar að níðast á minni máttar. Það eru oftast tvær hliðar á hverju máli.
Þórir Kjartansson, 22.1.2014 kl. 08:38
Sæll Þórir Kjartansson, þér fer illa að tala um svart-hvítar skoðanir.
Ég var fyrstur manna til að stinga upp á mosku á Íslandi í rituðu máli !! og tel Íslam engu síðri trú en Kristni eða Gyðingdóm! (þó ég geri mér grein fyrir því hvað kom fyrst). Ég ætla ekki að dæma hugsunarhátt þinn fyrir þeirri skoðun að Íslam sé hættuleg Íslendingum, en mér finnst hún nálgast rasisma, nema að þér sé fært að gefa betri skýringar á skoðun þinni, sem kannski er eintóm hræðsla, ja kannski vegna þekkingarleysis.
Ég hef aldrei verið á móti ríki Palestínumanna, aðeins á móti hryðjuverkum þeirra og tvískinnungi, sem stendur í vegi fyrir því að ríki þeirra verði til. Maður getur ekki stofnað ríki um leið og maður segist ætla útrýma nágrannanum og þegar maður vill ekki að gyðingar búi í Palestínuríki. Palestína er ekki arabískt nafn heldur rómverskt og Palestínuarabar eru ekki þjóð. Þeir geta orðið það, en ekki með hernaði gegn nágrönnum sínum og tengslum við hryðjuverkríki . Ég vona að þú styðjir þá skoðun mína.
Til að komast út úr svart-hvítum heimi þínum, þætti mér gott ef þú kynntir þér Íslam. Öfgar eru þar margar, en trú er aðeins það sem menn gera hana að. Mennirnir hafa oft eyðilagt hið góða í trúnni og misnota hana til margra hluta. Vantrúarmenn og trúleysingjar skapa sér einnig eins konar "trúarbrögð" vandlætarans, og stunda líka óheft hatur og fordómasköpun. Ekki er það nú betra.Það sem þú segir hér um múslíma er mög svipað því sem gyðingahatarar og margir öfgamúslímar segja um gyðinga. Þess vegna er ég hræddur um, að þú verðir að hafa gætur á því sem þú segir. En það er málfrelsi, en önnur lög gilda einnig á Íslandi.
Íslam á Íslandi verður að fylgja íslenskum lögum. Um annað er ekki að ræða. Íslensk lög leyfa trúfrelsi, svo ekkert er því til fyrirstöðu að múslímar fái að leggja stund á sína trú og trúa því sem þeir halda, nema að það stangist á við hegningarlög.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2014 kl. 09:12
Palestinumenn hata ekki gyðingar en þeir hata þetta fólk sem kom til Palestinu og drápu og hrekkti fólkið sem á heim þar í búrtu. Ekki blanda Zionistar og fasistar saman við gýðingatrú. Allir veita núna hvað skeið í Palestinu. Gyðingar hröktu Palestinumenn frá sína landi meðal annars ég sem er fæddur og uppalin í Jerúsalem. Og þú ert hissa afhverju við hötum zionistar. Og meðan þið zionistar haga ykkur svona þá heimurinn mun ekki sætast við ykkur.
Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 11:16
Sæll Vilhjálmur.
Hefði ekki verið nær að þessi háskóli hefði
gert könnun á því hvernig þær ranghugmyndir
eru tilorðnar að Íslendingar og Pólverjar
séu haldnir einhverju hatri í garð Gyðinga?
Síðan dæmir nú þessi málflutningur sig allur sjálfur
af fyrirsögninni einni saman sem er hvorttveggja í senn
ósmekkleg og óskiljanleg.
Húsari. (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 13:46
Síonistar eru flestir gyðingar, Salmann.
Fjöldi manns um allan heim, einnig æ fleiri múslímar eru síonistar. Þeir styðja tilverurétt Ísraelsríkis. And-síonistar vilja hins vegar ekki vita að tilurð og tilvist Ísraelsríkis. Margir þeirra eru líka gyðingahatarar, sem afneita tilvist gyðinga og rétti þeirra að landinu sem þeir voru flæmdir í burtu frá. Í því landi var ríki gyðinga. Palestínuarabar áttu, að því er mér er kunnugt, ekkert land/ríki fyrir 1948. Palestínumenn eru sumir hverjir komnir af gyðingum sem neyddir voru undir Íslam. Þú ert líklega af gyðingaættum, Salmann. Af hverju mega gyðingar ekki búa á Vesturbakkanum, og af hverju telja margir arabar sig betur stæða með því að búa í Ísraelsríki en á Vesturbakkanum, Gaza eða í löndum þar sem tugþúsundir mannar eru myrtir (Sýrlandi).
Meðan Palestínuarabar haga sér eins og við höfum séð þá haga sér síðustu áratugina, með sjálfmorðsvígum í Ísrael og um heim allan, sem og með árásum frá Gaza, er heimurinn ekki alveg sáttur við Palestínumenn. Þið hafið æ ofan í æ eyðilagt möguleika ykkar á friði og friðsamlegri lausn í sambandi við stofnun Palestínuríkis. Enn er von, en hatrið verður að yfirgefa. Salaam aleikum!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2014 kl. 13:55
Húsari, ég tel víst að ungir fræðimenn við HÍ hafi rannsakað fordómafulla afstöðu Íslendinga við Pólverja, en háskóli í Varsjá hefur enga skyldu til að rannsaka gyðingahatur á Íslandi. En það er fyrir hendi og hefur verið lengi, ég get fullvissað þig um það.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.1.2014 kl. 09:04
Sæll Vilhjálmur.
Bæjarstjórn Akraness hefur í drögum að nýju skipulagi
á svonefndum sementsverksmiðjureit á Akranesi ákveðið
að halda eftir einhverju ljótasta mannvirki sögunnar sem er
himinhár garður steinsteyptur meðfram allri Faxabrautinni
að heita.
Nú legg ég til við þig og fölmiðlamógúla af ætt Davíðs
að þið kaupið þennan garð, komið þar fyrir speglum
hátt og lágt og eftir garðinum endilöngum og þá getið þið
hópast þar þúsundum saman næstu áratugina og spurt ykkur þessarar einföldu spurningar: Hvers vega erum við hataðir?
Þessi fjárfesting mun margborga sig því þegar menn hafa
grenjað sig frá þessu í eitt skipti fyrir öll munu þeir komast
að því óhjákvæmilega að ekki fyrirfinnst einn einasti
Íslendingur eða Pólverji sem býr yfir hatri í garð Gyðinga.
En svona utan dagskrár þá eru svín afar hreinlát dýr
og um það vitna allir jöfrar í svínarækt og því heldur
svínslegt af þér að gera alsaklausum svínum þann óleik
að draga þau ínní fyrirsagnir málflutningi þínum til framdáttar
því ef nokkuð er þá liggur það algerlega á hreinu,
að þú virðist fullkomlega einfær um að þeyta mykjueðjunni úr
klaufum þér í allar áttir.
Húsari. (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 14:17
Húsari, þú sendir þetta hatur þitt úr frieda@swedenmail.com
Víða fara nú Húsarar! Þjóðráð væri að þú fáir vegginn uppi á Skaga, svo þú getir málað eitthvað ljótt á hann um gyðinga og aðra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.1.2014 kl. 08:12
Það hryggir mig óendanlega þetta mikla hatur í garð gyðinga á Íslandi.Gyðingar eru gott og samúðarfullt fólk.
skvísa (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.