10.7.2013 | 12:29
Eina mosku með öllu nema hatri
Nú er moskuumræðan blossuð upp aftur. Það er beljandi gúrkutíð. Fólk er að verða satt af því að fara hamförum yfir því sem forsetinn gerir eða gerir ekki. Málsmetandi menn hamast þess í stað gegn mosku, eða með. Læknir og fyrrum borgarstjóri er á móti og sonur Jóns Baldvins er með.
Sama er mér um þá karla. Moska er einfaldlega mannréttindi þeirra sem eru múslímar á Íslandi. Ef þeir vilja byggja hana, þá gera þeir það eftir tilskildum reglum. Mér finnst þó alltaf einkennilegt hvernig fjöldi múslíma á Íslandi er ýktur. Ég held að það verði fremur fámennt í moskunni. Svo mun vera til annar tilbeiðslustaður múslíma í Öskjuhlíðinni, sem ku vera í hrópandi andstöðu við hópinn sem vill reisa mosku í Sogamýrinni.
Hvað veldur því að fólki líður svo illa við tilhugsunina um mosku í Reykjavík? Jú, sjáið til, á Íslandi hefur alltaf ríkt útlendingahræðsla og fordómar. Kynþáttahatur ríkir þar jafnt á meðal vinstri og öfgahægrimanna. Íslam er, eins og Kristindómur, lélegt afbrigði af Gyðingdómi, sem einnig er hægt að gagnrýna. En fólk hefur frelsi til að trúa, þó svo að það fari í taugarnar á trúleysingjum og kynþáttahöturum - og sumum kristnum mönnum.
Í landinu er trúfrelsi og enginn getur komið í veg fyrir mosku, ef menn vilja reisa hana. Um að gera að fá sýnagógu í leiðinni. Því stakk ég upp á fyrir all nokkru síðan (1994) og ekki veit ég til þess að aðrir hafi gert það fyrr. Ég skrifaði m.a.: Það er ekki nóg að yrkja landið, fólkið verður einnig að fegra. Ég fagna þeim degi, að moska rís í Mosfellssveit eða sýnagóga á Selfossi og að bænir á Alþingi verði ekki aðeins kristnar".
Á næsta árið held ég upp á 20 ára moskuyfirlýsingu mína og vænti að einhver sendi mér grísakótelettur í bréfi.
Hins vegar, ef kirkja, moska eða önnur musteri eru notuð til að boða hatursboðskap í garð annarra trúarbragða og þjóða, þá höfum við Íslendingar lög, sem taka á slíku. Það varðar við lög á Íslandi að boða hatur gegn trúarbrögðum og kynþáttum. Vissulega hefur hatur verið mikið í Íslam, en einnig í Kristni.
Myndin efst er af Mosku i Wagentraat i den Haag í Hollandi. Þegar faðir minn var ungur og bjó í borginni með foreldrum sínum, var þetta hús sýnagóga, samkunduhús gyðinga. Hatur, sem átti rætur í aldagömlu gyðingahatri kristinna fór úr böndunum og olli því að ekki var grundvöllur fyrir að halda uppi söfnuði gyðinga í þessu húsi lengi eftir síðara stríð. Íslendingar hafa líklega heyrt um Helförina, þó þeir séu nú mest upptekin af sjálfum sér.
Sams konar hatur er víða boðað í dag, ma. í moskum. Ég vona að við þurfum aldrei að hlusta á slíkt hatur í moskum á Íslandi. Ég vona að vinstri menn, sem venjulega lýsa frati á trúarbrögð (nema þegar þeir fá ólmir að lesa gyðingahatur í Passíusálmunum í kirkjum landsins), styðji ekki moskubyggingu til þess eins að ala á hatri. Ekki býst ég við því að þeir fari að beygja sig til Mekka eftir að beygingar í átt að Moskvuborg lögðust af, en maður veit nú aldrei. Þeir fara enn hamförum.
Bendi svo á þessar fyrri færslur mínar frá 2008 og 2010:
Mosku hér og nú (2008) Mosk(v)u strax ! (2010), Trú friðar og umburðarlyndis skal vera velkomin (2010)
Samkunduhúsið í Wagenstraat í den Haag um 1950, og moska í sama húsi í dag
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1352575
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
''Moska er einfaldlega mannréttindi þeirra sem eru múslímar á Íslandi. Ef þeir vilja byggja hana, þá gera þeir það eftir tilskildum reglum.''
Kjarni málsins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.7.2013 kl. 14:00
Já, Sigurður, slut, prut, finale.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.7.2013 kl. 14:37
Ég vil benda á að íslenskir trúleysingjar, Vantrú td, hafa alltaf haldið uppi vörnum fyrir byggingu mosku á Íslandi, sbr. http://www.vantru.is/2010/09/20/10.00/
Eitt skal yfir alla ganga.
Helgi Briem (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 15:43
Nafni minn heldur fast í þá þráhyggju nasista og gyðinga sjálfra að hvítt fólk, sem aðhyllist gyðingdóm sé „kynþáttur“. Fáar, ef nokkrar grillur hafa valdið meiri hörmungum en þessi. Andúð á gyðingum er félagslegs, trúarbragðalegs eðlis og kemur líffræði og vefjafræði alls ekkert við. Ástralíu- frumbyggjar eða dverg- svertingjar eru líffræðilega, vefjafræðilega, kynþættir. Gyðingar alls ekki.
Meginástæðia gyðingahaturs allt frá því fyrir Krists burð er vafalaust sú, að þeir, (eins og nasistar) ímynda sér að þeir séu einhvers konar „übermensch“, guðs útvalda þjóð og hafa alltaf sýnt trúarbrögðum og skoðunum annarra fullkomna fyrirlitningu.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.7.2013 kl. 22:30
Þetta er ekki bara svona einfalt. Þetta snýst ekkert um hatur eða fordóma á múslimum. Staðsetning á mosku á þessum stað er alveg fráleit. Fyrr væri búddahof eða ásatrúar á þessum tiltekna stað (Sogamýri). Múslimar eiga að fá lóð undir mosku en á að vera á lítt áberandi stað líkt og aðrir sértrúarsöfnuðir. Islam er ekki bara trú heldur pólitískt afl. Í grunnin andstætt vestrænum gildum. Samlagar sig hvergi í hinum vestræna heimi. Svo er annað að hvar fá menn pening fyrir slíku dæmi eins og fyrirhuguð moska á að vera?? Enginn smá kostnaður? Saudi-Arabíu? Spurðu múslima hver sé afstaða þeirra til kvenréttinda og samkynheigðra sem dæmi?
Valgeir (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 22:43
Þetta er hárrétt hjá Valgeiri. Islam er pólitískt afl og „heimsvaldasinnað“ eins og kommúnismi og nasismi. Múslmiar fara ekki í felur með þá staðreynd, að þeir hyggjast taka völdin í heiminum og fyrirlitning þeirra á trúarbrögðum og skoðunum annarra er alger. Ég neita því þó ekki að mér finnst gaman að skoðunum þeirra á kvenfólki og hommum, sétstaklega í ljósi þess að það eru pólitískt rétthugsandi vinstri- kjánar sem eru helstu bandamenn þeirra á Vesturlöndum.
Vilhjálmur Eyþórsson, 10.7.2013 kl. 22:54
Vilhjálmur Eyþórsson, af hverju gerir þú mér upp skoðanir? Lestu alltaf allt á milli línanna, eða ertu með einhverja meinloku á heilanum. Sérðu ekki að ég skrifa orðið gyðingur með litlum bókstaf. Þannig er trúarbrögðum lýst á íslensku.
Reyndar eru gyðingar líka þjóð, nú sem fyrr. Trúin, Gyðingdómur, hélt þjóðinni saman. Enginn heldur því fram að gyðingar séu líffræðileg heild, og þú lýgur því að ég gerið það í vörnum mínum fyrir mosku á Íslandi. En reyndar hafa nýjar rannsóknir, sem ekkert eiga skylt við ruglulífræði hugmundabræðra þinna í öfgunum, fram á að "hvítir" gyðingar sem þú kallar svo, sem reyndar eru til í öllum litum, eiga sér flestir sameiginlegan forföður og formæður. Erfðamengi þeirra eru furðu einsleit miðað við að sumir hafa lent vestast í Evrópu og aðrir austast í Asíu eða í Afríku. Þjóðinni var tvístrað vegna ofsókna, öfundsýki og haturs. Haturs sem nýlega sást í garð Dorrit Moussaief; Sama hatursins sem enn er við lýði meðal öfgahægrimanna og sumra múslíma og einnig margra vinstri manna - Þetta hatur er af svipaðir gerð og hatrið sem veldur því að fólk eins og þú, Vilhjálmur Eyþórsson, hatast út í múslíma vegna þess að lítill hluti þeirra hatar á sama hátt og þú.
Þú ert nefnilega líkari versta andstæðingi þínum en þú gerir þér grein fyrir. Sömu rök um gyðinga og þú notar hér eru notuð af verstu andstæðingum Gyðinga í hinu nýja Ísraelsríki. Líffræðileg rök finnast einnig því til stuðnings, að helstu hatarar Gyðingar í Ísraelsríki og gyðinga um heim allan, Palestínumenn, eru náskyldir gyðingum, enda afkomendur gyðinga sem neyddir voru undir Íslam. Gleymum þá ekki öllum þeim gyðingum sem neyddir voru undir Kristni.
Fyrirbærið "Guðs útvalda þjóð" sem þér er svo kært er þýðingarvilla. Kynntu þér hvað Am Nivchar þýðir. Það fólst engin náð í þeirri vafasömu útnefningu.
Hvað varðar "homma" og konur, eru múslímar ekkert verri en flest trúarbrögð hafa verið í garð samkynhneigðra eða í kvenfyrirlitningunni. Enn eru til kristnir í "siðmenntuðum löndum" sem telja homma og gyðinga vera aðalvandamál heimsins. Nærtækasta dæmið er Litháen.
Litháen er hluti af ESB og þar viðgengst greinilega slíkt hatur í garð gyðinga í raun þótt að heilagar yfirlýsingar hafi verið gefnar út til að koma í veg fyrir það. Hatur í garð Múslíma er mest á byggðu bóli í löndum ESB, þó svo að þeir múslímar sem búa í ESB löndum séu í flstum tilfellum fólk og afkomendur fólks sem boðið var til Evrópu til að vinna skítavinnur sem herraþjóðir Evrópu" vildu ekki sinna.
Valgeir, öll trúarbrögð hafa verið notuð, misnotuð og nauðgað hrottalega í póltískum tilgangi, til að halda konum og minnihlutum niðri og til að hatast út í aðra. Íslam, sem að hluta til byggir á Gyðingdómi líkt og Kristni, er trú friðar. En það er maðurinn og veikleiki hans, veikleiki manna eins og þín og V. Eyþórssonar að kenna, að trú getur orðið hatursafl og mannfjandlegt fyrirbæri. Sumir hata reyndar án trúar og gera það oft þar sem þeir hata sjálfa sig, og hafa kannski ærna ástæðu til. Veikleiki mannanna er margur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.7.2013 kl. 23:58
Ég hata engan, en þeir sem sjálfir eru fullir af hatri gera andstæðingum sínum alltaf upp eitthvað ímyndað „hatur“. Annars vissi ég vel að þú mundir ærast og fara að góla þegar ég setti inn þessa athugasemd. Það er eins og allt vitið, sem þú hefur þó nokkkuð af, fari út um gluggann þegar gyðinga ber á góma. Þetta er einmitt einkenni á ofstækismönnum sem sjálfir hata og halda að aðrir séu eins og þeir, fullir af ofstæki og hatri.
Ég hata hvorki gyðinga né múslima. Þeir eiga sumt sameiginlegt en þó er sá reginmunur á að gyðingar stunda ekki trúboð og geta það ekki, því það er grundvallartrúarsetning hjá þeim að einungis afkomendur sauðfjárbóndans og misheppnaða barnamorðingjans sem heyrði raddir, Abrahams, megi vera gyðingar. Múslimar (og kristnir, einkum fyrr á öldum) ganga hins vegar með þá grillu að þeir búi yfir einhverju sérstöku „fagnaðarerindi“ stóra sannleika sem frelsa muni heiminn. Þeir eru m.ö.orðum útópistar eins og nastar og kommúnistar og því hættulegir. Gyðingar ganga vissulega með ýmsar grillur, en þó ekki þessa.
En ég endurteki að mér hundleiðist þetta tal um eitthvert „hatur“. Svona tala líka forsvarsmenn feminista, homma og fjölmenningarsinna. Þeir sjá „hatur“ í hverju horni hvenær sem einhver dirfist að vera þeim ósammála.
Vilhjálmur Eyþórsson, 11.7.2013 kl. 00:15
Enginn hefur gólað hér á blogginu mínu á hatursfullan hátt nema þú, Vilhjálmur Eyþórsson. Minnir þetta mig sumt á hatrið í bróður þínum þegar hann var með svokallaðan fréttaflutning af Miðausturlöndum í Dagblaðinu eða DV. Kannski var það uppeldið sem gerði ykkur svona, eða skólinn, en hér er skemmtilegri saga af föður ykkar sem einnig var viss í sinni sök.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2013 kl. 07:24
Skýtur það ekki skökku við, Helgi Briem, að Vantrú styðji mosku. Er kristnihatur Vantrúarmanna þá aðeins sjálfshatur, og stuðningur við önnur trúarbrögð meðal til að auka það hatur. Vantrúarmenn eru fullir af hatri. Kannski heillar Öfgaíslam þá?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2013 kl. 07:30
Hvorki ég, bróðir minn og þó allra síst faðir minn hafa yfirleitt hatað nokkurn mann, enda erum við ekki uppaldir í ofstæki og hatri eins og allt of margir. En við fólk, sem sjálft er gegnsýrt af ofstæki og hatri er vonlaust að rökræða. Margur heldur mig sig.
Vilhjálmur Eyþórsson, 11.7.2013 kl. 12:52
Segðu okkur nú Vilhjálmur Örn hvað Am Nivchar þýðir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2013 kl. 14:28
Sigurður, fólk þitt hefur Google, er það ekki nóg?
Vilhjálmur, gott !, þá kemurðu með mér í heimsókn í mosku múslima þegar hún opnar og geymir svínakjötið og blóðið heima. Auðvitað ertu ekki hatursmaður. Ég held sannast sagna að þú sért hræddur við skugga, líka þinn eginn.
Heimsyfirráð múslíma eru svo sem svo. Mér sýnist nú að aðrir standi þar betur að vígi. Sumir múslímar segja að gyðingar hafi heimsyfirráðin. Þeir sjá líka of marga skugga.
Faður þinn var líka heiðursmaður, þjóðernissinni af gamla skólanum, sem vildi ekki sætta sig við að sirkuslið og loddara suður í Þýskalandi væri að skrumskæla Íslendinga. Bróður þínum man ég eftir í betri anda en í dagblaðsgreinum hans, er hann vann á fréttastofu Útvarps og ég var þar sendill í gamla daga. Teiknari var hann góður og honum þótti ég það líka. Ég man alltaf eftir haus af starfsmanni Útvarps úr "brúnu efni" sem hann hafði formað sem stóð ofan á skáp á karlaklósetti á 4. hæð á Skúlagötu 4. Maður vissi hvaða konur á stofnuninni höfðu farið á karlaklósettið, ef þær töluðu um þetta líkneski, sem vona að sé til í safnið Útvarpsins.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2013 kl. 16:35
Það hefði verið fengur að því að þú útskýrðir það.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2013 kl. 17:47
Vilhjálmur, voru það trúleysingjar eða kristnir menn sem bönnuðu mosku-byggingar á Íslandi í hátt í 900 ár?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.7.2013 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.