Leita í fréttum mbl.is

Sendisveinar Obama

image.jpg
 

Björn Bjarnason og Evrópuvaktin birtu í gćr áhugaverđa greiningu á útnefningu nýrra sendiherra Bandaríkjamanna á Íslandi, í Noregi og Ungverjalandi. Ţeir einstaklingar sem Obama-stjórnin tilnefndi komu fyrir nefnd, U.S. Senate Committee on Foreign Relations, ţ. 16 janúar sl. Sjá upptöku hér. Ég er á ţví ađ slík nefnd vćri nauđsyn á Íslandi. Fólk verđur ađ kunna eitthvađ, vita eitthvađ og kunna sig sem fulltrúar landa sinna, en jafnframt bera virđingu fyrir ţeirri ţjóđ sem ţeir eru fulltrúar fyrir.

Greinilegt er ađ Norđmenn fá ekki skarpasta hnífinn í skúffunni, ţegar Georges James Tsunis (mynd efst) sest á stól sendiherra BNA í Noregi. Tsunis er af grískum ćttum, sonur fátćkra innflytjanda sem náđu í skerf af ameríska draumnum. Hann hefur sjálfur risiđ hátt í lögfrćđifyrirtćkjum og hótelbransanum, og keypt sér áhrif. Nú er veriđ ađ launa honum greiđann.

Fáviska sú sem Tsunis sýndi fyrir nefndinni, ţegar kom ađ stjórnmálum í Noregi, var afar neyđarleg. John McCain gerđi réttilega grín ađ frammistöđu sendiherraefnanna. Ţví sem Tsunis ţurfti ađ svara, hefđi hann getađ kynnt sér áđur á hálfsdags hringferđ á veraldarvefnum. Tsunis varđ svara vant, strandađi í svörum sínum, talađi um forćtisráđherra Noregs sem forseta og var fullur af vanţekkingu á Framfaraflokknum í Noregi, en ţađ er ţó ekki ađ undra miđađ viđ hvernig heimspressan hefur brennimerkt ţann flokk af vanţekkingu. Í salnum fyrir aftan spyrjendur voru greinilega blađakonur frá Noregi, sem hristu hausinn yfir frammistöđu Tsunis.

journalist_not_impressed.jpg
 
colleen-bell-and-bradley-bell-lacmas-art_3594514_1226479.jpg
Bell hjónin, bold and beautiful
 
Verđandi sendiherra BNA í Ungverjalandi heitir Colleen Bradley Bell. Hún fer til lands ţar sem kynţáttafordómar og öfgar eru stórt vandamál. Hún sýndi líka mjög mikla vankunnáttu. Hún er framleiđandi Bold and the Beautiful-ţáttanna, sem er furđulegt ţegar tekiđ er tillit til ţess ađ hún er demókrati. Hún fékk góđa kennslustund um fasismann og öfgarnar í Ungverjalandi. Hún var mest beautiful.
rob_c_barber_1226481.jpg
Rob Barber nýr sendiherra BNA á Íslandi.

 

Nýr sendiherra BNA á Íslandi, Robert C. Barber, slapp best í gegnum nálaraugađ af ţeim ţremur sem prófiđ ţreyttu. Ţetta virđist vera ágćtis mađur, 63 ára lögfrćđingur. Barber er fćddur deap down in Georgia og ólst upp í Suđur-Karólínu. Hann kann ađ setja sig inn í efniđ og hann hafđi unniđ heimavinnuna sína. Vonandi verđur hann ekki eins mikill trúđur og fráfarandi sendiherra, sem bauđ íslamistum í veislu einn daginn og samkynhneigđum hinn daginn (sjá hér). Sagt er ađ Barber hafi lokiđ prófiđ hinum fína menntaskóla Philips Academy áriđ 1968. Hann er enn ekki kominn á "vegg" fyrir merka nema í ţeim skóla (m.a. George W. Bush), en kemst ţađ líklega eftir veruna á Íslandi.

Takiđ annars eftir hrósi Senators Benjamin Cardins um Ísland (ca. 1:09) sem er eins og klippt og skoriđ út úr rćđu eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Ţetta gleymdi Björn Bjarnason ađ nefna !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Er ţađ ekki hringborđs-deildin sem skipar sendisveina?

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 24.1.2014 kl. 19:03

2 Smámynd: Jens Guđ

  Nýskipađur sendiherra BNA í Fćreyjum er samkynhneigđur.  Sumir Fćreyingar velta fyrir sér hvernig eigi ađ túlka ţađ.  Fćreyingar urđu,  jú,  alţjóđlegt (eđa ađ minnsta kosti vestrćnt) fréttaefni fyrir örfáum árum vegna hommafćlni sem birtist m.a. í grófu ofbeldi.  

Jens Guđ, 24.1.2014 kl. 21:31

3 identicon

Skćrt skín sem fyrr ljós forseta 98% íslendinga.

Erlendur (IP-tala skráđ) 24.1.2014 kl. 21:32

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Guđ Jens, Rufus Gifford heitir sendirherra BNA í Ţórshöfn, en hefur reyndar ađalbćkistöđvar sínar í Kóngsins Kaupmannahöfn, ţar sem nćturlífíđ og lífiđ yfirleitt fyrir homma hefur veriđ allt annađ en Ţórshöfn. Eru ekki hommar enn barđir eins og skreiđ í Fćreyjum? Hvers kyns er sendiherra Bandaríkjanna í Skagafirđi?

FORNLEIFUR, 24.1.2014 kl. 22:33

5 Smámynd: Jens Guđ

  Í dag er bannađ ađ lemja homma í Fćreyjum.  Norđurlandaráđ neyddi fćreyska lögţingiđ til ađ breyta lögum í ţá átt fyrir örfáum árum.  Fćreyingar eru löghlýđnir. 

  Bandarískir ráđamenn vita ekki ađ Skagafjörđur er til.  Ţađ gćti breyst ţegar Alexandersflugvöllur á Sauđárkróki verđur alţjóđlegur varaflugvöllur.  Ţá vćri eđlilegt ađ sendiráđ Bandaríkjanna á Íslandi verđi stađsett í Skagafirđi.  

Jens Guđ, 26.1.2014 kl. 16:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband