Leita í fréttum mbl.is

Af Landbergis, Zingeris og Steingrími Hermanns hinni nýju hetju Litháens

Landsbergis-book-presentation

Það er komin út ný grein eftir mig, en einnig hefur Vytautas Landsbergis fyrrverandi forseti Litháens gefið út bók, þar sem hann gerir lítið úr völdum og afleiðingum verka og lagasetninga litháísku leppstjórnarinnar alræmdu sem faðir Landsbergis sat í nokkrar vikur árið 1941 áður en Þjóðverjar tóku öll völd í landinu. Þessi bráðabirgðastjórn gerði Þjóðverjum lífið létt að hefja skipulagða útrýmingu á gyðingum og fjöldamorðum á öðrum Litháen.

Litháíska leppstjórnin svipti m.a. gyðinga öllum rétti í Litháen, setti reglur um ghettó þangað sem gyðingum var smalað með valdi og opnaði fangabúðir fyrir gyðinga í Kaunas, þar sem gyðingar voru drepnir áður en Þjóðverjar birtust. Öll þessi niðurlæging á trúar- og minnihlutahópi, sem hafði búið í landinu í aldaraðir, átti sér stað áður en Þjóðverjar tóku formlega völdin. 

Þessi lítilmannlega tilraun forsetans fyrrverandi til að breyta og falsa sögu lands síns, og föðurómyndarinnar sinnar, er aumkunarverð og lítilmannleg stefna sem öll baltnesku ríkin eiga sameiginlegt. Þjóðirnar þrjár vilja ekki heyra um örlög gyðinga í landinu og helst ekki vita af því að þeir voru virkir þátttakendur í þeim þjóðarmorðum.

Lesið meira hérum bók  Landsbergis sem, m.a. fjallar um forsætisráðherra leppstjórnarinnar, Ambrazevičius-Brazaitis, sem Litháar tóku svo að segja í heilagra manna tölu í maí sl. (sjá grein mína um þegar ég varð vitni að því Kaunars hér).

Landsbergis situr nú á Evrópuþinginu, sem um daginn ákvað með miklum meirihluta að setja viðskiptaþvinganir á Færeyjar og Ísland út af makrílveiðum, og einn þeirra sem það gerði var hinn mikli Íslandsvinur Hr. Vytautas Landsbergis.

Engir meðreiðarsveinar þýska nasistainnrásaliðsins og böðlar Litháa hafa verið sóttir til saka eftir að landið öðlaðist aftur frelsi. Frelsið notar ríkisstjórn landsins til að ofsækja aldna gyðinga, sem Litháar vilja bak við slá vegna meintrar þjónustu þeirra við sovéska innrásarliðið í landinu. En nasistarnir og litháískir SS-liðar eru hins vegar heiðraðir, meðal annar með árlegum skrúðgögnum.

Í dag birtist eftir mig grein á vefnum http://www.defendinghistory.com/, þar sem skrifar fólk sem mótmælir ógeðfelldri söguskoðun og -fölsun, sem nú á sér stað sem aldrei fyrr í löndum Austur-Evrópu. Það er verið að "hreinsa" og fegra söguna landanna sem eru nýgengin í ESB, eða við það ganga inn í þrotabúið. Eins og í Sovétríkjum sálugu mega örlög gyðinga, sem óneitanlega voru verst, ekki skyggja á örlög kristinna borgara þessara landa. Stríðsglæpamenn og SS-liðar eru því þjóðhetjur og til eru Eistar sem telja Mikson (Eðvald Hinriksson) vera frelsishetju. En baltneskar hetjur voru margar hverjar fyrst og fremst gyðingamorðingjar.

Grein mína, sem ég kalla Emanuelis Zingeris, Star of the Red-Brown Road Show, Turns Up in Reykjavík on the Jewish New Year fjallar m.a. um Emanuelis Zingeris, þjónustuhollan litháískan gyðing, sem í gær nældi hlussustóra medalíu á sálina hans Steingríms Hermannssonar fyrir vel unnin störf í þágu Litháens. Gyðingar í Litháen telja Zingeris hafa gert litháískum yfirvöldum kleift að gera lítið úr örlögum gyðinga í landinu fyrir pólitískan frama og embætti, að hann hafi þar með gert lítið úr minningu 200.000 trúbræðra sinna sem myrtir voru í heimsstyrjöldinni. Zingeris er einn helsti stuðningsmaður þeirrar sögubrenglunar sem nú fer fram í Litháen, þar sem örlögum gyðinga, sem margir voru myrtir af Litháum, er líkt við örlög þau sem kristnir Eistar, Lettar og Litháar máttu þola af höndum Sovétríkjanna.

Greinin mín fjallar einnig um íslenskar hetjur Litháens og hve bágt Íslendingar eiga sjálfir með að höndla sína eigin sögu og fortíð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband